Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 17 Selfossi - Skrifað hefur verið undir samninga um heildarhönnun vegna nýbyggingar við Hótel Selfoss, frá- gang 400 sæta menningarsalar og endurnýjun eldra húsnæðis Ársala að Eyravegi 2 á Selfossi. Óli Rúnar Ástþórsson stjórnarformaður Brúar hf., eiganda hússins og Gísli Gísla- son, framkvæmdastjóri ARKÍS ehf., skrifuðu undir samninginn sem markar upphaf og festir fram- kvæmdaferli hússins með dagsetn- ingum útboða og verklokum en gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið fyr- ir rekstur 1. júní 2002. Fyrsta útboð framkvæmda, á jarðvinnu, verður 10. apríl. Við und- irritunina söng Guðrún Svala Gísla- dóttir, söngkona úr Fjölbrautaskól- anum, við undirleik Birkis Kúld en nemendur skólans hafa haldið söngvakeppni og sett upp leikverk í fokheldum salnum undanfarin ár og með því vakið athygli á honum. Guð- rún var sigurvegari síðustu söngva- keppni skólans sem haldin var fyrir fullu húsi. Í fréttatilkynningu eig- enda segir: „Hin nýja bygging verð- ur stórglæsileg menningar- og þjón- ustumiðstöð fyrir Suðurland sem býður upp á aðstæður fyrir metn- aðarfullan hótelrekstur, fjölbreytta menningarstarfsemi og verslun og þjónustu. Við hönnun hússins er vel hugað að góðu aðgengi fyrir alla og að húsið fari vel með það fjölmenni sem þangað mun sækja þjónustu. Bygging hússins er stórt skref í upp- byggingu menningar á Suðurlandi. Í nýbyggingu hússins verða 80 hótelherbergi og veitingasalur ásamt um 120 sæta kvikmyndasal. Lokið verður við menningarsal hússins og hann gerður að fullkomn- um fjölnota sal fyrir leikhús, tónlist, kvikmyndir og ráðstefnur. Sérstak- lega verður hugað að góðum hljóm- burði í salnum. Fyrsta hæð hússins verður endurnýjuð fyrir verslun og þjónustu og gengið frá rými fyrir heilsurækt. Gert er ráð fyrir að allt húsnæðið verði leigt út til sjálfstæðra rekstr- araðila, menningarsalur og kvik- myndasalur, húsnæði heilsuræktar og verslunar- og þjónusturými. Út- leiga á þessu rými er í undirbúningi og verður auglýst innan tíðar. Hótel- og veitingaaðstaðan hefur þegar verið leigð út til Kaupfélags Árnes- inga sem mun reka hótelið undir metnaðarfullum merkjum Icelanda- ir hótela og Hótel Selfoss verður um leið eina menningarhótel landsins. Ársalir voru í eigu Sveitarfélags- ins Árborgar þar til 9. mars 2000 en þá keypti Kaupfélag Árnesinga allt húsið en KÁ hefur frá 5. febrúar 1998 staðið að rekstri Hótel Selfoss. Með kaupunum skuldbatt KÁ sig til að standa að um 60 herbergja við- byggingu ásamt frágangi 400 sæta menningarsalar hússins og skyldi þeim framkvæmdum lokið 1. júní 2002. Einnig var í kaupsamningi getið um að KÁ myndi standa að stofnun sérstaks hlutafélags um eignina sem yfirtæki kaupsamning- inn. Hinn 12. júlí stóð Kaupfélag Ár- nesinga ásamt Ísoport hf. að stofnun Eignarhaldsfélagsins Brúar hf. og yfirtók hið nýja félag kaupsamning- inn. Framkvæmdastjóri hins nýja félags er Sigurður Jónsson. Við undirbúning framkvæmda skipaði Brú hf. byggingarnefnd sem í eiga sæti dr. Valdimar K Jónsson verkfræðingur, Hildur Jónsdóttir ferðaráðgjafi og Halldór Birgisson lögmaður. Nefndin stóð að sam- keppni milli arkitekta um hönnun á byggingunni og fyrirkomulag. Arki- tektastofan ARKÍS ehf. varð hlut- skörpust í þeirri samkeppni og ligg- ur hugmynd þeirra til grundvallar frekari hönnun og framkvæmda. ARKÍS sér um heildarhönnun húss- ins og hefur með sér verkfræðistof- una Hönnun hf. til þeirra verka.“ „Stórt skref í upp- byggingu menningar“ Stefnt að því að menningarhús á Selfossi verði tilbúið fyrir rekstur 1. júní á næsta ári Vestmannaeyjum - Þingflokkur Framsóknarflokksins var á ferð í Vestmannaeyjum dagana 22. og 23. mars sl. Þingmenn og tveir ráðherrar flokksins, þeir Guðni Ágústsson og Halldór Ásgrímsson, fóru víða og kynntu sér stöðu mála hjá Eyjamönn- um. Meðal verka þeirra hér var að Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, í fjarveru heil- brigðis- og tryggingaráðherra Ingi- bjargar Pálmadóttur, undirritaði samning við Vestmannaeyjabæ um endurbætur á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Um leið og legu- deildir verða allar endurnýjaðar verða deildirnar sameinaðar á einni hæð sem hefur í för með sér mikla hagræðingu í rekstri. Það var tákn- rænt að undirritun samninganna fór fram í Landlist en árið 1847 var byggð fæðingastofa við það hús og mun það vera fyrsta sjúkrabygging á Íslandi. Nú þegar hefur fyrsti áfangi fram- kvæmdanna verið boðinn út, kostn- aðaráætlun hönnuða við áfangann var 81,6 milljónir og lægsta tilboð sem barst var frá Eyjatré upp á 81,8 millj- ónir króna. Eftir er að yfirfara tilboð- in en það verður gert á næstu dögum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Halldór Ásgrímsson ráðherra og Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri und- irrita samninginn. Fyrir aftan eru Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, formaður sjúkrahússstjórnar, og Gunnar Kr. Gunnarsson sjúkrahússforstjóri. Endurbætur á heilbrigðisstofnun Stykkishólmi - Stofnað hefur verið félagið Heilsuefling Stykkishólms ehf. Að félaginu standa tveir hlut- hafar, Stykkishólmsbær með 40% og 3p-Fjárhús ehf. í Reykjavík með 60%. Markmið félagsins er að nýta heita vatnið í Stykkishólmi til heilsuræktar. Heita vatnið í Stykkishólmi er efnaríkt og hefur haft góð áhrif m.a. á þá sem þjást af húðsjúk- dómum. Fyrsta verkefni félagsins er að gera athugun á hagkvæmni þess að setja upp heilsurækt í Stykkishólmi og markaðsetja hana. Stofnframlag Stykkishólms- bæjar er sá kostnaður sem þegar hefur verið lagður í undirbúning þessa máls. Í stjórn nýja félagsins eru: Páll Kr. Pálsson, Bergþór Ólason og Magnea Hjálmarsdóttir. Ásthildur Sturludóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hins nýja félags Þeir sem standa að stofnun félags- ins eru bjartsýnir á að hugmyndir þeirra geti orðið að veruleika. Þá er verið að ræða um að bjóða gest- um upp á að dvelja í bænum og njóta heilsutengdrar þjónustu þar sem heita vatnið gegnir stóru hlut- verki. Reiknað er með að niður- stöður hagkvæmiathugana liggi fyrir eftir nokkra mánuði. Heitt vatn til heilsuræktar Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Kristín Benediktsdóttir og Karl Dyrving, starfsmenn sundlaugarinnar í Stykkishólmi, við heita pottinn. Stofnað hefur verið félag til að mark- aðssetja vatnið til heilsuræktar og eru miklar vonir bundnar við það. Blönduósi - Kvenfélögin í landinu hafa undanfarið vak- ið athygli landsmanna á holl- ustu íslenska vatnsins sem svaladrykks. Veggspjald sem heitir einfaldlega „Vatn“ hef- ur verið gefið út til að kynna málefnið og hafa kvenfélags- konur í A-Húnavatnssýslu ekki látið sitt eftir liggja og dreift veggspjöldum víða á opinberum stöðum og í skól- um í sýslunni. Austur-hún- vetnskar kvenfélagskonur vilja sérstaklega benda skólayfirvöldum á að tryggja góðan aðgang nemenda að fersku og heilnæmu vatni. Halda vatni að hér- aðsbúum Kvenfélagskonur í A-Húnavatnssýslu standa þétt saman í því að kynna holl- ustu íslenska vatnsins. Kvenfélagskonur í Austur-Húnavatnssýslu Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Egilsstöðum - Gönguleiðsögn, ferðatækni og hópstjórn er heiti helgarnámskeiðs sem nýlega var haldið á vegum Fræðslunets Aust- urlands. Emil Björnsson, fram- kvæmdastjóri Fræðslunetsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að með þessu væri verið að styðja við ferðaþjónustu sem vaxandi at- vinnugrein á Austurlandi og mennta fólk sem fæst við að leið- segja á hinum fögru gönguleiðum í fjórðungnum. Emil sat námskeiðið og var spurður um framvindu þess. „Við byrjuðum á að fara í gegnum allan búnað göngumannsins og hvernig best væri að útbúa sig í mat og elda á gönguferðum. Við vörðum töluverðum tíma í rötun, m.a. á vettvangi, kortalestur og GPS- staðsetningartækin og ítarlega var fjallað um gönguleiðsögn, mannlega þáttinn í henni og al- menna gönguleiðsögutækni. Svo- kölluð náttúrutúlkun, það að lesa í landið, var einnig á dagskrá. Þá stóð til að byggja snjóhús og gista í því um nóttina, en vegna snjóleysis varð að sleppa þeim dagskrárlið.“ Emil segir standa upp úr hvað hópurinn sem tók þátt var skemmtilegur og áhugasamur. „Innan um og saman við voru reyndir leiðsögumenn í endur- menntun og svo fólk sem var að sækja sér innsýn í listgreinina að leiðsegja.“ Leifur Örn Svavarsson var kennari á námskeiðinu, en hann er þekktur fjallamaður og Græn- landsfari. Hann starfar með Ís- lenskum fjallaleiðsögumönnum og er jafnframt jarðfræðingur og yf- irkennari við björgunarskóla Landsbjargar. Fræðslunet Austurlands hefur áður haldið námskeið tengd ferða- þjónustunni og nefnir Emil í því sambandi að það hafi verið aðili að svæðisleiðsögunámi sem lauk fyrir rúmu ári, en þá útskrifuðust 35 svæðisleiðsögumenn. Á döfinni eru svo þjónustunámskeið fyrir ferðaþjónustuna og námskeið þar sem fjalla á um matreiðslu fyrir ferðamenn með áherslu á íslensk- an mat. Gönguleiðsögn, ferðatækni og hópstjórn Listin að veita leiðsögn á fögrum gönguleiðum Morgunblaðið/Emil Björnsson Leifur Örn Svavarsson fræðir þátttakendur á námskeiði um göngu- leiðsögn og fjallamennsku um ýmsar útgáfur af hentugum ferðamat.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.