Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 57 ÞRIÐJUDAGINN 27. febrúar skýrir Morgunblaðið frá því að lögð hafi verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um af- nám eignarskatts af íbúðarhúsnæði. Þetta er vissulega þarft og lofsvert framtak fimm sjálfstæðismanna! Það orkar heldur ekki tví- mælis að eignarskattur er ætíð eignaupptaka. Í greinargerð með ályktuninni er á það bent að eignarskattur af íbúðarhúsnæði sé einkum íþyngjandi fyr- ir ellilífeyrisþega. Augljóst er að í mörgum tilfellum hafa eldri borgar- ar haft það að meginmarkmiði að eignast eigið húsnæði og hafa gjarn- an varið verulegum hluta tekna sinna á langri starfsævi til þess að ná því takmarki. Það hlýtur því að teljast ómaklegt af ríkinu að gera kröfur um þennan aukaskatt, sem sannarlega er íþyngjandi fyrir fólk með lágar tekjur. Í lok greinargerðar með tillögunni virðast mér áðurnefndir alþingis- menn fara út af spori rökhugsunar. Þar stendur orðrétt: „Um fasteignir ætti að gilda sú almenna regla, að á þær verði ekki lögð önnur eignagjöld en fasteignagjöld sveitarfélaga“ (feitletrun höfundar). Hér tel ég að tímabært sé að skoða þau rök sem liggja til þess að fast- eignaskattur er lagður á íbúðarhús- næði. Fasteignaskatturinn er reikn- aður af matsverði fasteignarinnar. Hann hækkar því með hækkuðu matsverði, án tillits til aldurs húss eða íbúðar. Við þessa skattlagningu er í engu tekið tillit til skuldastöðu eða veð- banda sem á eigninni hvíla. Fast- eignaskatturinn á húsnæði er því nokkurs konar refsiskattur á þá sem hafa með dugnaði og útsjónarsemi komið sér upp eigin húseign, þótt þeim hafi ekki auðnast að eignast hana skuld- laust. Augljóslega er þarna gert mjög mikið upp á milli einstaklinga í þjóðfélaginu. Annar maður sem aflað hefur sömu tekna og sá sem byggir húsið, en eyðir öllu jafnóðum, greiðir aðeins skatt af tekjum sínum, en húsbyggj- andinn þarf að bæta fasteignaskattinum við tekjuskattinn. Honum er því óumdeilanlega refsað fyrir framtakið. Ég held að engum geti dulist að fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði sé hrein rökleysa. Hér er ég ekki að tala um þjón- ustugjöld, svo sem vatnsskatt, sorp- hirðugjald o.s.frv. Þó má spyrja hvort sanngjarnt sé að tengja verð- lagningu á vatnsnotkun íbúanna beint við matsverð íbúðar. Að þessu sögðu vona ég að hátt- virtir alþingismenn átti sig á því að fasteignaskatturinn er enn meiri fjarstæða en eignaskatturinn. Ég ætla að leyfa mér að vona að þeir bregðist við þeim skilningi með afnámi fasteignaskatts af íbúðarhús- næði. Er fasteign eðlilegur skattstofn? Ingólfur Aðalsteinsson Höfundur er fyrrv. framkvæmda- stjóri Hitaveitu Suðurnesja. Eignaupptaka? Ég ætla að leyfa mér að vona, segir Ingólfur Aðalsteinsson, að þeir bregðist við þeim skiln- ingi með afnámi fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði. LAUGARDAGINN 24. febrúar síðastliðinn hélt Umhyggja, félag til stuðnings langveik- um börnum, málþing sem bar yfirskriftina 7- 9-13. Markmið mál- þingsins var að koma af stað umræðu um hina 7 til 10 daga sem foreldrar geta verið frá vinnu hér á landi vegna veikinda barna sinna, sem og að koma fram sjónarmiðum foreldra um þetta málefni. Ástæða þess að ég sest niður eftir þetta mál- þing er að mér fannst ekki lögð nógu rík áhersla á þann hluta sem snýr að mínu félagi. Það er mikið litið til atvinnurek- enda og verkalýðshreyfingarinnar þegar rætt er um að rétta hlut for- eldra langveikra barna. Vissulega er það góður punktur þegar fólk þarf að vera tímabundið frá vinnu, s.s. vikur eða jafnvel nokkur ár. En það getur ekki verið eina lausnin sem við erum að leita eftir. Í því félagi sem ég tilheyri, Einstökum börnum, eru margir foreldrar sem eiga ekki eftir að fara út á vinnumarkaðinn fyrr en börnin látast eða lækning finnst. Þar sem við erum að kljást við sjaldgæfa sjúkdóma er ekki mikið um að pen- ingum sé ausið í rannsóknir og því kannski lækningin ekki á næsta leiti. Hinn möguleikinn er sorglegur veruleiki margra okkar en það tekur börnin vonandi mörg ár að komast á það stig. Ef þessir foreldrar eiga að geta unnið úti þyrfti spítalinn að taka að sér daggæsluna. Mörg barnanna þurfa stöðugt eftirlit og foreldra sem geta sinnt þeim um skemmri eða lengri tíma þegar þau veikjast. Það voru nokkrir í félaginu sem kláruðu sína 7 daga á fyrstu tveimur vikum þessa árs. Við erum því ekki eftirsóttir starfs- kraftar. Það er ekkert fyrir- tæki sem getur tekið að sér að borga for- eldrum svona barna laun í 18 ár. Einnig er það ólíklegt að öll verkalýðsfélög séu þannig í stakk búin. Og svo er það ýmislegt annað sem vinnur gegn því að þetta sé alfarið á herðum þessara hópa. Eins og kom fram á ráðstefnunni eignast sjálfstæðir atvinnurekendur líka langveik börn. Fyrir þá sem eru einyrkjar eða meðeigendur að litlum fyrirtækjum er ómögulegt að hverfa frá um svo langan tíma. Einnig er það nú líka oft þannig að ungt fólk er að eignast þessi langveiku börn, fólk sem er að skríða úr námi. Þannig fólk á ekki rétt á bótum frá verka- lýðsfélögum. Enn einn hópur eru mæður sem hafa verið heimavinn- andi um lengri tíma vegna barn- eigna. Þó að þær hafi ákveðið að eyða kannski 7 til 10 árum á heim- ilinu er það alls ekki svo að þær hafi aldrei ætlað út á vinnumarkaðinn aftur. Hvert ættu þær að leita eftir bótum vegna langveiks barns? Það eru því ýmsir hópar sem þarf að taka tillit til í þessari umræðu. Það eru að sjálfsögðu stjórnvöld sem verða að greiða götu þessa fólks og því geta augu okkar ekki eingöngu beinst að atvinnurekendum og verkalýðsfélögum. Við megum ekki gleyma þessum börnum sem þarf að annast alla þeirra ævi. Það eru að- eins við foreldrarnir sem getum tek- ið það verkefni að okkur. Annað mjög gott mál, sem bent var á á umræddu málþingi, voru líf- eyrisréttindi okkar foreldranna. Þar sem við getum ekki unnið úti, stönd- um við ekki jafnfætis öðrum hvað við kemur lífeyrisréttindum í framtíð- inni. Því var skotið fram að erlendis þekktist það að lífeyrisréttindi væru tryggð í samræmi við umönnunar- bætur. Það er mál sem betur þyrfti að skoða hérlendis. Að lokum vil ég þakka Umhyggju fyrir ágætis málþing og fyrir að vekja máls á þessu mikilvæga hags- munamáli. Ég vona að umræðan um réttindi foreldra langveikra barna verði áberandi á komandi misserum í fjölmiðlum sem og á Alþingi, eða þangað til þetta verður leiðrétt. Á málþinginu var sýnt mjög fróðlegt myndband með viðtölum við for- eldra og langveik börn og vil ég benda á að það á vissulega erindi til allra landsmanna. Hver á að borga þegar börn veikjast? Anna María Þorkelsdóttir Tryggingar Stjórnvöld verða að greiða götu þessa fólks, segir Anna María Þorkelsdóttir, og því geta augu okkar ekki eingöngu beinst að at- vinnurekendum og verkalýðsfélögum. Höfundur er formaður Einstakra barna. Í UPPHAFI ársins urðu þau ánægjulegu tíðindi að Sjónvarpið sýndi hugmyndir Hrafns Gunnlaugsson- ar um skipulag Reykjavíkur. Athygli fólks vaknaði og um- ræðan hefur staðið síðan. Þetta sýnir mátt sjónvarpsins og gagn þess ef rétt er á haldið. Ég þakka Hrafni frumkvæðið. Ýmsir hafa lagt þess- ari umræðu þarft lið, m.a. Oddur Ólafsson á Degi af kunnri stíl- snilld og Þröstur Helgason, blm. á Morgunblaðinu, sem kynnti erlendar hugmyndir um skipulag borga, m.a. franska arkitektsins Le Corbusier en það var einmitt kynning Harðar Ágústssonar listmálara á Le Corbusier og Bauhausmönnum sem fyrst beindi athygli minni að ytra skipulagi borgarsamfélags. Skipulag lífsstefnu Sá sem einna mest hefur talað í samræmi við mín viðhorf er Trausti Valsson dósent, ,,eini fasti kennarinn í skipulagsfræði við Há- skóla Íslands“. Hann segir í Mbl. 17. febrúar sl. m.a.: ,,Reykjavík er skipulögð sem bílaborg útfrá þeirri meginforsendu að bensínverð hald- ist lágt. Hin mikla útþynning byggðarinnar þýðir að almennings- samgöngur þrífast illa og verða enn erfiðari ef núverandi hug- myndir um enn meiri dreifingu byggðarinnar ganga eftir . . . Skipulag höfuðborgarinnar kallar á endalausar bílferðir og má segja að hér sé bíllinn borgarstjóri en ekki manneskjan.“ Trausti segir ungt fólk ekki dreyma um einbýlishús með tvöföldum bílskúr í út- hverfi og túngarð sem þarf að slá vikulega yfir sumarið. Unga fólkið vill þétta mið- borgarbyggð sem hæfir gangandi veg- farendum, kaffihúsa- menningu og lifandi götulífi. Svo bætir hann við: ,,Þeir skipu- lagsmenn sem nú ráða ríkjum í Reykjavík eru af gömlu kynslóð- inni og ég tel að þeir séu nánast ófærir um að skilja þessa sýn unga fólksins. Þeir hafa alist upp við aðra lífssýn og tillögur þeirra mótast af úreltri hugmyndafræði.“ Trausti telur að núverandi skipu- lag hafi viðgengist „vegna þess inngróna skilnings almennings á lágstöðu sinni hefur honum þótt allt í lagi að vera dæmdur til Sí- beríuvistar ofan snjólínu meðan fína fólkið tók strandlengjuna und- ir einbýlishúsin sín . . . svo tala sérfræðingarnir – í krafti sinnar þekkingar – við okkur eins og kjána og koma fram við borgar- samfélagið eins og herrar þess en ekki þjónar“. Hér er kjarni máls- ins og það síðastnefnda hljómar mjög kunnuglega. Ég kaus R- listann 1994 til að gera þessa bylt- ingu. Niðurstaðan liggur fyrir. Borgarstjóri hefur undirritað samning við ríkið um flugvöllinn til 2016 og nú á að kjósa, en ekki um samninginn, heldur það sem tekur við 2017! Afnám einyrkjabúskapar Jónas frá Hriflu var áhrifamesti stjórnmálamaður 20. aldar hér- lendis, sem sést ekki síst af því að andi hans svífur enn yfir skipulagi Reykjavíkur. Hann barðist á sín- um tíma gegn hugmyndum Héðins Valdimarssonar um byggingu verkamannabústaða í Reykjavík og lögin um Húsnæðisstofnun ríkisins 1954 drógu dám af lögum Jónasar um landnám og nýbyggðir í sveit- um (sbr. lög um stofnlánadeild landbúnaðarins nr. 45/1971). Ein- yrkjabúskapurinn var fluttur óbreyttur til Reykjavíkur og ríkir hér enn í öllu sínu veldi. Þingmenn Alþýðuflokks og Sósíalistaflokks greiddu atkvæði gegn þessari laga- setningu á sínum tíma. Afleiðing alls þessa er flöt útþensla borg- arinnar sem er nálægt því að setja borgarsjóð á hausinn að öllu óbreyttu. Bygginga- og fasteigna- braskarar ráða ferðinni. Enginn á rétt á húsnæði nema hann geti keypt það. Draumur minn um verndað félagslegt umhverfi handa alþýðunni í staðinn fyrir braskið og einyrkjabúskapinn er kominn á hreyfingu. Þökk fyrir. Félagslegt umhverfi Jón Kjartansson Húsnæðismál Draumur minn um verndað félagslegt um- hverfi handa alþýðunni í staðinn fyrir braskið og einyrkjabúskapinn, seg- ir Jón Kjartansson, er kominn á hreyfingu. Höfundur kennir sig við Pálmholt og er formaður Leigjendasamtakanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.