Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 56
UMRÆÐAN 56 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ STÆRSTA skipu- lagsmál sem Reykvík- ingar hafa staðið frammi fyrir er framtíð Vatnsmýrarinnar. Nú höfum við tækifæri til að hafa áhrif á borgina okkar með því að taka þátt í kosningunum hinn 17. mars nk. og nýta þannig lýð- ræðislegan rétt okkar til að hafa áhrif á þetta mikilvæga skipulags- mál. Allt tal um að hundsa kosningarnar eða að þær séu óþarfar er óábyrgt og með ólík- indum að kjörnir fulltrúar skuli vera með slíkan boð- skap við kjósendur. Reykjavíkurflugvöllur stendur á miklu landrými í miðborg Reykja- víkur og er nauðsynlegt að huga strax að framtíðarnotkun og þeim tækifærum sem svæðið felur í sér. Skipulagi borga þarf að huga að með löngum fyrirvara og eru einn til tveir áratugir stuttur tími í skipulagsmál- um. Ef langtímasjónarmið hefðu alltaf fengið að ráða í skipulagsmál- um borgarinnar ættum við örugg- lega miklu heildstæðari og fallegri borg með öfluga miðborg. Það er verið að vinna að framtíðarskipulagi alls höfuðborgarsvæðisins, sem á að gilda til ársins 2024, og með því vilja sveitarfélögin móta stefnu um þróun byggðar, nýtingu lands, megin um- ferðaræða og atvinnustarfsemi svo eitthvað sé nefnt. Við þurfum að efla miðborgina svo um munar bæði með íbúð- arbyggð og ýmiss kon- ar atvinnustarfsemi og ekki síst að efla há- skólasvæðið. Miðborg- in er eins og er allt of lítil og þarf að stækka til að geta sinnt höfuð- borgarhlutverki sínu í framtíðinni. Við þurf- um að vera miðstöð stjórnsýslu og menn- ingar með öflugan há- skóla sem miðlar þekk- ingu út í samfélagið og stuðlar að nýrri starf- semi. Við það skapast ný tækifæri sem gerir okkur samkeppnisfær í al- þjóðlegu samhengi. Það þýðir ekki að loka augunum fyrir því að við er- um á fleygiferð inn í framtíðina og ekkert getur orðið eins og áður. Við megum ekki festast í sjónarmiðum gærdagsins. Háskólinn er að hefja meistara- og doktorsnám í flestum greinum og við það eykst nemendafjöldinn og þar með er aukin þörf á húsnæði fyrir skólann og háskólatengda starfs- semi, sem er mjög ábótavant í dag. Íslensk erfðagreining er að byggja stórt hús við Nönnugötu og þarfnast stærra húsnæðis í framtíðinni. Eins má gera ráð fyrir að með auknu rannsóknarstarfi verði til ný fyrir- tæki á ýmsum sviðum og mörg gætu nýst sem rannsóknarvettvangur fyr- ir háskólastúdenta. Landsspítalinn – Háskólasjúkrahús fengi tækifæri til að stækka til suðurs. Þekkingarsam- félagið á eftir að vaxa og dafna í framtíðinni og verða mjög öflugt sem er til hagsbóta fyrir alla lands- menn. Það eru margir kostir í stöðunni um framtíðarstaðsetningu flugvall- arins og alrangt að það komi bara tvennt til greina. Það er samgöngu- yfirvalda að ákveða hvert flugvöllur- inn fer, en þá er það okkar lands- manna að hafa áhrif þar á, þannig að það verði tekið tillit til allra sjónar- miða. Með því að kjósa flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni höfum við framtíð- ina að leiðarljósi og sjáum Reykjavík sem öfluga borg á sviði þekkingar og menningar. Þannig yrði Reykjavík höfuðborg sem stæði undir nafni og Ísland eftirsóknarverður staður að búa á og heimsækja. Vatnsmýrin – stefnu- mörkun til framtíðar Anna Geirsdóttir Flugvöllur Með því að kjósa flug- völlinn burt úr Vatns- mýrinni, segir Anna Geirsdóttir, höfum við framtíðina að leiðarljósi. Höfundur er læknir og borgarfulltrúi. FYRIR stuttu var haldin ráðstefna um stöðu og réttindi lang- veikra barna og fjöl- skyldna þeirra. Þar kom fram að þó ýmis- legt hafi áunnist í rétt- indabaráttu þessara barna og fjölskyldna þeirra, þá er mikið verk óunnið ef við ætl- um að standa jafnfætis nágrannaþjóðum okk- ar. Þar nægir að nefna rétt foreldra til þess að vera frá vinnu vegna veikinda barna. Þann árangur sem náðst hef- ur má fyrst og fremst þakka þrotlausri baráttu ýmissa félagasamtaka, t.d. styrktarfélagi krabbameinsveikra barna, samtök- unum Umhyggju. Of langt mál væri að telja upp öll þau félög eða samtök sem lagt hafa þessari baráttu lið, en þau eiga svo sannarlega þakklæti skilið. Samkvæmt lögum nr. 118/1993 um félagslega aðstoð er heimilt að greiða „bætur“ til foreldra barna sem þurfa mikla umönnun vegna langvarandi veikinda eða fötlunar. Hér er ekki um að ræða háar upp- hæðir. Frekar viðurkenningu á því að foreldrar langveikra barna eða fatlaðra hafa mjög takmarkaða möguleika á að stunda vinnu utan heimilis og til að koma til móts við þann kostnað sem af veikindunum hlýst. Tekjumöguleikar skerðast því oft verulega um leið og útgjöld aukast vegna veikindanna eða fötlunarinn- ar. Þó umönnunargreiðslur hafi hækkað lítillega á undanförnum ár- um, er nauðsynlegt að fram fari end- urskoðun á þessum greiðslum og þeim forsendum sem þær byggjast á. Eftir hverju er farið Hér hefur verið nefnt að þeir sem eiga rétt á umönnunargreiðslum eru foreldrar þeirra barna og unglinga sem þurfa mikla umönnun vegna veikinda eða fötlunar. Þetta nær þó alls ekki til allra foreldra, sem dæmi má nefna foreldra barna eða ung- menna sem háð eru neyslu eiturlyfja. Þó viðurkenna líklega flestir að börn sem eru í eiturlyfjaneyslu eru fár- veikir einstaklingar meðan á neyslu stendur og einnig lengi eftir að henni lýkur. Í orði ekki í verki Langt er síðan hverskonar eitur- lyfjafíkn var viðurkennd sem sjúk- dómur. Töluverðum fjármunum hef- ur verið varið úr sameiginlegum sjóðum landsmanna til stofnana og heimila sem veita meðferð við þess- um sjúkdómi. Þó er það svo að sjúk- dómurinn er ekki að fullu viður- kenndur, í það minnsta ekki þegar um er að ræða að sjúklingurinn er barn eða unglingur í umsjón for- eldra. Réttur foreldra þessara ein- staklinga, sem oftar en ekki eiga við langvarandi alvarleg veikindi að stríða, er afar takmarkaður. Þau eiga til dæmis ekki rétt á umönn- unargreiðslum. Það er auðvitað með ólíkindum, þar sem allir sem að þess- um málum koma, sérfræðingar sem aðrir, leggja áherslu á nauðsyn þess að foreldrar taki þátt í meðferðar- starfi barns eða unglings sem ánetj- ast hefur eiturlyfjum og vita hvaða kostnað það hefur í för með sér. Það er einnig ljóst að í nær öllum tilvikum hefur neysla fíkniefna stað- ið yfir í langan tíma áður en til með- ferðar kemur. Oft líður langur tími áður en veikindin eru viðurkennd eða einkennin verða fjölskyldunni ljós. Þá tekur við bið- tími eftir meðferð. Sjálf meðferðin tekur langan tíma og nauðsynlegt að foreldrar og jafnvel aðrir fjölskyldumeð- limir taki virkan þátt í henni með unga sjúk- lingnum. Þegar dvöl á sjúkrastofnun eða með- ferðarheimili lýkur, þarf fjölskyldan að fylgja henni eftir, oft um langan tíma. Langtíma sjúkdómur Það er því án nokk- urs vafa um að ræða langvarandi alvarleg veikindi þegar barn eða unglingur ánetjast eitur- lyfjum. Þrátt fyrir þá staðreynd hafa stjórnvöld ekki verið tilbúin til þess að taka foreldra þessara ungu sjúk- linga í hóp þeirra sem fá umönnunar- greiðslur. Þrisvar sinnum höfum við þingmenn Samfylkingarinnar lagt fram frumvarp sem felur í sér til- lögur til úrbóta. Meirihluti Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks á Alþingi hefur ekki sýnt málinu neinn áhuga. Það sama er því miður hægt að segja um tvær stofnanir sem fjalla sérstaklega um málefni ungra fíkni- efnaneytenda. Í umsögnum þeirra um málið kom fram að þær teldu þeim fjármunum sem varið er til baráttunnar gegn fíkniefnaneyslu betur varið til þess að fjölga meðferðarúrræðum. Það er vissulega nauðsynlegt. Enginn efast um að við þurfum öflugar meðferð- arstofnanir og heimili. Það dregur hinsvegar ekki úr þörfinni á umönn- un foreldra, þátttöku þeirra í með- ferðarstarfseminni, þeim kostnaði sem í þessu felst og möguleikum til að annast barnið eða unglinginn að meðferð lokinni. Hefur nokkrum dottið í hug að skerða umönnunargreiðslur til for- eldra langveikra barna eða fatlaðra vegna þess að það er verið að byggja barnaspítala eða sambýli fyrir fatl- aða? Þvert á móti, þá er ríkari ástæða til þess að styðja foreldra til þess að geta sinnt veikum ungum einstaklingum í fjölskyldunni í heimahúsum. Það er ekki, verður ekki og á ekki að horfa eingöngu á félagslegar úr- lausnir eins og sjúkrastofnanir og meðferðarheimili. Þær eru nauðsyn- legur þáttur í baráttunni fyrir bata ungs eiturlyfjaneytenda, en foreldr- arnir, fjölskyldan og heimilið eru það ekki síður. Við í Samfylkingunni skorum á alla, sem láta sig þessi mál varða, að veita fjölskyldum allra þeirra barna og unglinga sem glíma við langvar- andi erfiða sjúkdóma og/eða fötlun liðsinni sitt í réttindabaráttu þeirra. Það á einnig við um foreldra barna eða unglinga sem ánetjast hafa eit- urlyfjum. Hvenær telst barn haldið langvarandi sjúkdómi? Margrét Frímannsdóttir Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Börn Þrisvar sinnum höfum við þingmenn Samfylk- ingarinnar, segir Margrét Frímanns- dóttir, lagt fram frum- varp sem felur í sér tillögur til úrbóta. ÞANN 29. júní 1999 voru opnuð tilboð í slökkvibíla en eignar- haldsfélagið Bruna- bótafélag Íslands stóð fyrir útboðinu í sam- vinnu við Samtök ís- lenskra sveitarfélaga en bílarnir voru ætlaðir sveitarfélögum. Til að meta tilboðin var skipuð 5 manna nefnd sem átti að gæta þess að sér- hvert tilboð væri vegið og metið á sömu for- sendum. Um tvenns konar bíla var að ræða, annars vegar stóran bíl og hins vegar minni bíl. Samtals bárust 14 tilboð í stærri bíl- inn og eitt til vara en 10 tilboð í minni bílinn og 2 til vara. Í september það sama ár ákvað nefndin að hætta við kaup á minni bílunum. Ástæðan var sögð sú að mjög erfitt væri að bera bílana saman vegna mismunandi byggingar og búnaðar. Hver tilboðsgjafi hefur lagt á sig mikla vinnu og umstang, að baki hverju tilboði er mikil og ströng vinna í samráði við erlenda framleiðendur. Við opnun tilboða kom í ljós að Ólafur Gíslason og Co h.f. – Eldvarna- miðstöðin bauð lægsta verð á stórum slökkvibíl með tvöföldu húsi, rúmar 11 milljónir kr. án vsk fyrir MAN- slökkvibíl. Næstlægsta tilboðið á sams konar bíl var frá IB innflutn- ingsmiðlun ehf. á Selfossi, kr. 14,5 milljónir án vsk. Ekki er allt sem sýnist Lægsta tilboðinu, rúmum 11 millj- ónum var tekið. Einn þessara bíla fékk Slökkvilið Hveragerðis. En það merkilega við bílinn er að hann kost- aði ekki 11,3 milljónir eins og tilboðið hljóðaði upp á heldur tæpar 17 millj- ónir kr. eins og kemur fram í frétt Sunnlenska fréttablaðsins, föstu- daginn 9. janúar síðast- liðinn, sem jafnframt er viðtal við slökkviliðs- stjórann í Hveragerði, Snorra Baldursson. Og hver skyldi vera skýr- ingin á því að bíllinn, sem keyptur var af Ólafi Gíslasyni og Co hf. – Eldvarnamiðstöðinni, reyndist um 6 milljón- um kr. dýrari þegar til kastanna kom en verðið í tilboði fyrirtækisins. Svarið er ofur einfalt; það hlýtur að hafa vant- að svo margt í bílinn sem keyptur var frá Noregi! Þetta þýðir einfaldlega að þeir sem yfirfóru tilboðin á sínum tíma hafa ekki borið þau saman með sömu grundvallarkröfur í huga; tilboðsgjaf- ar sátu sem sagt ekki allir við sama borð – þeim var mismunað af ein- hverjum orsökum sem mér finnst að skattgreiðendur, þeir sem greiða fyr- ir brunavarnir, eigi heimtingu á að fá að vita. Og ekki nóg með það ... En þar með er ekki lokið sögunni: Svo skemmtilega vill til að í áður- nefndu viðtali við slökkviliðsstjóra Hveragerðisbæjar kemur fram að nýi slökkvibíllinn mun leysa þann gamla af hólmi en sá er framleiddur 1976 og því löggiltur fornbíll. En nýi bíllinn, sem leysir þann gamla af hólmi, er lík- legur til að eldast fremur hratt vegna þess að í honum er ýmis búnaður sem þykir nú þegar úreltur, t.d. í Banda- ríkjunum og þýskalandi. Það sem slökkviliðsmaður spyr fyrst um varðandi nýjan slökkvibíl er án efa afköst brunadælu, því þau af- köst ráða oft úrslitum um hvort slökkva megi eld og forða frá frekara tjóni. Í nýja slökkviliðsbílnum í Hveragerði, sem ekki kostaði rúmar 11 milljónir heldur tæpar 17, er að- aldæla sem er tæknilega ófullkomnari og afkastaminni en aðaldæla bílsins í næstlægsta tilboðinu, reyndar munar svo miklu á tæknilegum kostum og af- köstum dælnanna að næstlægsta til- boðið var hagstæðara fyrir slökkvilið- ið í Hveragerði. Eflaust hefur nefndin sem skoðaði og mat tilboðin ekki spurt Hvergerðinga um álit. En þeg- ar vinnubrögðin eru með þessum hætti sem hér hefur verið lýst er vandséð hvaða tilgangi útboð á vegum samtaka sveitarfélaga þjóni – þetta útboð varð greinilega ekki til þess að Hvergerðingar fengju besta slökkvi- bílinn á hagstæðasta verði. Hér mætti setja inn töflu yfir afköst þeirra brunadælna sem um ræðir en ég læt það bíða betri tíma. Þegar tilboð eru afgreidd á þennan hátt, af einhverjum orsökum, er verið að hafa venjulegt fólk að fíflum, það er látið leggja út í ómældan kostnað og fyrirhöfn sem fyrir fram er dauða- dæmt – því úrslitin eru þegar ráðin á bak við tjöldin. Til hvers eru kaup á slökkvibílum sveitar- félaga boðin út? Ingimar Baldvinsson Slökkvibílar Þeir sem yfirfóru til- boðin á sínum tíma, seg- ir Ingimar Baldvinsson, hafa ekki borið þau sam- an með sömu grundvall- arkröfur í huga. Höfundur er framkvæmdastjóri IB ehf., Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.