Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 4
Fjörur gengnar UMFANGSMIKIL leit fer fram vegna flugslyssins sem varð þriðjudaginn 6. mars ná- lægt Vestmannaeyjum. Gengn- ar verða fjörur frá Dyrhólaey í austri að Reykjanesvita í vestri. Leitað verður á bílum, fjórhjólum, bátum, með gang- andi mönnum og leitarhundum. Þá munu björgunarskip Slysa- varnafélagsins Landsbjargar í Vestmannaeyjum og Grindavík leita á sjó. Ráðgert er að á annað hundrað manns taki þátt í að- gerðinni. Leitinni er stýrt af landsstjórn björgunarsveita, að beiðni lögreglunnar í Vest- mannaeyjum og rannsókna- nefnd flugslysa. Skíðaleið- angri frestað LEIÐANGRINUM Frá strönd til strandar, sem hefjast átti í dag, laugardag, hefur ver- ið frestað vegna óhagstæðra lendingarskilyrða fyrir flugvél á Vestfjörðum. Guðmundur Eyjólfsson gönguskíðamaður hugðist fljúga með Ómari Ragnarssyni á flugvél hans og lenda í fjör- unni í Hornvík þar sem gangan átti að hefjast, en ljóst er að ekki verður unnt að lenda flug- vélinni vegna vinds. Að sögn Guðmundar er útlitið gott á mánudag og þriðjudag og verð- ur líklega reynt þá. Fyrirhuguð leið Guðmundar er 600 km löng og nær frá Hornvík til Vopna- fjarðar. FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÍKISSKATTSTJÓRI telur vart koma til álita að embættið skili árs- reikningum einkahlutafélaga sem því hafa verið sendir. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í fyrradag upp þann dóm að forráðamenn tveggja einkahlutafélaga sem ekki höfðu skil- að ársreikningum og fleiri gögnum skyldu sýknir teljast í máli sem ákæruvaldið höfðaði gegn þeim. „Dómurinn gengur ekki út á að ólögmætt sé að taka reikningana heldur byggir hann á því formsatriði að sú stofnun sem er falið þetta að lögum sé ekki til heldur hafi það verið falið embætti ríkisskattstjóra með reglugerð,“ segir Indriði Þorláksson ríkisskattstjóri og telur dóminn því ekki snerta efnisákvæði um skyldu hlutafélaga til að skila reikningum. „En dómurinn hefur þau áhrif að bæta þarf úr og laga framkvæmdina ef menn una þessum dómi,“ segir rík- isskattstjóri og bendir á að í því efni komi til kasta fjármálaráðuneytisins að ákveða hvort áfrýjað verður eða ekki. Indriði sagði að embættið myndi bíða átekta og sjá hvort ný fyrirmæli bærust. Skylda væri áfram um að skila ársreikningum en spurningin væri sú hvaða aðili hefði rétt til að kef- jast þeirra skila. „Ég sé hins vegar ekki að dóminum óbreyttum að við getum gengið eftir þessum skilum.“ Ólafur Ólafsson, formaður yfir- skattanefndar, segir lítið hafa verið um að beitt hafi verið sektum vegna hlutafélaga em ekki hafa skilað árs- reikningum. Það sé helst vegna þeirra sem ekki hafa samið ársreikn- ing yfirhöfuð og taldi hann því ekki að neinar sektir yrðu felldar niður vegna þessa nýlega dóms. Hjá fjármálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að ekki hefði enn verið tekin ákvörðun um hvort dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yrði áfrýj- að. Ríkisskattstjóri um dóminn í máli BM Vallár Ekki ástæða til að end- ursenda ársreikninga FJÖRUTÍU rússneskir sjóliðar halda sig í námunda við kjarn- orkukafbátinn sem hefur brotist upp í gegnum ísinn einhvers staðar á norðurheimskautinu. Sumir þeirra spila fótbolta, aðrir spássera fram og til baka á ísnum og njóta ferska loftsins. Stýrimaður kafbáts- ins skipar sjóliðunum að raða sér upp því skipstjórinn ætli að ávarpa þá. Harrison Ford stígur fram og segir sjóliðunum að Rússland sé stolt af þeim. Harrison bíður þolinmóður á meðan aðstoðarkvikmyndatöku- mennirnir setja nýja filmurúllu í vélina og gera sig klára fyrir töku tvö. Hann þarf ekki nema tvær tök- ur og svo klifrar hann niður úr kaf- bátalíkaninu, stígur inn í jeppann sem bíður eftir honum og flytur hann heim á hótelið í Gimli. „Þetta eru senur sem við ætl- uðum að taka á Íslandi,“ sagði Sig- urjón Sighvatsson þar sem hann stóð úti á gaddfreðnu Winnipeg- vatni ásamt blaðamanni Morgun- blaðsins og fylgdist með fjölmennu starfsliði kvikmynda senur fyrir kafbátamyndina K19 – The Wi- dowmaker. Myndatökurnar á Winnipeg- vatni stóðu aðeins yfir í tvo daga, en það spurðist fljótt út að Harri- son Ford væri væntanlegur til Gimli seinni daginn. Fjöldi fólks safnaðist saman í kringum Lake- shore-hótelið til þess að reyna að berja stjörnuna augum. Fimm hundruð ungir karlmenn mættu í prufu daginn áður en tökur hófust í von um að fá eitt af þeim fjörutíu sjóliðahlutverkum sem ráðið var í. „Ég er nýkominn frá Rússlandi þar sem við tókum hluta af mynd- inni,“ sagði Sigurjón sem þrátt fyr- ir góðan fjallagalla kvartaði undan kulda í Manitoba. „Það er ótrúlegt að Íslendingar skuli hafa sest hér að á sínum tíma því þetta virðist vera mjög harðbýlt landsvæði og ólíkt Íslandi.“ „Við ætluðum að mynda þessar senur á Vatnajökli en svo reyndist það of flókið, svo við fluttum allar senurnar sem átti að mynda á Ís- landi til Kanada. Við leigðum rússneskan kafbát í Flórida og drógum hann upp eftir ströndinni til Halifax þar sem hluti myndarinnar verður kvikmynd- aður. Við ætluðum þá að taka þessar heimskautasenur á vatni skammt frá Toronto en ísinn þar var byrj- aður að bráðna og þá fundum við Winnipeg-vatn. Það er skemmtileg tilviljun að tökurnar sem fram áttu að fara á Íslandi skuli fara fram í Gimli.“ Harrison Ford á góðum launum Myndin mun kosta eitthundrað milljónir bandaríkjadala en sagt er að Harrison Ford fái fjórðung af þeirri upphæð í laun fyrir þá tólf daga sem hann mun vinna við myndina. Búið var að byggja eft- irlíkingu af efsta hluta kafbáts skammt fyrir utan Gimli og Sig- urjón og starfslið hans flugu til Manitoba til þess að mynda í tvo daga. Sigurjón náði því ekki að skoða sig um á slóðum Vestur- Íslendinga í þetta skiptið. „Við erum með einkavél sem bíð- ur eftir okkur og um leið og þessum tökum er lokið pökkum við saman og fljúgum til Toronto þar sem við byrjum að mynda í fyrramálið. Ing- var er kominn til Toronto og bíður eftir okkur þar. Hans senur verða teknar upp í Toronto og Halifax.“ Tökur á nýrri kafbátamynd voru fluttar frá Íslandi til Kanada Harrison Ford á leið í tökur. Gimli tók við af Vatnajökli Sigurjón Sighvatsson er framleiðandi kafbátamyndar sem nú er verið að taka upp í Kanada og skartar Harrison Ford í aðalhlutverki og Ingvari Sigurðssyni í aukahlutverki. Jón E. Gústafsson hitti Sigurjón að máli á tökustað. Morgunblaðið/Jón E. Gústafsson Sigurjón Sighvatsson við tökur á myndinni K19 í Gimli. Slasaðist þegar hýfing mistókst MAÐUR slasaðist á fæti í vinnuslysi í Höfðahverfi í gær- morgun og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Tildrög slyssins voru þau að maðurinn var á kranabifreið með palli og var að hífa 7 tonna spennistöð af palli bifreiðarinn- ar. Við það brotnaði stuðnings- fótur á bifreiðinni, sem var nærri oltin. Spennistöðinn skall utan í aðra spennistöð og stakkst kranabóman í þak hennar. Ekki var ljóst hversu alvarleg meiðsli mannsins voru. Fulltrúi Vinnueftirlits ríkis- ins var kvaddur til að kanna að- stæður á vettvangi auk tækni- deildar lögreglu. SÓTTHREINSIMOTTUR til varn- ar gin- og klaufaveiki frá Bretlands- eyjum hafa ekki aðeins verið settar upp í landganginum í Leifsstöð held- ur einnig á Reykjavíkurflugvelli og varavöllum fyrir millilandaflug á Ak- ureyri og Egilsstöðum. Samkvæmt upplýsingum frá embætti yfirdýra- læknis hefur mottum verið komið fyrir á Reykjavíkurflugvelli, bæði í flugstöðinni sjálfri og þar sem ferju- flugmenn fara í gegn bak við Hótel Loftleiðir. Farþegar frá Bretlandseyjum hafa tekið jákvætt í að stíga á mott- urnar í Leifsstöð, enda búnir að fá fræðslu í vélunum með bæklingum sem yfirdýralæknir lét útbúa. Þá hefur aðstaða til að sótthreinsa veiði- útbúnað verið vel nýtt í Leifsstöð. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fleiri farþegar en frá Bret- landi stígi á motturnar en í fyrra- kvöld fór yfirdýralæknir fram á það við hóp Íslendinga, sem kom í leigu- flugi frá Tyrklandi, að stíga á þessar mottur. Þar í landi hefur borið á gin- og klaufaveiki á tilteknum svæðum. Sótthreinsimottur settar upp á fleiri flugvöllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.