Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ísland fær aðgang að stærsta tölvu- gagnagrunni í Evrópu, Schengen- upplýsingakerfinu (SIS). Hverja má skrá í kerfið og hvernig er það notað við löggæslu? Öryggisreglur og persónu- vernd. Gagnrýni í öðrum löndum. Þriðjudagur 20. mars S irene-skrifstofan hjá Ríkislög-reglustjóra fær það verkefni viðgildistöku Schengen að fara yfir áhafna- og farþegalista allra skipa sem koma til landsins frá öðrum löndum, hvort sem þau koma frá aðildarlöndum Schengen-samstarfsins eða löndum utan þess, að frátöldum ferjum og þeim skemmtiferðaskipum sem sigla innan Schengen-svæðisins. Farþegar sem ferðast með Norrænu munu því ekki lengur sæta eftirliti við komuna til Íslands eftir að Schengen- samstarfið hefst. Öllum öðrum skipum, að frátöldum ís- lenskum fiskiskipum sem ekki hafa kom- ið til hafnar erlendis, ber að gefa upp áhafna- og farþegalista. Hefur verið ákveðið að Landhelg- isgæslan safni saman áhafna- og far- þegalistum skipanna. Verður skipum gert skylt að senda áhafna- og farþegalista til Landhelgisgæslunnar áður en þau koma til til hafnar. Mun Landhelg- isgæslan svo framsenda listana til SIR- ENE-skrifstofunar þar sem verður höfð vakt allan sólarhringinn. Þar verða list- arnir bornir saman við skráningar í Schengen-upplýsingakerfinu (SIS) og lögreglustjórum út um landið þar sem skipið kemur til hafnar verður síðan til- kynnt um niðurstöðurnar. Á þetta fyrirkomulag að leiða til þess að ekki verði tafir í höfnum þegar skip koma frá öðrum löndum vegna landa- mæraeftirlits. Gæslan safnar listum yfir farþega skipa U PPHAF Schengen-samstarfsins er yfirleitt miðað við 14. júní 1985 þegar fulltrúar Belgíu, Frakklands, Hollands, Lúx- emborgar og Þýskalands komu saman í bænum Schengen í Lúxemborg og undirrituðu samkomulag um að fella smám saman niður eftirlit á sameig- inlegum landamærum þessara ríkja. 19. júní 1990 var svo undirritaður á sama stað samningur milli sömu ríkja um fram- kvæmd Schengen-samkomulagsins. Samkvæmt Rómarsáttmálanum, stofnsátt- mála Efnahagsbandalags Evrópu, skal innri markaðurinn vera „svæði án innri landa- mæra þar sem frjálsir vöruflutningar, frjáls för fólks, frjáls þjónustuviðskipti og frjálsir fjármagnsflutningar eru tryggðir“. Mark- miðið um frjálsa för yfir landamæri náðist hins vegar ekki á vettvangi ESB vegna and- stöðu Breta, sem hafa enn sem komið er ekki fallist á að aflétta eftirliti á landamær- um sínum. Vegna náinna tengsla við Breta fylgdu Írar þeim eftir í þessu máli. Önnur aðildarríki ESB brugðust hins vegar við þessu með því að gera Schengen-sáttmál- ann. Schengen-samningnum hrint í framkvæmd 1995 Schengen-samningurinn kom svo til fram- kvæmda milli hluta aðildarríkja ESB, Bene- lúx-ríkjanna, Frakklands, Portúgals, Spánar og Þýskalands, 26. mars 1995. „Danmörk hafði þá sótt um áheyrnaraðild að samstarf- inu með það fyrir augum að gerast aðili síð- ar. Aðild Dana að samstarfinu hefði leitt til þess að ytri landamæri Schengen-svæðisins hefðu legið í gegnum Norðurlöndin og með því hefði norræna vegabréfasambandið liðið undir lok. Vegna þessa var sá fyrirvari í umsókn Dana að Schengen-samstarfinu að norræna vegabréfasambandið héldist. Það var mat stjórnvalda að íbúar Norður- landanna mundu hvorki skilja né sætta sig við að 40 ára frelsi til ferða án vegabréfs milli norrænu ríkjanna þyrfti að ljúka á þennan hátt. Auk þessu hefðu Norðurlöndin haft með sér verulegt samstarf á sviði lög- reglumála, réttaraðstoðar o.fl. sem kynni að vera í hættu ef þau væru ekki samstiga í þessu sambandi. Í ljósi alls þessa lýstu for- sætisráðherrar Norðurlanda því yfir á fundi sínum í Reykjavík 27. febrúar 1995 að það þjónaði best hagsmunum norræna vega- bréfasambandsins að löndin hefðu sameig- inlega jákvæða afstöðu til þátttöku í Schengen-samstarfinu. Samstarfssamningur Íslands og Noregs við Schengen-ríkin var síðan undirritaður í Lúxemborg 19. desem- ber 1996 [...] samhliða aðildarsamningum Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar,“ segir í greinargerð þingsályktunartillögu á Al- þingi um fullgildingu samnings Íslands, Noregs og ráðs ESB. Samstarfið flutt undir stofn- anakerfi ESB 1999 Samkvæmt ákvæðum Amsterdam- sáttmálans frá júní 1997 var Schengen- samstarfið flutt inn í stofnanakerfi ESB í maí 1999 með sérsamningum um aðild Ís- lands og Noregs. Þingsályktunartillagan um þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu var samþykkt á Alþingi sl. vor. með 41 at- kvæði. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Guðjón A. Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, voru á móti en fjórir þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks, Einar Oddur Kristjánsson, Einar K. Guðfinnsson og Gunnar Birgisson og Sverrir Her- mannsson, formaður Frjálslynda flokksins. Aðrir viðstaddir þingmenn Sjálfstæð- isflokksins, Framsóknarflokksins og Sam- fylkingarinnar voru hins vegar samþykkir aðild Íslands að Schengen. Lúxemborgarsamningurinn tryggði fulltrúum Íslands aðgang að öllum þáttum Schengen-samstarfsins með málfrelsi og til- lögurétti þannig að haft er samráð við Ís- lendinga á öllum stigum þegar Schengen- málefni eru til umræðu á vettvangi ESB. Ís- land og Noregur eiga þó ekki aðild að endanlegum ákvörðunum ESB um nýjar svonefndar Schengen-gerðir á samningssviði Schengen. Að mati lögfræðinga er Íslandi skylt að lögfesta í innanlandslögum sínum bæði núgildandi Schengen-gerðir, sem Al- þingi hefur þegar gert til að fullnægja þeim skuldbindingum sem þátttökunni eru sam- fara, svo og þær framtíðargerðir sem ESB kann að samþykkja. Ella yrði litið svo á að um samningsbrot væri að ræða. Lítil umræða á Íslandi Á mótunarskeiði Schengen-samstarfsins fór mikil umræða í Evrópulöndum og á síð- ustu árum á Norðurlöndunum einkum Nor- egi og Danmörku um áhrif þátttöku í þessu samstarfi. Mun minna hefur borið á slíkri umræðu um Schengen hér á landi. „Er þetta athyglisvert þar sem með þátttöku í samstarfinu, ekki síst eftir þróun þess sam- kvæmt Amsterdamsáttmálanum, hefur Ís- land hafið mikilvægt samstarf við meg- inþorra aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) á sviðum sem þau sjálf hafa talið meðal þeirra viðkvæmustu og umdeildustu þegar kemur að frekari þróun sam- bandsins,“ segir Högni S. Kristjánsson, sendifulltrúi í utanríkisráðuneytinu, í grein í tímaritinu Úlfljóti. Schengen-samstarfið kemur í stað 40 ára vega- bréfasambands Norðurlandanna Samstarf á viðkvæmustu sviðum ur hægt að sækja um vegabréfsáritun til Íslands á alls 130 stöðum í heiminum, sem er veruleg fjölgun því til þessa hafa staðirnir verið um 30 talsins. Þorsteinn segir að þetta geti skapað ný tæki- færi í ferðaþjónustu og viðskiptum gagnvart mönnum sem hefðu að öðrum kosti þurft að senda vegabréf sín landa á milli til að fá áritun til Íslands. Nefnd á vegum samgönguráðherra sem fjallaði um áhrif Schengen á ferðaþjónustuna vakti athygli á því í skýrslu sinni á seinasta ári að þegar íslenskir ræðismenn og hugsanlega sendiráð hættu útgáfu vegabréfsáritana rofnaði ákveðin tenging ferðamannsins við Ísland. „Mögulegt er þó að hér geti verið á ferðinni já- kvæð heildaráhrif fyrir íslenska ferðaþjónustu. Bæði mun þeim löndum fjölga sem ekki þurfa vegabréfsáritanir og einnig að þetta muni frek- ar hvetja ferðalanga sem hvort sem er eru á ferð innan Schengen-svæðisins til að koma við á Ís- landi því þar gildi sama áritunin,“ segir í nefnd- arálitinu. Valdframsal ekki talið brjóta í bága við stjórnarskrá Í álitsgerð, sem lögfræðingarnir Davíð Þ. Björgvinsson, Stefán M. Stefánsson og Viðar M. Matthíasson unnu fyrir utanríkisráðuneytið um Schengen-samninginn og íslensku stjórnar- skrána, benda þeir á að þar sem vegabréfsárit- anir til einstakra Schengen-landa gildi á öllu svæðinu verði íslensk stjórnvöld bundin við vegabréfsáritanir sem gefnar hafa verið út af öðrum samningsaðilum. Svipaða sögu sé að segja af þeim lista sem ríkin hafa sammælst um yfir ríki þaðan sem ríkisborgarar skulu háðir vegabréfsáritun. Samstarfið feli þannig óhjá- kvæmilega í sér framsal á framkvæmdarvaldi, m.a. að því er varðar vegabréfsáritanir til þriggja mánaða eða skemmri tíma. Lögfræðing- arnir komust þó að þeirri niðurstöðu að ekki væri um að ræða framsal framkvæmdarvalds í þeim mæli að það fari í bága við 2. grein stjórn- arskrárinnar. Högni Kristjánsson bendir á að ef samið er við ákveðið ríki um að gefa út áritanir fyrir Ís- lands hönd þá fer það ríki með fyrirsvar okkar og gengur frá öllu sem því tilheyrir án þess að hafa sérstaklega samband við íslensk stjórnvöld vegna hverrar einstakrar afgreiðslu nema ís- lensk stjórnvöld hafi óskað sérstaklega eftir því. Í þeim tilvikum megi halda því fram að um ákveðið framsal sé að ræða. Högni bendir hins vegar á að íslensk stjórnvöld eigi alltaf þann kost að geta beðið viðkomandi ríki að hafa samband áður en áritun er gefin út. ,,Það er að sjálfsögðu opið að við tökum þetta að okkur aftur þar sem við erum með sendiráð, en ég held að það sé mjög skynsamlegt að láta þetta fara í gang með þessum hætti og sjá hvernig þróunin verður. Eftir eitt ár gætum við endurmetið stöðuna og horft til þess hversu margar áritanir voru gefnar út til Íslands á helstu stöðum sem um ræðir í þessu sambandi s.s. í Moskvu og Peking,“ segir Högni. Talið er ljóst að þessar breytingar muni jafn- framt hafa í för með sér að vegabréfsáritunum til Íslands muni fækka, einkum ferðamannaárit- unum. Stærsti einstaki hópur ferðamanna sem hafa komið með vegabréfsáritanir til Íslands er frá Taívan en oft er Ísland aðeins einn áfanga- staður af fleiri í Evrópu. Ekki verður því sama þörf á að sækja um sérstaka áritun til Íslands þótt förinni sé einnig heitið hingað. Lengri bið eftir útgáfu vegabréfsáritana? Á fundi sem Samtök um Vestræna samvinnu, Varðberg og stjórnmálafræðiskor Háskóla Ís- lands, héldu fyrir skömmu um Schengen kom fram sú gagnrýni að samningur við Dani um út- gáfu vegabréfsáritana til Íslands gæti leitt til þess að bið eftir vegabréfsáritunum til Íslands myndi lengjast úr tveimur til þremur mánuðum í hálft ár. Viðmælendur Morgunblaðsins innan stjórnarráðsins telja þó ósennilegt að svo verði. Spurður um þetta segir Þorsteinn að ekki liggi fyrir upplýsingar frá Dönum um hvaða tíma þetta tekur. Svar við spurningunni liggi ekki fyrir. ,,Allt þetta kerfi kallar á að þeir sem þurfa að útvega vegabréfsáritanir og þeir sem flytja inn fólk til vinnu temji sér agaðri vinnubrögð og sæki um með góðum fyrirvara. Það verður miklu minna svigrúm til neyðarreddinga en ver- ið hefur. Það er í raun óháð því hvort íslensk eða dönsk sendiráð gefa út þessar áritanir,“ segir Högni. VISION-skrifstofa sett á fót í Útlendingaeftirlitinu Hvert aðildarland Schengen setur á fót svo- nefnda VISION-skrifstofu (Visa Inquiry Open border Network) sem er tengiliður yfirvalda, sem sjá um vegabréfsáritanir og dvalarleyfi, við aðrar VISION-skrifstofur. VISION-skrifstofan á Íslandi er til húsa í Útlendingaeftirlitinu og á ábyrgð þess. Er hún beinlínutengd við Schen- gen-upplýsingakerfið og hefur takmarkaðan leitaraðgang í kerfinu, þ.e.a.s. að upplýsingum um útlendinga, sem eru á skrá yfir þá sem synja á um komu til aðildarlanda Schengen. Allir stað- ir sem gefa út vegabréfsáritanir á vegum hvers lands þurfa að hafa aðgang að afmörkuðum upp- lýsingum í upplýsingakerfinu. Staðbundnar áritanir vegna atvinnu- eða dvalarleyfis Schengen-reglurnar ná ekki til útgáfu dval- arleyfa og atvinnuleyfa sem verða áfram í valdi hvers ríkis með þeim takmörkunum þó, að ef eitt ríki veitir útlendingi, sem er á skrá í Schen- gen- upplýsingakerfinu yfir óæskilega útlend- inga og vísa ber frá svæðinu, dvalarleyfi skal það hafa samráð við önnur aðildarríki og taka tillit til öryggishagsmuna þeirra. Aðeins á að veita slík dvalarleyfi ef gildar ástæður mæla með því, s.s. mannúðarástæður eða alþjóðlegar skuldbindingar. Einstök ríki geta þannig gefið út staðbundnar vegabréfsáritanir, sem gilda eingöngu fyrir dvöl í einu ríki í lengri tíma en þrjá mánuði. Útlend- ingar sem fá útgefið dvalarleyfi á Íslandi geta þó ferðast með það sem skilríki á svæðinu.                 !  !    " #$%% $& # '            ('   ''  ' )*    & & # '     +   '  ! '     +     ' , ,''  ' -  +    ) . .   ' Talið var að kostnaður ís- lenska ríkisins af því að halda áfram að gefa út vegabréfsáritanir til lands- ins samkvæmt reglum Schengen gæti numið tug- um milljóna króna Schengen-upplýs- ingakerfið (SIS)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.