Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 13
MorgunblaðiðÁsdís Ásgeirsdóttir Sveinn Áki Lúðvíksson (t.v.) og Jón Sigurðsson undirrituðu samstarfs- samninginn. Hjá þeim er Huld Magnúsdóttir. ÖSSUR hf. skrifaði í fyrradag undir styrktarsamning við Íþróttasamband fatlaðra til fjög- urra ára og fær sambandið 2,6 milljónir króna á næstu fjórum árum. Er styrkurinn ætlaður til undirbúnings ÍF vegna þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í Aþenu 2004. Sveinn Áki Lúðvíksson, formað- ur Íþróttasambands fatlaðra, og Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, skrifuðu undir samninginn. Sveinn sagði við það tækifæri að Össur hefði oftlega stutt mynd- arlega við Íþróttasamband fatl- aðra, lagt keppnisfólki til æf- ingafatnað fyrir síðustu Ólympíuleika og oft gefið íþrótta- fólki innan sambandsins æf- ingagalla. Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis og sundi verður í dag og á morgun og sagði Sveinn Áki keppendur um 100 í sundinu frá 16 félögum en 34 í borðtennis frá 5 félögum. Sérstakur gestur á mótinu er 12 ára bandarískur drengur, Rudy Garcia-Tolson, en fætur hans voru teknir af ofan við hné þegar hann var 5 ára, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Hefur hann síðan gengið við gervifætur og keppt í sundi, hlaupi, hjólreið- um og þríþraut. Hann kemur hingað í boði Össurar sem hefur stutt hann undanfarin ár. Íþróttasamband fatlaðra mun fylgja sömu stefnu við undirbún- ing fyrir Ólympíumótið í Aþenu og fyrir síðustu Ólympíumót. Ráðnir verða landsliðsþjálfarar og undirbúningshópur valinn í samráði við þá. Verður hópnum gert kleift að undirbúa sig sem best með aðstoð samstarfsaðila ÍF. Össur styrkir Íþróttasam- band fatlaðra FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 13 Full búð af nýjum vörum! Allt úr gegnhörðum harðviði, skápar - stækkanleg borðstofuborð - stólar m. leðursetu - skenkir - sófaborð - kommóður - kóngastólar m. leðri og margt, margt fleira. Fullt af tilboðum! Vorum einnig að taka upp nýja sendingu af gjafavörum. Sjón er sögu ríkari Bæjarlind 4, 200 Kópavogi, sími 544 4420. Opið mán.-fös. frá kl. 10-18, lau. frá kl. 10-16 og sun. frá kl. 13-16. STEFNT er að átaki í tölvukennslu og tæknivæðingu bændabýla á land- inu, samkvæmt tillögum nefndar sem landbúnaðarráðherra skipaði í októ- ber sl. sem hafði það hlutverk að auka samkeppnishæfni sveitanna. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði við kynningu á tillögum nefnd- arinnar að þær hefðu verið kynntar ríkisstjórninni og fengið þar góðar undirtektir. Að verkefninu yrði unnið í samráði við önnur ráðuneyti. Hjálmar Árnason, formaður nefnd- arinnar, sagði að lagt væri til að átak- ið stæði í þrjú ár og yrði í lok tímabils- ins tekið til endurmats. Lagt er til að tölvukennsla fari fram á vegum fræðslumiðstöðva í hverju héraði og til kennslunnar verði auk þess fengnir framhaldsskólanemendur sem taki í fóstur ákveðin býli. Námið verður bændum að kostnaðarlausu. Átakið á að miðast að því að efla á skömmum tíma samkeppnishæfni sveitanna á sviði tölvukennslu og tæknivæðingu samhliða bættu samskiptakerfi á hinu rafræna sviði. Átakið miðast jafn- framt að því að rjúfa félagslega ein- angrun bænda og gera þeim kleift með hjálp tölvutækninnar að kynnast og tileinka sér ýmsar nýjungar á sviði búrekstrar er geti leitt til þess að þeir verði samkeppnishæfari til framtíðar. Lagt er til að ríkissjóður leggi fram árlega 32 milljónir kr. til verkefnisins, alls 96 milljónir kr., og gert er ráð fyr- ir að einn til tveir starfsmenn verði ráðnir til að sinna verkefninu en síðan verði samið um sérstakar verktaka- greiðslur við fræðslumiðstöðvar um að annast kennsluna. Tölvur á hagstæðum kjörum Nefndin leggur ennfremur til að samhliða átakinu verði verkefnis- stjórn falið að standa fyrir útboði eða samningum við tölvufyrirtæki um tölvubúnað til bænda á hagstæðum kjörum sem næðist á grundvelli magnkaupa. Sérstök áhersla verður lögð á að netvæða bændur um allt land. Áætlanir gera ráð fyrir að Sím- inn ljúki á næstu tveimur árum við að fullnægja kröfum fjarskiptalöggjafar- innar um að bjóða ISDN-tengingar sem alþjónustu, á sama verði um allt land. Fulltrúi Landssímans sagði að áætlanir gerðu ráð fyrir að bændur fengju tengingu fjórum mánuðum eft- ir að þeir panta hana. Átak gert í tölvuvæðingu bændabýla Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi Þakrennur og rör úr Plastisol- vörðu stáli. Heildarlausn á þakrennuvörnum í mörgum litum. HEILSUHRINGURINN VILT ÞÚ FRÆÐAST? Tímarit um holla næringu og heilbrigða lífshætti. Áskriftarsími 568 9933 Síðumúla 27 • 108 Rvík Veffang: http:www.simnet.is/heilsuhringurinn/ FISKELDI Eyjafjarðar hlaut í gær Nýsköpunarverðlaun Rannsóknar- ráðs Íslands og Útflutningsráðs árið 2001 og tók Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, við verðlaununum. Í rökstuðningi með verðlaunaveitingunni kom fram að Fiskeldi Eyjafjarðar hefði frá stofn- un fyrirtækisins árið 1987 verið hreinræktað rannsóknarfyrirtæki sem hefði fjármagnað rannsóknir sínar með hlutafé og rannsóknar- styrkjum. Árið 1997 hefði velta þess verið 27 milljónir króna, þar af 26 milljóna króna rannsóknarstyrkir. Nú væri að hefjast mikil framleiðsla og al- þjóðleg markaðssókn og gert væri ráð fyrir að velta í ár yrði um 200 milljónir króna. Áætlanir gerðu ráð fyrir að þessi tala ætti eftir að marg- faldast á næstu árum. Framleiðsla á lúðuseiðum hefur verið helsta starfsemi fyrirtækisins en framleiðsla seiða er sá vandi fisk- eldis sem oft gengur erfiðast að leysa. Fyrst í stað byggði fyrirtækið á norskum aðferðum en hefur síðan þróað nýjar aðferðir. Íslenska leiðin árangurs- ríkari en sú norska Í samvinnu við vísindamenn og rannsóknarstofnanir hefur fyrirtæk- ið skapað það sem Rannsóknarráð og Útflutningsráð kalla íslensku leið- ina við framleiðslu lúðuseiða í rök- stuðningi sínum. Þar segir að ís- lenska leiðin, sem fundin hafi verið upp á Hjalteyri við Eyjafjörð, hafi reynst mun árangursríkari en sú norska. Fiskeldi Eyjafjarðar hefur haslað sér völl erlendis og á stóra hluti í eld- isfyrirtækjum í Kanada, Noregi og Írlandi. Fyrirtækið er með um helm- ingshlutdeild í heimsframleiðslu lúðuseiða. Fiskeldi Eyjafjarðar hlýtur Nýsköpunarverðlaunin í ár Í fremstu röð í lúðueldi Morgunblaðið/Jim Smart Páll Sigurjónsson, stjórnarformaður Útflutningsráðs (t.v.), afhendir Ólafi Halldórssyni, framkvæmdastjóra Fiskeldis Eyjafjarðar, Nýsköp- unarverðlaun Rannsóknarráðs og Útflutningsráðs 2001. Á milli þeirra stendur Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannóknarráðs. FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.