Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRARBÆR hefur auglýst eftir aðilum til að taka þátt í for- vali um hönnun og byggingu fjöl- nota íþróttahúss á félagssvæði Þórs við Skarðshlíð sem boðið verður út í alútboði. Valdir verða 3-5 þátttakendur til að taka þátt í alútboðinu. Á síðasta fundi íþrótta- og tóm- stundaráðs var rætt um mögulega aðkomu Byggðastofnunar og menntamálaráðuneytisins að bygg- ingu hússins og var formanni ÍTA og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að kanna viðbröð þessara stofnana vegna styrkveitingar við fjármögnun hússins. Eiríkur Björn Björgvinsson íþrótta- og tóm- stundafulltrúi sagði að þessi um- ræða hafi komið áður upp en þarna væri verið að leita eftir fjármagni í verkefnið og um leið að létta undir hjá bænum. Eiríkur sagði að menntamála- ráðuneytið hafi komið að uppbygg- ingu íþróttavallarins á Egilsstöð- um sem byggður var vegna Landsmóts UMFÍ. „Nú svo vilja menn láta reyna á það hvort Byggðastofnun er tilbúin að koma að uppbyggingu svona mannvirkja. Það er vilji til þess að leita á náðir ríkisvaldsins varðandi allt það sem tengist byggðaröskun. Ferðakostn- aður á landsbyggðinni er orðinn það mikill að við þurfum að leita allra leiða til þess að halda móta- haldi og ýmsu fleiru í heimabyggð. Í nýlegri samþykkt að þriggja ára áætlun bæjarsjóðs árin 2002-2004 er gert ráð fyrir 300 milljónum króna í fjölnota íþróttahús og að auki eru settar 80 milljónir króna í þetta verkefni á yfirstandandi ári. Bygging fjölnota íþróttahúss á Akureyri í alútboð Leitað eftir fjármagni hjá Byggða- stofnun og menntamálaráðuneyti Morgunblaðið/Kristján Þórsarar á æfingu á velli sínum. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar hafa verið erfiðar norðan heiða í vetur og hefur Þór t.d. ekki leikið neinn æfingaleik í ár. Fjórum sinnum hefur verið reynt en aldrei tekist vegna veðurs. LÁRA Stefánsdóttir og Valdi- mar Gunnarsson, kennarar við Menntaskólann á Akureyri, halda fyrirlestur sem nefnist Þróunarskóli í upplýsinga- tækni í Háskólanum á Akureyri á morgun, fimmtudaginn 5. apríl, kl. 16.15, í stofu 16 við Þingvallastræti 23. Menntaskólinn á Akureyri hefur gert áætlun um nám og kennslu í upplýsingatækni og hefur hann verið valinn þróun- arskóli í upplýsingatækni þar sem leitað er leiða til þess að hagnýta tölvur og upplýsinga- tækni í öllum námsgreinum. Í fyrirlestrinum munu Lára Stefánsdóttir og Valdimar Gunnarsson fjalla um stefnu skólans, tölvuuppbyggingu, fartölvuvæðingu, eWizards – þemaverkefni um töfra og galdra, dæmi um hagnýtingu upplýsingatækni í ýmsum kennslugreinum. Fyrirlestur- inn er öllum opinn. Háskólinn á Akureyri Fyrirlest- ur um upplýs- ingatækni ÁTJÁN ára piltur hefur í Héraðs- dómi Norðurlands eystra verið dæmdur til að greiða 100 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs og þá var hann sviptur ökurétti í tvö ár og gert að greiða sakarkostnað. Pilturinn var ákærður fyrir að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis, hratt og óvarlega um götur Raufarhafnar, suður og norður fyrir þorpið á allt að 160 kílómetra hraða sem og inn í þorpið en þar ef há- markshraði 50 kílómetrar. Afleiðing- ar þessa ofsaaksturs voru þær að hann náði ekki beygju og skrensaði bifreiðina á bunahana og síðan stjórnlaust út af götunni og hafnaði á Gömlubraut. Hann tilkynnti óhappið til lög- reglu. Þrjú ungmenni voru farþegar í bílnum umrætt sinn en þau voru öll í öryggisbeltum og hlutu minni háttar áverka. Bifreiðin skemmdist mikið. Pilturinn játaði háttsemi sína en taldi þó að bifreiðin hefði verið á 130- 40 kílómetra hraða. Hafði hann áður, eða í nóvember síðastliðnum, gengist undir sátt hjá sýslumanni á Seyðis- firði og var þá auk sektar sviptur ökurétti í eitt ár. Hann fékk ökurétt- indi í lok júlí í fyrra en atvikið sem um er rætt varð tæpum mánuði síðar þannig að hann var með bráða- birgðaökuskírteini. Dómnum þótti akstur piltsins vítaverður og svipti hann því ökurétti í tvö ár en dóm- urinn tekur gildi í nóvember næst- komandi þegar áðurnefnd sátt renn- ur út. Héraðsdómur Norðurlands eystra Sviptur ökurétti í tvö ár fyrir vítaverðan akstur TÖLUVERT hefur snjóað að und- anförnu norðan heiða síðustu daga en ekki eru allir jafnhrifnir af slíkri sendingu nú þegar mönn- um finnst vorið vera á næsta leiti. Fram kemur í aprílspá Veð- urklúbbsins á Dalbæ á Dalvík að enn þurfi að bíða eftir vorinu, hve lengi fari eftir fyrsta sumartungl- inu sem kviknar 23. apríl í suðs- uðvestri. Verði veðrið gott þann dag megi búast við að sumarið verði það einnig, en viðri ekki vel megi hins vegar búast við köldu vori. Klúbbfélagar telja að fremur leiðinlegt veður verði fram að páskum, norðlægar áttir með snjókomu. Þó svo að nokkuð snjói megi búast við að hann taki fljótt upp. Um páskana spá þeir félagar hins vegar góðum dögum, jafnvel eindæma góðum til útivistar norð- anlands. Rætist hins vegar spáin um leiðinlegt veður fram að pásk- um ekki telja félagar fullvíst að hann skelli á með hraustlegu páskahreti. Morgunblaðið/Kristján Gísli Pálsson, starfsmaður Akureyrarbæjar, við vinnu sína í gær. Á bak við hann blakta fánar, sem tengjast dagskrá í Hlíðarfjalli næstu daga, í norðanáttinnia. Fresta varð alþjóðlegu skíðamóti í gær vegna veðurs. Veðurklúbbur- inn á Dalbæ Enn þarf að bíða eft- ir vorinu KARLMAÐUR á fertugsaldri hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norður- lands eystra til að greiða 25 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs og helming sakarkostnaðar, en hann var ákærður fyrir tollalagabrot. Ríkissjóði var gert að greiða helming sakarkostnaðar. Karlmaður um fimmtugt, sem ákærð- ur var fyrir sama brot, var hins vegar sýknaður í málinu. Eldri maðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið á móti plastpokum sem innihéldu smyglvarning þegar unnið var við uppskipun úr rússnesku flutn- ingaskipi á Raufarhöfn í september 1999 og farið með þá í húsnæði fisk- iðju Jökuls. Hinn var ákærður fyrir hlutdeild í sama broti, þ.e. að hafa tek- ið varninginn í fiskiðjunni og komið honum fyrir í lokuðu plastkeri og setja inn í kæligeymslu. Grunsemdir vöknuðu með lögreglu um að verið væri að smygla áfengi og tóbaki í land úr skipinu þegar unnið var við uppskipunina og var því fylgst með bryggjunni. Taldi lögreglumaður sig sjá eldri manninn taka við plast- pokanum og flytja hann inn í fiskmót- tökuna og var hann í kjölfarið hand- tekinn og færður til yfirheyrslu. Eftir nokkra leit fundust pokar þar og reyndust þeir innihalda 15 lítra af spíra, 5 lítra af sterku áfengi, 12 lítra af bjór og 800 vindlinga. Tveir skipverjar gáfu sig fram sem eigendur varningsins og greiddu sekt, 126 þúsund krónur. Ekki voru teknar af þeim lögregluskýrslu og þeir komu ekki fyrir dóm, þannig að framburður þeirra um hver eða hverjir voru kaupendur að varningn- um var ekki fyrir hendi. Eldri maðurinn neitaði frá upphafi að hafa haft með höndum ólöglega innflutt áfengi og tóbak umræddan dag og kvaðst ekki hafa tekið við pakka úr höndum skipverja flutn- ingaskipsins. Hann kannaðist við að hafa tekið poka á bryggjunni og flutt að fiskmóttökunni, en taldi þá inni- halda rusl. Þótti dómnum ósannað að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir og var hann því sýknaður. Misræmi reyndist á framburði yngri mannsins fyrir lögreglu og dómi og þótti ótrúverðugt. Að áliti dómsins átti manninum að vera kunn- ugt um hvert innihald pokanna væri þegar hann kom þeim fyrir í kari og flutti þá til, enda hafi hann kannast við að glamrað hafi í þeim. Ósannað þótti hins vegar að hann hafi átt nokk- urn hlut í hinum ólöglega innflutta varningi, sem hann átti hlutdeild í að veita viðtöku. Dæmdur fyrir tollalagabrot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.