Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. ELDUR kom upp í vélarrúmi vél- bátsins Sigurbjargar ST-55 þar sem hann var á netaveiðum skammt norðvestur af Dritvík á Snæfellsnesi síðdegis í gær. Fjórum bátsverjum tókst að slökkva eldinn en báturinn missti vélarafl og var dreginn til hafnar á Rifi. Bátsverjarnir meidd- ust ekki. Sigurbjörg ST-55 er 25 brúttólesta eikarbátur, smíðaður ár- ið 1971. Halldór Logi Friðgeirsson skip- stjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöld að eldurinn hefði kviknað út frá kabyssuröri í vélar- rúminu um kl. 16. „Þetta var þó nokkur eldur og reykur í vélar- rúmi,“ sagði Halldór Logi. „Við gát- um fyrst ekkert athafnað okkur fyr- ir reyk en þegar hann fór að minnka náðum við að slökkva eldinn.“ Vegna reyksins skiptust bátsverj- arnir á um að berjast við eldinn með slökkvitækjum. Halldór Logi telur að eldurinn hafi logað í um 40 mín- útur áður en þeim tókst að slökkva hann. Báturinn missti fljótlega vél- arafl og rafmagn en talstöðvar virk- uðu og þeir gátu látið Landhelgis- gæsluna vita um ástandið um borð. Brík BA-2 kom fljótlega að og dró bátinn að Rifi. Esjar SH-75 tók bát- inn síðan í tog og dró hann inn í höfnina. Drátturinn gekk vel og var Sigurbjörg komin til hafnar um kl. 19.45. Nokkrar skemmdir urðu í vélar- rúmi og eitthvað af afla í lest bátsins skemmdist. Bátur dreginn vélarvana til hafnar á Rifi Eldur kviknaði í vélarrúmi Morgunblaðið/Alfons Ellerti Jósteinssyni, Magnúsi Ómarssyni, Halldóri Loga Friðgeirs- syni og Sigurði Steindórssyni tókst að slökkva eldinn en erfitt var að komast að honum vegna mikils reyks í vélarrúmi. SANNKÖLLUÐ vorblíða lék við íbúa höfuðborgarsvæðisins í gær og notuðu margir tækifærið til úti- veru eins og þetta par sem naut sól- argeislanna í Öskjuhlíðinni. Blíðan mun væntanlega áfram gleðja landsmenn. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð hægri austlægri átt, skýjað með köflum en þurrt að mestu og hiti verður á bilinu 2 til 8 stig. Hins vegar er búist við að norðan- og austanlands geti orðið vætusamt og hiti á bilinu 0 til 8 stig. Morgunblaðið/Þorkell Vorblíða leikur við göngufólk AÐALFUNDUR Búnaðarbanka Ís- lands hefst í dag klukkan 14 á Hót- el Sögu þar sem tekin verður ákvörðun um hverjir muni skipa næsta bankaráð. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins verður Magnús Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SÍF og Vinnu- veitendasambandsins, næsti for- maður bankaráðsins og tekur hann við af Pálma Jónssyni. Bankaráðið hélt sinn síðasta fund fyrir aðalfund í gær en þar mun ekki hafa verið kynnt nein tillaga um það hverjir eigi að skipa banka- ráð að loknum aðalfundi í dag. Auk Pálma sitja nú í bankaráði Þórólfur Gíslason, sem er varaformaður, S. Elín Sigfúsdóttir, Haukur Helgason og Hrólfur Ölvisson. Gert er ráð fyrir að fleiri breytingar kunni að verða gerðar á bankaráðinu. Lýsa yfir trausti á bankaráðið Stjórn Starfsmannafélags Búnað- arbankans sendi í gær frá sér frá sér samþykkt, sem gerð var á fundi stjórnarinnar 9. mars sl. Þar er lýst fullu trausti á bankaráð Búnaðar- bankans og stuðningi við störf þess og „aðgerðir í því ölduróti sem bankinn hefur þurft að búa við á undanförnum mánuðum“, eins og segir í samþykktinni. Beinir stjórn- in þeirri ósk til allra hluthafa bank- ans að sem minnstar breytingar verði gerðar á skipan bankaráðsins á aðalfundinum í dag. Aðalfundur Búnaðarbankans Magnús Gunn- arsson formað- ur bankaráðs SAMKVÆMT heimildum Morgun- blaðsins hefur aðeins miðað í sam- komulagsátt í kjaraviðræðum sjó- mannasamtakanna og Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. Út- vegsmenn munu hafa fallist á að ræða frekar hugmyndir sem lagðar hafa verið fram um tengingu á fisk- verði í beinum viðskiptum við með- alverð á fiskmörkuðum. Mikið vant- ar þó á að samkomulag sé komið um fiskverðið sem fram til þessa hefur verið eitt helsta deilumál samnings- aðila. Fundir verða í kjaradeilunni um helgina og hefur næsti fundur verið boðaður klukkan tíu í dag. Annað helsta deilumálið, sem enn er óleyst, er mönnun á skipum. Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi um það mál og hafa sjómenn lýst yfir harðri andstöðu við það. Samgöngu- ráðherra, sem leggur frumvarpið fram, hefur enn ekki mælt fyrir mál- inu. Útvegsmenn leggja mikla áherslu á að gerðar verði breytingar á kjarasamningi sjómanna sem snerta fækkun í áhöfn vegna tækni- breytinga. Forystumenn sjómanna hafa neitað að ræða slíkar breyting- ar meðan frumvarp samgönguráð- herra liggur óbreytt fyrir þinginu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er með öllu óvíst hvort tak- ist að forðast verkfall þó að miðað hafi í samkomulagsátt í fiskverðs- málum. Mikill ágreiningur er enn um það mál og um önnur mál. Raun- ar er ekki búið að ganga frá sam- komulagi um neinn þátt samning- anna, ekki einu sinni um slysatryggingar, en útvegsmenn hafa lýst sig tilbúna til að koma þar til móts við kröfur sjómanna. Verk- ffall sjómanna hefst nk. fimmtudag hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Á milli 5 og 6 þúsund manns starfa við fiskvinnslu í landinu, en starf- semi flestra fiskvinnslustöðva mun stöðvast fáeinum dögum eftir að verkfall sjómanna hefst. Verkfallið nær til um fimm þúsund sjómanna. Gæti haft víðtæk áhrif Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, telur að hugsan- legt verkfall sjómanna leiði ekki af sér mikil efnahagsáhrif, vari það í skamman tíma, vegna mikillar af- kastagetu fiskiskipaflotans. Öðru máli gegni verði verkfall langvinnt. Þórður telur að mestu áhrifin verði vegna truflana á loðnuveiðum og vinnslu og sömuleiðis gæti verkfall haft áhrif á útflutningsmarkaðina. Loðnuveiðar standa nú yfir af fullum þunga og telur Þórður að hugsanlegt verkfall geti orðið til þess að allt að 150–200 þúsund tonn af loðnu veidd- ust ekki, sem eru 1–2 milljarðar í út- flutningsverðmæti. Hann tekur þó fram að alls ekki sé tryggt að allur þessi afli veiddist þó að ekki komi til verkfalls. Þá segir Þórður að verk- fallið geti haft neikvæð áhrif á salt- fiskútflutninginn, en saltfiskmarkað- ir séu einmitt mjög sterkir á þessum tíma. Hreyfing komin á viðræður í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna Útvegsmenn fallast á að ræða verðtengingu  Markaðir/42 HÓPUR pilta veittist að 17 ára pilti við verslunina Samkaup í Miðvangi í Hafnarfirði um klukkan 21.30 í gær- kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni kom til átaka og lyktaði þeim með því að pilturinn hlaut skurð á gagnauga og enni. Einn af hinum piltunum var einnig sár eftir átökin. Pilturinn náði að forða sér á hlaupum en vegfarendur kölluðu til lögreglu. Sjúkrabifreið flutti piltinn á slysadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi en hann reyndist ekki mikið slasaður. Ungu mennirnir brutu einnig hlið- arrúðu á bifreið piltsins og beygluðu hliðar hennar með spörkum. Lög- reglan yfirheyrði þá í gærkvöld en þeir voru allir ölvaðir. Ráðist á pilt í Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.