Morgunblaðið - 18.03.2001, Side 25

Morgunblaðið - 18.03.2001, Side 25
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 25 Toyota Hiace Turbo 2WD VSK Nýskr. 5.1996, 2500cc dieselvél, 6 dyra, 5 gíra, grænn, ekinn 24 þ Verð 1.130 þús. SJÁLFSTÆÐISMENN í borgar- stjórn Reykjavíkur vilja koma á þeirri starfsreglu innan stjórnsýslu borgarinnar að forstöðumönnum stofnana borgarinnar beri að til- kynna nefnd stofnunarinnar eða stjórn hennar og borgarstjóra taf- arlaust um frávik frá heildarútgjöld- um stofnunarinnar sem víkja meira en 4% frá fjárhagsáætlun hennar. Kom þessi vilji fram í tillögu borg- arfulltrúa sjálfstæðismanna á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöld. Kjartan Magnússon borgar- fulltrúi mælti fyrir tillögunni og sagði niðurstöður skýrslu Borgar- endurskoðunar um framkvæmdir við tengibyggingu Borgarleikhúss og Kringlu og Listasafns Reykjavík- ur í Hafnarhúsi vera mikinn áfell- isdóm yfir stjórnsýslu borgarinnar. Í umræddri skýrslu kemur fram að heildarkostnaður borgarsjóðs af framkvæmdunum við tengibygg- inguna hafi numið 205 milljónum kr. sem er 89% hækkun frá upphafleg- um samningsdrögum. Enn fremur að áætlað sé að heildarkostnaður vegna Listasafns Reykjavíkur nemi um 740 milljónum kr. en það er 28% hækkun frá upphaflegri áætlun. Fyrrgreind tillaga borgarfulltrúa sjálfstæðismanna er í tveimur liðum. Í fyrsta lagi segir í henni að borg- arstjóra beri að fylgjast með að fjár- reiður séu í góðu horfi hjá ein- stökum stofnunum borgarinnar og að samræmi sé á milli fjárhagsáætl- unar og heildarútgjalda. ,,Borgar- stjóri skal með sama hætti fylgjast með stórverkefnum á vegum borg- arinnar,“ segir enn fremur. Þá segir í seinni hluta tillögunnar: ,,Komi í ljós að heildarútgjöld víkja meira en 4% frá áætlun stofnunar skal for- stöðumaður skýra viðkomandi nefnd eða stjórn hennar og borgar- stjóra tafarlaust um viðkomandi frá- vik og ástæður þess ásamt tillögum til að bregðast við þeim vanda sem upp er kominn. Borgarstjóri skal þá án tafar leggja viðkomandi upplýs- ingar fyrir borgarráð sem leggur síðan sjálfstætt mat á framkomnar skýringar og tillögur til úrbóta. Komi í ljós að framkvæmdir víkja verulega frá upphaflegri kostnaðar- áætlun skal borgarstjóri án tafar taka málið til umfjöllunar í borgar- ráði með sama hætti og kveðið er á um hér að ofan. Í greinargerð með tillögunni segja sjálfstæðismenn að borgarstjóra hafi ekki tekist að skipuleggja störf og eftirlit vegna fyrrgreindra verkefna, við Kringl- una og Listasafn Reykjavíkur, með fullnægjandi hætti. ,,Engar verk- lagsreglur hafa verið settar vegna kostnaðaraðgátar og þeirri grund- vallarreglu var ekki fylgt að ljúka hönnun að mestu áður en fram- kvæmdir hófust. Segir þar enn fremur að mikilvægt sé að skýra og skerpa fjárhagslega ábyrgð og verkaskiptingu milli borgarstjóra, borgarráðs, forstöðumanna borgar- stofnana og einstakra nefnda og ráða í borgarkerfinu. Ákveðið var að vísa tillögunni til vinnunefndar. Tillaga sjálfstæðismanna í borgarstjórn um fjárreiður borgarstofnana Greint verði frá frávikum í heildarútgjöldum án tafar GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í leik- skólaráði Reykjavíkur, gagnrýnir margt af því sem Kristín Blöndal, fulltrúi R-listans í ráðinu og formað- ur þess, segir í Morgunblaðinu laug- ardaginn 10. mars sl. Hann gagnrýn- ir m.a. að hún skuli telja að reglur um þátttöku borgarinnar í kostnaði vegna daggæslu barna hjá ömmum sínum eða „au-pair“ á einkaheimilum séu skýrar. „Það alvarlegasta í þessu er að hún telur þetta vera góða stjórn- sýslu,“ sagði Guðlaugur Þór. „Þessar reglur hafa hvergi verið kynntar og þær eru ekki einu sinni á heimasíðu Leikskóla Reykjavíkur – þetta getur ekki verið eðlileg og góð stjórnsýsla. Ég veit þess dæmi að foreldrar hafa ekki haft hugmynd um þessar reglur og þegar þeir hafa frétt af þeim, fyrir tilviljun, þá hafa þeir kannski verið búnir að vera með barn í vist utan leikskóla í langan tíma án þess að fá nokkuð greitt. Þetta eru klárlega leynigreiðslur þegar þær eru hvergi auglýstar og koma hvergi fram á heimasíðunni. Þá eru reglurnar einnig mjög óskýr- ar varðandi það hver á rétt á greiðsl- unum.“ Kristín sagði að með gagnrýni sinni væri Guðlaugur Þór í raun að gagnrýna starfsfólk Leikskóla Reykjavíkur og það væri ómaklegt. Varðandi þetta sagði Guðlaugur Þór að svona viðbrögð frá R-listanum væru frekar þreytandi þegar verið væri að reyna að halda uppi málefna- legri umræðu. „Þetta er heigulsháttur. Það ligg- ur alveg ljóst fyrir að ég er að gagn- rýna forystumenn R-listans, enda á ég ekkert sökótt við ágætt starfsfólk Leikskóla Reykjavíkur.“ Fagnar stefnu- breytingu R-listans Í máli Kristínar kom einnig fram að leikskólaráð hefði nýverið sam- þykkt að auka stuðning við börn sem væru í vist hjá dagmæðrum eða í einkareknum leikskólum. Hún sagði að tekin hefði verið ákvörðun um það að systkinaafsláttur myndi ná til þessara barna. Guðlaugur Þór sagð- ist fagna þessari stefnubreytingu hjá R-listanum því fyrir ári síðan hefði hann fellt sambærilega tillögu Sjálf- stæðismanna í leikskólaráði og síð- asta sumar lagt fram bókun þar sem mælt hefði verið gegn áformum um systkinaafslátt handa öðrum börn- um en þeim sem væru í borgarrekn- um leikskólum. Hann sagði að ef Kristín héldi því fram að ekki væri um stefnubreytingu að ræða þá væru forystumenn R-listans með gullfiskaminni. Guðlaugur Þór sagði að þrátt fyrir að styrkir til einkarekinna leikskóla hefðu aukist væru skólarnir á engan hátt samkeppnishæfir við borgar- rekna leikskóla og að það sæist best á því að þeim hefði ekkert fjölgað undanfarið. Hann sagði til þess að meta samkeppnisstöðuna væri nauð- synlegt að láta borgaendurskoðun taka hana út, eftir það gætu menn með réttu séð hvernig hún væri Gagnrýnir stjórnsýslu meiri- hlutans í leikskólamálum ♦ ♦ ♦ HÆTTA varð við opnun á nýrri 600m² viðbyggingu við Heilsugæslu- stöðina á Egilsstöðum um síðustu helgi. Í ljós kom að röntgenstofa uppfyllti ekki öryggisákvæði og hafði arkitekt byggingarinnar ekki kynnt sér reglur sem krefjast sér- stakrar blýeinangrunar slíkra vist- arvera. Viðbyggingin hýsir, ásamt nefndri röntgenstofu, aðgerðastofu og að- stöðu fyrir sérfræðinga. Á neðri hæð verður hægt að geyma og þjónusta tvo sjúkrabíla. Hætt við opnun viðbyggingar heilsugæslustöðvar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Opnun viðbyggingar Heilsugæslustöðvarinnar á Egilsstöðum var frest- að vegna skorts á blýeinangrun í röntgenstofu. Röntgenstofa uppfyllti ekki öryggiskröfur Egilsstöðum. Morgunblaðið. STJÓRN Byggðastofnunar hefur samþykkt að leggja hlutafé í nýtt fyrirtæki sem stofnað verður á næstunni með sameiningu Ís- lenskrar miðlunar ehf. í Hrísey og Íslenskrar miðlunar ehf. í Ólafs- firði. Eignarhlutur Byggðastofn- unar verður allt að 30% eða 10 milljónir króna, að sögn Guðmund- ar Gíslasonar, framkvæmdastjóra Íslenskrar miðlunar í Hrísey, en unnið er að því að safna frekara hlutfé. Guðmundur sagði að fyrirtækin í Hrísey og Ólafsfirði, sem ekki hafa náð tveggja ára aldri, hafi aldrei náð sér á strik. Starfsemin að undanförnu hefur verið í lág- marki en aðeins þrír starfsmenn eru á hvorum stað. „Við höfum ekki fengið greidd laun í á sjöunda mánuð og það hefur reynst okkur mjög erfitt. Það var ekki rétt stað- ið að rekstrinum í upphafi og starfsemin því verið fjárvana og máttvana. Með stofnun nýja fyr- irtækisins ætlum við fá öll völd heim í hérað og við stefnum að því að byggja hér upp öflugt fyrir- tæki.“ Guðmundur sagði að menn myndu þó fara sér hægt og fikra sig áfram en þó væri stefnt að því að fjölga starfsfólki á næstu árum. „Við stefnum að því að starfsfólk verði allt að 15 manns eftir þrjú ár en þetta ræðst þó m.a. af þeim verkefnum sem við fáum.“ Íslensk miðlun í Hrísey og Ólafsfirði Reksturinn samein- aður í nýju fyrirtæki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.