Morgunblaðið - 27.02.2001, Síða 7
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 B 7
Úrslit í kvennaflokki hófst í hádeg-inu með 7 stúlkum frá þremur
félögum, HSÞ, HSK og Glímufélagi
Dalamanna, sem
Svana Hrönn Jóns-
dóttir var fulltrúi fyr-
ir. Eftir margar
snarpar viðureignir
var ljóst að slagurinn myndi standa á
milli Hildigunnar og Soffíu. Þar hafði
Soffía betur með hælkrók hægri og
vinstri í lok glímunnar en hún tapaði
fyrir Hildigunni í tveimur fyrri lands-
glímunum. „Það er aldrei að vita
nema ísinn sé nú brotinn því nú var
komið nóg,“ sagði Soffía eftir mótið á
sunnudaginn eftir að hafa náð silfri í
tveimur síðustu, stigi á eftir Hildi-
gunni. „Annars var þetta mikil keppni
og frekar erfitt. Við erum ekki marg-
ar sem æfum saman og erum því
farnar að þekkja vel hver inn á aðra.“
„Þetta var skemmtileg en erfið
keppni því við getum vel unnið hver
aðra og úrslit aldrei örugg enda dags-
formið, sem skiptir öllu máli,“ sagði
Hildigunnur úr HSÞ, nýkrýndur
landsglímumeistari 2001. Hún hefur
glímt frá tíu ára aldri og fer víða. „Það
er mjög gaman í glímunni, annars
væri ég ekki að þessu. Ferðalögin eru
erfiðust svo að það þarf að skipu-
leggja sig vel og það er þess virði
núna,“ bætti Hildigunnur við og lyfti
bikarnum brosandi á loft.
Keppendur í karlaflokki voru átta
og líklegt að keppnin yrði helst á milli
Ingibergs og Péturs en það gat sett
strik í reikninginn hjá báðum hve
keppni var jöfn. Það fór líka svo að
Pétur gerði eitt jafnglími áður en
hann tapaði fyrir Stefáni Geirssyni úr
HSK, sem tók hann með sniðglímu á
lofti. Pétur vann hins vegar hinar
glímur sínar og Ingibergur sínar, þar
af eina á tveimur sekúndum og aðra á
sjö. Baráttan um gullið stóð því á milli
þeirra tveggja og þar hafði Pétur bet-
ur með sjaldgæfu bragði þegar hann
tók vinstri fótar leggjabragð. Glíman
um bronsið vakti mikla lukku því
Stefán og Lárus Kjartansson voru
jafnir. Þeir þurftu því að glíma til
þrautar sem tók rúmar sjö mínútur
og var mikið af þeim dregið áður en
yfir lauk.
„Þetta var afar erfitt mót og miklu
erfiðara en hin tvö því meðal annars
voru fleiri glímur núna og ég orðinn
þreyttur í lokin,“ sagði Pétur, sigur-
vegari í landsglímunni 2001 en hann
sigraði í tveimur fyrri landsmótunum
svo að það dugði honum að fá fimm og
hálfan vinning á sunnudaginn. „Það
er alls ekki hægt að ganga að neinum
úrslitum vísum því mótið var mjög
jafnt. Mér hentar best að bíða eftir
því að mótherjinn geri mistök og nýta
mér það síðan vel.“
Glímukeppni stendur yfir í tvær
mínútur og ef enn er ekki búið að
leggja menn að velli, skiptast stigin á
milli og kallast það jafnglími. Glíman
hefst á því að menn ná taki glímubelt-
inu, síðan segir yfirdómari mönnum
að stíga og eftir nokkrar sekúndur,
þegar honum þykir komin góð hreyf-
ing á glímumenn og hvorugur í betra
færi, flautar hann glím-
una á. Glíma vinnst
með því að kasta and-
stæðingi svo að hann
snerti gólf með líkama
fyrir ofan hné eða neð-
an olnboga auk þess að
ekki má setja niður
báðar hendur í gólfið
samtímis. Völlurinn er
frá 6 til 10 metrum á
hvorn veg og dómarar
eru þrír, yfirdómari og
tveir meðdómarar en
þó ræður meirihluti.
Hildigunnur Káradóttir, HSÞ, varð landsglímumeistari Glímu-
sambandsins í kvennaflokki.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjölbreytt
glímubrögð
FLÓRAN af glímubrögðum á þriðju og síðustu landsglímunni, sem
haldið var í Hagaskóla á sunnudaginn, var fjölbreytt og margar
snarpar viðureignir glöddu augað. Keppni var jöfn og hvergi mátti
slaka en það kom samt ekki á óvart að Víkverjinn Ingibergur Sig-
urðsson skyldi vinna í karlaflokki og Soffía Björnsdóttir úr HSÞ í
kvennaflokki. Hins vegar dugði hvorugu það til að sigra í landsglím-
unni, sem samanstendur af árangri síðustu þriggja móta því þar
urðu Pétur Eyþórsson úr Víkverja og Hildigunnur Káradóttir úr HSÞ
hlutskörpust.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Ingibergur Sig-
urðsson sigraði á
lokamótinu í lands-
glímu. Hér hefur
hann Pétur Eyþórs-
son á loft, en Pétur,
sem er á myndinni
hér til hliðar, varð
landsglímumeist-
ari karla.
Vantar fínar hreyfingar
„ÉG finn að ég er ekki með þessar fínu hreyfingar sem þarf
þó að ég æfi alltaf einu sinni til tvisvar í viku til að halda
mér við,“ sagði Ingibergur, sem keppti síðast á Íslandsglím-
unni fyrir átta mánuðum en það er lengsta hlé sem hann
hefur tekið sér í 14 ár.
„Ég keppti eiginlega fyrir sjónvarpsstöðina BBC því þeir
bjuggust við að ég myndi keppa en þar sem ég hef ekki æft
nógu vel ætlaði ég ekki að taka þátt. Það kveikti hins vegar
í mér að vera með og mér þykir alltaf gaman að keppa. Mér
finnst að Íslendingar ættu líka að fara að hugsa um glímuna
því þetta er virkilega góð íþrótt en það gæti verið að ein-
hver minnimáttarkennd spili inn í.“
Í keppni með loftriffli voru aðeinstveir keppendur í þetta sinn og
sigraði Íslandsmeistarinn Jónas
Bjargmundsson úr
Skotfélagi Kópavogs
nokkuð örugglega.
Meiri athygli vakti að
Anton Konráðsson
frá Ólafsfirði vann í keppni með loft-
skammbyssu sigur á Íslandsmeistar-
anum Hannesi Tómassyni. Anton
náði lágmörkum Skotíþróttasam-
bandsins fyrir smáþjóðaleikana þeg-
ar hann fékk í undankeppninni 560
stig af 600 mögulegum en það er ná-
kvæmlega lágmarkið, sem sambandið
setur. Átta keppendur komust síðan í
úrslit og þar fékk Anton 651,1 stig en
Hannes, sem keppir fyrir Skotfélag
Reykjavíkur, var ekki langt undan
því hann fékk 650,5 stig og þá munar
aðeins einum sentímetra í einu skoti
af öllum tíu úrslitaskotunum. Í þriðja
sæti varð Þorsteinn Guðjónsson úr
Íþróttafélaginu Leiftri þegar hann
fékk 640,4 stig.
Þegar eru þrír skotmenn búnir að
ná lágmörkum fyrir smáþjóðaleikana
og enn eru fimm mót eftir svo að bú-
ast má við að fleiri bætist í hópinn en
skotmenn ætla samt aðeins að senda
tvo keppendur. Ekki hefur enn verið
útkljáð hvernig skotmenn ætla að
fara að því velja þessa tvo.
Keppni með loftriffli og loftskamm-
byssu felst í því að fyrst skjóta allir 60
skotum af tíu metra færi en skífan
fyrir skammbyssur er 15,5 sentímetr-
ar í þvermál og eru gefin því fleiri
stig, sem menn hitta nær miðju. Skíf-
an fyrir riffla er öllu minni eða um 4,5
sentímetrar. Konurnar skjóta 40
skotum hver og sigraði Kristín Sig-
urðardóttir úr Íþróttafélaginu Leiftri
í keppni með loftskammbyssu þegar
hún fékk 358 stig af 400 mögulegum.
Keppnin var haldin í nýuppgerðum
sal Skotfélags Reykjavíkur en þar
ætla skotmenn að hreiðra um sig þar
til þeir fá líklega framtíðarhúsnæði í
kjallara knattspyrnuhússins, sem rís í
Grafarvoginum.
„Það var sætt að ýta Íslandsmeist-
aranum Hannesi af stallinum og kom-
inn tími til þess,“ sagði Anton. „Ég
var eiginlega búinn að afskrifa að
keppa þennan vetur og gekk ekki vel
á fyrstu mótunum en þetta er allt
koma. Nú er að halda áfram að ná
þessu háu tölum og stefna á smá-
þjóðaleikana en það verður að sjá til
hvernig það fer,“ sagði Anton.
Munaði 1cm
eftir 70 skot
BYSSUM var oft brugðið á loft í kjallara Laugardalshallarinnar á
laugardaginn þegar annað landsmót Skotsambands Íslands með
loftriffli og loftskammbyssu fór fram. Alls var hleypt af tæplega 900
skotum af þrettán keppendum, sem komu frá fjórum félögum,
Skotfélagi Reykjavíkur, Skotfélagi Ólafsfjarðar, Skotfélagi Kópa-
vogs og Íþróttafélaginu Leiftri, sem er að mestu skipað lög-
reglumönnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigurvegarar í keppni með loftskammbyssu á landsmóti skot-
manna um helgina. Frá vinstri Hannes Tómasson, Skotfélagi
Reykjavíkur, sem fékk silfur, sigurvegarinn Anton Konráðsson
frá Skotfélagi Ólafsfjarðar og Þorsteinn Guðjónsson Íþrótta-
félaginu Leiftra, sem fékk brons.
Stefán
Stefánsson
skrifar