Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 78
Í KÖNNUN á vegum Rannsóknar og greiningar sem gerð var á meðal 8. bekkjarnemenda grunn- skóla landsins, þar sem nemendur eru 13 til 14 ára, kom fram að um 15,4% þeirra brögðuðu fyrst áfengi 11 ára eða yngri. 1,9% nemenda viðurkenndu að hafa orðið fyrst drukkin 11 ára eða yngri. 18,1% nemendanna við- urkenndu að hafa einhvern tím- ann orðið drukkin á ævinni. Þann- ig er Ísland í dag. Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin (WHO) og Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna (UNICEF) hafa það báðar á stefnuskrá næstu 4 ára að vekja sérstaka athygli á skaðsemi áfengis og vaxandi drykkju á meðal ungs fólks. Liður af þessari herferð var m.a. ráðstefna haldin í Stokk- hólmi í lok síðasta mánaðar. Þangað fóru 5 Íslendingar til þess að taka þátt í umræðunum og þ.á m. voru þau Gunnar Thorarensen, formaður nemendafélags MR, og Inga Berglind Birgirsdóttir, nem- andi Menntaskólans á Akureyri. Líka vandamál á Íslandi „Ég held að þetta sé miklu meira vandamál en fólk gerir sér grein fyrir,“ svarar Gunnar að- spurður um hans álit á áfeng- isdrykkju íslenskra ungmenna. „Sérstaklega þá annarsstaðar í Evrópu, við stöndum miklu betur en mörg önnur Evrópulönd. Það var t.d. hluti af því sem ég komst að á þessari ráðstefnu. Það breyt- ir því samt ekki að þetta er líka vandamál hérna.“ Gunnar segir helsta vandamálið vera hve ungir krakkar eru þegar þau hefja að neyta áfengis. „Sem dæmi fengum við að sjá niðurstöður kannana þar sem við sáum dæmi um að rúmlega 50% 11–13 ára krakka í Evrópu höfðu verið drukkin a.m.k. einu sinni á síðasta ári. Ég held að það sé ekki jafnstórt vandamál hér. Það sem ég held að sé stærra vandamál hérna er hve ofsalega mikið magn krakkar drekka í hvert skipti.“ Eru auglýsingar hættulegar? En hvað er til ráða? „Það sem mér finnst að ætti að vera mesti áherslupunkturinn í þessu, og hlutur sem hægt er að beita sér fyrir, er að setja ein- hverjar hömlur á þær auglýsinga- herferðir sem áfengisframleið- endur eru með. Hér á Íslandi er þetta náttúrulega bannað yfir höf- uð en þær læðast þó í gegn. Úti eru þessar auglýsingar þær lang- flottustu, dýrustu og þær sem mest er lagt í. Oft er þeim beint til krakka sem eru á aldrinum 16– 20 og bera alveg greinileg skila- boð sem höfða ekkert til fólks sem er með áfengiskaupaaldur. Þar held ég að Evrópusambandið gæti komið inn í og sett staðla, það er nú nóg til af þeim nú þegar, af hverju ekki að setja staðlaðar reglur um þetta?“ Í því samhengi bendir Gunnar helst á þær auglýsingar sem tengjast íþróttum eða kynlífi. Til að mynda séu flest knattspyrnulið í breska boltanum styrkt af bjór- fyrirtækjum. „Við erum náttúrulega með all- ar þessar erlendu stöðvar þar sem þessar auglýsingar eru leyfðar. Fólk sér þetta alveg hér þó að þetta sé ekki leyfilegt á Íslandi.“ Það er því trú Gunnars að það sé mikið til auglýsingunum að kenna hversu ungir krakkar eru þegar þau byrja að drekka. „Ég held að það hafi mikil áhrif. Sérstaklega þar sem þetta er rosalega stór hluti innan aug- lýsingageirans og miklir peningar í veði. Þess vegna eru þetta erf- iðir andstæðingar sem við erum að fást við. Það er ekki nóg að ríkisstjórnir hér og þar berjist á móti þessu í sínu landi og þess vegna held ég að Evrópusam- bandið muni eiga auðveldara með að fást við þetta. Mér finnst að þeir ættu að setja blátt bann við þessu,“ segir Gunnar að lokum. Áhugasömum er bent á heima- síðu áfengis- og vímuvarnaráðs, www.vimuvarnir.is, þar sem m.a. er hægt að lesa yfirlýsingu sem samþykkt var af þátttakendum ráðstefnunnar í Stokkhólmi auk hentugra upplýsinga um starf- semi og stefnur ráðsins. (F.v.) Þorgerður Ragnarsdóttir úr Áfengis- og vímuvarnaráði, Inga Berglind Birgisdóttir og Gunnar Thorarensen. Tvö íslensk ungmenni voru þátttakendur í ráðstefnunni Ungt fólk og áfengi er haldin var í Stokkhólmi „Stórt vandamál hve mikið magn krakkar drekka“ FÓLK Í FRÉTTUM 78 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ UM þessar mundir er að rísa ný bylgja íslenskra sveita, undir nokkuð greinilegum áhrifum frá síðrokkinu sem er nokkuð áberandi form í neð- anjarðarrokkflóru samtímans. Sveitir eins og Mogwai, Slint og Tortoise eru nokkuð greinilegir viðmiðunarpunkt- ar og ekki má heldur gleyma hinni farsælu íslensku sveit Sigur Rós í þessu samhengi en vafalaust líta margar íslenskar ungsveitir í þessum geira til hennar með blik í augum. Náttfari, Dögun, Lúna og Lokbrá eru dæmi um nöfn sem komið hafa upp í umræðunni og svo náttúrlega Sofandi sem eiga heiðurinn af um- ræddum hljómdiski. Maður sér glögglega samkenni með því einu að líta á nöfn sveitanna; hippaleg, draumkennd og Sigur Rósarleg mjög. Það verður spennandi að sjá hvað verður á næstu mánuðum. Frumburður Sofandi fer vel af stað með tveimur ósungnum lögum, en ósungin lög eður stemmur er algeng siðvenja hjá síðrokkssveitum. Þriðja lagið er öllu óeftirtektarverðara, hálf- þunnt og endingarlítið. Platan er nokkuð tvískipt að þessu leytinu til. Stundum detta félagarnir Sofandi niður á frumlegar og innblásnar stemmur, gott dæmi væri lagið „Big City Good Day“ sem státar af frá- bærum bassa og gítarflétt- um, breytist svo í einhvers konar U2 óð undir endann og lagið „I’m Sorry“ sem er seiðmagnaður stutthundur, áhrifaríkur mjög. En þess á milli er oft harla lítið að gerast – nema þá eitthvað sem maður hefur heyrt að því er virðist oft og mörgum sinnum áður. Ég verð sér- staklega að nefna síðasta lagið sem mér finnst vera harla misheppnað; á líklega að vera fyndið en er það ekki – því miður. Hljómur plötunnar er æði frum- stæður, lágfitlslegur í anda Lou Bar- low og félaga. Sum lögin minna mig svolítið á Strump- og Snarlsafnsæld- urnar sem gefnar voru út fyrir meira en áratug – surgandi kassettu- hljómur og einföld ömmugrip. Ég er svona enn að gera það upp við mig hvort að það sé kostur eða ekki. En Akkiles- arhæll plötunnar er fyrst og fremst lagasmíðarnar sjálfar, sem mættu vera sterkari. Umslagshönnunin er mjög svöl – stílbragðið per- sónulegt og frumlegt. Þrátt fyrir áðurnefnda ágalla vefst það ekki fyrir mér að hér eru efnispiltar á ferð. Þeir þurfa bara að nudda nokkrar stírur í burtu og þá ætti þetta að vera í lagi. Þessi fyrsta afurð Sofandi-manna er á heildina lit- ið um margt misjöfn en gefur fögur fyrirheit um framhaldið. Síðrokk úr skúrnum TÓNLIST G e i s l a d i s k u r Anguma, geisladiskur hljómsveit- arinnar Sofandi. Sveitina skipa þeir Bjarni Þórisson, sem spilar á gítar, Kristján Freyr Einarsson, sem leik- ur á trommur, og Markús Bjarna- son syngur og leikur á bassa. Þeim til aðstoðar eru Aðalsteinn Möller (húsgagn í „Grandmother“) og Halla Vilhjálmsdóttir (söngur í „Waltz no. 4“). Öll lög og textar eru eftir Sofandi. Upptökustjórn var í höndum Valgeirs Gunnlaugs Ís- leifssonar og Sofandi. Þeim til að- stoðar var Kolbeinn Hugi Hösk- uldsson. 73,51 mín. Grandmothers Records gefur út. ANGUMA Morgunblaðið/Kristinn Sofandi: (frá vinstri) Markús Bjarnason, Bjarni Þórisson, Kristján Freyr Einarsson. Arnar Eggert Thoroddsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.