Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BOÐAÐ verkfall sjómanna kemur tilframkvæmda 15. mars næstkomandinái deiluaðilar, SjómannasambandÍslands og útgerðarmenn, ekki sam- komulagi fyrir þann tíma. Það er mikið í húfi, jafnt fyrir sjómenn, fiskvinnslufólk, útgerðar- menn, verksmiðjueigendur og almennan þjóð- arhag að samningar náist. Innan samtaka Sjómannasambands Íslands eru um fjögur þúsund manns og nær verkfallið til þeirra langflestra. Þá starfa á milli 5 og 6 þúsund manns við fiskvinnslu í landinu og ljóst þykir að starfsemin stöðvast fáeinum dögum eftir að verkfall sjómanna hefst. Þannig verða hátt á annan tug þúsunda manna frá vinnu vegna verkfallsins komi til þess. Fjögur félög sjómanna samþykktu ekki verkfall, þ.e. á Selfossi, Stokkseyri, Raufarhöfn og Snæfellsbæ. Boðað verkfall Vélstjórafélags- ins á sama tíma nær hins vegar yfir allt landið sem gerir að verkum að öll skip stöðvast. Hólm- geir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómanna- sambandsins, segir að náist ekki samningar fyrir 15. mars hefjist verkfall á þeim tíma sem vertíð er að komast á fullt skrið. Vari verkfallið lengi gæti það haft áhrif á úthafskarfaveiðar sem hefjast í apríl. „Það eru alls staðar verulegir hagsmunir í húfi og skiptir í raun ekki öllu máli á hvaða tímapunkti menn fara í verkfall. Það er alltaf þrýstingur. En við gerum þetta vegna þess að við höfum haft lausa samninga í rúmt eitt ár og stöndum nánast í sömu sporum,“ segir Hólm- geir. Verkfall sjómanna hefur víðtæk áhrif á fisk- vinnsluna og alla þjónustu við sjávarútveginn, t.a.m. sölu á olíu, veiðarfæraþjónustu og við- hald. Hólmgeir segir að reynslan af fyrri verk- föllum sé sú að búast megi við allt að þriggja vikna verkfalli. „Okkur hefur svo sem verið hótað hinum megin frá að slagurinn verði tekinn til enda. Það getur þýtt lengra verkfall.“ Kröfur sjómanna ná til margra þátta. Þeir vilja sambærilegar tryggingar og gilda á kaup- skipum, mótframlag atvinnurekenda vegna greiðslu í lífeyrissjóð eins og aðrir hafi fengið, hækkun á kauptryggingu, lengra orlof en það er mest 24 dagar, sjómenn eiga engan rétt á launum vegna veikinda barna meðan flestir aðrir hafa eina viku og þá er fiskverðið mikið deilumál. Sjómannasambandið semur fyrir áhafnir skipa 12 brúttólestir og stærri og því má búast við að smábátar verði að veiðum í verkfallinu. Hólmgeir bendir á að útgerðarmenn hafi sett verkbann á sjómenn á öllum svæðum nema Snæfellsnesinu. Sjómenn í öllum félögum missa því laun jafnvel þótt félögin hafi ekki samþykkt verkfall. Hann segir að sum sjó- mannafélaganna séu með verkfallssjóði en önn- ur ekki en almennt séu þeir sjóðir frekar bág- bornir. Félögin sjálf setja reglur um útgreiðslur úr verkfallssjóðum. Langt verkfall gæti leitt til stöðvunar fyrirtækja Arnar Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka fiskvinnslunnar, segir að meirihluti allrar fiskvinnslu stöðvist fáeinum dögum eftir að verkfall hefst. Þetta á jafnt við um frystihús, saltfiskverkunarstöðvar og bræðslur. Starf- semi sumra fyrirtækja stöðvist strax en ann- arra eftir fáeina daga eftir því hve mikið hráefni þau eiga. Arnar segir að heildarstarfsmanna- fjöldi fiskvinnslunnar í heilum störfum sé á milli 5 og 6 þúsund. Vari verkfallið í nokkra daga hefur það strax áhrif á alla þessa starf- semi. Jafnvel þótt verkfall standi aðeins fáeina daga raskar það mjög hráefnisöfluninni og þess vegna gæti fiskvinnslufólk verið lengur frá störfum en sem verkfallinu nemur. Arnar segir að búast megi við því að stærst- ur hluti fiskvinnslufólks fari af launaskrá þeg- ar engin verkefni eru fyrir hendi. Einhverjir verða hugsanlega áfram á launaskrá á kaup- tryggingu í þeirri von að verkfallið verði mjög stutt. „Eins og oft áður verður vinnslan ákaflega hart fyrir barðinu á sjómannaverkfalli og þetta er ekki í fyrsta sinn sem við lendum í þessu. Komi það til framkvæmda verður það á síðari hluta vetrarvertíðar í loðnu og farið að styttast í páska og hefur því einnig mikil áhrif á bolfisk- vinnsluna. Þetta er oft besti tíminn í bolfisk- vinnslunni, ekki síst í saltfiski, og menn misstu þarna tíma þegar aflabrögð eru yfirleitt góð og fljótlegra að afla upp í kvóta heldur en á öðrum tíma,“ segir Arnar. Þess má hins vegar geta að jafnan á þessum árstíma er svokallað páska- stopp vegna hrygningar og stendur það yfir- leitt yfir í tvær til þrjár vikur. Vilhjálmur Þor- steinsson, fiskfræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun, segir að ekki hafi verið tekin ákvörð stopp bann m sem he Arn fallið m fyrirtæ því að sum fy urlegu inn í h það rík Han um 70 landi o evróps rétt á a hérlen löndum eiga hi vinnul hluti þ verkfa Gun bands að sér Búast má við að á annan tug þúsunda manna ver Markaðir í en ógn ve vofir y Staðan á erlendum fiskmörkuð irtækjum hagfelld; hærra verð söluaukning í Bandaríkjunum e í Þýskalandi fyrstu tvo mánuði yfir að hjólin hætti að snúast v sjómanna næsta miðvikudag. G kynnti sér málið og ræddi við f manna og forsvarsmenn í fiskv ÞAÐ er mat Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofn- unar, að hugsanlegt verkfall sjómanna leiði ekki af sér mikil efnahagsáhrif, vari það í skamman tíma, vegna mikillar afkasta- getu fiskiskipaflotans. Öðru máli gegni verði verkfall langvinnt. Þórður telur að mestu áhrifin verði vegna truflana á loðnuveið- um og -vinnslu og sömuleiðis gæti verkfall haft áhrif á útflutn- ingsmarkaðina. Þórður segir að verði verkfallið skammvinnt verði áhrifin augljósust á loðnuveiðar og -vinnslu, sem nú standa yfir af full- um þunga. Þarna geti verið um að ræða að hámarki 150–200 þúsund tonn af loðnu, eða 1–2 milljarða kr. í útflutnings- verðmæti. Hann bendir þó á að þarna sé ekki á vísan að róa og oft hafi ekki verið loðnuveiði eftir miðjan mars. Verði verkfallið langvinnt gæti það snert veiðar á kolmunna og úthafskarfa, sem hefjast ekki að marki fyrr en seint í apríl. Einnig er nú að fara í hönd sá tími sem stór þorskur veiðist sem er að stórum hluta unninn í salt. Þórður telur hugsanlegt að það þrengi að saltfisk- útflutningnum sérstaklega en sá markaður er einmitt mjög sterkur á þessum tíma. Þórður segir að verkfall geti leitt af sér röskun fyrir fiskvinnsluna og atvinnu fiskvinnslufólks. Erfiðara sé að áætla þau áhrif nákvæmlega því verkfallið þurfi að dragast á langinn til þess að hægt sé að búast við því að heildaraflinn af öðrum tegundum breytist að verulegu marki. Útlit sé fyrir að hægt verði með mikilli afkastagetu fiskiskipaflotans að afla upp í kvóta í flestum öðrum tegundum þar sem hvort eð er sé langt gengið á kvótann. Þetta kunni þó að breytast vari verkfallið þeim mun lengur. „Langerfiðast er að meta í krónum og flutningsmarkaðina. Þau gætu orðið alva uppiskroppa með mikilvægar afurðir og uðum í skemmri eða lengri tíma,“ segir Þ Guðmundur Ragnarsson, hjá rannsók Búnaðarbankanum – Verðbréf, segir að hlutabréfamarkaði sem hafa hvað mestr ráði yfir um 43% af loðnukvótanum, en þ varsson, Hraðfrystihús Eskifjarðar, Síld og Vinnslustöðin. Hann segir að víðtæka standi verkfall yfir í langan tíma. Karfaveiði á Reykjaneshrygg hafi byr ár og þar séu ákveðnir hagsmunir í húfi, irtæki eins og Granda, Harald Böðvarss ureyringa og Þorbjörn – Fiskanes. Guðmundur bendir á að íslenska fiskv bjóði upp á ákveðin sveigjanleika og geta aflahlutdeildir milli ára og ennfremur lei „Þau fyrirtæki sem fullnýta afkastagetu því brugðið á það ráð að leigja frá sér kvó ist. Mjög langt verkfall gæti því haft áhr Hins vegar er veiði vertíðarþorskins árs ekki flutt milli mánaða. Því getur langt v tekjuskerðingu fyrir útgerðina. Óbein áhrif langs verkfalls gætu einni ingar næðu ekki að nýta sér þau tækifær neyslumynstri Evrópubúa, en eftirspurn Alvarleg áhrif af l AFDRIF NAUÐGUNARMÁLA FRUMKVÖÐULSSTARF VILHJÁLMS STEFÁNSSONAR Í dag er opnuð í ListasafniReykjavíkur, Hafnarhúsi, sýn-ingin „Heimskautslöndin unaðs- legu: Arfleifð Vilhjálms Stefánsson- ar“ en hún hefur þegar verið sýnd á Listasafni Akureyrar. Sá vaxandi áhugi á framlagi Vilhjálms til mann- fræðirannsókna og landkönnunar á norðurslóðum sem þessi sýning ber vott um er tímabær viðurkenning á starfi hans sem vísindamanns. Fyrr í vikunni var haldið málþing í Hafnarhúsinu þar sem fræðimenn fjölluðu um ólíka þætti í ævistarfi Vilhjálms. Í erindi Phillip Cronen- wett, forstöðumanns sérbókasafna við Dartmouth-háskóla, þar sem bók- um og handritum Vilhjálms er haldið til haga, kom fram að Vilhjálmur vann lengi að því markmiði að búa til viðamikla alfræðiorðabók um norð- urheimskautssvæðið. Fjármögnun verkefnisins var hins vegar stöðvuð vegna þrýstings frá óamerísku nefndinni og Cronenwett segir þetta verkefni Vilhjálms því hafa orðið „nornaveiðum McCarthy-tímans að bráð“. Nú er unnið að útgáfu á hluta af þeim greinargerðum og upplýsing- um sem Vilhjálmur og hans starfslið unnu fyrir alfræðiorðabókina því að sögn Cronenwett hefur mikið af efn- inu sem Vilhjálmur lét eftir sig enn töluvert gildi og er hvergi annars staðar að finna. Þessi orð Cronen- wetts um vægi rannsókna Vilhjálms í fræðasamfélagi nútímans eru óneit- anlega eftirtektarverð og leiða at- hyglina að hlutverki hans sem frum- kvöðuls á ákveðnu rannsóknarsviði. Gísli Pálsson prófessor benti á að í rannsóknum Vilhjálms gætti frá- hvarfs frá almennu viðhorfi nýlendu- tímans þó auðvitað mætti merkja að hann hafi einnig verið barn síns tíma. Athyglisvert er að nokkuð ólíkar áherslur eru í dagbókum Vilhjálms og fræðiritum, en í dagbókunum gef- ur hann heimamönnum mun meira vægi en í því sem hann ætlaði til op- inberrar birtingar. Ætla má að dag- bækur hans séu fyrir vikið enn áhugaverðari sem rannsóknarefni í dag þar sem forsendur fræðimanna hafa gjörbreyst frá hans tímum. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri hefur unnið umtalsvert starf á sviði umhverfismála og sjálf- bærrar þróunar í heimskautslöndum. Stofnunin er nú aðili að undirbún- ingsstarfi um Háskóla norðurslóða ásamt háskólastofnunum í Banda- ríkjunum, Kanada og Rússlandi, auk fulltrúa frumbyggjasamtaka á norð- urheimskautssvæðinu. Það er vissu- lega ánægjuefni að sjá hversu vel hefur tekist til við áframhaldandi rannsóknir á þeim landsvæðum sem Vilhjálmur helgaði sig og mikilvægt að Íslendingar eigi þar hlut að máli. Með fræðasetrinu, starfi þess og þeirri umræðu sem verið hefur um Vilhjálm á undanförnum misserum er ljóst að góð tengsl hafa skapast við stofnanir sem halda utan um arfleifð hans vestan hafs og er það vel. Mik- ilvægt hlýtur þó að teljast að hugað verði að frekari þýðingum og heild- arútgáfu rita hans á íslensku. Sú út- gáfa sem nú er fyrirhuguð á hlutum dagbóka hans er markvert skref í þá átt. Ráðgjafar- og fræðslumiðstöðinniStígamótum bárust í fyrra 20% fleiri hjálparbeiðnir vegna nauðgun- ar en árið áður. Fórnarlömbum, sem leituðu til miðstöðvarinnar, fjölgaði úr 62 í 74. Á blaðamannafundi, sem Stígamót héldu í fyrradag, kom fram að lang- flest kynferðisafbrotamál, sem til þeirra koma, fara ekki áfram í dóms- kerfinu. Fá eru kærð, enn færri leiða til ákæru eða dómsuppkvaðningar. Í fyrra var ekki kært í nærri 86% til- vika. Af þeim 9% málanna, sem vitað er með vissu að voru kærð, voru 5,9% enn í vinnslu hjá lögreglu og ákæru- valdi í árslok, rúmlega 2,1% lauk með dómi yfir ofbeldismanninum en 1,7% málanna voru felld niður. Stígamót kalla eftir rannsóknum á því, hverjar ástæður þess eru að jafnfá nauðgunarmál og raun ber vitni ganga alla leið í dómskerfinu. Hluta skýringarinnar er eflaust að finna í þeim upplýsingum, sem fram komu á blaðamannafundinum, að í langflestum tilfellum er það vinur, kunningi eða ættingi, sem fremur af- brotið. Þolendur kynferðisofbeldis treysta sér oft ekki til að kæra ein- hvern sér nákominn. Þá er sönnunar- færsla í þessum málum oft erfið. Hins vegar eru miklu fleiri þættir, sem hafa verið taldir koma við sögu, s.s. viðhorf samfélagsins til glæpsins, viðmót og framkoma heilbrigðis- starfsfólks, rannsóknaraðferðir lög- reglu og margt fleira. Það má því taka undir það með Stígamótum að brýn þörf er á að rannsaka hvers vegna svo fáum málum lýkur með dómi og hvað gera megi til að í fleiri tilfellum megi koma lögum yfir kyn- ferðisafbrotamenn. Eðlilegt er að gera þá kröfu til opinberra aðila að þeir leggi sitt af mörkum til slíkra rannsókna og veiti umbeðnar upplýs- ingar. Seinagangur dómsmálaráðu- neytisins við að svara spurningalista vegna evrópskrar könnunar á brott- falli nauðgunarkæra í réttarkerfinu er ekki til fyrirmyndar, svo brýnt sem þetta mál er, en samkvæmt upp- lýsingum Björns Friðfinnssonar, ráðuneytisstjóra, í Morgunblaðinu í gær reyndist erfitt að ná nauðsyn- legum gögnum saman en það hefur nú tekizt. Nauðgun er andstyggilegur glæp- ur, sem skilur eftir sig djúp ör hjá þolandanum, bæði á sál og líkama. Það er því mikið til vinnandi að réttað sé í sem flestum nauðgunarmálum og ofbeldismenn fái makleg málagjöld. Ekki er síður mikilvægt að reyna að fyrirbyggja glæpi af þessu tagi með öflugu forvarnarstarfi. Stígamót benda réttilega á að forvarnarstarfið á ekki að miðast við að leggja ábyrgð á herðar hugsanlegra þolenda nauðg- ana og annarra kynferðisafbrota, heldur á að leggja ábyrgðina á ger- endurna og útskýra fyrir öllum að nauðgun er óafsakanlegur glæpur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.