Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 33 Kynningarfundur um gönguferðir erlendis verður haldinn sunnudaginn 11. mars kl. 15.00 á Grand Hótel • Byrjendaferðir • Gönguferðir með menningarívafi • Ferðir fyrir lengra komna • Hefðbundnar Göngu–Hrólfs ferðir Kaffi og kökur kr. 500. Sími 585 4140 „ÞETTA er ópera sem allir eiga og margir vita vel hvernig á að vera. Það koma oft fram ólíkar skoðanir um eitt og sama hlutverk á æfingum og maður verður bara að treysta á sjálfan sig, lukkuna og þá sem halda um taumana. Það hefur held ég reynst bærilega hér í uppsetningu Óperunnar á La Bohème. Líka eins gott fyrir lausamann sem býr að hverju hlut- verki og byggir á að gera hlutina svo vel að munað sé eftir því.“ Ólafur Kjartan Sigurðarson barítonsöngvari fer með hlutverk tónlistarmannsins og gleðigjafans Schaunards í La Bohème. Hann kemur færandi hendi til félaga sinna í upphafi óperunnar, búinn að vinna fyrir jólagleði þeirri sem óperan hefst á. Þetta er ekki stórt hlutverk en um það segir Ólafur að lítil rulla sé ekki til, aðeins litlir söngvarar. Þetta sé fleyg setning og honum þyki hollt að hafa hana í huga, það þurfi virki- lega að leggja rækt við sér- hvert hlutverk. „Raddlega þyrstir mig í Marcello, sem á afar fallega spretti í óperunni, einhvern tíma syng ég hann kannski,“ segir Ólafur. „En núna er ég alveg sáttur við Schaunard, einfaldan karakter miðað við aðalpersónur Bohème, sem eru samsettar úr fleiri en einni í upprunalegu skáldsög- unni. Þessi tónlistarmaður, meinlaus og frekar venjuleg- ur náungi, hefur sem sagt vingast við mig, mér er eig- inlega farið að þykja töluvert vænt um hann. Megi dívur henda dollum Annars má segja að galdur góðrar óperu sé val söngvara hvers með öðrum. Það held ég að hafi tekist listavel í þessari uppfærslu Íslensku óperunnar, ákveðið jafnvægi ríkir og eitt og sér fleytir það okkur langt. Þó er það oft að ein stór- stjarna rífur upp aðsókn á óperu, einhver sem leyfir sér næstum óhugsandi hluti. Ég hef kynnst svona dívum og finnst þær svakalega skemmtileg- ar. Þetta er fólk sem rífur búning- inn sinn og hendir meikdollum í spegla. Ég vona sannarlega að það deyi ekki út. Yfirleitt eru óperu- söngvarar samt ósköp ljúfir, hversdagslegt fólk að vinna fyrir salti í sinn graut, svo heppið að geta nýtt hæfileika sína til þess arna. Ég myndi hiklaust vilja vinna aftur með níu af hverjum tíu sem ég hef hitt í þessu starfi.“ Ólafur vill miklu fórna fyrir óp- eruna, „en ekki öllu, þótt ég elski hana vissulega og kjósi að henni vegni vel - ekki síst hér heima á Íslandi. Þegar upp er staðið er söngurinn einungis vinnan manns, þótt það skemmi ekki að hafa þar hugsjón. Í raun þykir mér börnin mín mikilvægust í lífinu, þau eru tíu ára og sex ára og sú yngsta er hálfs árs. Sambýliskona mín og móðir barnanna skiptir vitaskuld líka máli og hún finnur eflaust stundum fyrir starfinu mínu. Mér hættir til að vasast í mörgu í söngnum og tekst sú ætlun misvel að taka ekki verkefnin með heim.“ Fylli þá jeppann af börnum Ólafur kallar sig söngkettling sem er þakklátur fyrir tilsögn og ráð frá reyndara samstarfsfólki. „Ég hef bara verið atvinnumaður í þrjú ár og það hefur gengið fram- ar vonum. Í vetur hentar prýðilega að vera á Íslandi vegna litlu dótt- urinnar og fjölskyldunnar sem flutti heim frá Englandi í fyrra, samnings sem ekki gekk eftir ytra síðasta haust og svo auðvitað verk- efna hér. Nú er það Bohème, ný- lega tónleikar í Gerðubergi, næst Carmen með Sinfóníunni og svo sannkallað tilhlökkunarefni á Ísa- firði um páskana, Sálumessa Moz- arts með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Ég fylli þá jeppann af börnum og einhverju góðgæti í nesti, þetta verður örugglega mjög gaman. Annars er ég stoltur af því að hafa sungið í Færeyjum í fyrra, mér þótti það merkileg upplifun. Ég kynntist þar skemmtilegum kollega og við ætlum að taka upp þráðinn í ágúst, á listahátíð í eyj- unum. Hann heitir Rúni Bratta- berg og er bassi en þetta verður held ég í fyrsta sinn sem færeysk- íslenskur dúett treður upp. Það er hugsanlegt að við syngjum líka saman á Íslandi, það er svona eitt og annað hjá mér með spurning- armerki.“ Eitthvað hefur Ólafur hugsað sér til hreyfings á öðrum slóðum en hingað til. Hann langar til Þýskalands í prufusöng við óperu- hús sem þar eru af öllum stærðum og gerðum og athugar það með haustinu. Til þessa hefur hann haldið sig við Bretlandseyjar, þar sem hann stundaði framhaldsnám í söngnum 1994-98. Fyrst var hann við konunglegu tónlistarakadem- íuna í Lundúnum en seinni árin tvö í Glasgow þar sem hann lauk meistaragráðu, með þeim bónus að fá sjö hlutverk sem málsmetandi fólk í söngbransanum sá hann og heyrði syngja. Að svo búnu hélt hann aftur til Englands og lagði í lausamennsku sem gekk blessun- arlega, að hans sögn, bæði hvað varðar tónleika og óperu. Ólafur hefur töluvert sungið óratoríur; Sálumessu Mozarts og Messías Handels til að mynda; en til dæmis um óperuhlutverk í uppáhaldi nefnir hann Fígaró og Papagenó úr smiðju Mozarts og Tarquinius í Lúkretía svívirt eftir Britten. Listann mætti lengja til muna því söngvarinn bíður þess óþreyjufull- ur að reyna sig við safarík hlut- verk sem þroskinn gæti gefið hon- um færi á. „Ég á enn langt í land með að verða eins góður og mig langar,“ segir hann, „nú get ég varla beðið eftir 35 ára aldrinum og þegar hann næst tekur eflaust við til- hlökkun um fertugsafmælið. Söng- urinn veltur á reynslu og þreki, bæði líkamlegu og andlegu, og svo því að gera sér grein fyrir hverrar gerðar maður er. Það þarf að gæta sín svolítið og rækta sig sem söngvara á því sviði sem er sterkast. Auðvitað væri draumur að vera ofurmenni, geta sungið þýsk ljóð, óratoríur, óperur og dægurlög, en þó er stærri draumur að verða virkilega góður í því sem maður velst til.“ Ópera á Íslandi Við ræðum um óperu á Ís- landi og Ólafur segir fórnfúst starf tveggja kynslóða hafa skilað sér svo um munar. „Það eru ofsa skemmtilegir tímar hér núna fyrir mína kynslóð söngfólks. Stórfrétt- irnar eru um fastráðningu söngvara við Íslensku óp- eruna og ánægjuleg stað- reynd hve mikil gróska er í tónleikahaldi. Þó er talsverð samkeppni í söng hér, það gildir ekki bara um útlönd- in,og ekkert rakið að vinna fyrir sér. Best þætti mér að geta bú- ið og starfað á Íslandi og unnið úti líka. En maður fær víst ekki alltaf allt. Ég hef heyrt að nú séu um 40 Íslendingar að syngja utan landsteinanna og ef- laust vildu einhverjir þeirra vera hér heima við sitt fag. Raunar fá nokkrir þessara söngvara slíkt tækifæri í Bohème hér í Gamla bíói þessar vikurnar. Þetta getur semsagt verið snúið í söngnum, en svakalega skemmti- legt líka. Svolítið í takt við efni óp- erunnar, erfiðleika bóhemsins, sem gerir gott úr því sem gefst, þó að það sé ekki mikið. Undirtitil sögu Murgers, sem óperan var skrifuð eftir, mætti einmitt þýða: káta og hræðilega líf.“ Af syngjandi kát- um kettlingi Ólafur Kjartan Sigurðarson nýtur vetrarins á Íslandi en hefur bak við eyrað að reyna næst fyrir sér í Þýskalandi. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Óperan La Bohème gengur fyrir fullu húsi í Íslensku óperunni í Gamla bíói. Listamenn þar hafa nokkrir verið kynntir í blaðinu en Þór- unn Þórsdóttir lumar á spjalli við Ólaf Kjartan Sigurðarson baríton- söngvara. Hann er sá örláti en yfirlætislausi Schaunard í óperunni. ÞAÐ hlýtur að teljast allmikill við- burður þegar um fimmtíu manns í ekki stærri bæ en Fáskrúðsfjörður er bindast samtökum að skapa saman leiksýningu. Og kannski er það ekk- ert minna en meiri háttar afrek þegar svo vel tekst til og með Dýrin í Hálsa- skógi, sérstaklega þegar litið er til þess að allflestir leikenda í sýning- unni eru grunnskólabörn, og búa tæp- lega yfir þeirri reynslu sem er helsta vopn áhugaleikarans í glímunni við list leiksviðsins. Hér leggjast allir á eitt og útkoman sérdeilis ánægjuleg, auðvitað ekki hnökralaus, en alltaf skemmtileg. Stærstan heiður af útkomunni á að mínu viti leikstjórinn, Björn Gunn- laugsson. Hann stýrir liði sínu af miklu öryggi og tekst að láta allar senur skila sínu til að skapa heildar- myndina og segja söguna. Sú eðlilega ákvörðun hefur verið tekin að leyfa sem flestum að vera með, og því er skógurinn fullur af smádýrum sem settu skemmtilegan svip á sýninguna og yngsta kynslóðin stóð sig með prýði í þeim atriðum. Sýningin er að flestu öðru leyti „hefðbundin“, en er þó víða krydduð með skemmtilegum smáatriðum, oft dálítíð hæðnislegum, að hætti samtímans. Leikmynd er vel unnin og hönnuð, einföld umgjörð sem með litlum breytingum skapar þær fjölbreyttu aðstæður sem leikurinn krefst. Þó hefði ég kosið að reynt hefði verið að gera skiptingarnar að lifandi hluta af sýningunni, myrkvanir eru heldur hvimleið lausn á þessu vandamáli, og síðasti hluti „dýranna“ má varla við þeim tíðu skiptingum sem hann kallar á. Búningar voru í anda Egners og vel útfærðir, hinn kostulegi rangeygi elg- ur mitt persónulega uppáhald. Förð- un sömuleiðis verulega góð, en alls eru sautján konur skrifaðar fyrir förðun og búningum, enda ekkert áhlaupaverk að sauma þrjátíu bún- inga og farða síðan allan skarann viðamikilli málningu. Það er erfitt að að fara að telja upp leikara í sýningu sem þessari, en þó get ég ekki stillt mig um að geta tveggja sérstaklega, Kjartan Svanur Hjartarson var hinn ágætasti Mikki refur, óttalegt grey sem erfitt var að ímynda sér að hefði nokkurn tíman veitt svo mikið sem músarunga. Kjartan hefur greinilega góða til- finningu fyrir tímasetningum og var iðulega bráðfyndinn. Svo söng hann sérlega skemmtilega. Helgi Snævar Ólafsson var Marteinn skógarmús, sem stundum verður hálfutangátta persóna og ekki endilega skemmtileg. Helga tókst hins vegar að gera hann að kostulegum lúða sem fær skyndi- lega upphefð þegar lögin um vináttu dýranna eru sett. Frábærlega unnin persóna hjá Helga og Birni leikstjóra, sem gerir Martein að miðju sögunnar, og meinfyndinn í þokkabót. Allir leikarar sýningarinnar eiga reyndar hrós skilið. Og það er auðvit- að stærsti lærdómurinn sem börnin á Fáskrúðsfirði mega draga af vinnu sinni í Hálsaskógi að leiksýning, eins og svo margt, byggist á samstarfi og sameiginlegu átaki. Það er ómetan- legt að leikflokkurinn Vera skuli standa svo myndarlega að uppfærslu með börnunum í bænum. Bónusinn er svo hvað vel tekst til um afraksturinn, hvað sýningin er skemmtileg og vönd- uð. Svona á að fara að. Byggt á sam- starfi og sameig- inlegu átaki LEIKLIST L e i k h ó p u r i n n V e r a , F á s k r ú ð s f i r ð i Höfundur : Thorbjörn Egner. Þýð- andi: Hulda Valtýsdóttir. Leik- stjóri: Björn Gunnlaugsson. Félags- heimilinu Skrúð. Föstudaginn 2. mars 2001. DÝRIN Í HÁLSASKÓGI Þorgeir Tryggvason  ÚT er komið 8. hefti í ritröðinni Mannlíf og saga fyrir vestan, en hún fjallar um vestfirskt mannlíf fyrr og nú á svæðinu frá Bjargtöngum að Djúpi. Meðal efnis í þessu hefti er frásögn af mönnum og málefnum í Keldudal í Dýrafirði, seinni hluti, og vestfirskar sagnir að fornu og nýju. Þá er grein um upphaf verkalýðs- hreyfingar á Þingeyri, sagt frá síð- asta bóndanum í Selárdal í Súg- andafirði og grein er um mannskaðaveðrið mikla 7. apríl 1906. Fjöldi mannlífsmynda úr Haukadal og frá Þingeyri í Dýrafirði, frá fyrri hluta 20. aldar, en alls prýða yfir 60 ljósmyndir þetta hefti. Meðal höfunda eru Hafliði Magn- ússon frá Bíldudal, Guðbjartur Gunnarsson úr Súgandafirði, Nat- hanael Mósesson á Þingeyri, Ing- ólfur Þórarinsson frá Keldudal, Egg- ert Guðmundsson frá Haukadal, Ingi S. Jónsson á Þingeyri og Gunnar S. Hvammdal frá Hvammi. Ritstjóri rit- raðarinnar er Hallgrímur Sveinsson. Útgefandi Vestfirska forlagið, Hrafnseyri, 80 bls. Prentun: Ásprent/POB, Akureyri. Fæst í bókaverslunum um land allt og hjá forlaginu. Verð 1.500 kr. Rit ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.