Morgunblaðið - 27.02.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 27.02.2001, Qupperneq 4
HANDKNATTLEIKUR 4 B ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Haukar höfðu lengst af frumkvæð-ið í leiknum ytra á laugardag og voru marki yfir í hálfleik, 10:9. Greini- legt var strax í byrj- un að leikmenn og þjálfari Hauka höfðu lært heima fyrir leik- inn. Flöt vörn liðsins lokaði vel fyrir leik- menn Sporting, lét ekki etja sér út í neina vitleysu. Sóknarleikurinn var yfirvegaður, þolinmæðin réð ríkjum. Þá fór Bjarni Frostason á kostum í markinu, einkum í fyrri hálfleik þar sem hann varði 15 skot, mörg úr dauðafærum. Vitað var að leikmenn Sporting hafa tilhneigingu til þess að hleypa leikjum upp í hraða. Helsta vopn þeirra er hraðaupphlaup, enda með afar snarpa og lipra leikmenn, eink- um þá hornamanninn Ricardo Andor- inho sem varð markakóngur portú- gölsku deildarinnar í fyrra. Snöggir hornamenn, lipur örvhent skytta og slyngur miðjumaður leika mjög upp á það að leysa inn á línuna og miðjuna. Leikmönnum Hauka tókst lengst af vel upp við að loka hlaupaleiðum, enda farið rækilega yfir sóknarleik Sporting af myndbandi. Og leikmenn Sporting komu ekki uppmeð neitt nýtt að þessu sinni. Þá tókst afar vel upp við að loka leiðum fyrir júgóslavnesku skyttuna Vojislav Kraljic. Hann náði sér aldrei á strik og skoraði aðeins eitt mark og átti fáar sendingar sem að gagni voru. Rúnar Sigtryggsson kom Haukum á bragðið með marki úr gegnumbroti eftir aðeins 30 sekúndna leik úr fyrstu sókn leiksins. Bjarni gaf tóninn hinum megin vallarins með því að verja skot eftir gegnumbrot And- orhinos. Aliaksandr Shamkuts kom Hauk- um í 2:0, með marki af línu eftir hálfa fimmtu mínútu, en hann fékk send- ingu frá Rúnari. Óskabyrjun Hauka var ekki eins og heimamenn höfðu vonað og voru þeir nokkurn tíma að ná sér á strik. Kraljic skoraði fyrsta mark Sporting við mikinn fögnuð eft- ir 5 mínútur úr horninu eftir snoturt samspil við félaga sína. Jöfnunarmak- ið, 2:2, kom þegar sléttar 8 mínútur voru liðnar. Þolinmæðis sóknarleikur Hauka gekk þokkalega í byrjun, en hársbreidd vantaði um tíma á að skot- in rötuðu rétta leið í netið. Því tókst heimamönnum að ná frumkvæðinu um tíma, m.a. 4:2 og 5:3. Leikmenn Hauka létu ekki slá sig út af laginu, vitandi að þolinmæðin er dyggð. Þeim tókst að jafna, 5:5, og síðan fylgja leikmönnum Sporting sem skugginn um tíma þar til 7 til 8 mínútur voru til leiksloka. Þá náðu Hafnfirðingar að skjótast fram úr. Bjarni markvörður fór hamförum á þessum kafla og lét áreitni áhorfenda ekki á sig fá, þvert á móti Bjarna óx ásmegin frekar en hitt við mótlætið, en hluti áhorfenda sat og stóð fyrir aftan mark hans og sumir þeirra létu ófriðlega. Haukar breyttu stöðunni úr 7:7 í 10:7 sér í vil. Heimaönnum tókst að klóra í bakkann fyrir leikhlé en þá munaði einu marki, 10:9. Með því að standast álagið í fyrri hálfleik unnu leikmenn Hauka ákveð- inn sálfræðilegan sigur sem reyndist þungur á metum í síðari hálfleik. Heimamenn skoruðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks, Leikmenn Hauka virtust ekki vera alveg vakn- aðir eftir leikhléið. Viggó Sigurðsson þjálfari greip til þess að setja Petr Baumruk í sóknina fyrir Rúnar um tíma og sú breyting lánaðist vel. Eftir tvær mislukkaðar sóknir komu sex í röð sem allar skiluðu marki. Á meðan gekk heimamönnum flest í mót, þeim tókst ekki að brjóta vörn Hauka og Bjarna markvörð á bak aftur. Haukar voru með forystuna, 15:12, Sporting klóraði í bakkann um stund, náði að jafn, 16:16. Leikmenn Hauka spýttu í lófana á ný og gáfu hvergi eftir, náðu þeir mest þriggja marka forystu í tví- gang, 20:17 og 21:18 þegar 3,40 mín- útur voru eftir. Stefndi allt í sigur Hafnfirðinga og margir stuðnings- menn Sporting tóku það til bragðs að tygja sig til brottfarar. Síðustu mínúturnar reyndust leik- mönnum Hauka erfiðar. Dómararnir sýndu þeim minni þolinmæði en fyrr, sóknirnar urðu því snubbóttari en ella. Við það komust heimamenn á bragðið og tókst að jafna þegar 35 sekúndur voru eftir. Haukar héldu boltanum allt til leiksloka og reyndu án árangurs að tryggja sér sigur. Þegar 15 sekúndur kallaði Óskar Ármannsson á sam- herja sína; „eitt aukakast“. Hann vann það sjálfur en tíminn var ekki nægur til þess að það nýttist til þess að skora sigurmarkið. Jafnteflið var því niðurstaðan, ekki sanngjörn úrslit því Haukarnir voru lengst af betri, en niðurstaða sem leikmenn Hauka geta verið stoltir af. Þeir sýndu að með skipulögðum og örguðum leik, góðri heimavinnu, er hægt að standa sig með sóma á útivelli í Evrópukeppni í spennuþrungnu andrúmslofti. Rétt er leggja lof á allt lið Hauka og þjálfara þess. Allir stóðu þeir sig með sóma, hvert sem hlutverk hvers og eins var. Með sömu skynsemi og yfirvegun að vopni á liðið alla mögu- leika á að komast lengra í keppninni. Sporting liðið er samt sýnd veiði en ekki gefin. Takist því að komast á bragðið í leikjum og stjórna þeim er það til alls víst. Það leikur 5+1 vörn, þar sem fremsti maður hefur nokkuð frjálst hlutverk og tókst á tíðum að gera sóknarmönnum Hauka skrá- veifu. Fyrir aftan eru þrír hávaxnir leikmenn, allir yfir tveir metrar sem eru alls ekki nein lömb að leika sér við og erfitt að koma skotum yfir eða fram hjá. Þá er markvörðurinn, Carl- os Ferreira, vel með á nótunum. Hann varði einkar vel í síðari hálfleik. Landsliðsmaðurinn Luis Gomes var ekki að þessu sinni og varð skarð fyrir skildi. Hann meiddist gegn Ís- landi á HM. Þar er á ferð örvhent skytta sem er til alls líkleg og getur gert Haukum skráveifu í síðari leikn- um, hafi hún náð heilsu. Ekki er hægt að skilja við leikinn án þess að geta einstaks hóp stuðn- ingsmanna Hauka sem fóru með lið- inu út. Þeir voru svo sannarlega átt- undi maðurinn í liði Hauka að þessu sinni. Hvöttu þeir sína menn linnu- laust frá upphafi til enda og settu skemmtilegan svip á leikinn. Haukar hafa vænlega stöðu Morgunblaðið/Lárus Karl Ingason Óskar Ármannsson lék mjög vel sem leikstjórnandi. Hér lætur hann skot ríða af og skorar. HAUKAR standa ágætlega að vígi í 8 liða úrslitum EHF- keppninnar í handknattleik eftir jafntefli, 21:21, gegn Sporting í fyrri leik liðanna í Lissabon á laugardaginn. Haldi Hafnfirð- ingar skynsamlega á spilunum í síðari leiknum sem fram fer í Hafnarfirði á sunnudaginn, á liðið góða möguleika á að kom- ast í 4 liða úrslit og verða fyrst íslenskra félagsliða til að kom- ast svo langt í Evrópukeppni í handknattleik í háa herrans tíð. Menn mega hins vegar ekki láta þessi úrslit blinda sig því auð- vitað geta verið í ljón í veginum og léttleikandi leikmenn Sport- ing mæta örugglega grimmir til leiks á Ásvöllum. Ívar Benediktsson skrifar frá Lissabon                                 ! "     # !                      það tel ég okkur geta vel við unað með úrslitin, það áttu eflaust ekki margir von á því að okkur tækist að vinna eða ná jafntefli áður en lagt var af stað. Við höfðum hins vegar trú á eigin getu og það skiptir meg- inmáli þegar á hólminn er komið,“ sagði Einar Örn. Einar sagði það vera mikla reynslu að leika í þessu litla íþrótta- húsi þar sem hávaðinn yrði hreint óskaplegur. „Undir lokin heyrði ég ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir látum. Stuðningsmenn okkar eiga heiður skilinn fyrir frammistöðu sína í leiknum. Í síðari hálfleik þeg- ar Sporting lék í sókninni þeim meg- in sem stuðningsmenn okkar sátu mættu þeir múr Íslendinga sem Einar Örn sagði að lagt hafi veriðupp með að leika langar sóknir og vanda til færanna sem tekin hafi verið og það gengið lengi framan af. „Undir lokin var farið að dæma á okkur töf skömmu eftir að við vor- um komnir fram yfir miðju. Þá hefð- um við átt að gíra okkur upp í ein- hvern hraða, en það gekk ekki upp og við náðum þá ekki að byggja upp góðar sóknir. Þar með misstum við leikinn niður í jafntefli. Þrátt fyrir hrópaði og notaði óspart trommur. Þessu áttu leikmenn Sporting síst von á á eigin heimavelli.“ Einar sagðist telja leikmenn Hauka vera reynslunni ríkari frá leiknum við Braga sl. haust þar sem þeir náðu hagstæðum úrslitum á útivelli en náðu sér ekki á strik heima og féllu þar með úr undankeppni meistara- deildarinnar. „Leikirnir heima við Braga og á útivelli gegn Sandefjord voru okkur áminning um að ekkert er í hendi þótt vel gangi í öðrum leiknum í keppni sem þessari. Ef við leikum af sömu skynsemi í síðari leiknum á sunnudaginn þá vonast ég til að okkur takist að vinna og kom- ast í undanúrslit,“ sagði Einar Örn Jónsson, hornamaður Hauka. „SEGJA má að varnarleikurinn hafi gengið eins og lagt var upp með. Við fengum aðeins á okkur 21 mark og það telst vera gott,“ sagði Einar Örn Jónsson, hornamaður Hauka. Höfum trú á eigin getu VIGGÓ Sigurðsson, þjálfari Hauka, segist ætla að kanna það til hlítar um leið og heim verður komið hvort ekki sé hægt að fá deildarleik við ÍR frest- að, en leikurinn er áætlaður næstkom- andi miðvikudag. Með frestuninni vill Viggó fá aukinn tíma fyrir liðsmenn sína til að safna kröftum og einbeita sér að síðari leiknum í EHF-keppninni við Sporting næsta sunnudag. „Ég ætla að leggja þetta til svo við getum einbeitt okkur að síðari leiknum. Það er íslenskum handknattleik mikilvægt að íslensk félagslið nái árangri í Evr- ópukeppni. Því vona ég að HSÍ komi til móts við óskir okkar um frestun á leiknum við ÍR,“ segir Viggó. Vill fá frestun á leik gegn ÍR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.