Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ MIKLAR annir hafa verið hjá emb- ætti ríkissáttasemjara frá því að samningar urðu fyrst lausir á al- mennum vinnumarkaði um miðjan febrúar árið 2000. Embættinu hefur borist afrit af um 120 samningum sem gerðir hafa verið á tímabilinu en í heild má ætla að samningarnir séu hátt í 150. Ekki eru líkur á að þeirri törn ljúki í bráð þar sem enn er eftir að gera rúmlega 100 samninga, að- allega við starfsmenn ríkis og sveit- arfélaga, en einnig á almenna mark- aðnum, samanber sjómennina. Það sem af er þessu ári hafa verið haldnir um 650 samningafundir í húsakynnum sáttasemjara í Höfða- borg við Borgartún 21 sem er algjört met. Þannig voru fundirnir 277 í marsmánuði einum, eða um 12 fundir á hverjum virkum degi til jafnaðar. Til samanburðar voru fundirnir um 1000 allt árið í fyrra. Þegar stund gafst milli stríða, og hlé var t.d. á sjómannadeilunni, tóku starfsmenn embættisins á móti Morgunblaðsmönnum, þau Þórir Einarsson ríkissáttasemjari og Elísa- bet S. Ólafsdóttir skrifstofustjóri, til að fræða þá um starfsemina og törn- ina á samningatímabilinu. Einhverjir kynnu að halda að fastir starfsmenn embættisins væru fleiri en svo er ekki. Ritari er í hálfu starfi, Sesselja Magnea Matthíasdóttir, og hefur ver- ið það frá árinu 1996, og vararíkis- sáttasemjari, Geir Gunnarsson, er í hlutastarfi. Þórir hefur verið ríkissáttasemjari frá árinu 1995 og tók við af Guðlaugi Þorvaldssyni, sem hafði gegnt emb- ættinu frá því að það var gert að fullu starfi árið 1980. Þórir var áður pró- fessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og kenndi þar m.a. stjórnun og samningatækni í mörg ár. Sáttaþjónusta í boði Hann segir í upphafi samtals okkar að embættið hafi tekið nokkrum breytingum á síðustu árum og megi nú skilgreina það sem samningamið- stöð kjaraviðræðna í landinu þar sem boðið sé upp á sáttaþjónustu. Breyt- ingin hafi verið byrjuð áður en flutt var í nýtt húsnæði í febrúar í fyrra. „Áður vorum við í minna og óhent- ugra húsnæði þar sem við gátum að- allega tekið þau deilumál sem vísað var til okkar. Við fórum að taka fleiri mál til okkar, sérstaklega af almenn- um vinnumarkaði frá félögum sem vildu hittast á hlutlausum stað, en með nýjum húsakynnum gátum við fyrst farið að bjóða þessa þjónustu fyrir alvöru. Hér eru 12 salir og nokk- ur aukaherbergi, allt á einni hæð, en í gamla Karphúsinu vorum við komin með tvær hæðir undir okkur sem var oft óhentugt. Við vorum einnig með einn stóran sal sem nýttist okkur illa,“ segir Þórir en embættið fékk að koma að hönnun húsnæðisins í Höfðaborg. Þegar annríkið er sem mest segist Þórir stundum sakna þess að hafa ekki meiri mannafla. En þar sem annríkið sé tímabundið, og álagið snarminnki milli samningatímabila, hafi til dæmis ekki verið talin þörf á sérfræðingi í fullu starfi á vegum embættisins. „Þegar slaki gefst þá náum við að vinna úr málum og þessi hópur hefur alveg dugað. Hópurinn þarf að vera samhæfður og menn þurfa að hafa sama skilning á hlutunum. Yfirsýnin þarf að vera mikil, við erum ekki að miðla málum eða sætta í einni deilu án þess að vita hvað sé að gerast í þeirri næstu,“ segir Þórir. Vitum meira hvað er að gerast Þórir segir það mikinn kost að hafa starfsemi sem þessa á einum stað þar sem þá sé hægt að vita hvað sé að gerast í hverjum hópi fyrir sig. Áður hafi menn bankað allt í einu upp á með vísun eftir fundahöld út í bæ. „Nú vitum við meira um það sem er að gerast og hvaða mál séu til dæmis líkleg til að koma til okkar í formlega sáttameðferð. Við getum þá verið bú- in að setja okkur inn í þau áður. Þetta er einn meginkosturinn við að hafa samningamiðstöð eins og þessa. Einnig höfum við getað veitt aðstoð í málum sem ekki hefur verið vísað til okkar og náð að miðla málum. Þetta geta verið ósætti milli manna eða ágreiningur um afmörkuð mál,“ segir Þórir. Stórir aðilar eins og launanefnd sveitarfélaganna, Samtök atvinnu- lífsins, samninganefnd ríkisins og Reykjavíkurborg hafa fengið fasta aðstöðu í húsakynnum sáttasemjara og Þórir segir þetta hafa liðkað fyrir samningaferlinu í heild sinni. Um- ræddir aðilar hafi getað hitt marga viðræðuhópa sama daginn og náð að skipuleggja starf sitt betur. Flugfreyjur á gólfinu Eins og fyrr segir hefur annríkið verið mikið hjá embættinu og Þórir ekki getað tekið sér frí frá störfum, frekar en aðrir starfsmenn hans. Hann vonast til að geta komist í frí á næsta ári. „Ég á orðið eitthvað upp- safnað,“ segir Þórir og brosir. Fríið verður þó ekki mjög langt hjá Þóri og hans fólki. Úrvinnsla samninga og samningagagna tekur við og fyrstu samningar sem gerðir voru í fyrra verða lausir um haustið 2003. Síðan má vænta enn meira annríkis árin 2004 og 2005 þegar flestir samningar renna út. Þórir viðurkennir að álagið sé oft á tíðum mikið, vinnudagurinn langur og margsinnis fram á nótt. Þó hafi orðið sú breyting að fundir alla nótt- ina og jafnvel fleiri sólarhringa séu sjaldnar nú en áður. Ekki verði und- an vökunóttum vikist stöku sinnum „og þá kastar maður sér niður í nokkrar mínútur,“ segir Þórir. Svefn- aðstaða í húsinu er af skornum skammti og segir Þórir það meðvit- aða ákvörðun svo ekki sé verið að ýta undir svefnlúra í miðjum samningum. Í þessu sambandi rifjar hann upp næturfund í gamla Karphúsinu er hann opnaði sal um miðja nótt og við honum blöstu flugfreyjur steinsof- andi um allt gólfið! Þórir segir það mikilvægt að halda samningaviðræðum gangandi sem lengst. Erfitt geti verið að ná upp dampi að nýju ef viðræðum er slitið í erfiðum málum. „Upphitunarkostn- aðurinn“ geti verið töluverður. Þórir segir samningalotur um helgar hafa reynst oft vel, þá sé vinnufriður góður og deiluaðilar oft í öðrum gír. Sem dæmi um þetta nefnir hann sjó- mannadeiluna. Þrátt fyrir yfirvofandi verkfall hafi náðst ágætur árangur á ýmsum sviðum þótt ekki væri hann áþreifanlegur. Ánægjan oft skammvinn Þórir segist oft vera spurður að því af hverju hann „standi í þessu“. Hann svarar því til að einhver þurfi að sinna starfinu. En auðvitað sé forsendan sú að njóta góðs skilnings frá eiginkon- unni. Þar að auki felist í starfinu ákveðin ögrun. „Í upphafi erfiðrar deilu finnst okkur við oft standa frammi fyrir óleysanlegum vandamálum. Ögrunin felst í því að greina vandamál og taka þátt í að leysa þau. Vinnan er mikið fólgin í þessu. Það er ánægjulegt þeg- ar samningar nást en af biturri reynslu hef ég lært að sú ánægja er oft skammvinn. Þegar búið er að leggja sig mikið fram vill maður geta notið ánægjutilfinningarinnar en þá hverfur hún því ný kjaradeila bíður manns á næsta leiti,“ segir Þórir. Samningaviðræður og kjaradeilur þykja jafnan fréttaefni fjölmiðla og þeir hafa sýnt Karphúsinu mikinn áhuga í gegnum tíðina. Þórir segist í grófum dráttum vera sáttur við sam- skiptin við fjölmiðla þótt stundum hafi fréttaflutningur spillt fyrir lausn deilna. „Í vissum málum er hagsmuna- árekstur greinilegur á milli mín og sumra fjölmiðla sem gjarnan vilja fá sterkar fullyrðingar frá deiluaðilum. Slíkar fullyrðingar eða beinlínis rang- ar fréttir geta skemmt fyrir og kostað bið á lausn í einhverja daga. Þetta hefur gert það að verkum að til þess að ég sé ekki að vinna fyrir gýg þá hef ég beðið menn um að tjá sig ekki um það sem gerist inni á fundunum,“ seg- ir Þórir og vitnar þar til „fréttabanns- ins“ sem hann hefur þurft að grípa til í erfiðum kjaradeilum. Hann minnir á að hann hafi góða heimild fyrir þessu banni í lögum um embætti sáttasemj- ara. Eins og kemur fram í upphafi hafa 650 samningafundir verið haldnir á árinu og segir Þórir það lýsa vel álag- inu hjá embættinu. „Stundum þegar maður kemur fram á gang þá er þetta Húsakynni ríkissáttasemjara á efstu hæð nýbyggingar við Borgartún 21, Höfðaborg, er sannkölluð samninga- miðstöð kjaraviðræðna í landinu þar sem fundað er stíft frá morgni til kvölds. Samningafundir hafa aldrei verið fleiri, eða um 650 frá áramótum. Björn Jóhann Björnsson heimsótti nýja Karphúsið og ræddi við tvo fasta starfs- menn embættisins, sáttasemjara og skrifstofustjórann. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þórir Einarsson ríkissáttasemjari fer yfir verkefni dagsins ásamt Sesselju Magneu Matthíasdóttur ritara (t.v.) og Elísabetu S. Ólafsdóttur skrifstofustjóra. Ríflega 100 kjara- samningar enn ógerðir ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR mun verða áfram í viðskiptum við Reiknistofu bankanna eftir að nýtt fjármála- hugbúnaðarkerfi sjóðsins verður tekið í notkun því sjóðurinn hefur óskað eftir vinnslu í öðru kerfi Reiknistofunnar eða svokölluðu innheimtukröfukerfi. Helgi H. Steingrímsson, forstjóri Reiknistofu bankanna, undirstrikar að öll viðskipti Íbúðalánasjóðs og forvera hans, Húsnæðisstofnunar ríkisins, við Reiknistofu hafi verið í gegnum viðskiptabanka sjóðsins. Fyrst Landsbanka, síðan Búnaðar- banka og nú síðast Sparisjóð Hóla- hrepps á Sauðárkróki. Hann segir það löngu hafa verið vitað að vinnslan á skuldabréfunum færi frá Reiknistofunni. „Það var útboð í ágúst ’99 þar sem fram kom að það var skilyrt að skuldabréfakerfið, sem notað er til þessarar innheimtu, yrði eign Íbúðalánasjóðs að samningstíman- um liðnum. Það skilyrði gátu bank- ar og sparisjóðir ekki undirgengist hvað varðar vinnslukerfi Reikni- stofunnar. Tilboði Fjárvaka á Sauðárkróki var hins vegar tekið, en það byggir á indverskum, að- keyptum hugbúnaði.“ Hann segir að Íbúðalánasjóður muni þó halda áfram að sækja tölvuþjónustu til Reiknistofu bank- anna. „Það liggur fyrir skrifleg ósk sjóðsins með bréfi til okkar í des- ember síðastliðnum þar sem óskað er eftir vinnslu í öðru kerfi sem við rekum sem er svokallað innheimtu- kröfukerfi. Því verður Íbúðalána- sjóður áfram í viðskiptum við okk- ur.“ Hann segir þó eftirsjá að þeim viðskiptum sem nú munu færast frá Reiknistofunni til sjóðsins sjálfs en vill ekki gefa upp hversu við- skiptalegt tap fyrirtækisins er mik- ið. „Auðvitað er alltaf eftirsjá að góðum viðskiptum en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um það. Við get- um ekki gefið upp neinar upplýs- ingar varðandi viðskipti einstakra aðila.“ Samstarfið verið farsælt Í Morgunblaðinu á laugardag sagði Gunnar Björnsson, formaður stjórnar Íbúðalánasjóðs, að gamla kerfið hefði verið mjög seinvirkt. Helgi telur að þarna sé vísað í al- mennt upplýsingakerfi fyrir sjóð- inn sem hafi verið rekið þar innan- dyra. „Reiknistofa bankanna hefur þjónað Íbúðalánasjóði og forvera hans um áratuga skeið og frá sjón- arhóli okkar hefur samstarfið verið farsælt,“ segir Helgi. „Starfsfólk Reiknistofu bankanna hefur lagt sig verulega fram um að veita sjóðnum góða þjónustu, oft við erf- iðar aðstæður, t.d. við úrlausn ým- issa stjórnvaldsákvarðana sem oft hafa borist okkur með mjög skömmum fyrirvara.“ Hann segist hefðu kosið að skuldabréfavinnslan yrði áfram hjá Reiknistofunni. „Reiknistofan telur að það skipti mjög miklu fyrir alla hlutaðeigandi að hið nýja kerfi Íbúðalánasjóðs verði þrautprófað áður en flutningurinn á skuldabréf- unum milli tölvukerfa fer fram.“ Óska eftir vinnslu í inn- heimtukröfukerfinu Forstjóri Reiknistofu bankanna segir Íbúðalánasjóð ekki hættan viðskiptum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.