Morgunblaðið - 27.02.2001, Síða 10

Morgunblaðið - 27.02.2001, Síða 10
KÖRFUKNATTLEIKUR 10 B ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ 24. 02. 2001 1 3 5 8 5 0 3 17 25 29 11Einfaldur1. vinningur í næstu viku Tvöfaldur 1. vinningur í næstu viku 21. 02. 2001 11 15 24 31 36 43 32 46 Byrjunarliðið í liði aldarinnar íkarlaflokki er þannig skipað: Jón Sigurðsson, KR, Jón Kr. Gísla- son, Keflavík (lengst af), Teitur Ör- lygsson, UMFN, Valur Ingimundar- son, UMFN, Tindastól, og Pétur Guðmundsson (lengst af í NBA). Varamenn: Þorsteinn Hallgrímsson, ÍR, Pálmar Sigurðsson, Haukum (lengst af), Kolbeinn Pálsson, KR, Torfi Magnússon, Val, Símon Ólafs- son, Ármanni (lengst af), og Einar Bollason, KR (lengst af). Einar Bollason var valinn þjálfari aldarinnar og Friðrik Ingi Rúnarsson aðstoðarþjálfari aldarinnar og þeir Jón Otti Ólafsson og Leifur S. Garð- arsson urðu fyrir valinu sem dómarar aldarinnar. Lið aldarinnar hjá konum var kynnt í leikhléi í bikarleik kvenna. Í bakvarðarstöðum í byrjunarliði eru Björg Hafsteinsdóttir úr Kefla- vík, sem er ein af sigursælustu leik- mönnum deildarinnar og mesta þriggja stiga skytta, með 495 slíkar körfur, en það er helmingi meira en næsti leikmaður. Með henni var Linda Jónsdóttir úr KR en hún var lykilleikmaður KR á gullaldarárum liðsins á áttunda og níunda áratugn- um, mikil skytta og frábær varnar- maður auk þess að hafa sennilega skorað flest hraðaupphlaupsstig í kvennakörfuknattleik. Linda Stef- ánsdóttir er annar af framherjum liðsins, einn besti varnarmaður í sögu kvennakörfuknattleiks og frægust fyrir að stela boltanum úr höndum mótherja sinna. Með henni var kynnt Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, bar- áttujaxl sem aldrei gefst upp, en hún keppti með KR í leiknum á laugar- daginn. Miðherji í byrjunarliðinu er Anna María Sveinsdóttir úr Keflavík, sem kynnt var sem goðsögn í kvennakörfuknattleik, leiðtogi innan vallar sem utan auk þess að eiga flest met í tölfræðinni. Sjálf gat Anna María ekki tekið við viðurkenning- unni því á þriðjudeginum í síðustu viku átti hún sitt annað barn. Aðrar í liðinu eru vinnuþjarkurinn og baráttujaxlinn Emelía Sigurðar- dóttir úr KR, Erla Reynisdóttir úr Keflavík og Alda Leif Jónsdóttir, sem leikur nú með Holbæk í Danmörku, móðir hennar Kolbrún Leifsdóttir, ÍS, Hafdís Helgadóttir úr ÍS, Hanna B. Kjartansdótttir, KR, og Erla Þor- steinsdóttir, Keflavík. Mikill heiður fyrir mig Það kom ekki á óvart að Pétur Guðmundsson yrði fyrir valinu sem körfuknattleiksmaður aldarinnar en hann er sá íslenski körfuknattleiks- maður sem hefur náð lengst í íþrótt- inni. Pétur er eini Íslendingurinn sem hefur leikið í NBA-deildinni en hann lék á árum áður með Portland og LA Lakers. „Þetta er mikill heiður fyrir mig og gaman að fá svona viðurkenningu. Ég veit ekki hvort ég hafi átt sérstaklega von á þessu en þetta eru verðlaun sem erfitt er að segja til um hver eigi að fá. Utan Íslands hef ég náð lengst allra körfuknattleiksmanna og það hefur örugglega skipt sköpum í þessu vali,“ sagði Pétur í samtali við Morg- unblaðið eftir að hafa tekið á móti við- urkenningu sinni. Pétur er að velta fyrir sér að hverfa aftur til Bandaríkjanna en þar hefur hann verið meira og minna síðan keppnisferli hans lauk. Pétur tók við þjálfun Vals/Fjölnis í úrvalsdeildinni fyrir tímabilið í haust en var leystur undan samningi snemma á leiktíð- inni. „Ég er jafnvel að hugsa um að fara út til Bandaríkjanna og klára skól- ann. Ég stefni á að fara í íþrótta- og markaðsfræði og læra það hvernig á að koma körfuboltanum á framfæri. Mér þykir vænt um íþróttina og vil sjá að hún gangi vel. Ég ætla kannski að þjálfa eitthvað með en sem stend- ur hef ég meiri áhuga á að vera kynn- ir fyrir íþróttina,“ sagði Pétur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Pétur Guðmundsson með viðurkenningu sína sem leikmaður aldarinnar. Anna María Sveinsdóttir gat ekki verið viðstödd, þar sem hún eignaðist sitt annað barn í sl. viku. PÉTUR Guðmundsson og Anna María Sveinsdóttir voru útnefnd körfuknattleiksmenn aldarinnar á Íslandi en KKÍ stóð fyrir vali á leikmönnum og liðum aldarinnar og tilkynnti um það á bikarúrslita- leikjunum um helgina. 50 manna dómnefnd stóð að vali karlaliðsins og 25 völdu lið aldarinnar í kvennaflokki. Pétur og Anna María leikmenn aldarinnar Henning sagði slæmt að Hanna B.Kjartansdóttir, sem gegnt hef- ur lykilhlutverki hjá KR í vetur, skyldi ekki vera með vegna veikinda. „Það var slæmt að hafa ekki Hönnu en það stappaði stálinu í hinar og við urðum að klára leikinn án hennar en við vorum búin að fá Heather Corby frá Kanada og hún skilar sínu hlutverki stórkostlega, spilaði af skynsemi og var að ljúka sóknum sínum vel,“ bætti þjálfarinn við og sagði þetta ekki verða síðasti bikarinn í vetur. „Það er opinbert markmið okkar að vinna allt, sem er í boði svo að við höldum okkar við það. Það er mjög gott að þjálfa þetta lið, mesta breytingin er sú að stelpurnar eru hreinskilnar og láta mann vita ef maður er að gera eitthvað, sem kannski ekki ætti að gera og það er mjög gott. Svo er mikill metnaður.“ Búin að bíða síðan 1997 „Þetta er æðislegt, yndilegt að koma aftur og ná titli enda er ég búin að bíða síðan 1997,“ sagði Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, KR-ingur, en hún hefur nú spilað átta bikarúrslita- leiki. Hún sagðist aldrei hafa verið í vafa um sigur. „Við komum hingað og áttum allan leikinn. Við fundum strax þegar við komum inn í Laugardals- höllina í dag að sjálfstraustið og stemmningin öll var okkar megin, við vorum allan tímann vissar um að við myndum vinna þennan leik því við sáum líka að sjálfstraust þeirra var mjög brothætt. Við fórum því strax í leikinn til að taka hann,“ bætti Guð- björg við en lið hennar tapaði í síð- ustu viðureign við Keflavík. „Við höf- um unnið þær tvisvar í deildinni en þær okkur einu sinni, sem var í síð- asta leik, en þá voru þær ný búnar að fá Kanann og við eins og áhorfendur í þeim leik svo að við ætluðum að gera alveg út um þennan leik. Við höfum æft vel þessa vikuna og þá hérna í Höllinni, sem var fyrir vikið okkar heimavöllur í dag.“ Óörugg vegna lítils fyrirvara „Mér líst vel á Ísland og ég býst við að þetta verði gott ár hjá okkur,“ sagði KR-ingurinn Heather Corby, sem gekk til liðs við vesturbæinga í síðustu viku og átti góðan leik á laug- ardaginn. „Ég var svolítið óörugg um hvernig félögum mínum hjá KR litist á að fá leikmann með litlum fyrir- vara, sérstaklega í svona mikilvæg- um leik eins og bikarúrslitum en við náðum vel saman, eyddum góðum tíma saman eftir að ég kom og þetta gekk. Þetta var ekki auðveldur leik- ur. Það var pressa á okkur allan leik- inn þó að við höfum yfirleitt haft um tíu stiga forskot en það gat brugðið til beggja vona. Annars fannst mér leik- urinn góður og frábær stuðningur frá áhorfendum og starfsmönnum KR og góður þjálfari,“ bætti Corby við. Hún kemur frá Manitoba í Kanada en lék síðast á Spáni í byrjun ársins. „Þetta var eins og ég bjóst við að koma til Íslands nema hvað ég bjóst við að það yrði kaldara hérna því það er miklu kaldara þaðan sem ég kem,“ sagði Corby og finnst mikill áhugi hjá íslenskum körfuknattleikskonum. „Hér er mesti munurinn miðað við Spán að það er mikill munur á milli bestu leikmanna og þeirra slakari en ég hef aldrei séð leikmenn leggja eins mikið á sig og hérna. Það eru meira en fimmtán stelpur á æfingum, sem er frábært því á Spáni var allt niður í sex leikmenn á æfingum. Hér vilja allir spila og það er gaman.“ Fjarvera Hönnu stappaði í okkur stálinu „Ég er svo rosalega stolt af KR- ingum og liðinu mínu að ég er alveg orðlaus,“ sagði Kristín B. Jónsdóttir, fyrirliði KR, sem tók við bikarnum á laugardaginn en hún slapp samt ekki við frekari viðtal. „Við gáfum strax tóninn í byrjun og það munar mjög mikið um það til koma stemmningu í hópinn hjá okkur því það þjappaði okkur enn meira saman og er því enn mikilvægara. Keflavík er með sterkt lið og það er ekkert gefið á móti þeim en við höfum samt náð að taka þessa tvo bikara og við ætlum líka að vinna þá sem eftir eru.“ Kristín sagði að gott að fá Heather Corby, nýjan leikmann, inn í þennan leik en Hanna B. Kjartansdóttir, sem lá veik heima hefði samt haft áhrif á leikinn. „Corby er nýkomin og stóð sig mjög vel þrátt fyrir mjög stuttan undirbúningstíma. Það vantaði samt Hönnu en fjarvera hennar stappaði bara stálinu enn betur í okkur og við komum enn ákveðnari til leiks því við ætluðum að vinna leikinn fyrir hana,“ bætti Kristín við. Henning Henningsson, þjálfari bikarmeistara KR Slógum þær út af laginu „VIÐ náðum strax í upphafi að slá þær út af laginu og ná undirtök- unum í leiknum, það skipti öllu máli og við héldum haus allan leik- inn,“ sagði Henning Henningsson, þjálfari KR-stúlkna, eftir leikinn. „Það var ætlunin, við höfum notað þessa pressuvörn, sem við not- uðum í leiknum núna og það á ekki að koma neinu liði á óvart því þetta er einfaldlega okkar leikur. Við ætluðum því að ná forystu strax og þetta var mjög spennandi og mjög góður leikur af okkar hálfu. Við vorum að pressa allan leikinn og það er erfitt að spila á þessum hraða, sérstaklega þegar komið er í úrslitaleik.“ Eftir Stefán Stefánsson Á FJÖRUTÍU ára afmælishátíð Körfuknattleikssambands Íslands, sem fram fór á laugardaginn, var forseta Íslands afhent fyrsta ein- takið af bókinni Leikni framar lík- amsburðum, saga körfuknattleiks á Íslandi í hálfa öld. Bókin hefur verið lengi í vinnslu og sagði Skapti Hallgrímsson, höf- undur verksins, að það hefði alltaf verið skoðun sín að bækur mættu ekki vera áberandi leiðinlegar. Með það að leiðarljósi ritaði hann bók- ina, sem er 416 síður í A4 broti. Bókin er mikið og vel myndskreytt og kennir þar ýmissa grasa. Sérstök ritnefnd að sögu KKÍ var skipuð fyrir nokkru og vann hún með höfundi að verkinu. Í nefndinni voru Gunnar Gunnarsson, Guð- mundur Þorsteinsson, Ríkharður Hrafnkelsson, Jón Eysteinsson og Rúnar Gíslason. Afmælis- bók KKÍ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.