Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 26
LISTIR 26 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ segull PIRAMUS og Þispa, leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík, frum- sýndi sl. laugardag hið sígilda verk Thorbjörns Egner Dýrin í Hálsa- skógi. Sýningin er sett upp í Sam- komuhúsinu á Húsavík, leikstjóri er hinn gamalreyndi leikhúsmaður Sig- urður Hallmarsson sem sér líka um hljóðfæraleik í sýningunni ásamt Ingimundi Jónssyni. Sviðsmeistarar frá Leikfélagi Húsavíkur, Sveinbjörn Magnússon og Sigurður Sigurðsson, eiga heið- urinn af sviðsmyndinni. Uppistaðan í henni eru tré sem tekin voru í húsa- görðum í bænum. Steinunn Áskels- dóttir sér um förðun og þær Dóm- hildur Antonsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir sjá um búninga. Að sögn Kolbrúnar Ödu Gunnars- dóttur, formanns félagsins, eru leik- arar 20 en alls koma 30–40 manns að sýningunni. Með helstu hlutverk fara Hilmar Valur Gunnarsson sem leikur Mikka ref, Arnar Þór Sigurðs- son sem Lilli klifurmús og Katrín Ragnarsdóttir sem leikur Martein skógarmús. Einn leikara í sýning- unni er skiptinemi frá Noregi, Lars Fuglestad, og leikur hann elginn. Piramus og Þispa var stofnað af Þorgeiri Tryggvasyni árið 1989 og hefur starfað ötullega síðan. Næsta sýning verður í kvöld, miðvikudags- kvöld, en áætlað er að hafa sýning- arnar að minnsta kosti tíu. Morgunblaðið/Hafþór Arnar Þór og Katrín í hlutverkum sínum. Dýrin í Hálsa- skógi á Húsavík Húsavík. Morgunblaðið. ♦ ♦ ♦ Lars Dunder, bassi, Mats Dahl- berg, gítar, Tobbe Jacobsson, saxó- fónar, Tobbe Broström, trommur, Bengt Jaegtnes, hljómborð, og Yana Sundgren, söngur. Fjölmargir utanaðkomandi tón- listarmenn hafa leikið með hljóm- sveitinni inn á plötur og á tón- leikum. Hljómsveitin hefur komið fram á ýmsum menningarhátíðum í Sví- þjóð, Noregi, Rússlandi, Bandaríkj- SÆNSK hljómsveit, Giron, heldur tónleika í Norræna húsinu í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Tón- leikarnir eru liður í kynningu á menningu Norðurbotns í Svíþjóð sem nú stendur yfir í Norræna hús- inu. Tónlist Giron er blanda af sam- ískum þjóðlögum, rokki og jassi. Hljómsveitin hefur starfað frá árinu 1994 og hefur á að skipa sex með- limum: unum og Kanada. Þeir hafa einnig komið fram í sænska ríkisútvarpinu og sjónvarpinu við ýmis tækifæri, þar má nefna tónleika fyrir sænsku hirðina að viðstaddri konungsfjöl- skyldunni og ríkisstjórninni í bústað Karls XVI Gústafs. Í desember sl. gaf hljómsveitin út geislaplötuna, „Till Kiruna“ þar sem hún mærir heimaborg sína, Kiruna, sem hélt uppá aldarafmæli sitt á sl. ári. Textarnir eru á sænsku. Sexmenningarnir í sænsku hljómsveitinni Giron. Giron leikur í Norræna húsinu FIÐLUSVEIT Tónlistarskóla Mos- fellsbæjar helur tónleika í sal Var- márskóla í kvöld kl. 20.30. Með Fiðlusveitinni koma fram Richard Simm píanóleikari og sellóleik- ararnir Arnþór Jónsson og Guðrún Þ. Höskuldsdóttir. Sérstakur gest- ur verður söngvarinn Þorvaldur Halldórsson. Í Fiðlusveitinni eru þrettán stúlkur á aldrinum 9–14 ára. Sveitin var stofnuð haustið 1997 og er stjórnandi hennar frá upphafi Rósa Jóhannesdóttir, tón- listarkennari og fiðluleikari. Tónleikarnir eru liður í söfnun stúlknanna á mót fyrir unga tón- listarmenn (9–16 ára) sem haldið verður í Odense í Danmörku 1. júlí. Þátttakendur verða frá öllum Norðurlandaþjóðunum og er til- gangur mótsins að kynnast tónlist og menningu hinna landanna, auk þess að kynna íslenska tónlist. Aðgangseyrir 500 kr. 200 kr. fyr- ir börn, frítt fyrir yngri en sex ára. Fiðlusveit Mosfellsbæjar. Efsta röð frá vinstri: Rósa Jóhannesdóttir stjórnandi. Valgerður Lilja Jónsdóttir, Lilja Kjartansdóttir, Lára Ara- dóttir, Sigríður Sjöfn Ingvarsdóttir, Agnes Drífa Pálsdóttir. Miðröð; Sólveig Johnsen, Anna Lísa Ingólfsdóttir, Anna Bergljót Böðvarsdóttir, Eygló Sif Sigfúsdóttir, Rannveig Eir Erlingsdóttir. Fremsta röð; Björk Gunnlaugsdóttir, Sigrún Jarlsdóttir og Sólrún Jóhannesdóttir. Tónleikar Fiðlusveitar Mosfellsbæjar Í ÞESSU útvarpsleikriti Ruud van Megens er á yfirborðinu skyggnst inn í hugarheim Egypta sem flust hefur til Hollands. Undir niðri er leikritið flókin samsetning ýmissa vangaveltna sem lagðar eru í munn aðalpersónunni – sumir hlutar textans segja á einfaldan hátt frá daglegri tilveru hennar en aðrir eru úr tengslum við raunveruleikann, markaðir óbeisluðu hugmyndaflugi með keim af veröld absúrdleikhúss- ins. Það er margt athyglisvert við þetta verk, kannski fyrst og fremst vegna þess að höfundurinn leikur sér að því að sneiða hjá hverri keld- unni af annarri sem hann hefði get- að lent í við skrif leikrits sem fjallar um innflytjanda í vestrænu ríki. Í stað þess leikur hann sér að þeim klisjum sem gjarnan eru notaðar í umfjöllun um viðbrögð „síbúanna“ við „nýbúunum“, svo vísað sé í orð- notkun Magnúsar Þorkelssonar í Rabbgrein í síðustu Lesbók. Van Megen notar form einleiksins til að undirstrika að hve miklu leyti leikurinn gerist í hugarheimi Egypt- ans Hakims. Viðmælendur hans eru ekki orðmargir. Þegar fjör færist í leikinn og Hakim nær að króa pípu- lagningamanninn af við iðju sína tekur hann sjálfur að sér að tala fyr- ir báða aðila og leika hlutverk tveggja andstæðinga: annars vegar kynþáttahatara og hins vegar inn- flytjandans eins og kynþáttahatar- inn ímyndar sér hann. Útkoman verður sú að afdráttar- lausri mynd af mjög sérstæðum per- sónuleika er brugðið upp, af ein- mana, íhugulum manni sem þráir aðeins tvennt í lífinu: að eignast konu svo þau gætu hlýjað hvort öðru á nóttunni og að sigra í skautahlaupi milli ellefu borga og bæja í landinu og öðlast þannig virðingu og aðdáun íbúa landsins. En kuldinn sem stafar af landi og lýð ber hann ofurliði og hann kemst aldrei nálægt þessu tak- marki sínu. Örn Árnason leikur Hakim og alla aðra viðmælendur hans. Persóna Hakims hefur töluvert áberandi hreim svo að á stundum getur reynst erfitt að skilja hann – þetta er ákaflega trúverðugt en krefst þess af útvarpshlustendum að þeir hafi einbeitinguna í lagi. Örn virðist geta brugðið sér í allra kvikinda líki en ánægjulegasti hluti flutnings hans er þegar hann sem pípulagn- ingamaðurinn ræðir með eðlilegri talrödd sinni við Hakim með hreim- inn. Þetta undirstrikar þá skoðun Hakims að píparinn sé maður alveg eins og hann sjálfur og rennir stoð- um undir þá skoðun hans að það sé verðugt viðfangsefni að reyna að kynnast honum. Flutningur Arnar á vönduðum texta þýðingar Hallgríms H. Helgasonar og fjölbreytt per- sónusköpun hans eru að því er virð- ist svo áreynslulaus að það er auð- velt að gleyma því hve þessi hæfileiki að geta skapað svo skýrt afmarkaðar persónur með röddinni einni er fágætur, en án efa hefur Örn haft stuðning af hljóðvinnslu Hjartar Svavarssonar. Örn er um- fram allt sannfærandi í hlutverkinu en gæðir allan flutninginn ríkri kímni sem heldur athygli hlustand- ans við efnið. Efni verksins er eins og áður sagði flókið og á stundum fjarstæðu- kennt; sérstaklega á þetta þó við um lokahlutann sem er eins og fantasía prjónuð við frekar heilsteypt og vel byggt verk. Efnistök leikstjórans, Ásdísar Thoroddsen, og hæfileikar Arnar Árnasonar halda verkinu uppi og ná að sigla því í höfn. Að leikslokum eru það þau Örn og Ás- dís sem mega vel við una að vel unnu verki loknu; vegna brotalama í byggingu verksins er þeirra frammistaða minnisstæðari en leik- ritið sjálft. Leikritið og leikarinn LEIKLIST Ú t v a r p s l e i k h ú s i ð Höfundur: Ruud van Megen. Þýðing: Hallgrímur H. Helgason. Leikstjórn: Ásdís Thoroddsen. Hljóðvinnsla: Hjörtur Svavarsson. Leikari: Örn Árnason. EGYPSKI SKAUTA- HLAUPARINN Sveinn Haraldsson HIN árlegu tónlistar- og bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs voru afhent í Ósló á mánudagskvöld. Að þessu sinni komu þau í hlut danska tónlistar- mannsins Palles Mikk- elborg og norska rithöf- undarins Jans Kjærstad. „Þeir listamenn sem til- nefndir voru til tónlist- arverðlauna Norðurlandaráðs í ár eru svo einstakir að ég átti alls ekki von á að vinna verðlaunin,“ sagði Mikkelborg. „Það er mikill heiður að vera kominn í hóp þeirra lista- manna sem þegar hafa fengið þessi verðlaun.“ Mikkelborg er fæddur árið 1941 og er þekktur bæði sem tónsmiður og hljóðfæraleikari. Ungur að árum fór hann að spila á trompet og hefur allar götur síðan notið mikilla vinsælda innan sem utan heimalandsins. Bók rithöfundarins Jans Kjærs- tad, Oppdageren, sem er síðasta bindi þríleiks hans um fjölmiðla- manninn og menningarvitann Jo- nas Wergerland, færir honum bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs árið 2001. Fyrri bækurnar heita Forföreren og Erobreren og gerast þær allar á seinni hluta 20. aldar. Kjærstad er fæddur árið 1953 og gaf út sína fyrstu bók árið 1980. Bækur Kjærstad þykja bera norræn- um nútímabók- menntum gott vitni og hafa notið mik- illa vinsælda i Nor- egi. Í umsögn Norð- urlandaráðs um Kjærstad segir m.a.: „Stíll hans er djúpur, frum- legur og nýstárlegur, hann bæði krefst mikils af lesendum sínum og veitir þeim mikla ánægju af lestrinum.“ Mikkelborg og Kjærstad afhent verðlaun sín Palle Mikkelborg blæs í trompettinn að aflokinni verð- launaafhendingu á mánudagskvöld í Ósló. Ósló. Morgunblaðið. Jan Kjærstad BERND Ogrodnik brúðulista- maður heldur sýningu í Litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi í dag, miðvikudag, kl. 17.15. Sýningin ber heitið: „Brúður, tónlist og hið óvænta.“ Sýningin samanstendur af mörgum stuttum þáttum þar sem Bernd lætur persónur vakna til lífsins gerðar úr hönd- um sínum, trébútum og silki- slæðum. „Bernd kemur frá Banda- ríkjunum en er fæddur og upp- alinn í Þýskalandi. Hann hefur heillað áhorfendur um allan heim og er Bernd talinn einn af hæfileikaríkustu listamönnum í brúðuleikhúsheiminum í dag,“ segir í kynningu. Sýningin er jafnt fyrir fullorðna og börn. Brúður og tónlist á Selfossi Í NORRÆNA húsinu stendur nú yfir, til 6. apríl, kynning á menn- ingu frá Norðurbotni í Svíþjóð. Miðvikudagur – Kirunadagur Kl. 8.00: Ljósmyndasýning í anddyri sem sýnir Kiruna í gegn- um tíðina með augum ljósmynd- aranna Borgs Meschs og Torstens Dahllöfs. Myndirnar, sem spanna fyrri hluta síðasta árhundraðs, eru heimild og menningararfur. Einnig verður sýnd stuttmynd og heimildarmynd frá 100 afmæli Kiruna. Myndirnar verða sýndar af og til yfir daginn. Kl. 20:30: Tónleikar þjóðlaga- sveitarinnar Giron. Sjá hér að neð- an. Aðgangur kr. 1.000. Norður- botnsdagar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.