Morgunblaðið - 10.03.2001, Page 50

Morgunblaðið - 10.03.2001, Page 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður Krist-mundsson fædd- ist 17. júní 1928 í Hlíð í Hrunamanna- hreppi. Hann lést á heimili sínu, Kot- laugum, Hruna- mannahreppi, 4. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristmundur Guð- brandsson, lengst bóndi á Kaldbak í Hrunamannahreppi, f. 1. maí 1897, d. 24. des. 1954, og kona hans, Elín Hallsdótt- ir, f. 12. júní 1896, d. 20. júní 1942. Kristmundur var sonur Guð- brands, bónda á Kaldbak frá 1892 til 1930, Brynjólfssonar, og Jón- ínu Gestsdóttur, bónda á Gafli í Flóa, Gamalíelssonar. Móðurfor- eldrar Sigurðar voru Hallur Guð- mundsson, bóndi á Stórafljóti í Biskupstungum, og k.h. Sigríður Skúladóttir, alþm. á Berghyl, Þor- varðarsonar. Systkini Sigurðar eru: 1) Jónína Guðrún, f. 1926, d. 1967, lengi bústýra föður síns á Kaldbak en frá 1954 húsfreyja á Jaðri, Hrun.; 2) Guðbrandur, f. 1930, bóndi á Bjargi, Hrun. 1957– 1990, síðan verslunarmaður hjá Kaupfélagi Árnesinga, Selfossi; 3) Guðmundur, f. 1930, d. 1999, bóndi í Skipholti frá 1956; 4) Gunnar Marel, f. 1933, fulltrúi hjá Vátrygg- ingafél. Íslands, Sel- fossi; 5) Kristinn, f. 1937, skólameistari á Laugarvatni; 6) El- ín, f. 1942, húsfreyja í Haukholtum, Hrun. Sigurður kvæntist á sumardaginn fyrsta, 25. apríl 1957, Valgerði Jóns- dóttur, f. 30. okt. 1929, dóttur Jóns Bjarnasonar bónda í Skipholti og k.h. Sigrúnar Guð- mundsdóttur. Þau stofnuðu nýbýli á Kotlaugum 1958 og bjuggu þar síðan. Synir þeirra eru: 1) Krist- mundur, f. 1958, bóndi í Haga, Gnúpverjahreppi, kvæntur Sig- rúnu Guðlaugsdóttur; börn þeirra eru Guðlaugur, f. 1981, Valgerð- ur, f. 1984, Heiðrún, f. 1992 og Sigurður, f. 1993; 2) Sigurjón, f. 1962, bóndi á Kotlaugum, kvænt- ur Sigrúnu Einarsdóttur; börn þeirra eru Freyja Fanndal, f. 1981, Sigurður, f. 1984, Einar Örn, f. 1986, og Kristján Valur, f. 1993. Útför Sigurðar fer fram frá Hrunakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku afi! Allar þær stundir sem við áttum með þér gefa okkur svo margt gott til að minnast. Núna erum við hérna öll saman heima hjá ykkur ömmu og snúum öllu við til að finna bókina um litlu gulu hænuna sem þú last svo oft fyr- ir okkur ásamt svo mörgum öðrum bókum. Það var alltaf svo gott að koma og kúra hjá þér eftir hádeg- ismatinn, með höfuðið á maganum og reyna að anda í takt við þig, eða þegar við fórum inn í stofu og spil- uðum nokkra hunda. Þegar við fengum að taka næt- urvakt með þér í sauðburðinum vor- um við í okkar augum orðin hálffull- orðin og okkur fannst við bera talsverða ábyrgð. Ógleymanlegar eru allar þær skemmtilegu hestaferðir sem við fórum í með ykkur ömmu. Þegar við riðum um öræfi og gistum í fjallakof- um. Okkur hefði aldrei dottið í hug að ferðin sem við fórum síðastliðið sum- ar inn í Hólaskóg yrði sú síðasta. Okkur þótti mjög vænt um að þú hafðir heilsu til að vera ríðandi með okkur alla þá ferð. Þú munt ávallt vera með okkur ömmu í ferðunum, sem vonandi verða fleiri. Minning þín er ljós í lífi okkar. Þín barnabörn, Guðlaugur, Freyja, Sigurður S., Valgerður, Einar Örn, Heiðrún, Kristján Valur og Sigurður K. Fátt held ég lýsi betur innra manni hvers og eins en afstaða hans til málleysingja – og þeirra sem lítils mega sín; ekki aðeins í orðum og umtali, heldur í umgengni, umönnun og öllu viðmóti. Þetta kemur mér fyrst í hug þegar ég minnist Sig- urðar bróður míns, en hann lést á heimili sínu, Kotlaugum í Hruna- mannahreppi, 4. mars sl. Hann veiktist hastarlega mánudaginn 19. febrúar sl. og var fluttur á sjúkra- hús, fyrst á Selfossi, síðan á Land- spítalann og var þar til 2. mars; komst þá heim aftur, en á sunnu- dagsmorguninn kom kallið og lauk ævi hans á 73. aldursári. Þótt okkur, sem nú söknum hans, þyki sárt að verða svo óvænt að sjá á bak honum er það nokkur huggun að hann þurfti ekki að stríða lengi við erfið veikindi og fékk að kveðja á heimili sínu þar sem hann hafði átt langa og farsæla starfsævi. Siggi var fæddur 17. júní 1928 í Hlíð í Hrunamannahreppi. Tveggja ára fluttist hann að Kaldbak með foreldrum okkar og eldri systur og ólst þar upp í vaxandi systkinahópi. Sumardaginn fyrsta 1957 kvæntist hann og stofnaði ári seinna ásamt Valgerði konu sinni nýbýlið Kot- laugar, en jörð með því nafni hafði farið í eyði og lagst undir Skipholt, föðurleifð Valgerðar, árið 1904. Brúðkaupsdagurinn, sem boðaði sól og birtu, varð táknrænn fyrir sam- búð þeirra, og ævinlega gerðu þau sér einhvern dagamun, tvö saman, þennan dag. Þau voru einstaklega samhent, bæði í smáu og stóru, og höfðu yndi af skepnum og ræktun. Þau byggðu öll hús upp frá grunni skammt frá gamla bæjarstæðinu á Kotlaugum og bjuggu þar síðan góðu búi. Frá 1983 bjuggu þau í félagi við Sigurjón, son sinn, og Sig- rúnu, konu hans, sem nú hafa tekið við búinu. Hygg ég að fátt hafi glatt bróður minn meira en að sjá ævi- starf sitt með þeim hætti blómgast í höndum nýrrar kynslóðar. Hann var sjálfur einn hinna mörgu sem tóku þátt í byltingunni frá járnaldarbúskap til tæknivæð- ingar. Og hann gerði það af næmri tilfinningu fyrir verðmætum í nátt- úru og lífríki. Siggi bróðir minn var fæddur og uppalinn á mörkum byggðar og óbyggðar, þar sem lífsbaráttan sner- ist ekki síst um að nýta haglendi og slægjur handa búfé, einkum sauð- fénu. Ég minntist á umhyggju hans og natni við fénað, en hún var slík að engu var líkara en hann fyndi á sér hvert ærnar leituðu og hvers þær þörfnuðust. Engan hef ég vitað gleggri á fé og nefni sem dæmi að á vorin, um sauðburð og smala- mennskur, þekkti hann auðveldlega lömbin af mæðrum sínum og sá því óðara ef skakkt vildi lembast, t.d. eftir rúning. Hann þekkti heiðar og afrétt eins og fingurna á sér, þaul- vanur í eftirleitum og öðrum erfiðum fjallferðum. Hin ægifögru Laxár- gljúfur við Stóru-Laxá gjörþekkti hann, varð fimur í klettum og smal- aði þau árum saman, vissi hvaða ær væru líklegastar til að sækja þangað og hvar þær héldu sig. Áþekk voru samskipti hans við hesta. Með tamn- ingu og umönnun gerði hann þá að vinum sínum og félögum og hlaut í staðinn þá nautn af góðhestum sem þeir einir þekkja sem reynt hafa. Hann var yfirleitt fremur hlédrægur en gat þó verið mjög fljótur að taka svari þeirra sem honum fannst rang- lega hallað á, ekki síst ef þeir voru ekki miklir fyrir sér. Við Bubba hugsum með samúð til Völu og sonanna, Kristmundar og Sigurjóns, og fjölskyldna þeirra. Afabörnin hans Sigga hafa mikils að sakna, en þau eiga og varðveita ótal ljúfar minningar. Svo er um alla þá sem þekktu hann best og stóðu hon- um næst. Kristinn Kristmundsson. Sunnudagsmorgunn, pabbi hring- ir, hann Siggi frændi er dáinn. Margs er að minnast. Það var árið 1968 og lítil Selfossstelpa saknar Jónínu frænku á Jaðri, en stelpan hafði fengið að vera hjá henni í sveit í nokkur sumur. Jónína dó í desem- ber 1967, en hún var elst systkin- anna sjö frá Kaldbak í Hrunamanna- hreppi. Þá kom Siggi frændi til sögunnar og stelpan mátti vera hjá honum og Völu og strákunum á Kotlaugum. Það var upphafið að kynnum okkar Sigga frænda, sem var alveg ein- stakur. Ég var eitt sumar kaupastelpa á Kotlaugum og fór þangað oft í skólafríum eftir það. Alltaf var ynd- islegt að koma í hlýjan faðm þeirra hjóna, Völu og Sigga, og þegar ég hugsa til baka hefur það veganesti sem ég fékk þar hjálpað mér mikið við að takast á við þau verkefni sem lífið hefur seinna borið með sér. Mikið fannst mér gaman að koma að Kotlaugum með stelpurnar mínar og leyfa þeim að sjá og kynnast þeim stað sem er mér svo kær og mér leið svo vel á. Næst verður það öðruvísi því nú er Siggi farinn en eftir stend- ur minningin um glettin augu og þéttan faðm. Kæri frændi, hafðu þökk fyrir allt. Mér þótti frændi framsýnn þegar hann vék úr vegi fyrir unga fólkinu og Sigurjón og Sigrún tóku við búinu og byggðu sér myndarlegt íbúðarhús við hlið þess gamla. Þá gafst þeim Völu og Sigga tækifæri til að gera hluti sem aldrei annars hefðu orðið. Eins og til dæmis að ferðast. Þau heimsóttu okkur til Keflavíkur síðastliðið vor og nú eig- um við þann yndislega dag í minn- ingum okkar. Elsku Vala, Kristmundur, Sigur- jón og fjölskyldur, við Björn, Vala Rún og Jana Birta sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur. Elín Gunnarsdóttir. Það var þéttingsfast handtakið hans Sigga á Kotlaugum. Svo fast að litla krakka verkjaði í höndina á eft- ir. En með auknum aldri og þroska skynjuðum við það traust og þann kærleik er fólst í þessu hlýja hand- taki. Sigurður móðurbróðir okkar á Kotlaugum andaðist snögglega á heimili sínu 4. mars sl. Þó svo að nokkur veikindi hefðu gert vart við sig undanfarnar vikur kom kallið fyrirvaralaust og óvænt. „Þetta er spurningin um að duga eða drepast,“ sagði Siggi við okkur unga fólkið á liðnu sumri er til tals kom hvort réttlætanlegt væri að kaupa fullvirðisrétt í mjólk á því háa verði sem nú ríkir. Víst er að þessa lífsspeki mátti Siggi temja sér frá unga aldri. Hann var aðeins 14 ára er hann missti móður sína. Næst- elstur af 7 systkinum og það yngsta kornabarn. Siggi tók af fullum þunga þátt í búskapnum með föður sínum og bar þar mikla ábyrgð þótt ungur væri. Einungis tólf árum síð- ar deyr svo faðir hans. Víst er að þessi uppvaxtarár mótuðu frænda okkar meira en nokkuð annað. Siggi kvæntist Valgerði Jónsdótt- ur frá Skipholti í Hrunamanna- hreppi. Þau hófu búskap á Kotlaug- um í sömu sveit. Þar reistu þau frá grunni fallegt býli og stunduðu góð- an búskap enda bæði búmenn mikl- ir. Siggi á Kotlaugum var einn af föstu punktunum í tilveru okkar krakkanna í Haukholtum. Samgang- ur milli heimilanna var mikill og tengsl þeirra systkina voru dýpri og meiri en við gátum skilið. Þar fóru gamlar stundir heiman frá Kaldbak. Þau fylgdust náið með búskapnum hvort hjá öðru, hvernig mjólkaði og hvort það væri mikið tvílembt. Á út- hallandi vetri komu þau í fjárhúsin og mátust um hvort þeirra ætti bet- ur fóðraða gemlinga. Þetta var þeirra „gæðastýring“. Það var eins víst og að lóan kom á vorin, að Siggi kom og járnaði reiðhestana. Hann var laginn við það eins og annað er við kom skepnum. Hann átti sjálfur fáa en góða hesta og hafði yndi af þeim. Þar var hann heldur ekki einn því Vala var ávallt með honum, þau voru í hestamennskunni eins og öllu öðru sem þau tóku sér fyrir hendur, einstaklega samhent hjón. Börnin voru heldur ekki látin sitja hjá. Afa- börnin voru komin á bak löngu áður en fæturnir náðu niður á hnakklöfin og árlega var farið í mikinn reiðtúr með ömmu og afa. Ef situr þú hnakkinn með faxið í fang, og foldin þér brosandi mætir, við gæðingsins töfrandi tilþrifagang þín tilfinning lundina kætir. Þá skynjarðu hlutverk hins þarfasta þjóns, hann þjóðina landinu tengir Þér skylt er að meta hans framlag til Fróns, er framtíðar heitin þú strengir. (Þ.J.) Ævistarf Sigga á Kotlaugum er nú í öruggum höndum afkomenda hans. Það var honum ómetanlegt að geta tekið þátt í daglegu lífi og störf- um unga fólksins og sýslað við kind- urnar sínar og hestana til hinstu stundar. Nú er hans farsæla lífs- hlaupi lokið. Loks þegar hlíð fær hrím á kinn hneggjar þú á mig, fákur minn. Stíg ég á bak og brott ég held, beint inn í sólarlagsins eld. (Ó.J.S.) Við sendum Völu, strákunum og fjölskyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Systkinin frá Haukholtum. Í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan hún opnast sem óskrifað blað, þar sem akur ei blettar, þar skyggir ei tréð. – Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum sléttum vegi, með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. (Einar Ben.) Skyldu þeir eiga eftir að hittast og eiga saman svona góðan dag í hinum ódauðlega heimi, gömlu góðu vinirn- ir, hann Siggi á Kotlaugum og Geiri á Hrafnkelsstöðum? Um það vitum við eftirlifendur ekki, en minnug er- um við þeirra mörgu góðu, glöðu stunda sem þeir áttu saman hér á jörð, þessir ágætu félagar. Við börn- in hans Geira viljum minnast Sigga og þakka hans ævilöngu og tryggu vináttu við pabba, vináttu sem aldrei brást þrátt fyrir veikindi hans og fjarveru að heiman. Siggi var sann- arlega vinur vinar sins og hélt áfram að heimsækja pabba, stytta honum dagana hvort sem hann var heima eða heiman og bjóða honum í bíltúra til skemmtunar þó ekki væru lengur báðir jafnvígir. Margan góðan túr- inn höfðu þeir farið saman áður, hvort sem var ríðandi á einu saman hestaflinu og svo síðar með nokkur fleiri undir húddinu á LandRovern- um hans Sigga. Á haustin voru það fjallferðirnar og svo í annan tíma reiðtúrar af ýmsum tilefnum. Það skipti þá báða miklu máli að vera velríðandi og „knapi á hestbaki er kóngur um stund,“ eins og segir í kvæði Einars Ben. Helst var stefnt á afréttinn, upp í Svínárnes og jafnvel lengra, eflaust hafa þeir rifjað upp marga frækna för og farið með væn- ar vísur í þessum ferðum sínum. Þeir kynntust á unga aldri, en vin- áttan óx eftir því sem þeir eltust, enda áttu þeir samleið sveitungarnir og ýmislegt sameiginlegt á þeirri leið í gegnum lífið. Bóndinn Sigurð- ur var einstaklega natinn við skepn- ur, samviskusamur og gætti þess að þær væru velhaldnar í hvívetna, snyrtimennska hans var þeim sem í húsin hans komu minnisstæð. Þeir sem svo vel hafa lifað og alla tíð sýnt trúmennsku við menn og málleys- ingja hljóta að eiga góða heimkomu. Að hafa verið börnum sínum og barnabörnum fyrirmynd í starfi og þannig skilið eftir þann þjóðararf sem þörf er að geymist með íslensk- um bændum. Fyrir hönd foreldra okkar, Þorgeirs og Svövu á Hrafn- kelsstöðum þökkum við Sigga fyrir samfylgdina og góða nærveru í blíðu og stríðu. Ekki síður metum við hlut þinn, Vala, í samverunni gegnum tíðina og mamma sendir þér og þín- um sínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Völu, afkomendunum, vinum og vandamönnum sendum við einnig okkar samúðarkveðjur. Þorgeirsbörn frá Hrafnkelsstöðum. Einn af okkar bestu vinum, Sig- urður Kristmundsson, Kotlaugum, kvaddi þetta jarðlíf sunnudagsmorg- uninn 4. mars og hélt í sína hinstu ferð á þessari jörð. Sigurður hafði verið skamman tíma á sjúkrahúsi, en sonur hans sótti hann daginn áð- ur, og var hann glaður og reifur að vera kominn til síns heima. Þau hjónin Siggi og Vala á Kotlaugum, eins og við nefndum þau oftast, voru með okkur eldra fólki í Hruna- mannahreppi í vetur þar sem komið er saman hvern þriðjudag, bundnar inn bækur, föndrað og spilað brids. Sigurður var í spilunum og undir sér vel. Okkur grunaði ekki að það væri í hinsta sinn, sem við sæjum hann Sigga í þessu lífi, er hann kvaddi okkur með sínu hlýja og trausta handabandi, eftir einn slíkan dag. Sigurður Kristmundsson fæddist á Kaldbak í Hrunamannahreppi 17. júní 1928. Hann ólst þar upp til full- orðinsára, í sex systkina hópi við hefðbundin landbúnaðarstörf. Á Kaldbak var aðallega stundaður sauðfjárbúskapur. Þar sem Kald- bakur er fjallajörð er hún ekki í al- faraleið, nema þegar gangnamenn fóru til fjalls til leita hvert haust, og komu við á Kaldbak og þáðu rausn- arlegar veitingar. Þegar Sigurður var fjórtán ára varð hann fyrir þeirri miklu sorg að missa móður sína er lést frá stórum og ungum systkinahópi og hann næstelstur. Þessi atburður markaði djúp spor í sál hins unga drengs sem varaði fram á hans efri ár. Við kynntumst Sigga fyrst í barnaskólanum á Flúðum fyrir rúm- um sextíu árum. Vináttusamband þróaðist við þau hjónin á Kotlaug- um, er við fórum að ferðast saman fyrir nokkrum áratugum, þá oft um hálendi Íslands, sem var Sigurði mjög hugleikið, og naut hann þess að finna frið og kyrrð öræfanna. Á sínum manndómsárum varð Sigurður þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast sína góðu konu Valgerði Jónsdóttur og hefur hún verið hans stoð og stytta allt fram á hans síð- ustu stund. Árið 1958 fengu þau úthlutað ný- býli úr jörðinni Skipholti 2, foreldra- jörð Valgerðar. Hófust þau strax handa að byggja upp og nefndu býlið Kotlaugar, en fyrr á tímum var þar hjáleiga frá Skipholti en bar þetta nafn, og er skammt frá þeim stað er íbúðarhús var byggt. Kunn er sú saga í sambandi við nafnið Kotlaugar þegar sr. Þórður fyrrverandi prestur í Reykjadal, bað drottin að skunda upp að Haukholt- um, og vera innanhandar gamalli konu, sem lá undir baðstofusúðinni að vestanverðu, og bætti svo við: „En varaðu þig á henni Kotlauga- keldu, drottinn minn, hún hefur mörgum köskum á kollinn steypt.“ Undirritaður tók þátt í því að út- rýma umræddri keldu er Sigurður hóf að ræsa fram mýrar og breyta þeim í grösugar túnasléttur. Mýrin á Kotlaugum er ein sú grasgefnasta í þessari sveit, enda jarðhiti undir, sem síðar var virkjaður af Sigurði og nágrannabændum til mikils hagræð- is fyrir bæina. Þau Sigurður og Valgerður byggðu í upphafi fjós fyrir fjörutíu gripi, fjárhús fyrir hundrað og þrjá- tíu kindur, hesthús og fleiri bygg- ingar. Næstu áratugi óx þeirra bú- stofn, og var meðal þeirra afurðamestu í sveitinni, enda önn- uðust þau hjón gripi sína af þeirri al- úð og hlýju er þeim var eiginleg. Sig- urður hafði mikið yndi af kindum og fór til fjalls á afrétti Hrunamanna áratugum saman. Mátti segja að hann þekkti hverja þúfu á afréttin- um allt inn að Hofsjökli. Mörg nöfn af hálendinu voru honum töm í munni, svo sem Leppistungur, Kisu- botnar, Ásgarður o.fl. enda átti hann margar sínar bestu stundir við að SIGURÐUR KRISTMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.