Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍR möguleikar eru uppi varðandi framtíð Landspítala – háskóla- sjúkrahúss að mati danskra ráð- gjafa sem kynntu hugmyndir sínar fyrir stjórnarnefnd spítalans í gær: 1) Að nýta áfram lóðir spítalans við Hringbraut og í Fossvogi á svipaðan hátt og gert er í dag. 2) Að meg- instarfsemin þróist á annarri hvorri lóðinni. 3) Að reistur verði nýr spít- ali, til dæmis á lóð Vífilsstaða. Danska ráðgjafarfyrirtækið Em- entor, sem unnið hefur að tillögu- gerðinni, starfar á sviði ráðgjafar í stjórnun og byggingamálum hefur m.a. sérhæft sig í skipulagi sjúkra- húsa. Lisa Aagaard, sem starfar á því sviði og kynnti tillögurnar fyrir stjórn Landspítalans og heil- brigðisráðuneytis, segir fyrirtækið hafa unnið svipuð verkefni fyrir spítala í Noregi, Þýskalandi og Dan- mörku. Þörf á um 61 þúsund fermetra húsnæði Tillögur Ementor eru annars veg- ar skammtímalausnir og hins vegar er horft til ársins 2020. Í framtíð- artillögunum er gert ráð fyrir að Landspítalinn þurfi um 120 þúsund fermetra húsnæði og verði framtíð- arspítala valinn staður við Vífilsstaði þarf að byggja allt það húsnæði frá grunni. Verði lóðirnar við Hring- braut eða í Fossvogi notaðar telja ráðgjafarnir nauðsynlegt að byggja 30.000 til 55.000 fermetra til viðbót- ar eftir því hvaða leið verður farin. Í forsendum ráðgjafanna um hús- næðisþörf til ársins 2020 er gert ráð fyrir að inniliggjandi sjúklingum fækki um fjórðung en dagsjúkling- um fjölgi um rúmlega 45%. Er það í takt við þá þróun sem þegar er uppi í sjúkrahússþjónustu að sjúklingum sé æ meira sinnt á göngu- og dag- deildum. Lise Aagaard segir að eigi Land- spítalinn að standa undir kröfum og stöðlum nútímaspítala þurfi að bæta um 16 þúsund fermetrum við hús- næði spítalans eins og það er í dag. Skortur er á sjúkrarúmum og pláss- um á dagdeild á flestum deildum sjúkrahússins og bæta þarf við plássi fyrir rannsóknastarfsemi. Þá segir hún ekki síður vanta meira húsnæði vegna kennslustarfa spít- alanna sem sinna um 500 nemend- um á ári, betri aðstöðu fyrir starfs- fólk og fleira. Aagaard segir lóð Landspítala við Hringbraut orðna mjög ásetna og þar ríki eiginlega ringulreið. Starfsfólk og sjúklingar þurfi að fara langar leiðir milli húsa vegna ýmissa rannsókna og aðgerða og mikill tími og vinna fari í þessar ferðir og flutninga sjúklinga. Legg- ur hún til að verði framtíðarupp- byggingin á lóðinni við Hringbraut skuli rífa nokkrar byggingar þar og endurnýja. Barnaspítalanum ætlað fullstórt húsnæði Í því sambandi nefnir hún m.a. húsnæði rannsóknastofanna og inn- gang að austanverðu, svokallaða w-byggingu. Þar er aðkoma sjúkra- bíla, þar er farið um með sorp og hvers kyns birgðir fyrir spítalann og þar er líka mikill umgangur starfs- manna og sjúklinga. Segir hún eina vitið að aðskilja þessa ólíku umferð. Í stað þess sem rifið verður segir hún að byggja megi nýja álmu á lóð- inni milli spítalans og rannsókna- stofu HÍ í meinafræði. Þá benda ráðgjafarnir á að barnaspítalanum nýja sé ætlað fullstórt húsnæði. Þar séu 3.600 fermetrar til ráðstöfunar en nægilegt rými sé um 2.400 fer- metrar. Telja þeir unnt að nýta um- frampláss í þágu háskólakennslu spítalans og að þar megi einnig koma fyrir þvagfæradeild og lýta- lækningadeild. Í langtímatillögu um hámarksnýt- ingu á lóðunum við Hringbraut og í Fossvogi er gert ráð fyrir að skipt- ing sérgreina milli staðanna verði eins og þegar er byrjað á, í stórum dráttum sem hér segir: Slysa- og bráðaþjónustan verði í Fossvogi ásamt taugalækningum, almennum skurðlækningum, lungnalækningum og fleiru. Við Hringbraut verði með- al annars barnalækningar, fæðinga- lækningar, almennar lyflækningar, krabbameinslækningar, þvagfæra- lækningar, lýtalækningar, augn- lækningar og geðlækningar. Lagt er til að rannsóknastofur verði að mestu sameinaðar í einni byggingu sem verði í Fossvogi. Þessi lausn myndi kalla á um 30 þúsund fer- metra nýbyggingar. Verði áhersla lögð á uppbyggingu í Fossvogi þarf að reisa kringum 55 þúsund fermetra. Í þeirri tillögu er gert ráð fyrir að geðlækningar verði áfram við Hringbraut og að húsnæði sem losni þar, um það bil 12 þúsund fermetrar, verði notað fyrir aukna geðdeildarstarfsemi, endurhæfingu og fleira. Verði aðalspítalinn við Hring- braut er gert ráð fyrir að allt geð- deildarstarf verði flutt í Fossvog. Rými sem losnar í Fossvogi verði notað fyrir aukna geðdeildarstarf- semi, endurhæfingu og fleira sem flytja mætti þangað. Þessi leið myndi kalla á 36 þúsund fermetra nýbyggingar og að endurbyggja eða endurnýja yrði um 17 þúsund fer- metra sem er svipað í heildina og ef aðaluppbyggingin yrði í Fossvogi. Í lokaorðum tillagna sinna benda dönsku ráðgjafarnir á að tillagan um að skipta starfsemi spítalanna á milli Hringbrautar og Fossvogar sé ódýrust en það þýði skiptan spítala. Tillaga um einn aðalspítala í Foss- vogi krefjist meiri nýbygginga en tillaga um einn spítala við Hring- braut en kostur við Fossvoginn sé hins vegar nægilegt rými og mögu- legt að byggja án truflunar á núver- andi spítalastarfsemi. Að byggja nýjan spítala frá grunni er sagt langdýrast en það hafi ýmsa kosti í för með sér. Tillögur ræddar á næstu vikum Eins og fyrr segir hafa þessar til- lögur verið kynntar stjórnendum spítalans. Einnig fulltrúum heil- brigðisráðuneytis, læknadeildar og hjúkrunardeildar Háskóla Íslands. Magnús Pétursson, forstjóri Land- spítala – háskólasjúkrahúss, segir að fjallað verði um tillögurnar á næstu vikum. Stefnt sé að því að eigi síðar en í lok apríl liggi fyrir ákvörðun um til- högun bráðaþjónustunnar á næstu árum. Stjórnendur Landspítalans ræða tillögur ráðgjafa um framtíð spítalans Þrír möguleikar í fram- tíðaruppbyggingu Morgunblaðið/Þorkell Dönsku ráðgjafarnir Tove Tobiesen og Lisa Aagaard eru hér með Magnúsi Péturssyni, forstjóra Landspítala – háskólasjúkrahúss. Verði ákveðið að meginstarfsemi Land- spítala – háskólasjúkrahúss þróist annað- hvort við Hringbraut eða í Fossvogi segja danskir ráðgjafar meira rými vera í Foss- vogi til uppbyggingar. Minna þurfi hins vegar að byggja verði Hringbraut fyrir val- inu og sá kostur því ódýrari. BREYTINGAR á sjúkrasjóði VR gengu í gildi 1. apríl sl. Í frétta- tilkynningu frá félaginu segir að veigamesta breytingin snúi að auk- inni tryggingarvernd foreldra veikra barna. Jafnframt verða gerð- ar grundvallarbreytingar á úthlutun styrkja til forvarna og endurhæfing- ar. Samkvæmt gildandi kjarasamn- ingum miðast réttur foreldra vegna veikinda barns eða barna við sjö virka daga á ári. Eftir eins árs vinnu hjá sama atvinnurekanda eykst rétt- urinn úr sjö í tíu daga á ári. Þessu til viðbótar hafa félags- menn VR átt rétt á greiðslu 80% launa í samtals 90 daga á ári vegna veiks barns, en frá og með 1. apríl eykst sá réttur úr 90 í 270 daga á ári. Með þessum breytingum nemur tryggingavernd VR-félaga gagnvart veikindum barna sinna því 80% af launum í 270 daga á ári. Miðað er við meðallaun síðustu mánaða. Í tilkynningunni kemur fram að sá grunnur sem styrkjaúthlutun sjúkrasjóðs VR hvílir á verðibreikk- aður. Jafnframt miðast breytingarn- ar við að félagsmenn geti í mun rík- ari mæli en áður ákveðið hvernig þeim styrk er varið sem þeir eiga rétt á. Fram að þessu hafa styrkir sjóðsins miðast við endurhæfingu og forvarnir. Framvegis mun sjóðurinn einnig styrkja félagsmenn vegna líf-, slysa- og sjúkdómatygginga og gler- augna og heyrnartækja, svo að dæmi séu nefnd. 40% af heildariðgjaldi endurgreidd Framkvæmd verður þannig hátt- að úthlutaðir styrkir miðast við 50% af útlögðum kostnaði samkvæmt reikningi. Hámark hverrar úthlut- unar nemur 40% af iðgjöldum félagsmanns í sjúkrasjóð VR sl. 36 mánuði. Þetta þýðir í reynd að hver og einn félagsmaður getur fengið allt að 40% af heildariðgjaldi sínu í sjúkrasjóðinn endurgreidd, þar sem styrkjaúthlutun mun framvegis spanna afar breitt svið, segir í fréttatilkynningunni. Má þar nefna sem dæmi allt frá líftryggingum og líkamsrækt til gleraugna og sund- korta. Þegar fram í sækir getur endur- greiðslan náð allt að þremur árum aftur í tímann. Iðgjald í sjúkrasjóð VR nemur 1% af heildarlaunum. Aukinn stuðningur við foreldra veikra barna Breytingar á sjúkrasjóði VR SAMKVÆMT Þjóðarpúlsi Gallups dala forsetinn, biskupinn og for- sætisráðherra nokkuð í vinsældum en svo til jafnmargir eru ánægðir með störf borgarstjóra Reykjavíkur og í síðustu könnun. Niðurstöðurnar eru úr símakönn- un sem Gallup gerði í mars. Úrtakið var 1.078 manns á aldrinum 18-75 ára sem voru valdir með tilviljun úr þjóðskrá. Svarhlutfall var tæplega 70%. Vikmörk eru 1-4%. Samkvæmt þjóðarpúlsinum eru ríflega 74% þjóðarinnar ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Vinsældir hans hafa þó nokkuð dalað frá síðustu könnun en þá voru 84,5% ánægð með störf hans. Fólk á aldrinum 35-44 ára er síst ánægt með störf forsetans eða tæp- lega 66%. Þeir sem búa á lands- byggðinni eru ánægðari með störf forsetans en íbúar höfuðborgar- svæðis. Rösklega 82% þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins eru ánægð en tæplega 69% íbúa höf- uðborgarsvæðins taka í sama streng. Ríflega 67% þeirra sem svöruðu voru ánægð með störf Karls Sig- urbjörnssonar biskups. Rösklega 72% kvenna voru ánægð en tæplega 63% karla. Ánægjan eykst eftir aldri. Af þeim sem svöruðu voru ríflega 43% ánægð með störf Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra sem er nokkuð minna en í síðust könnun en þá voru 56% ánægð. Meiri ánægja ríkir meðal karla, en 51% þeirra voru ánægð en 36% kvenna. Fólk á aldrinum 18-24 ára er helst ánægt með Davíð eða 51%. Þá er hann vin- sælli á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Rösklega 79% sjálfstæðismanna lýstu ánægju sinni með Davíð og rúmlega 46% framsóknarmanna en aðeins 14-18% af stuðningsmönnum stjórnarandstöðuflokkanna voru því sammála. Tæplega 63% lýstu sig ánægð með störf Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarstjóra í Reykja- vík, sem er svipað hlutfall og síðast. Fólk á aldrinum 45-54 ára var ánægðast eða um 73% þeirra en fólk á aldrinum 25-34 ára var síst ánægt eða rösklega 51% þeirra. Borgarstjóri er vinsælastur meðal kjósenda Samfylkingarinnar en 84% þeirra lýstu yfir ánægju sinni en það sama gerðu tæplega 42% kjósenda Sjálfstæðisflokksins sem voru síst ánægðir með störf borgarstjóra. Niðurstöður úr þjóðarpúlsi Gallups Forseti, forsætisráðherra og biskup dala í vinsældum GUNNAR Sverrisson, fjármála- stjóri Íslenskra aðalverktaka, seg- ir að það sé alvanalegt að viðræður eigi sér stað milli verktaka og verkkaupa um framvindu verks og hvort það sé í samræmi við þær forsendur sem lagðar hafi verið í upphafi, sérstaklega þegar um stórverk sé að ræða eins og Vatns- fellsvirkjun. Fram hefur komið að stjórn ÍAV þótti rétt að færa til gjalda í var- úðarskyni í ársreikningi vegna síð- asta árs 280 milljónir kr. vegna verulegrar óvissu um endanlega niðurstöðu kröfugerðar vegna verksamnings félagsins við Lands- virkjun um byggingu Vatnsfells- virkjunar. Gunnar sagði að það ættu sér ávallt stað viðræður af þessu tagi. Verktaki geri það sem hann geti til að tryggja að verkið klárist á tilsettum tíma. Ef forsendur standist síðan ekki að einhverju leyti sé verkið síðan gert upp eftir atvikum hvort sem það reynist dýara eða ódýrara en upphaflega hafi verið áætlað og það sé ekki hægt að ganga frá þessu uppgjöri endanlega fyrr en verkinu sé lokið. Virkjunin fer í gang í haust Framkvæmdum við Vatnsfells- virkjun á að vera lokið í febrúar- mánuði næstkomandi, en gert er ráð fyrir að byrjað verði að starf- rækja virkjunina á hausti kom- anda. Gunnar sagði aðspurður að ekki væri hægt að segja um það að svo komnu um hversu mikil frávik væri að ræða þar sem verkinu væri ekki lokið. Framkvæmdir ÍAV við Vatnsfellsvirkjun Alvanalegt að við- ræður eigi sér stað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.