Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 67 Vogaskóla laugardaginn 10. mars kl. 11.00. Foreldrar hvattir til að mæta með börnum sínum. Fermingar- fræðslan er kl. 12.00 sama dag og á sama stað. Prestarnir. VÍDALÍNSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sunnudagaskólinn er á sama tíma, eldri og yngri deild. Sungin verður gregorísk messa. Organisti er Jóhann Baldvinsson. Kirkjukórinn leiðir safn- aðarsönginn. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar ásamt Nönnu Guðrúnu djákna. Rúta ekur frá Hleinum kl. 10.40 og til baka að messu lokinni. Kirkjuganga er heilsubót og sakramentið er sálu- bót. Hittumst öll í kirkjunni. Prestarn- ir. BESSASTAÐAKIRKJA: Æskulýðs- guðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 14.00. Sunnudagaskólinn verður að þessu sinni einnig þar kl.14.00. Fjöl- breyttir efnisliðir verða, þar sem kór- inn flytur gospeltónlist við undirleik Kristjáns Guðmundssonar á píanó, Jóns Rafnssonar á kontrabassa og Sigfúsar Arnar Óttarssonar á tromm- ur. Jóhann Baldvinsson, organisti stjórnar. Æskulýðsfélagið flytur helgi- leik og nemendur Tónlistarskólans koma fram. Kirkjukaffi og aðalsafn- aðarfundur verða að guðsþjónustu lokinni í hátíðarsal íþróttahússins. Rúta ekur hringinn á undan og eftir að venju. Prestarnir. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli; sunnudaginn 11. mars kl.11.00. Vilborg Jónsdóttir leiðir starfið. NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli; sunnudaginn 11. mars kl.11.00. Ástríður Helga Sigurðar- dóttir og Tune Solbakke leiða starfið. KEFLAVÍKURKIRKJA: Aldursskiptur sunnudagaskóli kl. 11 árd. Undirleik- ari í sunnudagaskóla: Helgi Már Hannesson. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur: Ólafur Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti: Einar Örn Einarsson. Meðhjálpari: Laufey Kristjánsdóttir. SELFOSSKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Morguntíð sungin þriðjudaga til föstudaga kl. 10. For- eldrasamvera miðvikudaga kl. 11. Krakkaklúbbur miðvikudaga kl. 14– 14.50. Leshringur kemur saman á miðvikudögum kl. 18. Sakramentis- þjónusta að lestri loknum. ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnnudagaskóli kl. 11:00.Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11:00. Orgelstund kl. 17:00. Jörg E. Sondermann leikur Föstutón- list eftir J.S.Bach o.fl. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður sunnudag kl. 14.00. Skál- holtskórinn syngur. Sóknarprestur. EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Mánudaginn 12. mars kyrrðarstund kl. 18. Sóknarprestur STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA HVOLS- VELLI: Guðsþjónusta kl. 11:00. KIRKJUHVOLL: Helgistund sunnu- daginn 11. mars kl. 10:00. Sóknar- prestur BREIÐABÓLSTAÐARKIRKJA Í FLJÓTSHLÍÐ: Guðsþjónusta kl. 14:00. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Sóknarprestur. BRAUTARHOLTSKIRKJA, á Kjalar- nesi: Guðsþjónusta sunnudaginn 11. mars kl. 11 f.h. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur. SKEIÐFLATARKIRKJA í Mýrdal: Í til- efni af Æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar 2001, verður æskulýðs- og fjölskyldu- guðsþjónusta í Skeiðflatarkirkju í Mýr- dal nk. sunnudag, 11. mars, kl. 14:00. Léttir sálmar og söngvar. Org- anisti verður Kristín Björnsdóttir. Sóknarprestur. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Vegna veðurs var guðsþjónustu frest- að sl. sunnudag um eina viku. Æsku- lýðsdagurinn verður því haldinn hátíð- legur fyrir allt prestakallið með fjölskylduguðsþjónustu í Möðruvalla- kirkju sunnudaginn 11. mars kl. 11. Gunnhildur Vala Valsdóttir syngur ein- söng við undirleik Pavels Panasiouk. Sara Benediktsdóttir og Sesselía Ólafsdóttir leika á altflautu og selló. Hljómsveitin „Ungir stríðsmenn Krists“ syngur og leikur. Fermingar- börn flytja bænir og börn úr kirkjuskól- anum syngja. Mikill almennur söngur. Mætum öll og njótum samveru í húsi Guðs. Sóknarprestur. FRÉTTIR Eyja- og Miklaholtshreppi - Norsk- ur slagverksdúett, Rubbett-Beat, ásamt Sigurði Floasasyni tónlist- armanni kom í heimsókn í skólana á sunnanverðu Snæfellsnesi, Lýsu- hólsskóla og Laugagerðisskóla. Það er árlegur viðburður að tón- listarfólk heimsæki alla nemendur og flytji tónlist fyrir þá og nú voru það þessir norsku slagverksmenn. Nemendur Laugagerðisskóla urðu hissa þegar búið var að kynna tónlistarmennina því þá heyrðist ásláttur og barsmíðar allt í kringum þá. Allt var notað til að búa til tónlist, stólar, borð, gluggar, gólf, ofnar og nemend- urnir sjálfir. Sigurður Flosason spilaði með þeim og kynnti tónlist- ina en það var takturinn sem þeir voru að kynna fyrir nemendum. Meðal annars var sambatónlist leikin, afrókúbönsk tónlist og hipp hopp. Mest hissa urðu áheyrendur þegar diskar voru brotnir við það að búa til tónlist. Skæð flensa gengur nú hér yfir, um fjórðungur nemenda skólans liggur. Fresta verður árshátíð skólans þar til flensan er gengin yfir en árshátíðin var fyrirhuguð 15. mars. Morgunblaðið/Daníel Hansen Allt var barið þegar Rubbett-Beat-dúettinn birtist í salnum. Norskur slag- verksdúett í heimsókn SAMTÖK um betri byggð efna til kynningarfundar í Perlunni sunnu- daginn 11. mars kl. 15. Hinn 17. mars nk. verður kosið um framtíð Reykja- víkurflugvallar í Vatnsmýri. Margir Reykvíkinga eru ennþá með brenn- andi spurningar varðandi möguleika flugvallarsvæðisins undir aðra starf- semi en flug og þar ætla Samtök um betri byggð að reyna að bæta úr, segir í fréttatilkynningu. Með Perlusýn sunndaginn 11. mars kl. 15 er ætlunin, á útsýnispalli Perlunnar, að lýsa fyrir fólki, með flugvallarsvæðið fyrir framan sig, þeim möguleikum sem gefast ef flug- völlurinn yrði fluttur á Löngusker, í Hafnarfjörð, á Álftanes, út í Engey eða á einhvern annan stað í nágrenni Reykjavíkur. Þarna munu Pétur Ár- mannsson, Anna Jóhannsdóttir og Örn Sigurðsson fjalla um framtíðar- borgina sem möguleiki væri að byggja á flugvallarsvæðinu. Allt áhugafólk um betra borgar- samfélag er hvatt til að mæta og taka þátt í skemmtilegri uppákomu sem eflaust á eftir að skila miklum og góðum fróðleik, segir ennfremur. Fundur um flug- vallarmál í Perlunni ♦ ♦ ♦ OPINN fundur um framtíð Reykja- víkur með áherslu á Vatnsmýrina og flugvöllinn verður í dag, laugardag- inn 10. mars. Fundurinn hefst kl. 15 og lýkur kl. 17. Á fundinum mun ungt fólk gera grein fyrir sjónarmið- um sínum. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Á meðal þeirra sem flytja stutta framsögu eru Orri Gunnarsson, verkfræðinemi við Háskóla Íslands, Guðjón Erlendsson, arkitekt, Hjalti Geir Guðmundsson, flugmaður og Steinunn Vala Sigfúsdóttir, fram- haldsskólanemi og Ingvar Skúlason, aðfluttur háskólanemi. Fundarstjóri er Þóra Arnórsdóttir. Fundurinn er undirbúinn af Áhugasamtökum stúdenta um flug- vallarmálið og skipulag Reykjavíkur og Félagi framhaldsskólanema í samvinnu við Reykjavíkurborg. Ungt fólk ræðir flugvöllinn og Vatnsmýrina ♦ ♦ ♦ BANDALAG íslenskra listamanna hefur sent frá sér eftirfarandi álykt- un: „Stjórn BÍL lýsir stuðningi sínum við baráttu arkitekta fyrir að fá við- urkenndan siðferðislegan og lög- verndaðan höfundarrétt að verkum sínum og að hann verði virtur í sam- ræmi við lög og reglugerðir, ekki síst af stjórnvöldum. Vill BÍL í þessu sambandi nota tækifærið til að undirstrika þýðingu þess að höfundarréttur listamanna sé almennt þannig skilgreindur að ekki þurfi að koma til deilna eða dómsmála.“ BÍL styður bar- áttu arkitekta ♦ ♦ ♦ FERÐAFÉLAG Íslands efnir til skíðagönguferðar sunnudaginn 11. mars fyrir áhugasamt skíðafólk en ekki hefur viðrað vel til skíðaferða á suðvesturhorninu í vetur. Snjór er fyrir norðan Ármannsfell og ferðinni er heitið þangað á sunnudaginn. Reiknað er með að skíðagangan sjálf taki 3 – 4 klst. Brottför er frá BSÍ kl. 10.30 og komið við í Mörkinni 6. Fararstjóri í þessari ferð er Sig- urður Kristjánsson og farmiðinn kostar 1.400 krónur. Skíðagöngu- ferð við Ármannsfell SUNNUDAGSFERÐ Útivistar 11. mars er um gamla leið meðfram ströndinni frá Ósabotnum að Bás- endum og Hvalsneskirkju. Brottför er kl.10.30 frá Umferðarmiðstöðinni, BSÍ, en einnig er hægt að koma í rút- una á leiðinni við kirkjugarðinn í Hafnarfirði og á Fitjum í Reykja- nesbæ. Reiknað er með um 4 klst. göngu. Fararstjóri er Kristján M. Baldursson. Gengið verður af veginum út í Hafnir og liggur leiðin hjá ýmsum merkisstöðum, t.d. um Djúpavog að gamla Kirkjuvogi. Síðan er haldið að Þórshöfn þar sem var sumarsól- stöðuverslun á fyrri tíð og Gálga- klettum sem eru tveir klettar suður frá svonefndum Draughól, nálægt þar sem radarskermar Varnarliðsins voru. Göngunni lýkur við Básenda og Stafnes, en að Básendum var einok- unarverslun sem eyðilagðist í miklu flóði 1799 eins og frægt er, en þar má enn sjá garða og veggjabrot frá þeim tíma. Allir eru velkomnir í Útivistar- ferðir en félagar greiða lægra far- gjald, í þessa ferð kostar 1.700 kr. f. félaga og 1.900 kr. f. aðra. Strandganga Útivistar að Básendum Morgunblaðið/Gísli Sig. Kirkjan á Hvalsnesi er ein af fremur fáum steinhlöðnum kirkjum á Íslandi. ♦ ♦ ♦ UNGMENNAFÉLAG Íslands (UMFÍ) býður, í samvinnu við Ný- sköpunarsjóð og Iðntæknistofnun, upp á nýtt námskeið fyrir leiðtoga og stjórnendur. Námskeiðið hefur hlot- ið nafnið Leiðtogaskólinn og er ætl- að öllum metnaðarfullum leiðtogum og stjórnendum í félagsstarfi, at- vinnulífi og sveitarstjórnum, segir í fréttatilkynningu. Leiðtogaskólinn verður haldinn árið 2001 á Selfossi, Stykkishólmi og við Mývatn. Fjallað er um flest það sem viðkemur leiðtogum nútímans. Dæmi um þetta eru málefni eins og leiðtoga- og stjórnunarstílar, al- mannatengsl, samskipti, framkoma, frumkvöðlahugsun, markmiðasetn- ing, árangursríka stjórnun, virkjun fólks og svo mætti lengi telja. Námskeiðið er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn fer fram í apríl en sá seinni í október. Hægt er að nálgast allar nánari upplýsingar hjá UMFÍ. Námskeið UMFÍ fyrir leiðtoga Á FUNDI nefndar Sameinuðu þjóð- anna um útrýmingu kynþáttamis- réttis kom fram að íslensk stjórnvöld hafa vaxandi áhyggjur af starfsemi Félags íslenskra þjóðernissinna. Sendinefnd frá Íslandi gaf nefnd- inni skýrslu á miðvikudag um hvern- ig Ísland standist skilyrði sem sett eru fram í alþjóðlegum sáttmála um útrýmingu hvers kyns kynþáttamis- réttis. Í fréttatilkynningu frá Sameinuðu þjóðunum segir að Björg Thoraren- sen, skrifstofustjóri dómsmála- og löggæsluskrifstofu dómsmálaráðu- neytisins og formaður íslensku sendinefndarinnar, hafi sagt að ís- lensk stjórnvöld hefðu vaxandi áhyggjur af starfsemi Félags ís- lenskra þjóðernissinna. Markmið félagsins sé að Ísland verði aðeins fyrir Íslendinga. Félag- ið telji íslenska kynstofninn æðri öðrum og að þess skuli gætt að aðrir kynþættir blandist honum ekki. Félagið sé þó fámennt og yfirleitt ekki tekið alvarlega. Í fréttatilkynningunni segir enn- fremur að ekki sé ljóst hve fjölmenn samtökin séu eða hvernig skipulagi þeirra sé háttað. Lögregluyfirvöld hafi hins vegar hafið rannsókn. Nefnd Sameinuðu þjóðanna taldi ástand þessara mála almennt gott á Íslandi og talsverð framför hefði orð- ið á síðustu árum í þá átt að tryggja jafnrétti kynþátta. Björg Thorarensen lýsti því fyrir nefndinni að almenningur á Íslandi gerði sér betur grein fyrir réttindum sínum en áður. Þá hefði ýmislegt verið gert til að tryggja það að fólki væri ekki mismunað á grundvelli kynþáttar. Þannig væri gert ráð fyr- ir því í nýrri námskrá leik- og grunn- skóla að nemendum væri kennt að sýna öðrum umburðarlyndi og virð- ingu. Fundur nefndar SÞ um útrýmingu kynþáttamisréttis Vaxandi áhyggjur af starfsemi Félags íslenskra þjóðernissinna NÝTT námskeið á vegum Greining- arstöðvar um meðferð hegðunarerf- iðleika hjá börnum og ungmennum með þroskafrávik og fatlanir verður haldið dagana 22. og 23. mars. Á námskeiðinu er fjallað um hvernig við skilgreinum hegðun sem vanda- mál og hvaða þættir skipti þar máli og hvers vegna börn með þroskafrá- vik og fatlanir séu líklegri til að sýna erfiða hegðun en önnur. Kynntar verða helstu meðferðar- leiðir og fjallað sérstaklega um lyfja- meðferð og atferlismeðferð svo og ýmsar stoðleiðir. Einnig verður farið í athuganir og skráningar og fyrir- byggjandi aðgerðir. Auk almennrar fræðslu munu þátttakendur vinna verkefni í hópavinnu og taka þátt í umræðum. Leiðbeinendur eru þau Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðing- ur, Tryggvi Sigurðsson sálfræðingur og Stefán Hreiðarsson barnalæknir. Námskeiðið verður haldið í Gerðu- bergi kl. 9–16 báða dagana og er 16 kennslustundir. Nánari upplýsingar á www.greining.is. Námskeið um meðferð hegð- unarerfiðleika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.