Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 25 Stólpi fyrir Windows Viðskiptahugbúnaður Fákafen 11 • Sími 568 8055 • Fax 568 9031 Netfang: kerfisthroun@kerfisthroun.is Stólpi fyrir Windows er upplýsingakerfi sem byggir á nýjustu tækni. Kerfið hentar öllum gerðum fyrirtækja því það er auð- velt að aðlaga það óskum hvers og eins. Á meðal staðalbúnaðar má nefna beintengingu við banka þannig að reikninga má prenta í einriti með áföstum greiðsluseðli ef óskað er. Innborganir eru lesnar inn á viðskiptareikninga og kerfið sér um bók- un vaxta og kostnaðar á sjálfvirkan hátt. Aðföng eru bókuð við móttöku og greiðslukerfi fylgir þar sem velja má reikninga til greiðslu og senda í bankalínu til millifærslu. Það sama gildir um útborgun launa og skilagreinar. Með aukinni sjálfvirkni fækkar villum og afköst aukast til muna. Stólpi fyrir Windows er hannaður í Access 2000 og er því Office 2000 kerfi og fylgir öllum stöðlum Microsoft. Segja má að hinn vinsæli Excel töflureiknir og Word ritvinnslan séu innbyggð í Stólpa þannig að öll skjöl, s.s. tilboð og reikningsyfirlit má senda beint í tölvupósti. Til frekari þæginda er uppfletting í þjóðskrá innbyggð. Kerfisþróun ehf. byggir á fimmtán ára reynslu við gerð viðskiptahugbúnaðar og þjónar um 1500 viðskiptavinum á öllum sviðum atvinnulífsins. Á annað hundrað fyrirtæki hafa nú þegar tekið Stólpa fyrir Windows í notkun. Helstu bókhaldskerfin frá Kerfisþróun: Fjárhagsbókhald, Skuldunautabókhald, Lánardrottnabókhald, Sölukerfi, Inn- heimtukerfi banka, Birgðakerfi, Framleiðslukerfi, Verkbókhald, Launakerfi, Mælingakerfi, Ferðareikningar, Stimpil- klukkukerfi, Tilboðskerfi, Bifreiðakerfi, Pantanakerfi, Tollkerfi og Útflutningskerfi með SMT samskiptum. Hægt er að skoða kerfin á heimasíðu Kerfisþróunar: http://www.kerfisthroun.is Skoðið nýtt afburða gott launakerfi sem hentar hvaða stærð af fyrirtæki sem er. þar sem einn eldri höfundur sagði að því yngri og sætari sem höf- undarnir væru því auðveldara væri að koma þeim á framfæri, en þetta hefði bara því miður ekkert með skriftirnar að gera. En milli höfunda og útgefenda er einn milliliður í Bretlandi: um- boðsmenn. Það eru því í raun umboðs- mennirnir sem byrja á útlits- áherslunni – auðvitað af því þeir vita sem er að útgefendur taka út- litið með í reikninginn. En það getur líka farið í taug- arnar á útgefendum hvernig um- boðsmenn eru farnir að hafa til- hneigingu til að leiða höfunda milli útgefenda eins og þeir væru í feg- urðarsamkeppni. Og margir útgef- endur neita að taka beint við handritum, heldur taka aðeins við ábendingum frá umboðsmönnum. Bækur eiga í harðri samkeppni við aðra miðla og um leið eiga rit- höfundar í harðri samkeppni við aðra sem koma fram í fjölmiðlum. Baráttan stendur um athygli fjöl- miðla. Í þessari samkeppni getur það komið höfundi vel að vera ungur og smart því þá er líklegra að hann komist ekki bara að í bókagagnrýni heldur líka í lífs- stílsviðtöl. Og öll athygli er af hinu góða... eða þannig. Markmið bókaútgáfu hefur að FJÖLMIÐLAR eyða færridálksentimetrum í bæk-ur, svo útgefendurleggja æ meiri áherslu á að koma rithöfundum að í lífsstíls- viðtöl og önnur viðtöl utan menn- ingarsíðnanna. Þá gildir að höf- undurinn sé bæði ungur, sætur og smart týpa – og þess vegna velja útgefendur frekar höfunda sem eru ungir, sætir og smart týpur. En er þetta í raun satt? Þetta var rætt á London Books Fair í vik- unni sem leið, þar sem bæði útgef- endur og umboðsmenn við- urkenndu að þetta væri ekki alfjarri raunveruleikanum. En það eru líka dæmi um að útgefendur hafi lagt morðfjár í unga höfunda og sæta höfunda, auglýst þá ræki- lega en samt orðið að bíta í það súra epli að bækurnar seldust ekki. Það er því kannski nær að segja að það er ekki verra að vera ungur og sætur – og geta skrifað. Umboðsmenn hafa sitt að segja Eldri og velmetnir höfundar eins og Margaret Drabble og Anita Brookner láta það fara í taugarnar á sér að útgefendur skuli leggja svo mikið í unga og óþekkta höfunda sem eru sætir og spennandi týpur. Þessa skoðun viðruðu þær á bókmenntavikunni, sjálfsögðu alltaf verið að hafa eitt- hvað upp úr krafsinu. Það er samt eins og útgefendur hafi minni þol- inmæði en áður að bíða eftir hagn- aði og það helst góðum hagnaði af höfundum. Það er sjaldgæft að fyrsta bók slái í gegn. Lang- algengast er að góður höfundur dragi að sér vaxandi athygli með einni bókinni af annarri. Fyrstu bækurnar skila kannski engu en síðan vex athyglin og um leið ágóðinn. Höfundarnir verða síðan þekktir þegar þeir eru komnir á fimmtugsaldur eða svo. En nú eru sumsé ýmsir áhyggjufullir yfir að útgefendur hafi ekki lengur þol- inmæði til að bíða eftir að höf- undur þroskist. Hann verður að slá í gegn strax eða að minnsta kosti fljótt. Dugir útlitið eitt? Ein af ungu bresku bókmennta- stjörnunum er hin 25 ára Zadie Smith. Bók hennar, „White Teeth“, sem fjallar um lífið í Norður-London, vann verðlaun Guardian fyrir bestu fyrstu bók, var tilnefnd til Booker-verð- launanna og um það bil allra ann- arra breskra bókmenntaverðlauna. Athyglin heima fyrir hefur rutt henni braut erlendis – og hún er bæði sæt og smart og kemur vel fyrir í viðtölum. Hún þykir gott dæmi um útlitsáherslu útgefenda en það verður heldur ekki skafið af henni að hún getur skrifað. Í umræðum á bókavikunni var þó til þess tekið að hún hefði tekið upp nýtt útlit eftir að hún vakti svona mikla athygli, lagt gleraugunum og klippt afrókrullurnar. En dugir útlitið eitt? Nei, svo virðist ekki vera. Amy Jenkins er 34 ára og sló í gegn með því að skrifa handrit að geysivinsælum sjónvarpsþáttum. Upp úr því voru ekki aðeins greinar um og viðtöl við hana í öllum breskum blöðum og tímaritum, heldur fékk hún fyr- irframgreiðslu upp á 600 þúsund pund fyrir að skrifa tvær bækur eftir að hafa sýnt einn kafla úr væntanlegri skáldsögu sem var hennar fyrsta, „Honey Moon“. En allt kom fyrir ekki og bók hennar hefur ekki selst í neinu hlutfalli við athyglina sem Jenkins og bók- in fengu. Svo er það líka Louis de Bern- iere sem sýnir að útlitið er ekki allt eða að það er hægt að komast áfram þrátt fyrir að vera ekki sætur og smart. Hann skrifaði Captain Corelli’s Mandolin, bók sem gerist á Ítalíu í seinni heims- styrjöldinni. Bókinni var lítt hampað, kannski af því að de Berniere er lágvaxinn, þybbinn og sköllóttur en reyndar ekki gamall. En salan jókst því lesendur henn- ar voru duglegir að segja frá henni og um leið jókst athyglin. Nú er John Madden, sem gerði Shakespeare in Love, að kvik- mynda söguna með leikurum eins og Nicolas Cage, Penélope Cruz og John Hurt. Oftrú á markaðssetningu Rödd úr bókabúðageiranum full- yrðir líka að útgefendur hafi oftrú á markaðssetningu. Lesendur láti sig litlu varða auglýsingaum- stangið en líti fyrst og fremst á innihaldið, líka af því að þeir séu vanir því að margt hafi verið reynt í auglýsingamennskunni. Útlitslegt aðdráttarafl höfunda sé því ofmetið af útgefendum því les- endur séu ekki svo vitlausir þrátt fyrir allt. Ýmsum finnst að útlitsáherslan sé breskt fyrirbæri sem end- urspegli æsiblaðamennskuna bresku. En það er reyndar ekki aðeins í Bretlandi sem áherslan er á unga og sæta höfunda. Sama hefur líka sést í öðrum löndum. En svo eru auðvitað skemmtilegar undantekningar eins og írsk- bandaríski höfundurinn Frank McCourt sem sló í gegn kominn yfir sjötugt með Angela’s Ashes. En það ævintýri átti að vísu ekki upptök sín í Bretlandi. Er ábatavænna að vera sætur rithöf- undur en góður rithöfundur? Á bókmenntavikunni í London lýstu ýmsir áhyggjum sínum yfir ofuráherslu útgefenda á að gefa út sæta, unga höfunda. Aðrir benda á að lesendur séu ekki svo vitlausir að gleypa við slíku. Sigrún Davíðsdóttir í London kynnti sér málið en ýmsum finnst að útlitsáherslan sé breskt fyrirbæri sem endurspegli æsiblaðamennskuna bresku. verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. Stretchbuxur St. 38–50 - Frábært úrval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.