Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 43 ðun um hvenær eða hvort sett verði á núna. Lítil ástæða sé til að setja á veiði- meðan á verkfalli stendur en tímasetning efur verið í umræðunni er 1.–15. apríl nk. nar Sigurmundsson segir að verði verk- mjög langt geti það valdið því að einhver æki hætti starfsemi. „Það er reynsla fyrir ð í langvinnu verkfalli hætta einfaldlega fyrirtæki starfsemi. Það skiptir því gíf- u máli fyrir fiskvinnsluna og sjávarútveg- heild að menn geri kjarasamninga nú og ki sátt í kjölfarið,“ segir Arnar. nn segir að óhætt sé að reikna með því að 00 útlendingar séu í fiskvinnslu hér á og meirihluti þeirra er frá löndum utan ska efnahagssvæðisins. Þeir eiga ekki atvinnuleysisbótum nema þeir hafi unnið ndis í þrjú ár eða lengur. Útlendingar frá m innan evrópska efnahagssvæðisins ins vegar sama rétt og Íslendingar til at- leysisbóta. Arnar telur líklegt að stór þessa fólks hverfi af landi brott verði allið langvinnt. nnar Örn Kristjánsson, forstjóri Sam- íslenskra fiskframleiðenda, SÍF, segir r lítist vægast sagt illa á stöðuna. Mark- aðir séu í heild sinni afar góðir í dag og verk- fallið hefði veruleg áhrif á þá stöðu. „Það er góð eftirspurn á öllum mörkuðum, verðið er hærra og verkfall setti þetta allt í uppnám. Eftirspurn er mun meiri, sérstaklega í Bret- landi og Þýskalandi, og staðan er góð á Spáni, Ítalíu, Grikklandi og Frakklandi. Ameríka hef- ur farið vel af stað og mun betur en í fyrra. Þar er salan 20% meiri í janúar en á sama tíma í fyrra og yfir 70% söluaukning er í Þýskalandi tvo fyrstu mánuðina. Við tengjum þetta annars vegar við dýrasjúkdóma sem hafa komið upp og við breytingar á áherslum í starfseminni,“ segir Gunnar Örn. Hann segir að Íslendingar hafi verið ráðandi aðili á saltfiskmörkuðum í stórum fiski. Verið sé að setja stöðu þeirra í verulegt uppnám ef til verkfalls kemur. „Við erum í stanslausri samkeppni við alla aðra á matvörumarkaði og það er alveg ljóst að viðskiptavinir snúa sér að annarri matvöru fái þeir ekki sína vöru. Við erum líka að setja okk- ar viðskiptasambönd í mikla hættu. Í mínum huga er það stórkostlegt ábyrgðarleysi hjá út- gerð og sjómönnum að beina sínum málum út í verkfall einmitt á þessum tíma. Verkfall í ágúst fram í miðjan október skiptir sáralitlu máli í samanburði við þau áhrif sem það hefði í dag,“ segir Gunnar Örn. Þokkaleg birgðastaða hjá SH Gunnar Svavarsson, forstjóri Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna, segir að birgðastaða sé mismunandi eftir mörkuðum. Hún sé þó þokkaleg á stærstu mörkuðunum, eins og í Bandaríkjunum, þar sem nauðsynlegt er að hafa vöruna á boðstólum. Þar hafi menn nokkrar vikur upp á að hlaupa. Hann óttast að verkfallið komi niður á vertíðum, t.d. hrogna- vertíð og hugsanlega geti það einnig haft áhrif á úthafskarfavertíð sem yrði mjög slæmt. Gunnar segir að gerðir séu samningar um afhendingu fram í tímann og einnig sé verið að selja stöðugt út af lager. Viðskiptavinirnir gangi að því vísu að geta keypt út af lagernum einu sinni í viku eða oftar. „Þegar búið er að byggja upp þjónustu á markaði og menn búast við að geta alltaf fengið vöruna, getur farið mjög illa ef skyndilega er ekki hægt að útvega hana. Viðskiptavinir geta slitið viðskiptunum eða hreinlega hætt að kaupa fisk og snúið sér að annarri matvöru. Það er versta langtíma- áhættan ef verkfallið dregst svo lengi að mark- aðurinn fær ekki það sem hann er reiðubúinn að kaupa. Það getur tekið mörg ár að vinna markaðinn aftur með ærnum tilkostnaði og vinnu,“ segir Gunnar. Hann segir að einungis það að verkfall skuli vera í vændum hafi nú þegar sett óróleika á markaðinn. Þórður Jónsson, forstjóri SR-mjöls, segir að það ráðist mest af veðri og hve langt þarf að sækja loðnuna hvort unnt verði að ná útgefn- um kvóta. Spáð sé vondu veðri fyrir Vestfjörð- um þannig að erfitt verður að sigla norður fyr- ir land a.m.k. næstu tvo sólarhringa. „Það má búast við því að verksmiðjurnar hér fyrir norð- an stöðvist. Það yrði mikið áfall fyrir greinina ef kemur til verkfalls og það verða eftir 100.000 tonn sem er 12% af því sem mátti veiða í heild- ina,“ segir Þórður. Hann segir að búast megi við að síldarvertíð hefjist í lok apríl en verkfall gæti sett strik í hana ef það reynist langvinnt. Þórður segir að markaðir í Evrópu séu „hálfdasaðir“ í kjölfar kúariðu og gin- og klaufaveikifaraldurs. Mjölverð er svipað og það hefur verið á fyrri hluta vertíðarinnar en meiri óvissa sé um lýsisverð. rði frá vinnu komi til sjómannaverkfalls í blóma rkfalls yfir ðum er íslenskum fyr- ð fæst fyrir afurðir og er 20% í janúar og 70% ina. Á sama tíma vofir vegna boðaðs verkfalls Guðjón Guðmundsson formann samtaka sjó- vinnslu og útflutningi. Morgunblaðið/Jón Svavarsson g aurum áhrifin á út- arleg ef menn verða tapa fyrir vikið mörk- Þórður. knum og greiningu hjá þau fimm fyrirtæki á ra hagsmuna að gæta þau eru Haraldur Böð- darvinnslan, Samherji ari áhrifa fari að gæta rjað í apríl undanfarin sérstaklega fyrir fyr- on, Útgerðarfélag Ak- veiðistjórnunarkerfið a fyrirtæki t.d. flutt igt frá sér aflamark. u fiskiskipa sinna gætu ta þegar verkfall leys- rif á leiguverð kvóta. tíðarbundin og verður verkfall þýtt verulega ig orðið þau að Íslend- ri sem liggja í breyttu n eftir sjávarafurðum hefur verið að aukast í Evrópu í kjölfar neikvæðrar umræðu um kjötvörur,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að almennt eiga sjávarútvegsfyrirtæki nú erf- itt ár að baki en ýmis jákvæð teikn eru á lofti varðandi yf- irstandandi rekstrarár. Olíuverð hefur lækkað, afurðaverð hef- ur farið hækkandi, ástand fiskistofna er nokkuð gott og mikil hagræðing hefur átt sér stað í greininni. Ekki má heldur gleyma því að náist kjarasamningar án verkfalls geta þeir mögulega leitt til aukinnar hagræðingar í greininni, t.d. að út- gerðir geti farið í vinnusparandi fjárfestingar. Hann segir að langt verkfall hafi að sjálfsögðu mjög neikvæð áhrif á tekjur sjávarútvegsfyrirtækja með tilheyrandi áhrifum á hagnað þeirra og verðmæti. Fyrirtækin séu flest mjög skuld- sett og því geti þau einnig lent í lausafjárvandræðum. Þetta hafi að sjálfsögðu áhrif á verðbréfamarkaðinn. „Vísitala sjávarútvegsfyrirtækja hefur lækkað um 33% frá því í janúar 2000, og hefur fallið mest allra atvinnugreina- vísitalna á Verðbréfaþingi á því tímabili. Lítil viðskipti hafa hins vegar verið með bréf sjávarútvegsfyrirtæka á síðustu mán- uðum og bendir margt til þess að bréfin séu komin í hendur fjárfesta sem hafa ekki í huga að selja að svo komnu. Þegar á heildina er litið tel ég því ólíklegt að verkfall, allt að fjórum vik- um, hafi afgerandi áhrif á verð hlutabréfa í sjávarútvegsfyr- irtækjum. Hins vegar er líklegt að neikvæð áhrif verkfalls tefji fyrir því að hreyfing komist á viðskipti með hlutabréf í sjáv- arútvegsfyrirtækjum og að gengi bréfa þeirra hækki í takt við bættar horfur í greininni,“ segir Guðmundur. löngu verkfalli HUGMYNDIR hafa veriðuppi innan forystubænda hvort samtökþeirra ættu að selja hót- elin sem þau eiga; Hótel Sögu og Hótel Ísland. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins er áhugi fyrir því innan stjórnar Bændasamtaka Íslands að kanna sölu en engar ákvarðanir hafa verið teknar í þeim efnum. Ýmsir kostir hafa verið skoð- aðir, að því er fram kemur í skýrslu framkvæmdastjóra Bændasamtak- anna sem lögð var fyrir Búnaðarþing á Hótel Sögu í vikunni. Samtökin keyptu Hótel Ísland fyrir fáum árum af Búnaðarbankanum en Hótel Sögu í Bændahöllinni hafa bændur átt í fjóra áratugi. Fyrst var ályktað á Búnaðarþingi um „bændahús“ í Reykjavík árið 1941, að því er fram kemur í bókinni „Búnaðarsamtök á Íslandi 150 ára, 1837–1987“, en fyrstu hugmyndir um slíkt hús komu fram á Búnaðarþingi 1939. Ályktunin frá 1941 er svohljóð- andi: „Búnaðarþingið ákveður, að svo fljótt sem fært þykir vegna núver- andi dýrtíðar, þá komi Búnaðarfélag Íslands upp byggingu í Reykjavík fyrir skrifstofur sínar, Búnaðarþing og aðra nauðsynlega starfsemi. Fáist nægur stuðningur annars staðar að, skal í bygging þessari halda uppi ódýru gistiheimilli fyrir sveitamenn með 40–60 rúmum, aðstöðu til mat- sölu og húsrúm til fundahalda.“ Sex árum síðar, eða árið 1947, kaus Búnaðarþing fyrstu byggingar- nefndina. Búnaðarfélagshúsið við Lækjargötu, eins og það var kallað fyrrum, sem nú hýsir m.a. Tjarnar- skóla, hafði þá verið í notkun frá árinu 1906 og var orðið of lítið undir starfsemina. Árið 1948 veitti þáver- andi borgarstjóri Reykjavíkur, Gunnar Thoroddsen, lóðarleyfi við Hagatorg fyrir Bændahöllina og 1953 gerðist Stéttarsamband bænda aðili að byggingunni. Fram að þeim tíma hafði frumkvæðið verið í hönd- um Búnaðarfélagsins. Framkvæmdir við byggingu Bændahallarinnar hófust síðan í júlí 1956 þegar fyrsta skóflustungan var tekin og fyrstu hæðir byggingarinn- ar voru teknar í notkun árið 1962 undir hótelstarfsemina. Tveimur ár- um síðar voru búnaðarsamtökin komin með skrifstofuaðstöðu í hús- inu. Eldri bygging Bændahallarinn- ar er á sjö hæðum, auk Grillsins á 8. hæð og kjallara, og 9.500 fermetrar að flatarmáli. Á áttunda áratugnum var ákveðið að byggja við og fram- kvæmdir við viðbyggingu að norðan- verðu hófust árið 1982 og þeim lauk árið 1985 þegar sjö hæða bygging var tekin í notkun, alls 9.300 fermetr- ar að flatarmáli. Stærð Bændahallarinnar nú er því tæpir 20 þúsund fermetrar og rúmin eru nokkuð fleiri en 40–60, eins og upphaflegar hugmyndir reiknuðu með fyrir 60 árum, því herbergin eru alls 216 og rúmin 410. Bændahöllin þótti mikið og kostnaðarsamt mannvirki á sínum tíma og stærsta hótelið sem byggt var frá því að Hótel Borg var tekið í notkun árið1930. Til að fjármagna bygginguna voru tekin innlend og erlend bankalán og búnaðarsamtök- in seldu ýmsar eignir sínar og jarð- ir, auk þess sem samþykkt var á Búnaðarþingi árið 1958 að greitt yrði 0,5% viðbótargjald í búnaðar- málasjóð af sölu búvara, svokallað „Bændahallargjald“. Gjaldið rann til Búnaðarfélagsins og Stéttarsambands bænda vegna byggingar Bændahallarinnar og átti í fyrstu að gilda til ársins 1961. Það var síðan framlengt nokkrum sinnum sökum aukins kostnaðar við bygginguna og gilti til ársins 1970, að gjaldið var þá aflagt. Enda hafði gætt óánægju hjá sumum bændum með þessa gjaldtöku og eimir enn eftir af þeirri óánægju í dag. Síðan þá hafa búnaðarsamtökin, og síðar Bændasamtök Íslands, fjármagnað bygginguna og átt hana að öllu leyti. Formlegur eigandi er Hótel Saga ehf. sem einnig er eigandi að Hótel Íslandi. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í vikunni varð 36 milljóna króna tap af rekstri hótelanna á síð- asta ári. Munar þar mest um óhag- stæða gengisþróun þar sem rekst- urinn að öðru leyti skilaði auknum hagnaði frá árinu 1999. Bókfært verð fæst ekki uppgefið en talið er að verðmæti hótelanna geti numið um 3 milljörðum króna. Þess má geta að öll 3. hæð Bændahallarinnar er sérskráð eign Bændasamtakanna sem leyst hefur verið undan veðböndum og tilheyrir ekki lengur Hótel Sögu ehf., en þar eru skrifstofur og fundaherbergi á vegum samtakanna. Jákvæð reynsla af samstarfinu við Radisson SAS-hótelkeðjuna Síðustu tvö ár árin hefur samstarf verið við hótelkeðjuna Radisson SAS og bæði Hótel Saga og Hótel Ísland markaðssett erlendis með þeim nöfnum. Um þessar mundir er verið að taka fyrstu hæð Hótels Sögu í notkun eftir veigamiklar breytingar þar sem gestamóttakan, veitingastaðurinn Skrúður og Mím- isbar hafa verið endurnýjuð. Veit- ingaaðstaða hefur stækkað til muna og svæðið opnara en áður. Tilgang- urinn er sá m.a. að gera kleift að hafa morgunverð á fyrstu hæðinni en að því er fram kemur í skýrslu framkvæmdastjóra Bændasamtak- anna, Sigurgeirs Þorgeirssonar, fyrir árið 2000 lagði Radisson SAS mikla áherslu á þessar breytingar og taldi þær forgangsverkefni í við- haldi. Síðan segir í skýrslu fram- kvæmdastjóra: „Á Búnaðarþingi [2000] og í stjórn Bændasamtakanna áttu sér stað umræður um mögulega sölu á hótelunum eða breytta eignaraðild. Í því sambandi lét stjórn Hótels Sögu meta verðmæti hótelanna og viðræður hafa átt sér stað við sér- fróða aðila um mismunandi valkosti. Það sem máli skiptir í þessu samb- andi er að vega og meta rekstrar- horfurnar á næstu árum með tilliti til þess hve ör eignamyndun er lík- leg með hótelrekstrinum, borið saman við það fé sem losna mundi við sölu. Mat á þessum kostum hlýt- ur að halda áfram.“ Sigurgeir sagði í samtali við Morgunblaðið að Bændasamtökin væru að velta því alvarlega fyrir sér hvernig gera mætti mest úr þeim fjármunum sem væru bundnir í þessum hótelum. Hann sagði það ekki markmið samtakanna í sjálfu sér að standa í hótelrekstri. Þetta væri fyrst og fremst spurning um hvernig ávaxta mætti best þá fjár- muni í framtíðinni sem bundnir væru í hótelrekstrinum. „Menn velta því fyrir sér hvort halda eigi rekstrinum áfram eða selja hótelin og ávaxta fjármunina á annan hátt. Staðan í dag er ekki ljósari en þetta. Ef að sýnt verður fram á gróða af því að eiga hótelin þá hygg ég að allir verði sammála um það en ef að eignarhaldið þykir hæpið, eftir ítarlega könnun, þá verða menn áhugasamir um að drífa í sölunni,“ sagði Sigurgeir en hann minnti á að rekstur hótelanna hefði farið batnandi, ef gengistap væri undanskilið, og reynslan af sam- starfinu við Radisson SAS væri mjög góð. Ekki tilkall til sölugróða Spurður um óánægju sumra bænda á sínum tíma með „Bænda- hallargjaldið“, og hvort bændur ættu tilkall til söluhagnaðar ef Hót- el Saga yrði seld, sagði Sigurgeir lagalegu hlið málsins klára. Gjaldið hefði verið innheimt sem skattur á sínum tíma til Búnaðarfélags Ís- lands og Stéttarsambands bænda. Ári áður en Bændasamtökin urðu til við sameiningu fyrrnendra félaga, eða árið 1994, var Bændahöllin gerð að einkahlutafélagi og Hótel Saga ehf. varð til. „Ég tel engan vafa leika á um eignarhald samtakanna sem slíkra. Þetta gjald var innheimt með lögum á sínum tíma og slík innheimta veit- ir mönnum aldrei einstaklingsbund- inn rétt, frekar en tekjuskattsinn- heimta, hvað sem mönnum finnst svo um réttlætið í þeim efnum,“ sagði Sigurgeir. „Ódýrt gistiheimili fyrir sveitamenn“ Bygging Bændahall- arinnar og Hótels Sögu á sjötta og sjöunda ára- tugnum var kostnaðar- söm og sett var svokallað „Bændahall- argjald“ á sölu búvara. Gjaldið var af- lagt og er hótelið, ásamt Hótel Íslandi, alfarið í eigu Bændasamtak- anna. Björn Jóhann Björnsson stiklar hér á stóru í byggingarsögu Bændahallarinnar. Morgunblaðið/Golli Þessa dagana er verið að taka í notkun endurbætta veitingaaðstöðu og gestamóttöku á fyrstu hæð Hótels Sögu. Bændahöllin og Hótel Saga hafa verið í notkun frá árinu 1962. Nú veltir bændaforystan því fyrir sér hvort selja eigi húseignina og fara alfarið úr hótelrekstrinum. Hugmyndir um sölu Bændahallarinnar til skoðunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.