Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 58
UMRÆÐAN 58 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ 14. FEBRÚAR sl. var haldinn félagsfund- ur um Listaháskóla Ís- lands í SS-húsi skólans við Kirkjusand. Fund- urinn, sem var vel aug- lýstur í flestum fjöl- miðlum, gaf þá hugmynd að hann yrði fjölsóttur. Fyrir þá sem ekki hafa komið í SS- húsið þá er bygging sú í sínu ferkantaða formi heillandi, og nóg er af rými þar í kringum. Að sama skapi vantar samt útloftun og eðlileg birtuskilyrði innan- húss. Það sem fram á fundinum kom bar vott um að hér væru fyrst og fremst skoðanir einstakra hagsmunahópa um málefnið ríkjandi en aðeins fjórir eða fimm starfandi myndlistamenn voru mættir á umræddan fund. 22. febrúar las ég síðan grein í Morgunblaðinu eftir Hildi Margr- étsdóttur myndlistarkonu sem inni- heldur skýrar ábendingar varðandi það sem upp á vantar til að kynning á málefninu um staðsetningu skólans geti átt sér stað og varð það til þess að ég hugsaði með mér, að loks vott- aði fyrir heilbrigðri skynsemi í þeim skrifum og tali hvernig staðið skuli að því að finna stofnuninni ásættan- legan stað. Hildur Margrétsdóttir bendir í grein sinni á það sem hún kallar ein- strengingslega umræðu um málefn- ið. Ég vil bæta þar við, að umræðan hafi í raun og veru alls ekki átt sér stað. T.d. hefur lítið komið fram hingað til sem gefur til kynna hvað sé eðli listaskóla á háskólastigi, á borð við umrædda stofnun. En fyrst og fremst hlýtur það að hefta um- ræðuna að ekki skuli vera hægt að fá starfandi myndlistamenn í landinu til að tjá sig opinberlega um málið. Og er það stór spurning hvers vegna svo er. Svo ég vitni áfram í grein Hildar, vil ég undirstrika það sem hún lætur í ljós; að fastmótaðar skoðanir þeirra sem greinilega eiga mikilla hags- muna að gæta, varðandi það hvar umrædd bygging skuli staðsett, seg- ir hún vera byggðar á léttvægum rökum. Vel má vera að margur listamað- urinn þrífist best í ná- lægð við listasöfn, aðrir sækja innblásturinn í geira sem eru alfarið óskyldir öllu því sem hefðbundið telst og enn þá aðrir eru mest upp- teknir af sjálfu tóma- rúminu! Semsé, ef ein- hver ætlar að fara að halda því fram, að skól- un lista í landinu geti ekki þróað ætlunarverk sitt nema að verið sé í námunda við kaffihús og annað ámóta í miðbæ Reykjavíkur, þá held ég verulega að það sé nauðsynlegt að fara aðeins ofan í saumana á hversvegna umræðan um málefnið hefur ekki verið meiri en raun ber vitni. „Listin þrífst alstaðar“ og nemendur lista- skóla, eins og auðvitað einnig á við um listamenn, „eiga til að fara eigin leiðir,“ eins og Hildur segir í grein sinni. En hvernig er það, hefur kostn- aður varðandi huganlegar breyting- ar á núverandi byggingu skólans í SS-húsinu við Kirkjusand verið kannaður til hlítar? Og á ég þar við hvort aflað hafi verið álits ólíkra fag- manna hérlendis um hvað þurfi til þannig sú bygging geti uppfyllt nauðsynleg skilyrði til þess að mót- ast og þrífast. Því varla getur glugga- og náttúrulega loftleysið í SS-húsinu verið eina ástæðan fyrir því að starfsemi skólans á við inn- hverfuvandamál að stríða – svo vitn- að sé í orð eins úr hópi stjórnar skól- ans, þar sem hann segir í grein íMorgunblaðinu 16. febrúar „að eðli- legri loftræstingu í húsakynnum skólans sé ábótavant og að dagsbirtu vanti í bygginguna“. Varðandi hús- næðismál skólans var arkitektastof- unni O’Donnell, Wieklund, Pigozzi and Peterson Architects Inc. í Bandaríkjunum annars falið að gera úttekt og hefur fyrirliggjandi skýrsla nefndrar arkitektastofu, staðsettrar í Chicago, verið nýtt þegar m.a. lag- færingu á byggingu skólans við Kirkjusand var hafnað. Snúum okkur þá áfram að því er varðar þessa, frá mínum sjónarhóli séð, mikilvægu ákvörðun sem ekki síst snýst um á hvaða gundvelli ákvörðunin um staðsetningu skólans verður tekin. Bent skal á að um verulegar fjár- upphæðir er að ræða ef til kæmi að byggja nýtt húsnæði fyrir skólann. Á fundinum 14. febrúar var mikið rætt um tölur en þær ætti að vera hægt að fá með því að snúa sér beint til stjórnar Listaháskóla Íslands. Einn hópurinn sem að málinu kemur telur að Klambratún sé besti valkosturinn fyrir starfsemina. Í því sambandi hefur verið talað um að ímynd Mikla- túns sé listin. Ekki er öll vitleysan eins. Ímynd Klambratúns, ef hún er þá til, er í besta falli að hverfið er svefnbær og túnið sjálft er útivist- arsvæði fyrir þá sem búa þar í kring. Hafnarfjarðarbær vill óður og uppvægur kosta til lóð sem bærinn óskar að úthluta Listaháskóla Ís- lands og þar er líka verið að tala um ímyndir. Á félagsfundinum 14. febrú- ar var því meira að segja haldið fram af einum stuðningsmanna hugmynd- arinnar um að skólinn verði í Hafn- arfirði „að afgerandi væri fyrir ímynd skólans að hann verði stað- settur þar í bæ“. Með allri virðingu fyrir Hafnarfirði, og þá þeirri elsku- semi sem bærinn tjáir sig um list- sköpun, held ég nú samt, að sú ímynd sem bærinn er að glíma við koma sér upp með því að fá til sín Listaháskóla Íslands þjóni fyrst og fremst þörfum bæjarfélagsins og ekki skólastarf- semi sem er á frummótunarstigi. Ég vil eindregið hvetja til að nú- verandi umgjörð skólans, sem er SS- byggingin við Kirkjusand, með öllum sínum mörgu kostum og augljósu göllum, verði endurmetin sem kostur fyrir áframhaldandi starfsemi skól- ans. Og talandi um ímyndir, og það að frjótt starf fyrir listir í landinu eigi sér grundvöll, þarf að fá það fólk í landinu inn í umræðuna um Listahá- skóla Íslands sem starfar við skap- andi listir. Hvernig væri að byrja á að hanna fleiri glugga á bygginguna við Kirkjusand? Hvað með fleiri glugga? Bergljót Kjartansdóttir Listaháskóli Ég vil hvetja til, segir Bergljót Kjartans- dóttir, að núverandi umgjörð skólans verði endurmetin sem kostur fyrir áframhaldandi starfsemi skólans. Höfundur er listakona. HINN 16. janúar síð- astliðinn birtist grein í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni: „Mark- viss meðferð við kvill- um“. Megininntakið í grein þessari var ann- ars vegar almenn um- fjöllun um „Manual Therapy“ (MT), sem er ein sérgreina innan sjúkraþjálfunar og hins vegar um fjarnám í MT, sem 34 íslenskir sjúkraþjálfarar stunda frá háskóla í Flórída. Sérkennum MT- sjúkraþjálfunar er lýst ágætlega í greininni og er ekkert út á það setja. Hins vegar í umfjölluninni um fjarnámið er minnst á það tvívegis að nokkrir ís- lenskir sjúkraþjálfarar hafi lokið sams konar námi í Noregi og Ástr- alíu. Þetta er ekki alls kostar rétt. Annars vegar er um að ræða fjar- nám, þar sem bókleg verkefni eru leyst hér heima og send svo utan en verklega þjálfunin fer fram hérlendis og stendur yfir í um 5 daga að með- altali. Alls þarftu að taka um 5 verk- leg námskeið, sem samtals eru um 30 dagar, og standast síðan bókleg og verkleg próf til að fá gráðuna MTc (Manual Therapy certification). Námið í Noregi og Ástralíu tekur hins vegar 1–2 ár í háskóla og tekur sjúkraþjálfarinn námið í dagskóla og fær þannig sína fræðilegu kennslu, verklegu þjálfun og námsvinnu (námsvinna = meðhöndlun sjúklinga undir eftirliti sérmenntaðra kenn- ara). Alls hafa 8 íslenskir sjúkraþjálf- arar lokið námi í Manual Therapy frá Noregi og Ástralíu, 4 frá hvoru landi. Stofnuðu þeir með sér félag 1993, „Félag MT-sjúkraþjálfara“ sem er undirfélag í Félagi íslenskra sjúkra- þjálfara, ásamt því að vera aðili að al- heimssamtökum MT-sjúkraþjálfara (IFOMT, International Federation of Orthopedic Manipulative The- rapy). Frá stofnun MT-félagsins hafa inntökuskilyrði alltaf verið skýr, þ.e. að viðkomandi sjúkraþjálfari hafi lokið formlegu námi í MT-sjúkraþjálfun, við- urkenndu af IFOMT. Fjarnámið, sem hinir 34 íslensku sjúkraþjálf- arar stunduðu frá The University of Saint Augustine í Flórída, veitir þeim gráðu í Manual Therapy, en ekki aðild að alheims- samtökunum, vegna þess að það uppfyllir ekki námskröfur (educational standards) þess. Fræðilega kennslan og verklega þjálfunin þykir ekki nógu ýtarleg og engin er námsvinnan. Meðhöndlun sjúk- linga undir eftirliti kennara er talin vera einn af hornsteinum náms í MT. Þar þarf nemandinn að sýna virki- lega hvers hann er megnugur í öllum þáttum MT. Hans fræðilega þekking og verkkunnátta opinberast best við þannig vinnu. Ef við tökum sem dæmi óperu- söngvara, sem er að fara að halda tónleika og hann bráðvantar undir- leikara. Hann hefur um tvo píanó- leikara að velja, sem báðir eru fram- haldsmenntaðir. Annar hefur lokið fjarnámi, þar sem hann sendi verk- efni í tónfræði, hljómfræði o.s.frv. með tölvupósti og fékk síðan 30 daga verklega þjálfun með kennara. Hinn píanóleikarinn dvaldi við skólann sinn í 1–2 ár, þar sem hann var í dag- skóla, og fékk sína fræðilegu kennslu og verklegu þjálfun. Ég er viss um að óperusöngvarinn myndi gjarnan vilja fá að vita af þessum mismunandi námsleiðum píanóleikaranna áður en hann velur annan þeirra til starfa. Þetta sama á við um skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Þeirra réttur er að fá að vita að framhaldsnám í MT- sjúkraþjálfun er ekki eins hjá öllum íslenskum sjúkraþjálfurum. Eðli, form sem og tímalengd námsins, er mismunandi eftir því í eða frá hvaða landi sjúkraþjálfarinn er menntaður. Með skrifum þessum er ég ekki á nokkurn hátt að gera lítið úr námi því sem sjúkraþjálfarar í MTc félaginu hafa stundað. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ekki eiga allir heiman- gengt í nám erlendis og er því fram- tak þeirra virðingavert. Ég vil ein- ungis að benda á, eins og sjá má á ofangreindu, að til eru mismunandi námsleiðir í MT-sjúkraþjálfun, og það á almenningur rétt á að vita. Samskonar nám? Héðinn Svafarsson Höfundur er MT-sjúkraþjálfari. Sjúkraþjálfun Námið er mismunandi, segir Héðinn Svafars- son, eftir því hvar það er stundað. JÁ, Reykjavíkurflug- völlur skal flytjast burt, árið 2016 og ekkert minna. Fá mál hafa ver- ið rædd jafn mikið í langa tíð og þessi mál. Nú skal aldeilis hreinsa til í Vatnsmýrinni okk- ar. Manni dettur í hug þegar maður heyrir borgarstjórann tala um þessi mál að vart sé meira mál að fram- kvæma þetta, en að flytja kamar á milli hverfa í borginni. Reykjavíkurflugvöllur hefur þjónað lands- mönnum öllum vel frá því í stríðslok og gert það með ágæt- um. Hann hefur verið ágætlega stað- settur fyrir okkur Reykvíkinga svo og alla landsbyggðina. Það er eins og R-listafólkinu ásamt fleirum finnist að landsbyggðarfólkinu komi þessi mál ekkert við, en það er nú öðru nær. Landsmenn allir eiga þennan flugvöll jafnt, það þarf því að spyrja alt fólkið í landinu um þessi mál. Svo er önnur spurning sem kemur upp í hugann, hvað verður um öll þau störf sem flytjast burtu. Tap- ar Reykjavík engu þar fjárhagslega, eða gæti það hugsast að borgar- stjórnin gæti skaffað hliðstæð störf? Kannski taka þeir upp tillöguna sem vinstri grænir ætl- uðu Reyðfirðingum og hún var sú að koma upp fjallagrasaverksmiðju. Ég hygg að að það verði margt að breytast í þessu þjóðfélagi til þess að hægt verði að skapa öll þessi störf sem um ræðir. Ég ætla að vona að flugvöllurinn verði áfram á sínum stað öll- um landsmönnum til hagsældar. Flugvöllurinn þaf að vera hlýlegur og vel gerður í alla staði. Hann á að geta tekið á móti fólki með reisn og myndugleika en það hefur því miður skort til þessa dags en sjálfsagt verð- ur úr því bætt þegar sú breyting hef- ur farið fram sem ég ætla að vona að verði. Mín heitasta ósk er sú að völl- urinn verði áfram í mýrinni okkar góðu. Tillaga stúdentanna um breyttan flugvöll finnst mér ágæt og ætti að taka hana til athugunar af þeim, er vit hafa á. Það fer ekki milli mála að flugvöllurinn er bæði dreifbýlinu og þéttbýlinu utan Reykjavíkur milkils virði og það er ánægjulegt fyrir okk- ur að geta haft góðan flugvöll hér í borginni. Ég hugsa að það séu ekki margar höfuðborgir á Norðurlöndum sem hafa meiri hag af dreifbýli en við Reykvíkingar höfum haft í gegnum tíðina. Allt það fjármagn sem komið hefur þaðan. Það væri verðugt verk- efni fyrir einhvern reiknimeistarann í mýrinni að reikna t.d. út hvað við Reykvíkingar höfum hagnast á að þjónusta Vestmanneyinga síðustu 15. ár. Það er töluverð viðbót fyrir fólk, sem þarf að aka til og frá Reykjavík eða til Keflavíkur eftir flug og kannski er um veikt fólk að ræða, sem er að fara í rannsókn eða á spít- ala eða öfugt. Það er varla hægt að hugsa það til enda þó svo ekki sé nú miðað við það að alltaf getur nú veður sett strik í reikninginn. Þó þarf fólk oft og einatt að bíða eftir að veður batni og þó geta þeir sem til þekkja jafnvel beðið hjá skyldfólki eða kunningjum í borginni, þeir sem það eiga. Aftur væri kannski erfiðara við að eiga væri flugið komið á Miðnesheiðina. Það er skrítið að ekki skuli vera talin ástæða til að spyrja landsmenn utan Reykjavíkur hvað þeim finnist um þennan flutning. Nei, honum á ekki að koma þettað neitt við og ég sem hélt að allir landsmenn ættu þennan flugvöll en svo er víst ekki að áliti hæstvirtrar borgarstjórnar. Hvað ætla menn að gera ef borgar- stjóninni dytti það í hug að fylla upp í höfnina, til þess eins að fá lóðir, væri það bara allt í lagi og nóg að láta fara fram kosningar um málið, þetta ætti fólk að hugleiða. Hvað kostar kosn- ingin um veru flugvallarins. Það hef- ur enn ekki verið gefið upp. Verður því kannski stungið undir stól og látið gleymast eins og svo margt annað. Eitt er það sem maður tekur eftir, er að borgarfulltrúar R-listans eru orðnir sérfræðingar í flugvallargerð og landfræðingar að auki, með borg- arstjórann í fararbroddi. Þó virðist borgarstjórinn eitthvað farinn að beygja af því hún lét það fylgja með að ríkið ætti að byggja nýjan flugvöll sjálft. Já, mikil er sú gæska, maður minn. Það sem er hvimleiðast við mál- flutning R-listafólksins í borgar- stjórn er þessi hroki og frekja sem það hefur í frammi í framsögn sinni í ýmsum málum. Þessu tekur fólk áberandi eftir því það virðist enginn vita eitt né neitt nema það sjálft. Það hafa margir spurt um það hvers vegna þetta mál kom upp á þessum tíma vegna þess að það voru svo mörg önnur mál sem hefðu átt að eiga forgang í borgarmálum, mál sem brenna heitt á borgarbúum og hafa lengi gert í tíð þessarar stjórnar. Þar vil ég nefna fyrst: öldrunarmál, dag- vistunarmál, og síðast en ekki síst húsaleigumál, en í þeim málum virð- ist ríkja ófremdarástand vægast sagt en sé spurt um þessi mál hjá borginni er svarið alltaf á þá leið að þessi mál séu í athugun. Þó er það vitað að mörg hundruð Reykvíkingar eru hús- næðislausir og sjálfsagt á götunni margir. Eitt ætla ég að vona og það er að við Reykvíkingar getum tekið á móti öllu ferðafólki á Reykjavíkur- flugvelli í framtíðinni með þeirri reisn sem öllum ber. Allr eiga að vera vel- komnir á öllum tímum, bæði íslenskir sem erlendir, jafn á nóttu sem degi. Að síðustu óska ég öllum velfarn- aðar sem á Reykjavíkurflugvelli starfa, um ókomna tíma. Lifið heil. Já, á dauða mínum átti ég von en ekki þessu Einar Ingi Hjálmtýsson Flugvöllur Ég vona að flugvöllur- inn verði áfram á sínum stað, segir Einar Ingi Hjálmtýsson, lands- mönnum til hagsældar. Höfundur er múrari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.