Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Morgunverðarfundur FKA Tengslanet og þjónusta FÉLAG kvenna í at-vinnurekstristendur fyrir morgunverðarfundinum Púltið miðvikudaginn 14. mars nk. og hefst fundur- inn klukkan 8 á Grand Hóteli í Reykjavík. Þar heldur Charlotte Sigurð- ardóttir erindi um tengslanet og hvaða þjón- ustu Impra, Iðntækni- stofnun, býður konum í atvinnurekstri. „Ég ætla að ræða um handleiðslu fyrir konur og hvað konur leita helst ráða um,“ sagði Charl- otte. – Hvað leita þær helst ráða um? „Það eru tvenns konar hópar sem koma til okkar, það eru þær sem eru að huga að eða stofna fyrirtæki og svo þær sem þegar eru komnar út í fyr- irtækjarekstur og um það síðar- nefnda ætla ég fremur að ræða.“ – Hver eru helstu umhugsun- arefni þeirra kvenna sem komar eru út í fyrirtækjarekstur? „Það er leit að rekstrarráðgjöf eða aðstoð á þeim vettvangi. Markaðsráðgjöf og hvar leita má eftir fjármagni.“ – Hvar er helst fjármagns að leita? „Það fer eftir aðstöðu og að- stæðum í fyrirtækinu. Við bend- um aldrei á neitt eitt í þessu sambandi heldur vísum til mögu- leika á styrkjum, lánum eða áhættulánum, bendum á fjár- festa, sem er ein leið til að f jár- magna rekstur. Einnig er hugs- anleg leið að fá meðeiganda inn í reksturinn og þannig mætti telja.“ – Hvað er það sem þú nefnir handleiðslu? „Það er þjónusta sem er opin öllum að kostnaðarlausu og við viljum oft kalla upplýsingagjöf. Okkar hlutverk í því er að vera hvetjandi, hlusta og meta að- stæður í hverju og einu tilviki og benda á leiðir, eins og fyrr sagði. Þetta fer fram ýmist á fundum eða í gegnum síma. Ég ætla líka í erindi mínu að segja frá ráð- stefnu sem ég sótti á síðasta hausti í París á vegum OECD, þar sem voru rædd málefni fyr- irtækja kvenna. Þar kom t.d. fram hvernig nýta mætti betur félagssamtök eins og Félag kvenna í atvinnurekstri hér. Þarna voru fulltrúar félags- samtaka kvenna í atvinnurekstri bæði frá Kanada og Bandaríkj- unum og líka frá Evrópu.“ – Eru konur að sækja í sig veðrið í fyrirtækjarekstri á Vest- urlöndum? „Já, það má með sanni segja. Þær eru einkum með fyrirtæki á sviði þjónustu og einnig með ým- is ráðgjafarfyrirtæki.“ – Er það líka svo hér á landi? „Já, ég held að þetta eigi við um konur almennt. “ – Hvaða erfiðleika eiga konur einkum við að glíma í sínum fyrir- tækjarekstri? „Þær eru eins og fyrr sagði mikið með þjónustufyrirtæki og það getur verið erfitt að fá fjármagna slík fyrirtæki. Þær verða líka að starfa á mörg- um sviðum, þær eru ekki bara að reka fyrirtæki, þær reka heimili, ala upp börn og sinna fjölskyldu. Að samræma þetta getur valdið vandkvæðum.“ – Koma konur til ykkar til þess að fá ráðgjöf til að samræma svona margbreytileg störf? „Já, það er þáttur í okkar hlut- verki að hvetja konur til þess að halda áfram sínu starfi og jafn- framt að halda í sína drauma.“ – Kom fram á ráðstefnunni í París hvar styrkur kvenna væri mestur? „Það kom fram að þar sem konur voru duglegastar að taka þátt í starfi í félagsskap í ætt við Félag kvenna í atvinnurekstri þar var styrkur þeirra mestur. Bæði í Kanada og Bandaríkjun- um höfðu konur sem dæmi gert markvissar kannanir sem sýndu í krónutölum og prósentum hvað fyrirtækjarekstur kvenna legði til atvinnulífsins og hve þessi starfsemi þeirra stuðlaði að auknum atvinnumöguleikum. Að því er ég best veit var ít- arleg könnun í þessum efnum gerð árið 1998. Hún sýndi m.a. að aðeins 18% lítilla og meðalstórra fyrirtækja væru í eigu kvenna. Í Bandaríkjunum er þetta hlutfall mun hærra eða 35%.“ – Hvað geta konur gert til þess að auka sinn hlut í fyrirtækja- rekstri á Íslandi? „Verið djarfari og kjarkmeiri og hlusta ekki á úrtölur. Þær eiga að fylgja sínum draumum, gera þá að veruleika.“ – Er mikil þörf á svona þjón- ustumiðstöð eins og þeirri sem rekin er hjá Impru, Iðntækni- stofnun? „Þetta er eina þjónustumið- stöðin þar sem konur fá leiðbein- ingar sér að kostnaðarlausu á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar reka atvinnuþróunar- félögin úti á landi slíka þjónustu sem líka er ókeypis. Félag kvenna í atvinnurekstri er með tengslanet sem er mikilvægt fyrir konur í atvinnurekstri.“ – Hvers konar fyrirtæki innan þjónustgeirans eru helst í eigu kvenna? „Það eru verslanir og veitinga- hús, ráðgjafarfyrirtæki t.d. í menntun, hönnunarfyrirtæki og hreingerningarfyrirtæki. Marg- ar konur eru líka með ferðaþjón- ustu, innlenda og erlenda.“ Charlotte Sigurðardóttir  Charlotte Sigurðardóttir fæddist 30. apríl 1965 í Reykja- vík. Hún lauk stúdentsprófi frá ITM í Austurríki og BS-prófi í rekstrarhagfræði frá Johnson Wales-háskólanum í Bandaríkj- unum árið 1992. Hún hefur unnið bæði í Bandaríkjunum og Indónesíu, þar sem hún vann sem rekstrarráðgjafi. Nú er hún verkefnastjóri hjá Impru, Iðn- tæknistofnun. Charlotte er gift Ægi Ayara markaðsráðgjafa. Tengslanet FKA er mik- ilvægt fyrir konur í at- vinnurekstri Hvernig eigum við þá að vita hvenær vorið er komið ef það heyrist ekki lengur neitt „dýrðin dí“? SKJÁVARPI hf., sem er í eigu Gagnvirkrar miðlunar og Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem rekur Skjá 1, hefur verið úthlutað sjö rásum fyrir hverfissjónvarp á höfuðborg- arsvæðinu og er með umsókn hjá Póst- og fjarskiptastofnun um tvær rásir til viðbótar. Skjávarpið sendir út staðbundnar upplýsingar á UHF-tíðni á þeim tíma sem Skjár 1 sendir ekki út sína dagskrá. Sam- bærilegar útsendingar hafa verið á nokkrum stöðum á landsbyggðinni á vegum Skjávarps en alls er fyr- irtækið með 24 senda í notkun. Á höfuðborgarsvæðinu hefur Skjávarp verið með útsendingar í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Grafarvogi, Breiðholti og Árbæ og Vesturbæ að Kringlumýri. Fyrir- tækið fékk úthlutað rás í Garðabæ en þær sendingar trufluðu sjón- varpsútsendingar til Suðurnesja og er verið að vinna þar að tæknilegri lausn, að sögn Ágústs Ólafssonar, ritstjóra Skjávarpsins. Sótt hefur verið um rásir fyrir Seltjarnarnes og til frekari dreifingar um Reykja- vík. Ágúst sagði Skjávarpið hafa góða reynslu af útsendingum sínum á landsbyggðinni en uppbyggingin á höfuðborgarsvæðinu væri skammt á veg komin. Samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun hafa flestar starfandi sjónvarpsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu þurft að fá sér- stakar rásir til að ná til svokallaðra skuggasvæða vegna erfiðra send- ingarskilyrða. Skjár 1 er þó undan- skilinn og Almiðlun í Hafnarfirði. Eru þetta því Sjónvarpið, Stöð 2, Sýn, Omega, Bíórásin og þá hefur ný stöð fengið leyfi til stafrænna sjónvarpsútsendinga, Stöð 1, sem fer í loftið á næstunni. Aðaleigandi þeirrar stöðvar, Hólmgeir Baldurs- son, byrjaði með Skjá 1 á sínum tíma ásamt fleirum áður en núver- andi eigendur tóku við rekstrinum. Hverfissjónvarp á höfuðborgarsvæðinu Skjávarp fær sjö rás- ir og sækir um fleiri UNNIÐ er um þessar mundir að gerð nýs viðlegukants í Grundarfjarðarhöfn. Er ráðgert að lengja hann um 100 metra og er sanddæluskipið Perla nú að störfum við verkefnið. Morgunblaðið/Sverrir Nýr viðlegukantur í Grundarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.