Vísir - 21.06.1979, Page 12

Vísir - 21.06.1979, Page 12
VÍSIR Fimmtudagur 21. júni 1979 12 VÍSIR Fimmtudagur 21. júni 1979 13 WZ~’ skeljasand fyrir Sementsverk- smiöjuna og eru skeljasands- miöin út af Syöra-Hrauni i Faxaflóa. „Þaö getir bæöi veriö kvika og rok”, segir Sigurgeir, þegar hann er spuröur hvort oft sé erf- itt aö landa á Akranesi. En þennan daginn er hvorki kvika né rok. Viö liggur aö segja megi aö þaö sé stafalogn, og rusla- haugurinn inn viö Sundahöfn skartar sinu fegursta, þrátt fyrir sólarmissinn. „Tilkomu- mikil sjón fyrir feröamenn á er- lendu skemmtiferöaskipunum”, segja menn um hauginn og lfkja honum viö ruslahaug á tröppum eöa viö útidyr fallegs einbýlis- húss. Sprautað á hraunið Viö siglum fram hjá Viöey og skipstjórinn er spuröur um skemmtilegar sögur af sjónum. Hann hristir höfuöiö og tottar pipu sina. „Þaö skeöur vana- lega lítiö. Þetta er svo föst rúta”, segir hann. Eftir stutta þögn bætir hann viö. „Viö vor- um heilan mánuö i Vestmanna- eyjum aö sprauta á hrauniö rétt eftir aö gosiö byrjaöi, ef maöur kynni bara aö segja frá þvi. En ég er enginn sögumaöur”. Sandey var send til Eyja I sömu viku og gosiö byrjaöi og Sigurgeir sagöi aö þaö heföi veriö stórkostleg sjón, en um árangur af dælingu skipsins vildi hann láta aöra dæma um. „Menn héldu þó aö hún heföi haft áhrif”, sagöi hann. „Þetta er falleg siglingarleiö I góöu veöri og oft skemmtileg litabrigöi í Esjunni”, segir Gunnar Pálsson og Sigurgeir bætir viö, aö þaö gildi nú um Akrafjalliö lika. Hvorugur haföi gengiö á Esjuna en Gunnar sagöist alltaf vera á leiöinni þótt hann heföi enn ekki látiö af þvl veröa. Hins vegar kvaöst Sigur- geir hafa gengiö á Akrafjall. „Þaö er örugglega hvergi betra aö vera á sjónum en sem stýrimaöur á Sandey”, segir Guömundur og bætir viö, „ef sjómennsku skal kalla”. Guö- mundur hefur bæöi unniö á far- skipum og fiskiskipum, veriö samtals fjögur ár á sjónum og ætti þvi aö geta trútt um talaö. „Þetta væri góöur hlutur ef þetta væri loönufarmur”, segir hann. Texti: Gunnar Sal- varsson Myndir: Gunnar V Andrésson I I GODUR HLUTUR EF ÞETTA VÆRI Við Sævarhöfða í Reykjavík liggur Sandey, eitt af undarlegri skipum fs- lenska f lotans. Það er ekki aðeins að það sé undarlegra í laginu en f lest önnur skip heldur er farmur þess líka einkennilegur, nefnilega möl og sandur í bland. Þetta efni sogar skipið úr sjónum með þar til gerðum dælubúnaði og ætli það sé fjarri sannleikanum að segja þorra húsanna í Breiðholtshverfi byggða á Sandeyjarsandi. Ekki svo að skilja að fólk hafi byggt hús sín Á sandi/ heldur MEÐ sandi, — því steypustöðvarnar á Stór-Reykjavíkursvæðinu og víðar kaupa sand af Björgun hf. sem rekur þetta sandsuguskip. Á sex tíma fresti Sandey kemur oftar aö landi en önnur skip. A því skipi er túr- inn aöeins sex klukkustundir aö meöaltali, en þaö er unniö allan sólarhringinn á vöktum og ekki fariö I land nema á hálfs mán- aöar fresti. Þá eiga menn viku fri i landi. Viö snörumst um borö um þaö bil er sólin ku vera hæst á lofti. Hún lét þó ekki sjá sig fremur venju. Hins vegar lét einn skip- verji sjá sig hvar viö stóöum vandræöalegir i brúnni og bauö okkur niöur i eldhús. Frivaktin var búin aö snæöa en þeir sem viö áttu aö taka sátu og skófluöu i sig ilmandi steiktum fiski. Viö fórum aö dæmi þeirra. „Þaö hefur gleymst aö ræsa strákana”, segir Sigurgeir Pét- ursson skipstjóri og saknar tveggja manna sinna aö borö- inu. Sigurgeir er búinn aö vera á Sandeynni I þrettán ár. Hann segir, aö fasta áhöfnin sé yfirleitt búin aö vera lengi á skipinu, t.d. séu hjón á skipinu búin aö vera I fjórtán ár. Þau voru þó ekki meö I þessari ferö, heldur voru I friviku, og raunar vantaöi alla af föstu áhöfninni nema tvo i þennan túr vegna sumarleyfa. Sjómannaskólinn og Engeyjarviti Þegar obbanum af sandinum hefur veriö dælt úr lestunum er lagt i’ann. Gunnar Pálsson stýrimaöur gengur meö okkur um skipiö og sýnir okkur leynd- ardóma þess og þvl næst fylgir hann okkur upp til skipstjórans og Guömundar Ingva Guö- mundssonar stýrimanns, sem heldur um stýriö. tJt Elliöavoginn er siglt eftir mjórri rennu og er fariö eftir miöum úr landi. Þar sem grynnst er I voginum er ekki nema meter niöur á botn á stór- straumsfjöru og skipstjórnar- menn veröa þvi aö hafa augun opin þegar siglt er eftir renn- unni. Miöin i landi eru uppi á Sævar- höföanum, tvö bleik þrihyrn- ingslaga merki og þegar þau bera I hvort annaö er „allt I góöu”. Þegar þau gilda ekki lengur taka viö sams konar merki á Gufuneshöföa óg þegar Sjómannaskólinn ber i Engeyj- arvita „axlar” skipiö sig og stefnan er tekin á öxlina á Akra- fjalli. Reykháfurinn á Kletti er lika góöur til viömiöunar og er óspart notaöur, en siöan „hatt- ur” var settur á reykháfinn á Sementsverksmiöjunni á Akra- nesi er ekki nema hálft gagn af honum I þessu tilliti. „Sigurgeir skipstjóri gat allt- af reiknaö þaö út eftir reyknum frá Sementsverksmiöjunni hvort hægt væri aö landa á Akranesi”, segir Guömundur. Sandey sækir annaö veifiö SKROPPKI í FERD MED SANDDÆLUSKIPINU SANDEY Á HVAL- FJARÐARMIÐ I fjóra flokka Yfir sumartimann er skipiö I stööugri vinnu allan sólarhring- inn en yfir vetrarmánuöina er fri um helgar. Mikil eftirspurn er eftir sandinum, sem skipt er I fjóra flokka eftir grófleika. Þó kemur fyrir yfir háveturinn, þegar minnst er aö gera I bygg- ingariönaöinum, aö inn viö Sævarhöföa myndist sandfjall, Systurskipiö Sandey II er lika sanddæluákip, en þaö einbeitir sér aö grúsi, sem er blanda af sandi og möl, einkum notuö til uppfyllingar. Þarf ekki að hlaupa i strætó Ofanþilja lengst aftur á skut skipsins er Oddný Ölafsdóttir kokkur nýkomin úr frystinum, sem þar er staösettur, meö jóla- köku I hendinni. „Ég er hús- móöir úr Breiöhoítinu”, segir hún, „og bara búin aö vera hérna I viku”. Oddný er þó ekki alveg ókunn- ug sjónum. „Fyrir u.þ.b. tutt- ugu árum var ég á sanddælu- skipinu Leó og viö vorum eink- um I Hornafiröi þá. Eins var ég þerna á millilandsskipum um skeiö, bæöi norskum skipum og hjá Eimskip”. „Mér likar voöalega vel á sjónum. Þá þarf maöur ekki aö hlaupa I strætó”, segir hún. Oddný lætur vel af eldunaraö- stööunni I skipinu og segir eina gallann vera þann, aö engin kæliaöstaöa sé niöri. En viö snú- um talinu að norsku frökturun- um. „Viö vorum tvær stelpur úti I Noregi aö vinna”, segir hún, „og viö unnum hjá dýnamit- Gunnar Pálsson stýrimaöur og Sigurgeir Pétursson skipstjóri I brúnni. Guömundur Ingvar Guömundsson stýrimaöur fylglst meö merkjunum úr landi. verksmiöju viö aö pakka inn sprengjum. Svo var okkur bent á aö þaö væri hægt aö fá pláss á norskum skipum sem þernur og viö drifum okkur. Þaö var mjög gaman og viö þvældumst viöa um heiminn”. Eiginmaöur Oddnýjar vinnur lika hjá Björgun hf. og þau eiga þrjár dætur. „Ég væri ekkert ægilega spennt fyrir þvi aö þær færu á sjóinn, alla vega ekki mjög ungar”, segir Oddný. Svo er hún rokin meö jólakök- una niöur I eldhús, og Gunnar. Ijósmyndari kemur stuttu siöar meö þær fréttir aö þaö veröi pönnukökur meö kaffinu. „Þaö lyktar þannig”, segir hann. Skipstjórinn undrar sig á þvi hvernig hann finni þetta á móti vindinum, en hefur ekki frekar orö á þvi. ,/Kúpla sundur og saman" Núll komma sjö miíur frá landi svo til beint vestur af Kiöafelli er „kastaö”,dælunni sökkt i sjóinn og skömmu siöar bunar svartur sandurinn I lest- arnar. Stundum kemur of mikill sjór með, sandinum og þá er dælunni lyft ögn eöa skipinu bakkaö eina egglengd eöa svo. Af og til kemur lika grjót I dæl- una og Sigurgeir skipstjóri heyrir strax hvers kyns er og kallar niöur I vélarrúm: „Kúpl- ’ iö sundur”. Þeir kúpla sundur, Oddný ólafsdóttir ber pönnu- kökur á borö fyrir karlpening- inn. Viö dæiubúnaðinn undir þiljum. dælan stöövast augnablik og skipstjórinn kallar aftur: „Kúpliö saman”. Plnulitil bilun geröi vart viö sig i kúplingunni og meöan pönnukökurnar voru innbyrtar stunduöu véltæknarnir lækning- ar sinar. Svo var byrjaö aftur og tveimur timum eftir aö dælunni var sökkt voru lestarnar orönar fullar, — 450 kúbikmetrar af möl og sandi komnir um borö heilu og höldnu. Á síldveiðum Uppi I brú var okkur sögö sú saga, aö þegar sildin var og hét og fyllti alla flóa hafi eigendur skipsins séö þaö I hendi sinni aö hreinlega væri hægt aö dæla siidartorfunum um borö. Þeir létu ekki sitja viö oröin tóm og sigldu Sandey út á miöin. Þeir komu, segir sagan, hálf skömmustulegir að landi meö eina sild 1 lestinni. Hryggurinn sem sandurinn er tekinn úr hefur dugaö lengi eöa I kringum fimmtán ár en hann mun hafa myndast á isöld. Sigurgeir skipstjóri sagöi aö fyrir heföi komiö aö upp heföu komiö rostungstennur sem menn teldu frá þessum tíma. Siglingin heim tekur hálfan annan tlma. Skipiö gengur sjö hnúta á klukkustund svona drekkhlaðið og viö nafnarnir göngum frá boröi á hálfum hnút á klukkustund og megum vel viö una.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.