Morgunblaðið - 18.03.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.03.2001, Qupperneq 20
L eikhúsmarkaðurinn er að breyt- ast. Leikhúsum er að fjölga, áhorfendur hafa aldrei verið fleiri og fjölgar enn og aldrei hafa fleiri starfað að leiklist en nú um stundir. Þó er þessi gróska í vissum skilningi sápukúla sem hefur þanist út um ótrúlega hríð án þess að springa. En ýmis teikn eru á lofti um að kúlan springi áður en langt um líður ef ekki verður róttæk breyt- ing á umhverfi hennar. Þegar talað er um róttækar breytingar er hægt að tína ýmislegt til en flest af því er fyrirsláttur, hið eina sem raunverulega skiptir máli eru peningar. Peningar í íslenskri leiklist eru líklega um einn milljarður á ársgrundvelli. Þar af er op- inbert fé til leiklistar um tveir þriðjungar og einn þriðjungur eru tekjur leikhúsanna af sýningum. Hinu opinbera fé er þannig skipt að Þjóðleikhúsið fær um 400 milljónir, Borg- arleikhúsið 180, Íslenska óperan 65, sjálfstæð leikhús um 50 og Leikfélag Akureyrar um 30. Samanlagður áhorf- endafjöldi þessara leik- húsa eru um 400 þúsund og þar af taka sjálf- stæðu leikhúsin helm- inginn og hin leikhúsin auðvitað hinn helming- inn. Og nú erum við komin að kjarna máls- ins. Er nokkurt réttlæti í því að sjálfstæðu leikhúsin fái einungis 10% af opinberum stuðningi þegar þau taka við 50% af áhorf- endunum? Spurningin er lögð upp sem réttlætis-og sanngirnismál en er engu að síð-ur frámunalega grunnhyggin. Op-inber stuðningur við listastarfsemi er ekki reiknaður út frá aðsókn að einstökum listastofnunum eða listviðburðum. Opinber stuðningur við listastarfsemi er skýrasta yf- irlýsing sem yfirvöld geta gefið um menning- arpólitíska stefnu sína og felur í sér þann skilning að ákveðna þætti listastarfsemi er ekki hægt stunda í fjáraflaskyni. Opinber stuðningur við listastarfsemi er stuðningur við eðli starfseminnar en ekki stuðningur við áhorfendur. Það er menningarpólitísk stefna að halda úti Sinfóníuhljómsveit Íslands með ærnum kostnaði, einnig Listasafni Íslands og Lista- safni Reykjavíkur svo og Þjóðleikhúsi, Borg- arleikhúsi og Íslensku óperunni. Aðsókn að tónleikum hérlendis er með því mesta sem þekkist á byggðu bóli. Þó er Sinfón- íuhljómsveit Íslands aðeins tæplega hálf- drættingur miðað við heildina. Enn hefur þó enginn látið sér detta í hug að heimta að fjárveitingar til Sinfóníuhljómsveitarinnar verði endurskoðaðar á þeim grundvelli. Listasafn Íslands dregur að sér fjölda gesta árlega en heildarfjöldi gesta á málverka- og listasýningar í landinu öllu er þó margfalt meiri en aðsóknin að Listasafninu einu. Dett- ur nokkrum manni í hug að heimta að fjár- veitingunni verði deilt út samkvæmt höfða- tölu sýningargesta. Nei, auðvitað ekki. Aðeins í leikhúsheiminum hefur þessi hugsun náð slíkri fótfestu að Samkeppnisstofnun hef- ur látið hafa sig út í að eyða mörgum mán- uðum í skýrslugerð um samkeppnisstöðu sjálfstæðra leikhúsa og ljúka skoðun sinni með þeim tilmælum til menntamálaráðherra að „...hann beiti sér fyrir endurmati á op- inberri aðstoð við leikhúsrekstur.“ Sam- keppnisstofnun leggur til í fullri alvöru að „opinber fjárstuðningur til leiklistar yrði í meira mæli í formi styrkveitinga til einstakra verkefna sem valin yrðu af óháðum aðilum á samkeppnisgrundvelli, þar sem bæði sjálf- stæð og opinber leikhús gætu leitað eftir fjármögnun, en í minna mæli í formi styrkja til reksturs tiltekinna stofnana og launa fast- ráðinna starfsmanna hjá þeim.“ Þessi tilmæli ganga í fyrsta lagi þvert gegn inntaki gildandi leiklistarlaga og í öðru lagi gera þau ráð fyrir að leiklistarstarfsemi sé fyrst og síðast atvinnugrein sem stunduð er í ábataskyni þar sem samkeppnisaðstaða einstakra aðila skal vera sem jöfnust eða eins og segir í tilmælum til menntamálaráðherra: „Leitað verði leiða til þess að samræma bet- ur en nú er hin menningarlegu og listrænu markmið sem að er stefnt og markmið sam- keppnislaga um að opinberir styrkir raski ekki samkeppni á leikhúsmarkaði.“ Væri það svo að tilgangur leiklist- arstarfsemi væri eingöngu að afla tekna og skila ágóða þá væri þessi skýra afstaða um jafna samkeppnisstöðu mjög skiljanleg. En tilgangur opinbers stuðnings við lista- starfsemi og þar með talin leiklist er annar. Þar koma menningarleg sjónarmið til leiks þar sem menningarstefna stjórnvalda byggist á því að halda úti listastarfsemi sem undir- strikar menningarlegt sjálfstæði þjóðarinnar, leggur áherslu á þróun listgreinarinnar sem í mörgum tilfellum er ekki fjárhagslega ábata- söm og býr listamönnum það umhverfi að þeir geti stundað listsköpun sína án stöð- ugrar umhugsunar um fjárhagslegar afleið- ingar hennar. Að þeir þurfi ekki að hafa samkeppnisstöðu sína sífellt í huga. Hættan sem hér er verið að bjóðaheim er að setja undir einn ogsama hatt alla umræðu um leik-list burtséð frá innihaldi hennar og markmiðum. Í svari Leikfélags Reykja- víkur til Samkeppnisráðs er komið inn á þetta með athyglisverðum hætti. „Sú skoðun, að hvaða starfsemi sem er skuli vera lögð til jafns við þá sem fyrir er og njóta skilyrð- islaust jöfnuðar án þess að litið sé til sögu- legra hefða, árangurs og fullgildra samninga millum lögaðila, er ný af nálinni og styður sig við jafnræðisreglu og samkeppnislög. Ef ein lúðrasveit nýtur styrks frá sveitarfélagi skulu þá allar aðrar lúðrasveitir njóta hans líka?“ Loks segir í niðurlagi svars LR: „Það er skoðun stjórnar Leikfélags Reykjavíkur að fyrrgreint erindi Bandalags sjálfstæðra leik- húsa sé illa grundað og órökstutt. Tilefni um- kvartana í því sé ónógt til að Samkeppn- isstofnun hafi frekari afskipti af frjálsu leikhúslífi í landinu. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur leggur því til að erindi Banda- lags sjálfstæðra leikhúsa verði vísað frá.“ Þó mest hafi verið gert úr tilmælum Sam- keppnisráðs til menntamálaráðherra er meg- inniðurstaðan engu að síður þessi: „Sam- keppnisráð hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu lagaleg skilyrði til íhlutunar þess um meint brot Leikfélags Reykjavíkur, Þjóð- leikhússins og Íslensku óperunnar á ákvæð- um samkeppnislaga, sbr. ákvörðun sam- keppnisráðs nr. 8/2001.“ Hin „meintu brot“ eru fólgin í und-irboði á miðaverði sem stofn-analeikhúsin hafa að sögn stund-að í krafti þess að njóta ríflegra opinberra styrkja. Stjórn Leikfélags Reykja- víkur bendir einnig á í svari sínu til Sam- keppnisstofnunar að ekki sé sjálfsagt að treysta öllum þeim tölum um aðsókn sem sjálfstæðu leikhúsin gefa upp. Segir í skýrslu Samkeppnisstofnunar þar sem vitnað er til bréfs LR: „Í málflutningi Bandalags sjálf- stæðra leikhúsa sé mikið gert úr aðsókn- artölum. Þjóðleikhúsið og Leikfélag Reykja- víkur séu stofnanir með opið bókhald, sem geri höfundum sínum og rétthöfum fulla grein fyrir aðsókn sinni og tekjum. Vandinn sé hins vegar sá að birtar tölur annarra svo- kallaðra sjálfstæðra leikhúsa hafi oft reynst stórlega ýktar og ósannar, en í fæstum til- vikum sé unnt að færa sönnur á hið rétta, þar sem leikhúsin hafi ekki falið óháðum að- ila eftirlit með aðsókn, líkt og dagblöð og kvikmyndahús gera. „Forsendan fyrir kröf- um sjálfstæðra leikhópa um aukna styrki frá sveitarfélögum og ríki er aðsókn að sýn- ingum þeirra. Það verður ekki hægt að byggja á slíkum tölum fyrr en þær má sann- reyna með ábyggilegum hætti af þriðja að- ila.“ Einfaldur reikningur segir að ef sjálf- stæðu leikhúsin fá 200 þúsund gesti árlega og selja hvern miða á 1000 krónur (sem er vægt áætlað) þá eru brúttótekjur sjálfstæðu leikhúsanna af starfsemi sinni 200 milljónir. Þrátt fyrir að hér sé dregið í efa fullt sannleiksgildi fullyrðinga sjálfstæðu leikhús- anna um mikla aðsókn þá er öllum ljóst að aðsókn að sýningum þeirra er mjög mikil og hefur aukist á undanförnum misserum. Sam- tímis hefur komið í ljós að ekki er hægt að byggja leikstarfsemi hér á Íslandi eingöngu á aðsókn nema leikhús með slíka stefnu hefði einkaleyfi á flutningi söngleikja og gam- anleikrita. Þeirri skoðun hefur reyndar verið haldið fram í fullri alvöru af talsmönnum ákveðinna sjálfstæðra leikhúsa að stofn- analeikhúsin ættu að láta sjálfstæðu leikhús- unum eftir að sinna slíkum verkefnum. En þá er líka eins gott að kalla leikhús sem set- ur slík verkefni á oddinn sínu rétta nafni og tala um markaðsleikhús eða jafnvel búlev- arðleikhús sem á fullan rétt á sér svo lengi sem einhver sækir sýningar þess, en engum með fullu viti dettur í hug að styrkja af op- inberu fé. Í þeim löndum sem við sækjum helst leikhúsfyrirmyndir okkar þrífst tvenns konar fjármögnun leikhúsa. Annars vegar leikhús sem njóta opinberra styrkja og kost- unar einkaaðila og hins vegar markaðsleik- hús sem gera eingöngu út á aðsókn. Mér vit- anlega hefur enginn framleiðandi sýninga í West End í London eða á Broadway í New York farið fram á opinbera styrki með þeim rökum að sýningar þeirra njóti svo mikillar aðsóknar að nauðsynlegt sé að styrkja þær. Þar græða menn á mikilli aðsókn og tapa á lítilli aðsókn. Þar er leikhúsrekstur talinn áhættusöm viðskipti þar sem græða má stór- ar fúlgur og tapa öðrum jafnstórum. En eng- um dettur heldur í hug að leggja að jöfnu þá starfsemi við opinberlega styrktu leikhúsin. Einkaleikhús á Broadway og í West End eru rekin af þrautþjálfuðum atvinnumönnum sem fara ekki í grafgötur með tilgang starfsem- innar og gera út á þekktar stærðir í við- skiptum sínum. Þar eru ráðnir þekktir leik- arar og leikstjórar – helst stjörnur – og aðeins eru tekin til sýninga verk eftir þraut- reynda og vel þekkta höfunda. Oft eru verkin gamalreynd en geta líka verið ný eins og söngleikir Lloyd Webbers eru ágætt dæmi um en enginn efast um markaðsgildi þeirra. Hann er þekkt stærð. Atvinnumennska og fagmennska á öllum póstum er lykillinn að vel heppnuðu markaðsleikhúsi. Frumleiki og framúrstefna eru hinsvegar ekki á þeirra könnu, þar þarf annars konar hugsun til, hvort sem hún er starfrækt af hugsjón eða með opinberum stuðningi – nema hvort tveggja sé. Hér uppi á Íslandi hefur í gegnum tíðina mótast eins konar blanda af þessu tvennu sem gerir allar línur í umræðunni óskýrari og veldur því að þeir sem reka leikhús með markaðinn í huga hafa gjarnan afneitað eðli sínu og viljað skilgreina sig sem „hugsjóna- leikhús með frumleika og framúrstefnu að leiðarljósi en vegna óviðráðanlegra aðstæðna þá neyðist það til að einbeita kröftum sínum að markaðnum.“ Þetta er hin íslenska sjálf- stæða leiklistarstarfsemi í hnotskurn og segir þá sögu að hér er í rauninni ekki grundvöllur til að þess að starfrækja einkarekið mark- aðsleikhús á þeim forsendum sem tíundaðar voru hér á undan. Eðli hinna sjálfstæðu leik- húsa liggur mun nær því sem ætlast er til af opinberlega styrktum leikhúsum og á þeim forsendum er krafan um aukinn opinberan stuðning fyllilega réttmæt. Með tilvísan til aðsóknar og vinsælda verður krafan hins vegar aldrei annað en léttvæg fundin. Í vetur sendi Bandalag íslenskra lista-manna frá sér vel grundaðar óskir umaukinn stuðning stjórnvalda við sjálf-stæða leiklistarstarfsemi þar sem nið- urstöðutalan var 84 milljónir og er núverandi stuðningur (25 milljónir auk starfslauna úr Listasjóði) þar innifalinn. Hér er skyn- samlega haldið á málum með tillögum sem krefjast menningarpólitískrar afstöðu af stjórnvöldum. Á að styrkja þessa starfsemi eða ekki er spurt og vísað hvort tveggja til áhuga almennings á leiklistarstarfi sjálfstæðu leikhúsanna og hins vegar þess menning- arlega hlutverks sem þau gegna í nútíma- landslagi listrænnar sköpunar. Þessar til- lögur eru raunsæjar og beinast að því að hefja starf sjálfstæðu leikhúsanna upp úr fari þeirrar áhugamennsku sem það hefur hjakk- að í fyrir þær sakir að ekki hefur verið svig- rúm til að greiða listamönnunum laun fyrir vinnu sína nema að litlu leyti. Hvort þetta verður gert með því að dreifa opinberu fjár- magni á milli fleiri aðila en nú er eða með því að auka fjárveitingar til þessa málaflokks á eftir að koma í ljós og er eins og svo marg- oft hefur verið sagt menningarpólitísk ákvörðun. Ósjálfbjarga vegna aðsóknar Morgunblaðið/Árni SæbergEiga sjálfstæðu leikhúsin ein að hafa leyfi til að sviðsetja söngleiki og gamanleikrit? Úr sýningu LR á Kysstu mig, Kata frá síðasta leikári. AF LISTUM Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is LISTIR 20 SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Jón Stefánsson LISTMUNAUPPBOÐ Í KVÖLD KL. 20.00 Á HÓTEL SÖGU, SÚLNASAL. Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16, í dag kl. 12-17. Seld verða um 100 verk, þar á meðal fjölmörg verk gömlu meistaranna. Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is Rauðarárstíg 14-16 sími 551 0400 og Kringlunni sími 568 0400 www.myndlist.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.