Vísir - 21.06.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 21.06.1979, Blaðsíða 9
VÍSIR Fimmtudagur 21. júni 1979 Þursaflokkurinn góBkunni hélt tvenna hljómleika i Sam- komuhúsinu á Akureyri fyrir skömmu. Blaðasnápar VIsis brugóu sér á fyrri tónleikana, en voru aö visu heldur seinir á vettvang, því Þursar höföu gert hlé á konsertinum þegar blaða- menn bar að. Einn samkomu- gesta tjáði okkur að fram til þessa hefðu hljómleikarnir ver- ið hreint út sagt stórkostlegir, en efnisskráin hefði að mestu veriö lög af fyrstu plötu Þurs- anna. Sem kunnugt er er önnur skifa væntanleg frá þeim félög- um innan tiðar. Ihléinu röbbuðum við við einn Þursanna, Karl Sighvatsson, og spurðum við fyrst fyrir öryggis sakir hvort ekki væri i lagi að smella af þeim nokkrum mynd- SOLNES TAKK um meöan á hljómleikum þeirra stæði. Karl hélt að það væri nú I lagi, Þursaflokkurinn og Oscar Peterson hefðu ekki sömu stefnu i þeim efnum. Karl sag ði okkur að flokksmenn væru búnir að skekjast i rútu allan daginn og þeir heffiu farið beint úr rútunni á tönleikana. Þvi skyldum við ekki verða forviða, þótt okkur fyndist flokkurinn ekki i sinu besta formi. Ekki urðum við varir við ann- að en að Þursarnir væru I sann- kölluðu toppformi, þegar hljóm- leikarnir hófust aö nýju. Eftir hlé lék flokkurinn að mestu ný lög, þótt inn á milli brygði fyrir lögum af eldri plötunni. Fyrsta lag Þursanna eftir hlé var „vesturheimskt”, eins og Egill Ölafeson orðaöi það, þ.e.a.s. að lagið var tileinkaö góðmenni og skáldi, sem var „næstum þvi Vestur-lslendingur”, svo aftur sé vitnað i Egil. ,,Einn Sólnes, takk” A tónleikum þessum frum- fluttu Þursar eyfirskt kvæða- mannalag, sem Egill söng með undirleik Lárusar Grimssonar á flautu og Þórðar Árnasonar á kassagitar, en aðrir flokksmenn brugðusér I kaffi á meðan. Það verk, sem vakti einna mesta at- hygli okkar Visismanna, var þó litiö, hugljúft lag, sem þeir kumpánar tileinkuðu Sólnes- fólkinu og bjórnum. 1 kynningu á laginu sagði Egill ólafsson, að hann væri viss um að þegar bjórinn kæmi til tslands yröi hann látinn heita Sólnes. „Og þá biðja menn ekki um einn Ele- fant, heldur einn Sólnes, takk!” og vöktu þessi orð Egils mikla kátinuhjá áhorfendum. I þessu Sólneslagi vakti athygli skemmtilegt samspil þeirra Lárusar á flautuna og Þóröar gitarleikara, sem einnig tók eitt af sinum frábæru sólóum. Sigtryggur og diskómenningin Lokalagið fjallaði um , ,glimu- dansara” nokkurn, Sigtrygg að nafni, og samskipti hans við diskómenninguna. Verk þetta var þrungið skemmtilegu sam- blandi af rokk/diskó-takti og 17. aldar kvæðastil. Þursafl. var siöan ákaft klappaður upp og lauk tónleikunum með „Nú- timanum”, þekktu lagi af fyrstu ski'fu flokksins. Ekki gátu blaðamenn séð annað en konsertinn tækist hiö besta. Þursanir brugðust ekki sinum fjöldamörgu aödáendum fremur en fyrri daginn. Þá setti hin gamla og „heimilislega” innrétting Samkomuhússins góða fram skemmtilega stemn- ingu móti rafvæöingu og nú- tima-„djammi” Þursanna á þessum hljómleikum. Er áreiðanlega langt siöan llf og fjör af þessu tagi hefur farið fram i Samkomuhúsinu á Akur- eyri, þótt það sé að likindum einn af þeim stöðum, sem virð- ast megna að framkalla ná- kvæmlega réttu stemninguna við tækifæri sem þetta. — HMB, SAJ. 1 Ráðherrafundur OECD ályktar ÚHJAKVÆMILEGT að RAUNTEKJUR LJEKKI Á ráðherrafundi OECD sem haldinn var i Paris 13. og 14. júni voru fundarmenn sammála um að gera þyrfti markvissar ráðstafanir til að draga úr oliuneyslunni og nýta betur aðrar orkulindir. Samt yrði ekki komist hjá þvi að hækkun oliu- verðsins hefði i för með sér minni rauntekjur i þeim löndum sem háð eru oliuinnflutningi. Flest OECD löndin hafa sett sér það markmið að lækka oliuneysluna á þessu ári um 5%. Þórhallur Asgeirsson var full- trúi viöskiptaráöherra á þessum fundi. í ræðu sem hann flutti benti hann á að þau lönd sem þyrftu að flytja inn unnar oliuvörur og greiða verð samkvæmt sveiflu- kenndum skráningum i Rotter- dam, væru miklu verr sett en þau lönd sem flytja inn óunna oliu til vinnslu I hreinsunarstöövum sinum. A þessu ári hefði verð á hráoliu hækkað um 30%, en hins vegar verð á gasollu samkvæmt Rotterdamskráningu 143%, bensln um 109% og svartolla um 72%. Ef byggt er á meðaltals- verðum 1978 og olluinnflutningi til íslands, væru verðhækkanir 185%. Ef oliuverð lækkaði ekki myndu viöskiptakjör landsins versna um 12% og þjóöartekjur fara minnkandi. Myndi þetta lika valda rlkisstjórninni miklum erfiðleikum I viðleitni hennar til að draga úr verðbólgunni. Nokkur önnur OECD lönd eru einnig háð sveiflum á olluverðum samkvæmt Rotterdammarkaðn- um, en ekki I jafnrlkum mæli og Island. Samstarf til lausnar vandans 1 ræðu Þórhalls sagði enn- fremur, að sá mikli munur sem væri á verði hráoliu og unninna olluvara hefði svo alvarlegar af- leiðingar, að iönaöarþjóöirnar og olíufélögin gætu ekki látiö þetta - vegna hækkaðs olíuverðs viðgangast lengi án þess að reyna að ráða bót á ástandinu. Undir þessum kringumstæöum væri nauðsynlegt að gera ráöstafanir til að lækka þaö okurverð sem væriá oliuvörum og var mælst til þess að viökomandi aðilar athug- uðu þetta vandamál og tæku upp samstarf til lausnar á þvl. 1 fréttatilkynningu frá ráð- herrafundinum er þvl lýst yfir aö starfsemi oliumarkaðarins sé óljós og ófullnægjandi og nauð- synlegt að hún Sé athuguð bétur. Þá segir að það sé engin leiö að komast hjá því að rauntekjur lækki vegna hækkaðs oliuverös. Kröfur um launahækkun muni aðeins gera ástandiö verra með þvl að auka verðbólgu og atvinnuleysi. —JM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.