Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 15
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 15 EKKI áttu menn sama góða geng- inu að fagna á bleikjuslóðum og sjóbirtingsveiðimenn á Suðurlandi. Bleikjusvæði í Soginu og vestur í Hítará voru opnuð á sunnudag og var veiði treg. „Menn fengu ekkert þarna í opnuninni. Þeir voru að hækka í vatninu upp í virkjun og þá fór af stað ísrek. Vatnið var því rosakalt og þá dormar bara bleikjan. Þeir settu þó í fisk í Bíldsfelli, en misstu. Í Ásgarði urðu menn ekki varir, en þar var ísskör langt út í á,“ sagði Ólafur K. Ólafsson sem fór austur, hitti veiðimenn og skoðaði veiðiskýrslur á mánudags- kvöldið. Hann sagði að bleikjan væri dyntótt og gæti farið að taka hvað úr hverju. „Það var ótrúlegt sem menn sáu þegar dregið var á til að ná klaklaxi í fyrrahaust. Þarna var slatti af 5 til 7 punda laxi, en ótrúlegt magn af bleikju og furðu margar stærri en lax- arnir. Bleikjunni var allri sleppt aftur,“ bætti Ólafur við. Hítará í klakaböndum Árni Björn Jónasson og félagar opnuðu Hítará, en þar er stundum sjóbleikju að hafa svona snemma vors. Árni sagði ána hins vegar hafa verið í klakaböndum. „Hún var að byrja að brjóta af sér og gæti orðið góð á næstu dög- um. Fyrir okkur var hún hins veg- ar illveiðandi og að auki var há- vaðarok og kuldi þótt veðrið hafi verið fínt í höfuðstaðnum,“ sagði Árni. Stirð veiði á bleikjuslóðum Vænum sjóbirtingi landað í neðsta veiðistað Hörgsár á Síðu. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? GALLUP hefur birt niður- stöður skoðanakönnunar á því hvort og hvernig neysla á kjöti, fiski og pasta hafi breyst á undanförnu ári. Til- efnið var umræða um kúariðu í Evrópu og mögulegar breyt- ingar á neyslumynstri fólks í kjölfarið. Spurt var hvort og hvernig neysla á kjöti, fiski og pasta hefði breyst. Um 60% við- mælenda sögðu að hún væri svipuð og á síðasta ári. Næst- um 27% sögðust borða minna af kjöti nú en fyrir ári, en 11% hafa aukið kjötneyslu. Konur frekar en karlar, eldra fólk frekar en yngra og íbúar höfuðborgarsvæðis frekar en landsbyggðarfólk sögðust nú borða minna af kjöti. Tæplega fjórðungur sagðist borða meira af fiski nú en fyrir ári, en rösklega 17% borða minna af fiski. Helst voru það karlar og yngra fólk sem juku fiskneyslu sína. Neysla á pasta er mjög svipuð og á síðasta ári. Borða meira af fiski en minna af kjöti LÖGREGLAN í Vestamanna- eyjum fékk tilkynningu um eld í Elliðaey frá báti á móts við eyna aðfaranótt sunnudags. Lögreglan kannaði málið, sá engan eld en hafði samband við aðstoðarslökkvistjórann í Vest- mannaeyjum og björgunar- sveitarmenn voru settir í við- bragðsstöðu. Áður en gripið var til frekari aðgerða náðist samband út í Elliðaey og reyndust sex menn þar hafa verið að brenna rusli en gleymt að láta lögreglu vita. Að sögn lögreglu skapaðist aldrei nein hætta af eldinum og kom málið upp fyrir misskiln- ing milli mannanna sex og lög- reglunnar. Rusli brennt í Elliðaey Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.