Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 41
og grunnorkuþörf. Oftast er miklu af þessari umframorku eytt með því að mynda varma sem fer út í umhverf- ið. Hinsvegar gerist það í sumum til- fellum að líkaminn fer að safna hluta þessarar umframorku. Þetta gerir hann með því að setja eitthvað af orkunni sem við fáum úr mat í fitu- vefi líkamans í stað þess að brenna henni. Þessi uppsafnaða fita er því í raun ekkert annað en geymsla á um- framorku. Áðurnefndir þættir (hreyfing, næring, aldur og erfðir) hafa síðan áhrif á hvort og í hve miklum mæli þessi orkusöfnun verð- ur. Þegar fólk hættir að æfa en held- ur áfram að borða jafnmikið og áður, eykst þessi umframorka í lík- amanum talsvert. Við það verða hægfara breytingar á fitumagni lík- amans. En nú má auðvitað spyrja: „Af hverju safnar líkaminn umframorku sem fitu en ekki sem vöðvum?“ Segja má að þetta sé kjarninn í upp- haflegu spurningunni! Líklegasta skýringin er sú að orkan er mun létt- ari sem fituvefur en vöðvavefur. Ef geyma á til dæmis 100 kkal (418,6 kílójúl) rúmast þær í um það bil 125 g af vöðva en í aðeins 12–15 g af fitu- vef, og eru þá vatn og sölt meðtalin. Af hverju söfnum við orku? Sjálf- sagt er það með mennina eins og mörg önnur dýr sem eiga það til að safna og geyma orku þegar nóg er til af henni: Þá eru til varabirgðir ef það skyldi harðna í ári! Þórarinn Sveinsson, dósent í sjúkraþjálfun við HÍ. Hverjar eru síðustu heimildir um galdraiðkun á Íslandi? SVAR: Heimildir um galdraiðkun á Íslandi eru ýmiss konar. Um þau galdramál sem háð voru fyrir dóm- stólum eru Alþingisbækur traust- ustu heimildirnar auk þeirra héraðs- dómsskjala sem varðveist hafa (dóma- og þingbækur). Þar sem þeim heimildum sleppir hafa ann- álar, bréfabækur, prestastefnubæk- ur og máldagar einnig reynst hald- bær gögn að byggja á, þótt sundurlaus séu (sjá um þetta: Ólína Þorvarðardóttir 2000, bls. 13–15 og 336–37). Skráðar sögur (þar á meðal Ís- lendingasögur) og sjálfsævisöguleg skrif (til að mynda Píslarsaga síra Jóns Magnússonar, Fjölmóður Jóns Guðmundssonar lærða og Æviraun Þorvaldar Rögnvaldssonar í Sauða- nesi) hafa einnig reynst gagnleg við að átta sig á ýmsu því sem lýtur að galdraiðju og galdramálum okkar Íslendinga. Eru þá ónefndar sjálfar galdrabækurnar og -blöðin af ýmsu tagi sem varðveist hafa frá sautj- ándu og fram á nítjándu öld. Þau gögn gefa hugmynd um það að galdraiðja, eða að minnsta kosti þekking um hana, hafi verið við lýði hérlendis allt fram á nýliðna öld. Síðasta galdramálið sem kom fyr- ir Alþingi var tekið fyrir á árunum 1719–1720. Þar var fjallað um hér- aðsdóm sem sýslumaðurinn Teitur Arason hafði látið ganga að Neðri- Hvestu við Arnarfjörð „viðvíkjandi tveimur blöðum með óvenjulegum characteribus, sem Sigmundur Atl- ason, Sigurður Gíslason og Jakob Jónsson“ höfðu meðkennt að eiga og „brúkað hafa til að verja sig illu“, eins og fram kemur í dómnum (Alþb. X, 432–33). Voru mennirnir dæmdir til fésekta „til hospitalsins“, mis- mikið eftir efnum og aðstæðum hvers og eins. Alþingis- og dómabækur greina einungis frá þeim málum sem komu fyrir dómstóla, en ætla má að ýmis mál hafi verið útkljáð án frekari af- skipta yfirvalda, einkum þegar frá leið. Munnmæli og annálar greina auk þess frá því fólki sem bar fjöl- kynngisorð, og eru þannig heimildir um afstöðu til galdurs og hugsanlega einnig um galdratrú án þess þó að segja okkur margt um galdraiðjuna sjálfa. Síðast er vitað um mál sem reis vegna gruns um að konur tvær héldu tilbera að Björk í Sölvadal. Var af því tilefni framin húsrann- sókn árið 1804 þar sem líkamar þeirra voru grannskoðaðir. Rann- sóknin var gerð að ósk húsbóndans sjálfs sem vildi hrinda óorði af heim- ilinu. Í ljós kom að önnur kvennanna, Guðrún Jónsdóttir, 79 ára gömul, hafði grunsamlegan út- vöxt neðan við nafla, eins og fram kemur í bréfi hreppstjóranna til sýslumanns að rannsókn lokinni. Þar segir að „gjordemóðirin Guð- ríður Ólafsdóttir“ hafi fundið á Guð- rúnu gömlu „fyrir neðan nafla svo sem keppur eður lint vatnsæxli, en þó mjög stórt og lafði ofan eptir líf- inu, en hafði þó réttan hörundslit, fyrir utan litla ákomu á neðri enda“ (Sunnanfari II, 1893, 94; sbr. AM 960 XV a 4to). Engin frekari eftirmál urðu af þessu, og mér vitanlega er þetta síð- asti vísirinn sem við höfum að hér- lendu galdramáli – eða formlegri rannsókn vegna orðróms um galdur. Hinsvegar segir þetta mál sína sögu um það hve tilberatrúin virðist hafa verið sterk hér á landi þegar komið var fram á 19. öld. Heimildir: AM 960 15 a 4to. Alþíngisbækur Íslands I-X. Reykjavík 1912–1967. Jón Magnússon 1967: Píslarsaga síra Jóns Magnússonar. Sigurður Nordal sá um útgáf- una. Reykjavík. Jón Guðmundsson lærði 1916: „Fjöl- móður“ með inngangi og athugasemdum eftir Pál Eggert Ólason. Safn til sögu Íslands V (nr. 3), 1–92. Ólafur Davíðsson 1940–43: Galdur og galdramál á Íslandi. Reykjavík. Ólína Þorvarðardóttir 2000: Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munn- mælum. Reykjavík. Sunnanfari. Mánaðarblað með myndum 1–3. Kaupmannahöfn 1891–1894. Wall, Jan 1977–78: Tjuvmjölkande väsen I- II. Uppsala. Þorvaldur Rögnvaldsson 1921–23: „Æf- iraun“. Blanda II, 354-372. Ólína Þorvarðardóttir, stundakennari í þjóðfræði við HÍ. Hvers vegna poppast poppkorn? SVAR: Segja má að það séu þrír eig- inleikar poppkorns (maískorns) sem ráða því að það poppast; vatnið í korninu, sterkjan sem það inniheld- ur og harða hýðið utan um það. Þegar við látum poppkorn í pott eða örbylgjuofn byrjar það fljótlega að hitna. Inni í korninu er 13–14% vatn sem breytist smám saman í gufu eftir því sem hitinn verður meiri. Þegar hitinn í korninu hefur náð 175°C er allt vatnið orðið að gufu. Suðumark vatns er reyndar mun lægra (100°C) en vegna hins mikla þrýstings sem byggist upp í korninu hækkar suðumarkið. Popp- korn er að þremur fjórðu hlutum sterkja. Vatnsgufan í korninu smýg- ur inn í sterkjuna og hún þenst út og myndar hvíta efnið sem við borðum svo. Ef ekki væri fyrir hýðið sem um- lykur kornið myndi lítið þýða að reyna að poppa það. Hýðið gerir það að verkum að gufuþrýstingurinn sem vatnsgufan myndar nær að byggjast upp inni í hýðinu. Aðrar korntegundir eins og hveiti og hrís- grjón innihalda líka vatn og sterkju en hafa ekki eins sterkt og þétt hýði. Lítill þrýstingur nær því að myndast við hitun og þessar tegundir korns poppa ekki á sama hátt og maískorn. Hægt er að blása hveiti, hrísgrjón og ýmsar korntegundir út, en beita þarf öðrum aðferðum við það. Ekki er hægt að eigna einni per- sónu heiðurinn af því að hafa fundið upp poppkornið; það hefur verið þekkt í vesturheimi í þúsundir ára. Í Mexíkó hafa fundist steingerð frjó af korni, sem er náskylt poppkorni eins og við þekkjum það í dag. Talið er að þessi frjó séu allt að 80 þúsund ára gömul. Í Nýja-Mexíkó í Bandaríkj- unum hefur fundist 4000 ára gamalt poppkorn sem enn er hægt að poppa! Á svipuðum slóðum hafa einnig fundist áhöld sem líklega hafa verið notuð til að poppa. Talið er að evrópskir landnemar í Ameríku hafi borðað poppkorn með rjóma, sykri og ávöxtum í morgunmat og hafi þar með verið að borða fyrsta morg- unkornið. Poppkorn er afbrigði af maískorni (enda oft kallað poppmaís) og til eru um 25 tegundir af því. Eina leiðin til að nýta poppkorn til matar er að poppa það og sú aðferð hefur verið notuð í þúsundir ára, fyrst í leir- skálum og nú að mestu í örbylgju- ofnum. Vinsældir poppkornsins jukust mikið þegar bíómyndirnar komu til sögunnar og kvikmyndahúsin tóku að selja popp. Enn í dag er poppkorn langvinsælasta snarlið sem menn gæða sér á þegar horft er á bíómynd og er fátt við því að segja því að popp er bæði gott og hollt ef hófs er gætt í saltnotkun. Heimildir: Chemcenter.org Britannica.com Einar Örn Þorvaldsson, starfsmaður Vísindavefjarins. Stæltir vöðvar. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 41 Ertu meðvitaður um gæði Sjáðu merkið Bíldshöfða 6 · Sími 515 7025 Tryggvabraut 5 · Akureyri · Sími 462 2700 www.brimborg.is Opið frá 9 - 18 virka daga og 11 - 16 laugardaga Verð 1.320.000 kr. Leitaðu að notuðum bíl á brimborg.is með öflugri og hraðvirkri leitarvél. Komdu í 1000 fermetra sýningarsal okkar að Bíldshöfða 6 og skoðaðu fjölda notaðra úrvals- bíla. Settu öryggið á oddinn og tryggðu þér góðan bíl. Einstakir Búnaður m.a. • Rafmagn í rúðum • Samlæsing • Rafdrifnir speglar • Líknablegir • ABS bremsukerfi • Vökvastýri • Geislaspilari • Dagljósabúnaður • 15" Álfelgur • Glasahaldari • Aurhlífar • Viðarklæðning í mælaborði • Kastarar í stuðara að framan • Vindskeið • Hæðarstillanleg framljós • Litaðar rúður að aftan Skrd:7/1998. Ekinn 38.000 km Vél:1600 cc, 110 Hö 5 dyra, Beinskiptur Toyota Avensis Úrvalsbíll - betri en betri notaður bíll. sé drauminn sem mynd af sálinni, efri hæðin í rókókó-stílnum er hið meðvitaða sálarlíf, neðri hæðin er fyrsta stig dulvitundar en kjall- arinn og skútinn eru tákn geng- innar visku sem er gleymd okkur en geymd engu að síður, og ómeð- vituð. Drauminn má skoða sem línurit yfir sál mannsins og menn- ingu frá upphafi og af honum má ráða að við eigum sameiginlegt upphaf, sameiginlega dulvitund, sameiginleg tákn og merkingar sem við kryddum drauma okkar með.“ Draumur „Dreka“ Mér fannst ég standa úti á stétt baka til við húsið sem ég bý í. Það var seint um kvöld eða um nótt, samt var ekki mjög dimmt en eins og hálfrokkið. Himinninn var al- veg heiðskír og mjög stillt veður. Mér var litið á himininn í suðurátt eða suðvestur, þá sé ég þrjú tungl á lofti í beinni línu og virðist jafn- langt á milli þeirra. Þau voru al- veg full og heiðskír og björt. Fannst mér ég standa þarna góða stund og var þetta virkilega fal- legt og sérstakt. Svo var ekki meir og ég vaknaði. Þessi draum- ur festist einhvern veginn svo í huga mér að hann kemur oft upp í hugann. Mig dreymir annars mjög sjaldan. Ráðning Þegar spáð er í drauma setja menn oftast upp nærsýnisgler- augu og skoða drauminn í þröngu samhengi. Táknin eru lýst daufu ljósi og merking þeirra því þröngt skorin. Draumurinn er svo ráðinn út frá þessu samhengi og myndin sem birtist hefur örlítinn sannan kjarna en öll ytri form og liti vant- ar. Þessi sjálfhverfa sýn á draum- inn hefur á seinni tímum rýrt gildi hans og draumurinn hefur fengið á sig stimpilinn „kellingarfræði“ og litinn hornauga af málsmet- andi mönnum. En eins og „allir“ vita er draumurinn háskóli mann- legrar hugsunar og kjarni þeirrar leitar sem þar fer fram. Draumur þinn fjallar einmitt um þessi gildi; að horfa inn til að sjá út og skilja þannig hlutina í víðara samhengi. Draumurinn er framtíðarskoðun og merkilegur í einfaldleik sínum. Veðrið, áttin og tunglin þrjú vísa til tímans sem kemur þegar hug- ur mannsins opnast milli þeirra þriggja fasa (dul-, með- og yfirvit- und) sem sníða honum form og skapa honum rými. Tími þegar maðurinn verður loks upplýstur í orðsins fyllstu merkingu og getur kallast andlegur eða huglægur og hann losnar úr viðjum efnisins Mynd/Kristján Kristjánsson Horft inn til að sjá út í drauminn.  Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Kringlunni 1 103 Reykjavík eða á heimasíðu Draumalandsins http://www.dreamland.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.