Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 35
ÁRIÐ 1995 voru blikur á lofti í ís- lenskum glæpaheimi. Framin voru tvö vopnuð rán, þar sem menn kom- ust undan með umtalsverðar fjár- hæðir. Fúlgurnar hvorki gerðu glæpina einstaka né voru sá þáttur þeirra sem lögreglu og almenningi stóð fyrst og fremst stuggur af. Heldur fagmennskan, vitrænn undirbúningur og þraut- þjálfaðar aðgerðir bófanna. Þeir höfðu unnið verk sín skipulega. Tímasett ránin af nákvæmni, fram- kvæmdirnar og flóttaleiðirnar. Enda ófundnir enn í dag. Algjört árangursleysi lögregl- unnar var og er mönnum áhyggju- efni. Viðbrögð hennar við nýjum og fagmannlegri vinnubrögðum og barátta við greinilega skynsamari bófa, urðu til lítils. Menn hugsuðu með hryllingi til þess ef slíkir ódám- ar ættu eftir að færa sig uppá skaft- ið í síharðnandi heimi. Reyndar kvisuðust úr sögur um að lögreglan vissi hverjir stæðu að baki ránunum en skorti sannanir. Það hjálpar, en ekki mikið. Fyrra ránið var dæmigert fyrir íslenska sveitamennsku og sakleysi. Tvær óþjálfaðar stúlkur höfðu þann starfa hjá Skeljungi, að safna sam- an sölunni í öllum bensínstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. Héldu síðan með drápsklyfjar sínar að lok- inni smölun, í banka í miðborginni. Að því hlaut að koma að þær yrðu leiddar einsog lömb til slátrunar. Einn hryssingslegan febrúarmorg- un blasti ískaldur raunveruleikinn við, sem þær höfðu aðeins kynnst í sjónvarpi og bíómyndum. Nokkrir þorparar réðust á þær, hirtu sjóð- inn og höfðu sig á brott. Skiptu um flóttabíla, sem voru með stolnum númeraplötum. Eftir sat lögreglan hnípin í nýjum vanda og ráðamenn Skeljungs slegnir út af laginu. Hér voru komnir atvinnumenn. Flestir eru á því að sömu aðilar hafi staðið að baki bankaráninu sem framið var í Búnaðarbankaútibúinu á Vesturgötu í desember sama ár. Aðgerðirnar voru jafnþaulskipu- lagðar og árangursríkar. Nokkrir bófar með lambhúshettur, vopnaðir hnífum, a.m.k., geystust inní bank- ann í morgunsárið, hirtu úr köss- unum og hurfu nánast sporlaust út- úr heiminum. Nokkrar ábendingar virtust benda til að löggæslan væri á réttri leið, en ekkert var unnt að sanna. Bófarnir ganga því enn laus- ir á meðal vor og skunda sjálfsagt brosandi í bankann sinn. Myndirnar vekja fólk svo sann- arlega til umhusunar um hvar við stöndum í baráttunni við glæpa- menn. Ástæða er til að ætla að okk- ur hafi farið fram síðustu fimm árin, þar sem hvers kyns ódæði verða al- gengari með degi hverjum. Ekki síst með síaukinni neyslu sterkra og rándýrra fíkniefna. Sem betur fer hafa atburðir í líkingu við þá sem gerðust 9́5 ekki endurtekið sig, sjálfsagt er það tímaspursmál. Þá er óskandi að löggæslunni gangi betur að hafa hendur í hári þorp- aranna. Þetta hlé stafar einnig örugglega af auknum forvörnum og lögregluaðgerðum. Myndirnar tvær eru kaldranaleg- ar, vandvirknislega unnar heimildir um þáttaskil í bíræfni og vinnu- brögðum íslenskra ólánsmanna. Heimildarmyndin Skilaboð að handan er á öðrum nótum en þær þrjár sem á undan eru gengnar í þáttaröðinni. Að þessu sinn er tekið fyrir gamalt fjársvikamál frá því um 1940. Málavextir þeir að kunnur miðill í borginni var grunaður um sjónhverfingar og blekkingar af manni sem var nýbúinn að missa konu sína. Frétti af því að hin látna kæmi fram á miðilsfundum og vildi ná sambandi við hann. Maðurinn fór að stunda samkomurnar af miklum móð, vildi trúa því sem gerðist en gat ekki sannfærst. Hafði grun um að svik væru í tafli og gat að lokum sannað mál sitt. Miðillinn, sem tók gjald af gestum og hafði sér til fulltingis nokkra að- stoðarnmenn, var dæmdur fyrir svik. Menn efuðust almennt ekki um hæfileika hans, en slæmar, per- sónulegar aðstæður sagði hann vera ástæðurnar fyrir blekkingun- um. Hvað sem hæfileikunum við- víkur vann hann Sálarransóknar- félaginu ómælt tjón því málaferlin urðu bæði til þess að minnka tiltrú almennings á spíritisma, sem þá var að vinna sér talsvert fylgi, og þá voru atburðurnir kærkomið vatn á myllu andstæðinga þeirra. Skilaboð að handan á ekki eins mikið erindi til okkar og fyrri myndirnar þrjár og er tæpast í rök- réttu samhengi. Hinsvegar á hún sem slík fullkominn tilverurétt, ekki síst fyrir einkar vönduð vinnubrögð við endursköpun genginna tíma og fullkomlega hlutlausa meðferð höf- unda á viðkvæmu umfjöllunarefn- inu. Smákrimmar skipta um gír SJÓNVARP S ö n n í s l e n s k s a k a m á l Leikstjóri Sævar Guðmundsson. Handritshöfundur Kjartan Björg- vinsson. Þulur Sigursteinn Másson. Tónskáld Máni Svavarsson. Kvik- myndataka Guðmundur Bjartmars- son, Sævar Guðmundsson, Einar Magnús Magnússon. Framleiðandi Björn Br. Björnsson. Fram- kvæmdastjóri, búningar og leik- munir Guðrún Helga Arnarsdóttir. Leikarar Bjarni H. Reynisson, Birna Björnsdóttir, Charlotta Rósa, Einar Örn Finnsson, ofl . Sýning- artími 30 mín. Íslensk heimild- armynd gerð fyrir sjónvarp. Hugsjón 2001. Sjónvarpið, 25. febrúar 2001. FULLKOMINN GLÆPUR Sæbjörn Valdimarsson Leikstjóri Einar Magnús Magn- ússon. Handritshöfundur Kjartan Björgvinsson. Tónskáld Máni Svav- arsson. Kvikmyndataka Jón Karl Helgason. Framleiðandi Björn Br. Björnsson. Framkvæmdastjóri Guðrún Helga Arnarsdóttir. Bún- ingar og leikmunir María Ólafs- dóttir (Veitingahúsið Við Tjörnina) Þulur Sigursteinn Másson og Einar Magnús Magnússon. Leikarar Ála- fosskórinn, Berglind Ósk Ein- arsdóttir, Hallgrímur Oddsson, Pétur Pétursson, Ragnar Bjart- marsson, ofl . Sýningartími 30 mín. Íslensk heimildarmynd gerð fyrir sjónvarp. Hugsjón 2001. Sjón- varpið, 4. mars, 2001. SKILABOÐ AÐ HANDAN LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 35 TÓNLEIKAR verða í Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar – Hásölum á sunnudag kl. 17 og eru þeir í tón- leikaröð í tilefni af 50 ára afmæli skólans. Á tónleikunum leikur Blásara- kvintett Hafnarfjarðar sem skip- aður er hljóðfæraleikurum og kennurum úr Tónlistarskólanum. Peter Tompkins leikur á óbó, Gunnar Gunnarsson á flautu, Ár- mann Helgason á klarínett, Rúnar Vilbergsson á fagott og á horn Emil Friðfinnsson. Á efnisskránni eru blásarakvint- ettar eftir J. Haydn og F. Farkas og einleiksverk eftir Robert Schu- mann, Paul Dukas, H. Rabaud, Ot- ar Taktakishvili og Carl Nielsen. Í einleiksverkunum koma fram með þeim félögum píanóleikararnir Guðrún Guðmundsdóttir, Guðríður St. Sigurðardóttir og Sigurður Marteinsson. Aðgangur er ókeypis. Blásarakvintett Hafnarfjarðar mun leika á tónleikunum. Afmælistónleikar Tón- listarskóla Hafnarfjarðar ÞESSI mynd er byggð á sönnum atburðum, og er Kaninn ekki allur jafnsammála því hvað sé satt og rétt með farið í henni. Það sem vekur alla vega undrun mína er hversu ótrú- lega formúlulegur sannleikurinn getur verið, en hefur ekki alltaf verið sagt að lífið sé svoddan bíó? Árið er 1971 og fylkið er Virginia. Það er því heldur stirt á milli svartra og hvítra í bænum Alexandríu. Ekki skánar ástandið þegar Herman Boone, svartur utanaðkomandi mað- ur, er ráðinn þjálfari ruðningsliðs há- skólans. Skólinn hefur verið bland- aður svörtum og hvítum nemendum og er ruðningsliðið nú að sameinast í fyrsta skipti og útlitið er ekki gott. En þjálfarinn og aðstoðarþjálfarinn taka málin föstum tökum og í æf- ingabúðum læra strákarnir að meta hver annan á réttum forsendum. Þegar liðið snýr aftur til Alexandríu byrja fyrst vandræðin, því aðrir eiga erfitt með að sætta sig við þessa vin- áttu kynþáttanna tveggja. Þessi sanni punktur sögunnar um það hvernig fólk fær ekki að vera það sjálft vegna þrýstings frá samfélag- inu, er sá áhugaverði í myndinni. Þar er einnig komið inn á aðra fordóma í sambandi við samkynhneigð og hefð- bundið uppeldi kynjanna. Örlög og hetjuleg barátta Gerrys sem varð mörgum íþróttamanninum til fyrir- myndar eru einnig merkileg. Út frá þessu hefði mátt vinna meira, enda er þetta sagan. En í þessa sögu glitt- ir rétt svona endrum og eins, þegar hún er ekki kaffærð í hetjuklisjum sem er aftur drekkt í yfirmáta dramtískri tónlist sem þær hafa ekk- ert í. Hvað er svona stórfenglegt við það að sjá einhverja stráklinga vera að velta sér upp úr grasi? Ég veit það ekki. Auk þess ætlar bandaríska þjóð- ernisvellan alveg að drepa mann. Ég verð að segja ykkur frá einu at- riði sem er ótrúlegt. Í þjálfunarbúð- unum eru drengirnir vaktir upp um nóttina til að fara út að hlaupa. Allt í einu eru þeir komnir í kirkjugarð. Og vitiði hvaða staður þetta er? Gettys- burg, þar sem „bardaginn var háður sem við erum enn að há milli okkar enn þann dag í dag,“ tilkynnir þjálf- arinn dramatískri röddu og dreng- irnar verða alveg miður sín. Finnst ykkur þetta ekki frábært? Denzel Washington leikur Boone þjálfara en honum er víst mikið í mun að velja hlutverk þar sem kyn- þáttamisrétti er til umfjöllunar og þar er ekki annað hægt en að virða það við hann. Það væri þó óskandi að þessi 1. flokks leikari hefði úr fleiri góðum handritum að velja. Remember the Titans er formúlan með klisjunum hangandi utan á og einstaka broti úr sannri sögu um satt fólk. En alla vegana komast drengirnir að því í lokin að þeir hafa „lært að treysta sál en ekki útliti“ og það er nú gott og blessað því batnandi manni er best að lifa. Ruðningur milli kynþátta KVIKMYNDIR S a m b í ó i n Leikstjóri: Boaz Yakin. Handrit: Gregory Allen Howard. Aðal- hlutverk: Denzel Washington, Will Patton, Wood Harris, Ryan Hurst, Ethan Suplee og Hayden Pan- ettiere. Buena Vista 2000. REMEMBER THE TITANS Hildur Loftsdótt ir JÖRG E. Sondermann heldur tólftu tónleikana með orgel- verkum Bachs í Breiðholts- kirkju í dag kl. 17. Á efnisskrá að þessu sinni eru Partíta um sálmalagið „Sei gegrüßet, Jesu gütig“ (BWV 768), Prelúdía og Fúga í c-moll (BWV 537), Þrír sálmforleikir, Herzlich tut mich verlangen (BWV 727), Christe, du Lamm Gottes (BWV 619) O Mensch, bewein dein Sünde groß (BWV 622) Concerto í d-moll eftir Alessandro Marcello (1684- 1750) og Andante – Adagio – Presto (BWV 974 ). Aðgangseyrir er kr. 900 og rennur til Hjálparstarfs kirkj- unnar. Bach í Breið- holtskirkju Gallerí Stöðlakot Sýningu Hrannar Eggertsdóttur á olíumálverkum lýkur á morgun, sunnudag. Opið í dag og á morgun frá kl. 15-18. Sýningum lýkur FYRSTU burtfararprófstónleikar þessa árs úr Tónlistarskólanum í Reykjavík verða haldnir í Salnum í Kópavogi í dag kl. 14. Það er Gunnar Leó Leosson flautuleikari sem þá þreytir burtfararpróf sitt og með honum á píanó leikur Þorsteinn Gauti Sigurðsson. Á efnisskrá tónleikanna eru Nouv- elle Grande Sonate í A-dúr op. 17 eft- ir Franz Anton Hoffmeister, Ballaða í d-moll op. 288 eftir Carl Reinecke, Ríma fyrir einleiksflautu eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Sónata eft- ir Philippe Gaubert, Pièce pour flûte seule eftir Jacques Ibert og Sónata eftir Paul Hindemith. Skemmtileg efnisskrá „Ég valdi verkin með það í huga að setja saman skemmtilega efnisskrá – bæði þannig að ég hefði sjálfur gam- an af að spila þau og að fólki þætti gaman að hlusta á. Svo bar ég þetta undir kennarinn minn, Martial Nardeau, og hann samþykkti,“ segir Gunnar Leó. Aðspurður um hvort hann eigi sér sérstakt uppáhaldsverk á efnis- skránni segir hann að sér þyki erfitt að gera upp á milli þeirra. „En sum þeirra eru þekktari en önnur, eins og til dæmis verkin eftir Hindemith og Ibert, þau eru mjög fræg stykki í flautuheiminum,“ segir hann. Í fjórum verkanna nýtur Gunnar Leó liðsinnis Þorsteins Gauta Sig- urðssonar sem leikur með á píanó en tvö eru einleiksverk, eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Ibert. Ákveðinn í að njóta tónleikanna Burtfararprófið er ákveðinn áfangi – en hvað svo? Hyggst Gunn- ar Leó leggja flautuleikinn fyrir sig í framtíðinni? „Ég vil það nú helst – svo er spurning hvað maður kemst langt,“ segir hann og bætir við að hann sé þegar farinn að leita fyrir sér með framhaldsnám erlendis. Hann sé búinn að hafa samband við nokkra skóla í Evrópu og fá sendar frá þeim upplýsingar. „Ég er að vinna úr þeim,“ segir Gunnar Leó, sem kveðst ákveðinn í því að njóta tónleikanna í Salnum í dag. Fræg stykki í flautuheiminum Morgunblaðið/Árni Sæberg Gunnar Leó Leosson þreytir burtfararpróf í flautuleik frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík í Salnum í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.