Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 21 STAFRÆNAR M Y N D A V É L A R RÚ N A 49.900.- Kodakumboðið á Íslandi, Hans Petersen, www.hanspetersen.is, sími 570 7500 FERMINGAR TILBOÐ KODAK DC 3800 lætur myndirnar lifna við! Upplausn 2,1 milljónir pixla Lítil og nett, aðeins 160 grömm 8 MB minniskort fylgir USB kortalesari 2x stafrænt zoom Ljósop 2,8 DEILAN vegna áreksturs banda- rískrar njósnavélar og kínverskrar herflugvélar í Suður-Kínahafi á sunnudag er aðeins síðasti atburð- urinn í röð deilumála milli Kínverja og Bandaríkjamanna á undanförn- um vikum. Tónninn hefur farið harðnandi í samskiptum ríkjanna og margir óttast jafnvel að valda- barátta í anda kalda stríðsins sé í uppsiglingu í Asíu. „Það er mikil hætta á kreppu í samskiptum Bandaríkjanna og Kína,“ hafði The Washington Post í gær eftir Shen Dingli, sérfræðingi í öryggismálum við Fudan-háskóla í Shanghai. „Það er ekki unnt að ofmeta hve ástandið er viðkvæmt þessa stundina.“ Að mati sérfræðinga beggja vegna Kyrrahafsins hafa deiluefni þjóðanna orðið bæði fleiri og alvar- legri á síðustu mánuðum. Nefna má handtöku Kínverja á tveimur kínversk-bandarískum mennta- mönnum, liðhlaup yfirmanns í kín- verska hernum til Bandaríkjanna, áform Bandaríkjastjórnar um að koma upp eldflaugavarnakerfi og hugsanlega sölu á vopnum til Taív- ans. Breytt viðhorf Með heimsókn Richards Nixons Bandaríkjaforseta til Kína árið 1971 hófst tveggja áratuga skeið þýðu í samskiptum ríkjanna. Bandaríkjastjórn sleit stjórnmála- sambandi við Taívan árið 1979 og kom á formlegum tengslum við Kína og ríkin tóku upp samvinnu á sviði öryggismála. Bandaríkja- menn seldu Kínverjum vopn og veittu þeim tækniaðstoð, ríkin studdu skæruliða sem börðust gegn Sovéthernum í Afghanistan og Kínverjar veittu bandarísku leyniþjónustunni leyfi til að koma upp eftirlitsstöðvum í norðvestur- hluta landsins til að fylgjast með herflutningum og kjarnorkutil- raunum í Rússlandi. En með falli Berlínarmúrsins dró úr mikilvægi þessarar sam- vinnu og eftir fjöldamorðin á stúd- entum á Torgi hins himneska frið- ar í Peking árið 1991 hljóp snurða á þráðinn. Í augum Bandaríkja- manna var Kína ekki lengur upp- rennandi markaðsþjóðfélag heldur harðstjórnarríki þar sem mann- réttindi voru fótum troðin. Svipuð viðhorfsbreyting gagn- vart Bandaríkjunum hefur átt sér stað í Kína á undanförnum tveimur árum. Í síðustu stefnuyfirlýsingu Pekingstjórnarinnar um varnar- mál, sem gefin var út á síðasta ári, var Bandaríkjunum nánast lýst sem helstu hindruninni í vegi auk- inna áhrifa Kínverja í Asíu. Ýmsir atburðir hafa orðið til að auka á andúð gegn Bandaríkjunum í Kína, til dæmis ásakanir á hendur Kín- verjum um njósnir og ólögleg framlög í kosningasjóði, bandarísk sprengja sem hafnaði fyrir mistök á kínverska sendiráðinu í Belgrað í Kosovo-deilunni og tilraunir Bandaríkjastjórnar til að koma í veg fyrir sölu Ísraela á háþróuðum ratsjárbúnaði til Kína. Yfirlýsingar George W. Bush í kosningabaráttunni og síðan hann tók við embætti forseta Bandaríkj- anna í janúar, þar sem hann hefur gefið til kynna að hann muni fylgja harðari stefnu gagnvart Kína en forveri hans, hafa síðan enn aukið á stirðleikann í samskiptum ríkj- anna. Taívan eitt eld- fimasta deiluefnið Eitt eldfimasta deiluefnið milli Bandaríkjanna og Kína á undan- förnum árum hefur verið staða Taívans, sem Kínverjar gera tilkall til og vilja sameina meginlandinu. Bill Clinton fylgdi í forsetatíð sinni svonefndri „þriggja neitana stefnu“ varðandi eyjuna, sem mið- aði að því að halda frið við Kín- verja. Fól hún í sér að Bandaríkja- stjórn myndi hvorki styðja sjálfstæði Taívans, viðurkenna rík- isstjórn landsins né samþykkja að- ild þess að alþjóðastofnunum. Bandaríska utanríkisráðuneytið kunngerði hins vegar 19. mars sl. að stjórn George W. Bush hygðist ekki fylgja þessari stefnu Clintons, Kínverjum til mikillar gremju. Nokkrum dögum áður hafði ver- ið mælt með því í skýrslu, sem unn- in var fyrir öldungadeild Banda- ríkjaþings, að Bandaríkjastjórn yrði við óskum yfirvalda á Taívan um að selja þeim hátæknivopn til að verjast vaxandi ógn frá Kína. Kínverjar beina hundruðum eld- flauga að eyjunni en þeir eru sagð- ir óttast mjög að Taívanar fái að kaupa bandaríska tundurspilla af gerðinni Arleigh Burke sem eru búnir Aegis-eldflaugavarnabúnaði. Sendinefnd frá Taívan er vænt- anleg til Washington síðar í þess- um mánuði til viðræðna um vopna- kaupin en talið er að ákvörðun Bush þar að lútandi gefi tóninn um hvaða langtímastefnu hann hyggist fylgja gagnvart Kína. Andstaða við áform um eldflaugavarnakerfi En áform Bandaríkjastjórnar um að koma upp eldflaugavarna- kerfi hafa ekki síður vakið hörð viðbrögð Kínverja á undanförnum mánuðum. Fullyrðir Peking- stjórnin að slíkt kerfi myndi raska valdajafnvægi í heiminum en hún óttast að kínverska kjarnorku- vopnabúrið missi með því fæling- armátt sinn. Þrátt fyrir mislukkaðar eld- flaugavarnatilraunir á síðasta ári og hörð mótmæli Kínverja, Rússa og fleiri ríkja hefur Bush lýst því yfir að tilraunum með kerfið verði haldið áfram. Aðstoðarforsætisráðherra Kína, Qian Qichen, hefur lýst deilunni um eldflaugavarnakerfið sem við- kvæmasta málinu í samskiptum Kína og Bandaríkjanna. Qichen átti í síðasta mánuði fund með Bandaríkjaforseta og utanríkisráð- herranum Colin Powell í Wash- ington og lét þar í ljós harða and- stöðu við eldflaugavarnaáformin og hugsanlega vopnasölu til Taívans. Málið ekki afdrifaríkt eitt og sér en tímabær áminning Stjórnmálaskýrendur virðast hallast að því að atvikið yfir Suður- Kínahafi muni ekki hafa varanleg áhrif á samskipti Bandaríkjanna og Kína eitt og sér en binda vonir við að það hafi vakið menn til nauðsyn- legrar umhugsunar. „Allir aðilar ættu að taka þessu máli sem tímabærri áminningu. Átök við Kína eru ekki óumflýj- anleg en ef ekki verður lagt allt kapp á að leysa ágreiningsmálin geta lítil atvik stigmagnast í hættu- ástand,“ hafði The Washington Post í gær eftir Bates Gill, sér- fræðingi um kínversk öryggismál við Brookings-stofnunina í Banda- ríkjunum. Bent hefur verið á að Kínverjar vilji líklega forðast ónauðsynlegar illdeilur við Bandaríkjastjórn á næstu mánuðum, þar sem það gæti meðal annars tafið fyrir inngöngu þeirra í Heimsviðskiptastofnunina (WTO). Bandaríkjaþing samþykkti á síðasta ári löggjöf, er Bush studdi, sem veitti Kínverjum eðli- lega viðskiptastöðu til langframa og var þá einni hindrun rutt úr vegi fyrir aðild þeirra að stofnun- inni. Með löggjöfinni var reyndar eitt af hinum stærri deilumálum ríkjanna úr sögunni en áður hafði Bandaríkjastjórn notað árlega end- urnýjun viðskiptaskilmála til að þrýsta á Kínverja að bæta ástand mannréttindamála, stjórnvöldum í Peking til lítillar ánægju. Harðnandi tónn í samskiptum Banda- ríkjanna og Kína Árekstur bandarískrar njósnavélar og kín- verskrar herflugvélar yfir Suður-Kínahafi á sunnudag hefur orðið til þess að auka á spennuna milli Banda- ríkjanna og Kína, segir í grein Aðalheiðar Ingu Þorsteinsdóttur, en tónninn hefur farið harðnandi í samskiptum ríkjanna að undanförnu. AP Neal Sealock, varnarmálafulltrúi í bandaríska sendiráðinu í Peking, fékk í gær að ræða við áhöfn bandarísku njósnavélarinnar, sem nauðlenti á Hainan-eyju í Kína eftir árekstur við kínverska herflugvél yfir S-Kínahafi á sunnudag. Hér sést honum fylgt út í bifreið á leið til fundar við áhöfnina, sem er í haldi í herstöð á Hainan.                    !                   !"  !       # $ % &                  Eftirmál áreksturs bandarískrar njósnaflugvélar og kínverskrar herflugvélar á sunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.