Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI 22 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Alvöru flotefni H ön nu n: G ís li B . Smiðjuvegur 72, 200 Kópavogur Sími: 564 1740, Fax: 554 1769 I Ð N A Ð A R G Ó L F Efni frá: ABS 147 ABS 147 ABS 154 ABS 316 SÍLDARVINNSLAN hf. tapaði 416 milljónum króna á síðasta ári, en árið á undan hafði félagið hagnast um 136 milljónir króna. Mest sveifla í afkom- unni er í fjármagnsliðum sem versna um rúmar 800 milljónir króna milli ára. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, segist ekki vera sáttur við þessa niðurstöðu. Ástæður hennar séu þó að mestu fyrir utan það sem fyrirtækið ráði við. Í því sam- bandi nefnir hann gengistap, hækk- andi olíuverð og hækkandi vexti. Þá hafi verkfallið í bræðslunni í maí haft áhrif og verð á uppsjávarfiski hafi verið í lægri kantinum sé miðað við árin 1996 til 1998. Björgólfur segist búast við miklum viðsnúningi á þessu ári og að félagið muni skila hagnaði. Hann segist gera ráð fyrir að sameiningin við Skipa- klett muni koma jákvætt út og eins að verð á uppsjávarfiski haldist, en upp- sjávarafli sé 50-70% af tekjum félags- ins. Þó geti verkfall sett strik í reikn- inginn ef af því verði, því í áætlunum sé reiknað með kolmunnaveiði og veiði á norsk-íslensku síldinni. Björgólfur segist álíta að framlegð sambærilegra fyrirtækja og hans þurfi að vera yfir 20% til að viðhalda eðlilegum rekstri, en framlegð félags- ins var rúm 17% og batnaði töluvert milli ára. Afkoman kemur ekki á óvart „Afkoma Síldarvinnslunnar kemur ekki á óvart þegar haft er í huga hvernig rekstrarskilyrði sjávarút- vegsfyrirtækja voru á síðasta ári,“ segir Jónas Gauti Friðþjófsson, sér- fræðingur í greiningardeild Lands- banka Íslands hf. „Fjármagnsliðir versna mikið milli ára eins og hjá þorra annarra fyrirtækja í greininni og vegur þar stærst gengistap upp á 487 milljónir króna, en vaxtagjöld aukast um 72 milljónir króna eða 37%, meðal annars vegna aukinnar skuld- setningar. Hins vegar var söluhagn- aður hlutabréfa aðeins 12 milljónir króna á síðasta ári en var 175 milljónir króna árið á undan. Framlegð fyrir afskriftir eykst á milli ára um 33% í 503 milljónir króna, úr 13,7% í 17,3% sem hlutfall af rekstrartekjum, þrátt fyrir lágt verð á uppsjávarafurðum og hátt olíuverð á árinu.“Jónas segir að á heildina litið sé jákvætt hverju reksturinn skili þrátt fyrir slæm skilyrði. Rekstrarhorfur á þessu ári séu betri ef gengið sé út frá hagstæðari þróun olíuverðs og geng- isþróun gjaldmiðla. Verð á uppsjávar- afurðum hafi farið hækkandi og fjár- festingar, meðal annars í landvinnslu félagsins, ættu að skila aukinni fram- legð á þessu ári, en sameining við Skipaklett hf. muni einnig bæta nýt- ingu fjármuna. Helst geti verkfall sjó- manna sett strik í reikninginn á næstu vikum. 416 milljóna króna tap af Síldarvinnslunni hf.                                                                                         !                   "#$%& "#&$%  &%'  "&&  ()'  (&*   "#)%& &#)$+  ")' +"$ '",'- %,&- &"%                                               HAGNAÐUR af rekstri Delta hf. nam 222 milljónum króna á síðasta ári, og er það viðsnúningur frá 60 milljóna króna taprekstri ársins 1999. Þessi afkoma er heldur betri en fjármálafyrirtæki höfðu spáð fyr- ir um, því meðalspá þeirra var 212 milljónir króna. Róbert Wessman, framkvæmda- stjóri Delta, segir að hann sé mjög ánægður með niðurstöðuna og að hún sé í samræmi við væntingar. Spurður að því hvað skýri helst þessa afkomu segir hann að fyrir- tækið hafi markað sér skýra stefnu á öllum sviðum rekstrarins. Unnið hafi verið mjög markvisst að endurskipu- lagningu á flestum sviðum og það hafi meðal annars leitt til aukinnar sölu erlendis, fjölgunar þróunar- verkefna, bættrar innkaupa- og framleiðslustýringar og nýtingar framleiðslutækja. Delta hafi lagt áherslu á að styrkja innviði félagsins til frekari vaxtar. Jafnframt hafi fyr- irtækið lagt ríka áherslu á aðalstarf- semi félagsins og hætt starfsemi sem tengist henni ekki. Þá skipti miklu að starfsfólk sé metnaðarfullt fyrir hönd fyrirtækisins og leggi sig fram við að ná frekari árangri. Gert er ráð fyrir áframhaldandi veltuaukningu Róbert gerir ráð fyrir að velta félagsins aukist úr rúmum 2 millj- örðum króna í fyrra í um 2,7 millj- arða króna í ár og að hagnaður verði um 400 milljónir króna. Hann segir áframhaldandi vöxt í sölustarfsemi erlendis styðja þessar áætlanir. Lyfjaframleiðandinn á Möltu sem Delta hyggst kaupa er hins vegar ekki inni í þessum tölum, en velta þess fyrirtækis er um tveir milljarð- ar króna. Að sögn Róberts er stutt í að lokið verði við áreiðanleikakönn- un vegna kaupanna. Mikil aukning varð á sölu félags- ins erlendis. Hún var í fyrra 1.155 milljónir króna en 542 milljónir króna árið 1999. Vaxtagjöld og verð- bætur breyttust lítið milli ára en gengismunur fór úr því að vera já- kvæður um 6 milljónir króna árið 1999 í 92 milljóna króna neikvæðan gengismun í fyrra. Söluhagnaður félagsins nam sam- anlagt rúmum 35 milljónum króna en var tæpar 22 milljónir króna árið 1999. Sigurður Erlingsson, sérfræðing- ur í greiningardeild Landsbanka Ís- lands hf., segir að framlegð hafi batnað verulega milli ára, sem komi ekki á óvart þar sem hlutfall fram- leiðslu seldrar erlendis hefur farið hækkandi. Almennt megi draga þá ályktun af uppgjörum fyrirtækisins að framlegð erlendrar sölu sé meiri en af sölu innanlands. Það beri þó að hafa í huga að framlegð á útflutningi ræðst af einhverju leyti af þróun þýska marksins og evrunnar, en stór hluti útflutningstekna sé í þessum myntum. „Samningar sem félagið hefur gert erlendis kunna að skila því yfir 1 milljarði króna í tekjur á næstu árum en ekki er hægt að segja nákvæmlega til um framlegð af þeirri sölu,“ segir Sigurður. „Gengi félagsins hefur hækkað um 13% frá áramótum og Delta er ofarlega í hópi þeirra félaga sem hafa hækkað einna mest frá áramót- um en af þeim félögum sem eru skráð á VÞÍ hafa aðeins 18 félög hækkað á tímabilinu. Þá má geta þess að vísitala lyfjagreinar er eina hlutabréfavísitalan á VÞÍ sem hefur hækkað frá áramótum,“ segir Sig- urður. Hann segir afkomu félagsins í heildina góða og standa undir vænt- ingum markaðsaðila. „Delta áætlar að hagnaður félags- ins eftir skatta fyrir yfirstandandi ár verði um 400 milljónir króna,“ segir Sigurður, „en þær tölur gætu orðið hærri gangi kaup á Pharmamed á Möltu í gegn. Það mun skýrast betur á næstu vikum. Þessi fjárfesting ásamt þeim samningum sem gerðir hafa verið lofa góðu um áframhald- andi vöxt félagsins og því verður áhugavert að að fylgjast með frétt- um frá félaginu á næstu mánuðum.“ Delta bætir afkomuna          .  !  "                              /                                                         +#")" # 000 # "&* $ (%* % (++ (&0   +#"0& +#$0%  +'0 )0 '+,0- +&&   $ $    $$ # $  %    $                                  Í RÆÐU Hauks Þórs Haukssonar, formanns á aðalfundi Samtaka verslunarinnar, kom fram að Samtök verslunar og þjónustu væru einu atvinnu- rekendasamtökin hérlendis sem styddu nýju sam- keppnislögin. Bæði Verslunarráð og Samtök at- vinnulífsins hafi barist gegn samkeppnislögum og hafi snúist gegn úrskurðum samkeppnisráðs þar sem tekið sé á samruna sem leiði til allt of mikillar samþjöppunar, sem aftur leiði til fákeppni, sem aftur leiði til þess að aðgangur nýrra aðila sé heft- ur „Samþjöppun í verslun á Íslandi og almennt í ís- lensku atvinnulífi er áhyggjuefni. Nýlegir úr- skurðir Samkeppnisráðs vekja athygli og von um að hin nýju samkeppnislög séu nýtilegt haldreipi og vopn í baráttunni gegn einokunar- og mark- aðsdrottnunartilburðum stórra aðila. Hitt er þó ljóst að styrkja verður Samkeppnisstofnun til muna til þess að hún verði í stakk búin til þess að anna síauknum verkefnum. Það er undarlegt að fylgjast með afstöðu Samtaka iðnaðarins til nýrr- ar stöðu í samkeppnismálum. Þeir nota hvert tækifæri til þess að berja á samkeppnisyfirvöldum og gagnrýna nýja samkeppnislöggjöf. Það skýtur skökku við að Samtök iðnaðarins, sem kostuð eru að stórum hluta af almannafé til þess að gæta hagsmuna íslensks iðnaðar, skuli berjast gegn samkeppnislögum sem hafa það að markmiði að efla samkeppni og tryggja sanngjarna viðskipta- hætti.“ Haukur sagði að að mikil umræða eigi sér stað innan verslunarinnar vegna mikilla uppkaupa stórra aðila í verslun á minni og meðalstórum ein- ingum. Þetta veki spurninguna um framtíð fjöl- skyldufyrirtækisins sem rekstrareiningar og möguleika frumkvöðla í verslun: „Er sá tími ef til vill liðinn að einstaklingar geti fundið fótfestu fyr- ir smáan og meðalstóran rekstur sem er á færi eins einstaklings og ef til vill fjölskyldu hans? Ef maður lítur á þann fjölda manna sem hefur selt rekstur sinn eða hefur ekki lengur trú á sínum rekstri í hinu nýja umhverfi gæti læðst að manni sú trú að tími þessara fyrirtækja sé liðinn.“ Framsýni að lækka tekjuskattinn Haukur segir að Samtök verslunarinnar leggi áherslu á að vörugjöld á innflutning verði aflögð án tafar og ytri tollar samræmdir Evrópusam- bandinu. „Hugmyndir þær sem forsætisráðherra viðraði nýverið um verulega lækkun tekjuskatts fyrirtækja eru athyglisverðar. Það lýsir verulegri framsýni að lækka frekar almennan tekjuskatt á fyrirtæki en að grípa til sértækra lækkana á fyr- irtæki með milliríkjastarfsemi og þriðja lands við- skipti. Ég er sannfærður um að lækkun tekju- skatts í 16 til 18% myndi breyta viðhorfum manna til skattsins og óvíst hvort tekjutap ríkisins yrði mikið. Nú þegar eru ýmis fyrirtæki sem sinna al- þjóðlegum rekstri farin að flýja til Lúxemborgar og annarra svæða þar sem skattalegt umhverfi er hagstæðara en hér á Íslandi.“ Aðalfundur Samtaka verslunarinnar Samþjöppun í versl- un áhyggjuefni Morgunblaðið/Golli Haukur Þór Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.