Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Konur Tengist aldur móður blóðþrýstingi? Sálfræði Sagt frá kenningum um leiðtogann Krabbamein Nýtt bóluefni stenst öryggisprófanir Offita Geta prótínsprautur komið að gagni?HEILSA TANNLÆKNAR hafa þróað nýja og sársaukaminni aðferð til að gera við skemmdar tennur í ungum börn- um. Vera kann því að boranir og fyllingar heyri brátt sögunni til. Á fréttavef Breska ríkisútvarps- ins, BBC, kemur fram að aðferðin nýja kallast „Hall-tæknin“. Hún felst í því að málmkrúna er lögð yfir skemmdu tönnina. Með þessu móti er komið í veg fyrir að tönnin skemmist frekar þar til barnið loks missir hana, yfirleitt um tíu ára ald- ur. Bakteríur í skemmdu tönninni eru sviptar næringu og ná því ekki að vinna frekari skaða. Á þennan hátt er því komið í veg fyrir að hluti tannarinnar sé í raun fjarlægður líkt og við á um hefð- bundnar boranir. Hins vegar dugar þessi aðferð að- eins á jaxlana, aftast í munninum. Aðferðin hefur verið prófuð við tannlæknadeild háskólans í Dundee í Skotlandi og eru frekari tilraunir fyrirhugaðar á því svæði. Dr. Dayfiel Evans, sem starfar við barnadeild tannlæknaskólans, segir að nýja aðferðin hafi komið sérfræðingunum svo mjög á óvart að þeir hafi vart trúað eigin augum. „Það virtist brjóta gegn öllum við- miðum hefðbundinnar hugsunar að leggja einfaldlega málmkrúnu yfir skemmdu tönnina. En við nánari umhugsun virtist okkur sem vert væri að skoða þessa aðferð nánar.“ Það er kunnara en frá þurfi að segja að lítil börn hræðast oftar en ekki tannlækninn og þó einkum bor- ana. Sökum þess eru margir tann- læknar, í Bretlandi a.m.k., hikandi við að ráðast til atlögu við skemmd- ar tennur í börnum. Algengt er því að skemmdar tennur í börnum und- ir 5 ára aldri séu óviðgerðar. Í tilraun þeirri sem fram hefur farið tóku þátt 45 börn á aldrinum 5 til 9 ára. Börnin kváðust öll vera hæstánægð eftir meðferðina og sögðust þau öll geta hugsað sér að gangast undir hana að nýju. Aðferð- in er enda sársaukalaus, ekkert er stungið og ekkert borað. Hætt að bora hjá tannlækninum? Associated Press Mamma, mamma, það þurfti ekkert að bora! SVAR ÓTAL rannsóknir eru og hafaverið framkvæmdar á stjórnun (management), forystu (leadership) og leið- togahæfni. Þekking á þessum fyrirbærum hef- ur aukist mjög mikið á síðustu árum og áratug- um. Hetjur, stórmenni og sterkir leiðtogar hafa heillað manninn um aldaraðir og má rekja áhugann aftur til Konfusíusar, Plató og Arist- ótelesar og síðar Macchiavelli, Hegel og ann- arra vestrænna heimspekinga. Rannsóknir í mannfræði sýna til dæmis að forysta birtist alls staðar þar sem fólk kemur saman, án tillits til ólíkra menningaheima. Kerfisbundnar rannsóknir á leiðtogahæfni hófust fyrir alvöru í byrjun 20. aldar. Hægt er að greina fjórar megináherslur; að leiðtoga- hæfni sé erfð (áhersla á persónueinkenni leið- togans), að hegðun leiðtogans skipti sköpum (áhersla á hegðun leiðtogans), að hæfni leiðtog- ans ráðist af aðstæðum (áhersla á umhverfi) og loks samþætting hugmynda síðustu ára. Fyrstu fjóra áratugi tuttugustu aldarinnar var áherslan á að leiðtogahæfni væri erfð. Víð- tæk skoðun fræðimanna var að erfðir greindu á milli hæfra og slakra leiðtoga, það er að leið- togahæfni væri erfð. Hæfir leiðtogar hefðu ákveðin persónueinkenni og hæfni eins og greind, sjálfstraust, ákveðni, orðfærni eða sjálfstæði. Samkvæmt þessari nálgun væri því ekki hægt að læra að vera hæfur leiðtogi. Hundruð rannsókna voru framkvæmd á þess- um árum til að sýna fram á þetta en nið- urstöður ollu vonbrigðum. Lítið samræmi var í niðurstöðum og enginn einn þáttur gat skýrt hæfni leiðtoga umfram annan. Þetta leiddi til þess að í kringum 1950 sneru kennismiðir sér í auknum mæli að því að rannsaka hegðun leið- togans í stað þess að horfa til innri þátta. Áherslan var á hvaða hegðun greindi á milli skilvirkra og óskilvirkra leiðtoga. Markmiðið með þessum rannsóknum var að greina hvers konar hegðun leiðtoginn þyrfti að sýna til að ná árangri. Fjöldi rannsókna leiddi í ljós að leið- togar þurftu að leggja áherslu á bæði verk- efnin og starfsfólkið til að ná árangri og að þátttökustjórnun leiddi til betri árangurs en önnur tegund stjórnunar. Þrátt fyrir að nið- urstöður lofuðu góðu var töluvert ósamræmi í niðurstöðum rannsóknanna. Fljótlega gerðu menn sér grein fyrir að aðstæður skipta máli fyrir árangur leiðtogans. Segja má að eins og með rannsóknir á erfðum þá hafi rannsóknir á hegðun leiðtogans verið að leita að einföldum svörum við flóknum spurningum. Upp úr 1960 fór því áhugi manna að beinast meira að áhrif- um aðstæðna á skilvirkni leiðtogans. Sam- kvæmt þeirri nálgun skipta aðstæður máli um hæfni leiðtogans eins og stærð fyrirtækja, fjöldi starfsmanna, bakgrunnur starfsmanna eða eðli starfsins. Nú eru flestir fræðimenn sammála um að samspil erfða og umhverfis hefur áhrif á leið- togahæfni stjórnenda. Ef eingöngu erfðir stýrðu því hvort leiðtogi væri hæfur eða ekki þá er ljóst að þjálfun hefði lítið að segja. Rann- sóknir sýna hins vegar að þjálfun getur aukið hæfni leiðtoga sem birtist meðal annars í auk- inni framleiðni starfsmanna, aukinni starfs- ánægju, minni fjarvistum og minni starfs- mannaveltu. Rannsóknir sýna einnig að persónueinkenni eins og sjálfstæði, félagslyndi og tilfinningalegt jafnvægi skýri aðeins 20% til 45% af hæfni leiðtoga, sem gefur til kynna að aðrir þættir skýri 55% til 80% af hæfni hans, ytri þættir eins og menning fyrirtækja, fjöldi starfsmanna, bakgrunnur starfsmanna og eðli verkefnis. Til að flækja málin enn frekar er erfitt að meta hversu mikið persónueinkenni eins og til dæmis sjálfstæði ráðast af erfðum eða uppeldi. Að þessu sögðu benda rannsóknir á leiðtogahæfni til þess að sumir einstaklingar séu að upplagi hæfari til að taka að sér leið- togahlutverk en þær sýna líka að það sé hægt að læra að verða hæfari leiðtogi. Er leiðtogahæfni erfð eða lærð? eftir Hafstein Bragason Víðtæk skoðun fræðimanna var að erfðir greindu á milli hæfra og slakra leiðtoga, það er að leiðtogahæfni væri erfð. Höfundur er MA í vinnusálfræði og ábyrgð- armaður starfsmannamála hjá IMG. Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varðandi sálfræði-, félags- leg og vinnu- tengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@per- sona.is og verður svarið jafn- framt birt á vefsetri persona.is CHARLIE Chaplin ætlaði sér áreiðanlega að koma áhorfendum sínum til að hlæja þegar hann bjó til meistaraverkið Nútíminn árið 1936, en hann hafði örugglega ekki hugmynd um að kvikmyndin gæti líka dregið úr ofnæmi. En það var nú samt nákvæmlega það sem gerðist hjá hópi japanskra karla og kvenna, sem haldin voru ofnæmi, og hlógu stanslaust meðan þau horfðu á myndina, að því er fram kemur í rannsóknarritgerð. „Það er augljóst að hlátur hefur áhrif á efnaferli í líkamanum, og spurningin er hvaða efnaferli,“ segir Steven Sultanoff, sálfræð- ingur og fyrrverandi forseti Sam- taka um hláturmeðferð í Banda- ríkjunum. „Rannsóknir á hlátri sýna að tiltekin mótefni er nefnast IgA, sem vinna gegn öndunarfæra- sjúkdómum, aukast þegar maður hlær.“ Minni ofnæmissvörun Og nú sýnir japanska rannsóknin fram á að hlátur kann að hafa áhrif á ofnæmi. Dr. Hajime Kimata, of- næmisfræðingur við Unitika- sjúkrahúsið í Uji-borg í Japan, lét 26 sjúklinga með húðbólgur horfa á Chaplin-myndina. Sjúklingarnir, 15 konur og 11 karlar, voru með ofnæmi fyrir rykmaurum og tóku engin lyf í 72 klukkustundir áður en þeir horfðu á myndina. Eftir bíóferðina sprautaði Kim- ata rykmauraofnæmisvaka undir húð sjúklinganna til að athuga hvort myndin hefði haft einhver áhrif á stærð útbrota á þeim. Í ljós kom umtalsverð minnkun útbrota, og entust þessi áhrif í tvær klukku- stundir. Engin breyting varð á stærð útbrota eftir að sjúklingarnir horfðu á 87 mínútna myndband með veðurfregnum. Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í nýjasta hefti Journal of the American Medical Association. Lee Berk, deildarstjóri lækna- deildar Loma Linda-háskóla í Kali- forníu, segir að ofnæmisviðbrögð séu svonefnd Th2-hlið á ónæm- iskerfinu, og hún framleiði IgE mótefni sem séu einkenni ofnæm- isviðbragða. Hlátur dragi úr magni kortisóls, sem er öflugur steri, og geti hann slökkt á ónæmiskerfinu. Þegar kortisól minnki eflist svo- nefnd Th1-hlið ónæmiskerfisins og haldi Th2-hliðinni niðri. Máttur hugans „Nútíminn er eitt af meistara- verkum Chaplins,“ segir Frank Schiede, aðstoðarprófessor við Há- skólann í Arkansas, sem er að skrá týndar kvikmyndir á ferli Chapl- ins. „Það geta allir skilið mynd- irnar hans. Á öllum tungumálum, á öllum aldri er hægt að meta húmor hans.“ Áhrif hláturs á heilsuna hafa verið rannsóknarefni allar götur síðan ritstjóri tímaritsins Saturday Review, Norman Cousins, gerði ná- kvæma grein fyrir því hvernig skammtar af „Falinni myndavél“, Marx-bræðrum og C-vítamíni, reyndust árangursrík meðferð við hryggikt sem hrjáði hann. Tíma- mótagrein hans í The New Eng- land Journal of Medicine 1976, er varð að fyrsta kaflanum í bók hans, „Anatomy of an Illness“, opnaði augu læknastéttarinnar fyrir þeim möguleikum sem gefast á að nota hugann til að lækna sjúkdóma. Heilsuspillandi depurð En gæti það þá haft slæm áhrif á heilsuna að horfa á dapurlega kvikmynd? „Svarið er já,“ segir Sultanoff. „Við bregðumst við öllu með efnaskiptum og rannsóknir hafa sýnt fram á að stöðugt þung- lyndi, sífelld reiði eða þrálátur kvíði hafa neikvæð áhrif á heils- una.“ Hlátur og hnerrar Reuters Ónæmiskerfið styrkt. TENGLAR ..................................................... Journal of the American Medical Association: http://jama.ama-assn.org/ The New York Times Syndicate.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.