Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Árneshreppi - 4. marz gekk veður í N- og NA-áttir með hvassviðri og síðan nokkuð hvössum vindi og mest með snjókomu og stend- ur enn þótt vindur sé aðeins hæg- ari. Snjór hefur varla sést hér í sveit fyrr en nú, nema sem föl. En nú er vetur konungur búinn að sýna sig heldur betur á fjórum dögum, með djúpa skafla og all- mikinn snjó á svona stuttum tíma. Vegurinn var mokaður á fimmtu- dag innansveitar á milli Gjögurs- flugvallar og Norðurfjarðar. Reynt er að halda veginum opn- um, sérstaklega á mánudögum og fimmtudögum, en flugdagur er á fimmtudögum, sem eru nú einu samgöngurnar, en þetta var fyrsti alvöru snjómoksturinn í vetur. Mikill snjór á Ströndum Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson Við veðurathugunarstöðina í Litlu-Ávík náði snór langt upp á glugga. Sauðárkróki - Fjöldi fólks á lands- byggðinni hefur misst atvinnuna undanfarnar vikur og mánuði þegar Íslandspóstur hefur lokað hverri af- greiðslunni af annarri. Samkvæmt upplýsingum Póst- og fjarskipta- stofnunar hefur þetta gerst víða, svo sem í Vík í Mýrdal, á Reyð- arfirði, Laugum og Reykjahlíð í Þingeyjarsýslu, Fagurhólsmýri, Grenivík, Hrísey, Ólafsfirði, Laug- arvatni, Flúðum, Hólmavík, Bíldu- dal, Flateyri og nú síðast á Hofsósi og Varmahlíð í Skagafirði. Eru þó einhverjir staðir enn ótaldir þar sem afgreiðsla og starfsemi póstsins hefur verið flutt inn á hin ýmsu fyr- irtæki og stofnanir sem þurfa að sinna annarri þjónustu. Á þessum stöðum hafa þó ekki allir misst vinn- una, einhverjir hafa flust með starf- seminni í nýja afgreiðslu en við aðra hefur verið gerður starfslokasamn- ingur. Samkvæmt upplýsingum frá Póstmannafélagi Íslands liggur á þessari stundu ekki fyrir hversu margir þeir eru sem missa vinnuna og hversu margir breyta um vinnu- stað en þær upplýsingar ættu að geta legið fyrir fljótlega. Þá mun Póstmannafélaginu hafa borist sú tilkynning fyrir rúmu ári að stjórn Íslandspósts stefndi að því við árs- lok 2001 að aðeins yrðu 20 póst- stöðvar á landinu í rekstri félagisns. Allar þessar breytingar eru gerð- ar undir merkjum hagræðingar og sparnaðar, en jafnframt fullyrt að ekki verði á nokkurn hátt um skerð- ingu á þjónustu að ræða. Komu þær upplýsingar fram á fjölmennum fundi sem haldinn var í félagsheim- ilinu Höfðaborg á Hofsósi að frum- kvæði heimamanna en þar sátu fyrir svörum tveir fulltrúar frá Íslands- pósti, þeir Áskell Jónsson og Hörð- ur Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs. Í Skagafirði hefur Íslandspóstur gert samning við Kaupfélag Skag- firðinga um að afgreiðslurnar í Varmahlíð og á Hofsósi verði færð- ar í útibú kaupfélagsins á þessum stöðum og viðtaka og afhending sendinga verði hér eftir í höndum starfsfólks þeirra. Íbúar á þjónustusvæðum póst- húsanna í Varmahlíð og Hofsósi eru mjög reiðir og telja að öll þjónusta Íslandspósts verði skert með þess- um breytingum og bent hefur verið á að ekki verður lengur unnt að fá póst í pósthólf, hinsvegar hefur not- endum þessarar þjónustu verið boð- ið að fá sinn póst flokkaðan á Sauð- árkróki og afgreiddan í afgreiðslunum í Varmahlíð og á Hofsósi. Þá getur afgreiðsla ábyrgð- arbréfa og verðsendinga í ýmsum tilvikum verið í höndum unglinga og skammtímaafleysingafólks í versl- unum kaupfélagsins og ljóst að allt aðgengi að sérhæfðu starfsfólki pósthúsanna er úr sögunni. Samkvæmt upplýsingum starfs- fólk Íslandspósts munu ábyrgðar- bréf og bögglar verða handskráðir inn í bók á viðtökustað eins og gert var á pósthúsum fyrir 1980 en um tölvuskráningu þessara sendinga verður ekki að ræða fyrr en á end- astöð þannig að erfitt getur orðið um vik að rekja ábyrgðarsendingu eða böggul sem ekki kemur fram. Undirskriftum safnað Vegna þessa alls tóku notendur póstþjónustunnar á Hofsósi og Varmahlíðarsvæðunum sig til og söfnuðu undirskriftum þar sem mót- mælt var lokun pósthúsanna og skerðingu á þjónustunni. Á örfáum dögum söfnuðust rúmlega eitt- hundrað undirskriftir á Hofsósi en á fjórum dögum tæplega eitthundrað undirskriftir í Varmahlíð eða þar til Kjartan Flosason, fulltrúi frá Ak- ureyri, óskaði eftir því að listinn yrði fjarlægður úr afgreiðslunni, að sögn Önnu Ragnarsdóttur, fyrrver- andi útibússtjóra í Varmahlíð. Í viðtölum við ýmsa notendur póstþjónustunnar, svo sem Valgeir Þorvaldsson, framkvæmdastjóra Vesturfarasetursins á Hofsósi, hef- ur verið bent á að mörg ákvæði póstþjónustulaga er útilokað að uppfylla með þessum gjörningi. Hinsvegar kemur fram hjá Íslands- pósti að afgreiðslutími á póstinum verður lengri en áður hefur verið og sem dæmi má nefna að afgreiðslu- tími pósts á Hofsósi mun lengjast um fimm klst. á viku en þá virðast líka upptaldir þeir þættir sem já- kvæðir mega teljast. Þá hefur Sig- ríður Sigurðardóttir, safnvörður í Glaumbæ, lagt inn bréf til sveitar- stjórnar þar sem óskað er eftir um- sögn og úttekt Póst- og fjarskipta- stofnunar á þjónustuþættinum. Byggðaráð og sveitarstjórn Skagafjarðar hafa á fundum sínum fjallað um þetta mál og gert um það samþykktir þar sem lýst er áhyggj- um vegna fækkunar starfa og minnkandi þjónustu. Óánægja með lokun tveggja pósthúsa í Skagafirði INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað Þröst Óskarsson fjármála- stjóra í embætti framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar í Ísafjarð- arbæ í samræmi við tillögu stjórnar stofnunarinnar. Þröstur er skipaður frá 15. mars 2001 til næstu fimm ára. Sex sóttu um starfið, en umsókn- arfrestur rann út 29. janúar síðastlið- inn. Sérstök þriggja manna mats- nefnd, sem metur hæfni umsækjenda um stöður framkvæmdastjóra sjúkrahúsa, fór yfir umsóknirnar í samræmi við 30. grein laga um heil- brigðisþjónustu nr. 97/1990. Fjórir umsækjenda uppfylltu skilyrði um menntun og reynslu í stjórnun. Heilbrigðisstofnunin í Ísafjarðarbæ Þröstur fram- kvæmda- stjóri Egilsstöðum - Elísabet Bene- diktsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Þróun- arfélags Austurlands. Hún tek- ur við af Gunnari Vignissyni, sem gegnt hefur starfinu síðan árið 1993. Hann mun starfa áfram hjá Þróunarfélaginu að uppbyggingu á viðskiptasviði og stunda jafnhliða endurmenntun. Elísabet er rekstrarhagfræð- ingur að mennt. Hún hefur með- al annars starfað sem verkefn- isstjóri átaksverkefnis í atvinnumálum á Egilsstöðum og Seyðisfirði og sinnti í framhaldi af því ýmsum verkefnum fyrir Byggðastofnun á Austurlandi. Þá var hún forstöðumaður stofnunarinnar á Austurlandi frá árinu 1992 til 1998, af- greiðslustjóri hjá Sparisjóði Norðfjarðar á Reyðarfirði og nú síðast rekstrarstjóri Heilbrigð- isstofnunar Austurlands í Fjarðabyggð. Elísabet situr í stjórn NORA, er varamaður í stjórn Byggða- stofnunar, í bæjarstjórn Fjarða- byggðar og formaður atvinnu- málanefndar þar, auk þess sem hún hefur unnið að verkefnum tengdum atvinnumálum kvenna. Elísabet tekur við starfi fram- kvæmdastjóra í lok maí næst- komandi. Elísabet Bene- diktsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Þróunarfélag Austurlands Leikskólinn Álfheimar með eigin skólanámskrá Selfossi - Leikskólinn Álfheimar á Selfossi hefur sett fram námskrá fyrir starfsemi skólans og er með henni fylgt eftir nýrri aðalnámskrá leikskóla frá 1999 en bæjarráð sveit- arfélagsins Árborgar samþykkti 1. september 1999 sérstakt átak til þess að fylgja aðalnámskránni eftir. Allt starfsfólk leikskólans kom að gerð námskrárinnar og var hún unn- in á 50 fundum frá október 1999. „Það var góður áhugi hjá starfsfólk- inu, umræður voru mjög gagnlegar og vinnan við námskrána hefur eflt starfsfólkið í starfinu hér á leikskól- anum,“ sagði Ingibjörg Stefánsdótt- ir, leikskólastjóri leikskólans Álf- heima, á sérstökum kynningarfundi vegna útgáfu námskrárinnar. Námskráin verður kynnt foreldr- um á sérstökum fundi með þeim en hún tekur mið af því að leikskólinn sé fyrsta skólastigið í skólakerfinu og að leikskólinn annist, að ósk for- eldra, uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri undir handleiðslu sér- menntaðs starfsfólks. Í inngangi að námskránni segir Ingibjörg „For- senda þess að barn geti unað, dafn- að, leikið sér og lært er að það njóti ábyrgrar umönnunar, bæði andlega og líkamlega.“ Reykholti - Krakkar í hestamannafélaginu Faxa tóku þátt í vetrarleikum á Hvanneyri um helgina. Í þeirra flokki var Anna Heiða Baldursdóttir frá Múlakoti í 1. sæti á hestinum Glitrúnu. Önnur börn á myndinni eru Sigurborg Hanna Sigurðardóttir í öðru sæti á hestinum Odda, Kristrún Sveinbjörnsdóttir í þriðja sæti á hest- inum Hreggviði, Helga Jónsdóttir á Kleópötru og Arn- ar Freyr Ingvarsson á Stjörnu. Þetta voru fyrstu leikar vetrarins af þremur, en keppendur safna inn punktum af öllum leikunum. Einn- ig var keppt í unglingaflokki, kvennaflokki og karla- flokki. Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir Vetrarleikar á Hvanneyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.