Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 27 100% ilmefnalaust w w w .c lin iq ue .c om Líttu ábjörtu hliðarnar Lyfja Laugavegi, sími 552 4045. Lyfja Lágmúla, sími 533 2309. Njóttu litríkra vorlita frá Clinique Sjáðu frísklegu litina frá Clinique sem koma þér í gott skap bara með því að horfa á þá. Hreinir, tærir tónar, áhrif frá skemmtilegum blæbrigðum nátt- úrunnar - villt blóm, þroskuð ber, hitabeltisávextir. Léttir litir jafnt á augu, kinnar, varir sem neglur. Skemmtilegar tvöfaldar pakkningar. Tvöfaldur varalitur, kr. 1.442 Tvöfaldur kinnalitur kr. 1.763 Tvöfalt gloss kr. 1.266 Augnskuggar kr. 1.442 Naglalökk, kr. 1.122 Velkomin í Lyfju Laugavegi og Lyfju Lágmúla í dag og á morgun og sjáðu nýju vorlitina. MÖRKIN milli næfista og alþýðu- listamanna eru á stundum nokkuð óljós, en ekki er alls kostar rétt að leggja sama skilning í óskólaða tóm- stundaiðju og sjálfsprottnar skap- andi athafnir. Tollarinn Henri Rousseau, sem var nafnkenndastur næfista síðustu aldar, bjó yfir mjög þróaðri tækni, sem kemur flestum mjög á óvart sem standa augliti til auglitis við frum- myndir listamannsins, og færu hér fáir sporgöngumenn meistarans í skóna hans. Rousseau var í vinfengi við nokkra helstu módernista Par- ísarskólans í upphafi aldarinnar og það eitt verður að teljast drjúg skól- un í málaralist. Eitthvað skortir upp á rökhugsun hjá slíkum, þannig að ekki er hægt að kenna þeim á sama hátt og öðrum, ber frekar að forðast það. Sérstæð tækni þeirra er þó iðulega af hárri gráðu og skal síður líkt við list við- vaningsins eða klastrarans. Þá hafa menntaðir listamenn stundum hag- nýtt sér næfíska sýn á hvunndaginn, táknsæja mynd af umhverfinu sem saklaus einfeldni einkennir, og geta sjálfir verið gæddir ríkri næfískri kennd. Þá er ekki hægt að setja af- hjúpandi list geðsjúklinga undir hugtakið, né list barna, þótt í báðum tilvikum ráði óheft og óskólað hugar- flugið för. Og síst er mögulegt að skilgreina list menntaðra listamanna sem hafa bilast á geði sem næfisma, líkt og t.d. Carls Frederiks Hills, né það sem súrrealistar eins og Max Ernst hafa sótt í smiðju geðsjúkra. Ákveðin misþróuð tækni prýðir verk allra sannra næfista og er þess eðlis að erfitt getur verið að líkja eft- ir list þeirra, jafnvel með aðstoð tölvu, en það er íþrótt sem ýmsir leika í dag. Hér gilda lögmál blóð- ríkrar og skynrænnar pensilskriftar og er ekki síður greinilegt hjá næf- istum en lærðum málurum, telst í báðum tilvikum ólygnast kennimark og áritun. Vögnu Sólveigu Vagnsdóttur, sem tekið hefur sér listamannsnafnið Vagna og sýnir 29 tréskúlptúra í baksal Listhússins Foldar, mætti líkast til skilgreina sem tómstunda- listamann með næfíska kennd. Tré- skúlptúrar hennar vega á undarleg- an hátt salt milli skurðlistar og handverks sem saklaus einfeldni upphefur, markast þó af afar þröng- um ramma og endurtekningum keimlíkra formana. En hér er vel að verki staðið með vasahnífinn einan á lofti, og mikil einlægni að baki, Vagna villir í engu á sér heimildir, sýndarmennsku á hún ekki til. Form trjástofna og greina höfða mjög til hugarflugs hennar, með mannslík- amann sem hverfiás, þar sem áhersl- an er lögð á höfuðið, líkamshluta augnanna. Á stundum jaðra skúlpt- úrarnir við ófreski í bland við myrk- ar miðaldir, um leið er ekki laust við að yfir þeim sé ástþrungið svipmót. Er þó af allt öðrum og rammari toga en hjá Sæmundi Valdimarssyni sem einlægni og stásslegt sakleysi prýð- ir… Skóg- arfans Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Vagna Sólveig Vagnsdóttir: „Gömlu hjúin“. 2001. Bragi Ásgeirsson MYNDLIST L i s t h ú s i ð F o l d Opið virka daga frá 10–8. Laug- ardaga 10–17. Sunnudaga 14–17. Til 8. apríl. Aðgangur ókeypis. TRÉSKÚLPTÚRAR VAGNA SÓLVEIG VAGNSDÓTTIR  Í TILEFNI sýningarinnar Nátt- úrusýna, sem nú stendur í Lista- safni Íslands, hefur verið gefin út samnefnd sýningarskrá í bókarformi þar sem öllum listaverkum sýning- arinnar eru gerð skil í máli og mynd- um. Verkið er á þremur tungu- málum, íslensku, norsku og frönsku. Höfundar texta eru Isabelle Coll- et, Marie-Christine Boucher, Mary- line Assante og Dominique Boudon, listfræðingar hjá Petit Palais- safninu í París. Bókin er á þremur tungumálum, íslensku, norsku og frönsku. Íslensk þýðing var í höndum Sigurðar Páls- sonar. Í sýningarskránni er að finna almenna texta um stöðu landslags- málverksins í evrópskri myndlist frá 17. öld til 19. aldar, ásamt stuttum textum um hvert einstakt verk á sýningunni og litprentuðum mynd- um. Náttúrusýnir er gefin út í sam- vinnu við Bergen Kunstmuseum í Noregi. Hún er gefin út með tvenns- konar kápu, með hörðum spjöldum og mjúkum og fæst í Listasafni Ís- lands. Ritið er 172 blaðsíður að stærð. Prentun annaðist John Grieg í Bergen. Nýjar bækur Gól fe fn i á v innustað inn Ármúla 23, sími 533 5060 Cranio-nám Norðurland / Akureyri 28. 04 — 3. 05. 2001 Thomas Attlee, DO, MRO, RCST College of Cranio—Sacral Therapy Félag höfuðbeina og spjaldhryggsjafnara www.simnet.is/cranio 422 7228, 699 8064, 897 7469
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.