Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ F lestir hafa annað við tímann að gera en velta fyrir sér enda- lausum deilum og átökum úti í heimi. Menn þurfa að draga fisk úr sjó eða hanna tölvuforrit, snýta börn- unum, fara á völlinn. Sumar al- þjóðadeilur ættu samt að skipta okkur meira máli en aðrar og allir sem eitthvað íhuga samhengi hlutanna átta sig á því að deil- urnar í Miðausturlöndum geta haft bein áhrif á kjörin hér heima. Ef stórstríð brestur þar á geta olíuflutningar stöðvast, kreppa skollið á í heiminum og verðið hrunið á afurðum okkar. Allt í einu geta deilur og gamalt hatur valdið atvinnuleysi á Íslandi. En berum við einhverja ábyrgð, hver er okkar þáttur? Hann er ekki svo lítill. Þeg- ar Ísrael var stofnað 1948 voru Íslend- ingar búnir að vera í Samein- uðu þjóðunum í tvö ár. Samúð heimsbyggðarinnar var með gyð- ingum sem höfðu orðið að þjást svo mikið af völdum nasista, þeir vildu fá eigið ríki í landi Ísraels í Biblíunni. Nokkur hundruð þús- und manns voru þegar komin á staðinn og þarna átti að rísa þjóð- arheimili hinna ofsóttu. Vandinn var að fyrir var önnur þjóð sem neitaði að víkja. Sendiherra Íslands hjá sam- tökunum tók þátt í nefndarstarf- inu fyrir rúmlega hálfri öld þar sem tekin var ákvörðun um að mæla með því að landinu yrði skipt milli þjóðanna tveggja. Ísraelar fengu meira en helming- inn þótt þeir væru færri. Og við greiddum atkvæði með tillög- unum sem gerði Ísraelum kleift að stofna ríki sitt. Fyrstu áratugina hvarflaði varla að nokkrum Íslendingi að andstæðingar Ísraela ættu sér yf- irleitt málstað. Nokkrar styrj- aldir voru háðar, við vissum að smáþjóð var að berjast gegn miklu fjölmennari fjendum og samkenndin var með Davíð en ekki Golíat. Milljónir araba í flóttamannabúðum voru nafnlaus grúi sem ekki snerti viðkvæma strengi í brjósti okkar, gátu ekki hin arabalöndin bara tekið við fólkinu? Það vildu þau ekki og við ypptum öxlum. Ímynd Ísraels á Vesturlöndum hefur tekið stakkaskiptum síð- ustu árin og ekki síst undanfarna mánuði. Ástæðurnar eru aug- ljósar; þungvopnaðir hermenn að skjóta á unglinga með teygju- byssur. Hugrenningarnar sem vakna eru ógeðfelldar. Okkur finnst að við getum gert kröfur til eina lýðræðisríkisins á þessum slóðum um að það leysi málin með siðlegri hætti, jafnvel þótt við vit- um að á bak við grimmdina sé ótti við öryggisleysi. Litlu skiptir þótt upp komist að kaldrifjaðir leið- togar Palestínumanna egni börn og unglinga markvisst til að ráð- ast með grjótkasti á hermennina í von um að sjónvarpsmyndirnar verði hagstæðar málstaðnum. Ísraelar eiga orðið rétt á að búa í landi sínu. Hálf öld og reyndar meira en öld ef fyrstu landnemar zíónista eru taldir með, er nógu langur tími til að hefðarrétturinn hlýtur að duga. Og hvert ættu þeir svo sem að fara? En báðar þjóðirnar eiga sinn rétt og geta vísað til margra röksemda, sumir geta jafnvel dregið upp úr pússi sínu gamla lóðarsamninga frá valdatíma Tyrkjasoldáns er þarna réð ríkj- um í margar aldir. Söguleg rök í deilum þjóða eru venjulega verri eftir því sem lengra er seilst aftur í tímann, sagan sannar ekki neitt. Samt eru þau notuð óspart. Fáir taka lengur undir þá fullyrðingu að Ísraelar hafi alltaf átt Landið helga en verið fjarver- andi í 2000 ár vegna ofsókna og dreifst út um heiminn. Frásagnir biblíunnar staðfesta beinlínis að fyrir voru þjóðir í landinu þegar Ísraelar fornaldar komu þangað og fræðimenn nútímans eru sam- mála um að afkomendurnir búi áfram á svæðinu. Báðar þjóð- irnar, Ísraelar og Palestínumenn, geta því notað tilvísanir af þessu tagi, við erum engu nær og allir ættu að viðurkenna að takmörk eru fyrir því hve traustar heim- ildir við höfum um atburði og þró- un fyrir þúsundum ára. Einnig hefur verið bent á að með svip- uðum rökum gætu Íslendingar krafist þess að fá Vestur-Noreg með allri olíunni til eignar sem sýnir vel hvílík firra það er að beita slíkum röksemdum. Er hvergi vonarneisti í þessari deilu, eru allir staðráðnir í að vera áfram í gömlum skot- gröfum? Neistinn er ekki skær en samt til. Ísraelski sagnfræðing- urinn Meron Benvenisti hefur rannsakað hvernig eytt var skipulega minjum um að arab- ískumælandi þjóð hefði búið á svæðunum sem nú eru hluti Ísr- aels og byggð gyðingum. Þús- undum staðarheita var breytt, moskur jafnaðar við jörðu eða þeim breytt í veitingahús. Nið- urstöður Benvenistis hafa að sjálfsögðu meira gildi en ella vegna þess að hann er sjálfur gyðingur en hikar ekki við að minna á óþægilegar staðreyndir í sögu ríkisins. Eitt af því sem veldur hatri Palestínumanna er virðingarleysið sem þeir segja að Ísraelar sýni oft menningu þeirra. Harðlínumenn hafa núna völd- in en í Ísrael velta sumir því fyrir sér hvort eitthvað annað en ein- skært gyðingahatur valdi því að Palestínumenn geri uppreisn. Athyglisverð frásögn birtist nýlega í grein eftir Henry Sieg- man í tímaritinu The New York Review. Shlomo Ben-Ami, sem var um hríð utanríkisráðherra Ísraels, andmælti á ríkisstjórn- arfundi í fyrra að dreift yrði op- inberlega yfirlýsingu þar sem tal- in voru upp meint afbrot Palestínumanna. „Ásakanir af hálfu þjóðar sem hefur komið sér vel fyrir um að þjóð sem hún kúgi brjóti reglur til að ná fram rétt- indum eru ekki trúverðugar,“ sagði Ben-Ami. Að sögn Sieg- mans hefur frammámaður í Ísr- ael aldrei áður viðurkennt að Pal- estínumenn séu kúguð þjóð sem berjist fyrir lögmætum réttindum sínum. Þegar menn fara að líta á andstæðingana sem fólk er áfangi í höfn en leiðin er löng. Sannar ekki neitt Milljónir araba í flóttamannabúðum voru nafnlaus grúi sem ekki snerti við- kvæma strengi í brjósti okkar, gátu ekki hin arabalöndin bara tekið við fólkinu? VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is AÐ lokinni atkvæða- greiðslu sem fram fór 17. mars sl., um það hvort flugvöllur fari eða veri í Vatnsmýr- inni, hefur verið fróð- legt að fylgjast með ummælum Samfylk- ingararms R-listans í fjölmiðlum. Borgaryfirvöld höfðu sett fram skýrar leikreglur um það með hvaða hætti niðurstað- an gæti orðið bindandi. Það er hreint ótrúlegt að fylgjast með mál- flutningi R-listamanna eftir að niðurstöður lágu fyrir. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri, Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, og Hrannar B. Arnarsson borgarfulltrúi virðast ekki vita hvað felst í lýðræði eða lýð- ræðislegum vinnubrögðum. Þetta fólk reynir að slá ryki í augu fólks með ómerkilegu orðagjálfri. Er hægt að treysta þessu fólki? Með áhugaleysi sínu á atkvæða- greiðslunni sýndu borgarbúar svo ekki verður um villst að þeir gera ekkert með orðaflaum borgarstjór- ans, forseta borgarstjórnar og borg- arfulltrúans. Þríeykið vanvirðir í málflutningi sínum samþykkt borg- arráðs frá 13. febrúar sl., en þar er kveðið skýrt á um leik- reglurnar vegna at- kvæðagreiðslunnar. Er hægt að treysta þessu fólki öllu lengur fyrir stjórn borgarinn- ar? Sem dæmi um við- brögð borgarstjóra þegar úrslit lágu fyrir og borgarstjóri sá að áherslur hennar höfðu nokkrum atkvæðum meira fylgi þá breytti hún túlkun sinni á gild- andi leikreglum og fór með ótrúlegum hætti að tala um siðferðilega bindandi niðurstöðu. Þetta er ómerkileg tilraun borgar- stjóra til þess að blekkja borgarbúa. Vegið var að íbúum landsbyggð- arinnar í flugvallarmálinu, m.a. með því að hætta við skoðanakönnun meðal íbúa annarra sveitarfélaga en Reykjavíkur um málið. Þrátt fyrir að könnunin hafi verið samþykkt í borgarráði. Þegar fréttamenn fóru að spyrjast fyrir um hvað þessari könnun liði þá varð fyrir svörum Kristín Árnadóttir, fyrrverandi að- stoðarkona borgarstjóra og núver- andi forstöðumaður fjölskyldu- og þróunarsviðs Reykjavíkurborgar. Kristín Árnadóttir sagði lands- mönnum að fallið hefði verið frá þessari hugmynd, hún hefði verið dýr og sagði hún að hugur lands- byggðarmanna hefði komið fram í skoðanakönnum PriceWaterhouse- Cooper í lok febrúar sl. Getur virkilega verið að konan sé að vitna í könnun sem Hollvinir Reykjavíkurflugvallar létu gera í febrúar sl.? Þar kom fram að afger- andi stuðningur er við að hafa flug- völlinn í Reykjavík. Borgarstjóra ber að sjá til þess að staðið sé við samþykktir borgar- ráðs. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur sýnt löghlýðnum borgurum þessa lands slæmt for- dæmi með siðferðisblindni sinni. Hver yrðu örlög þess forstjóra sem framfylgdi ekki samþykktum stjórnar fyrirtækis síns? Hann yrði rekinn. Siðferði borgar- stjórans í Kolbeinsey Guðlaug Björnsdóttir Flugvallarkosning Borgarstjóri, forseti borgarstjórnar og borg- arfulltrúinn, segir Guð- laug Björnsdóttir, van- virða í málflutningi sínum samþykkt borg- arráðs frá 13. febrúar sl. Höfundur er viðskiptafræðingur. TÍMI er kominn til að skora á kjörna full- trúa frá Spáni, Frakk- landi og Þýzkalandi að biðja utanríkisráðherra sína að útskýra hvers vegna þeir standa í vegi fyrir gegnsæi í Evr- ópumálum. Dugi þetta ekki ber þeim að snúa sér til forsætisráðherra sinna. Ef það dugir heldur ekki verður að skjóta málinu til al- mennings. Með Amsterdam- sáttmálanum gafst okkur fyrirheit um nýj- ar reglur um gegnsæi. Innan tveggja ára var gert ráð fyrir að þjóðir Evrópu fengju innsýn í gang mála hjá Evrópusambandinu. En tillaga framkvæmdastjórnarinn- ar að slíkum reglum felur í sér skref afturábak. Skjöl sem eru aðgengileg í dag á Norðurlöndunum munu verða lokuð almenningi um leið og þau hafna í stofnunum ESB í Brussel. Nýju tilskipunina á að afgreiða að höfðu formlegu samráði við Evrópu- þingið, en annmarkar samráðsferl- isins koma nú í ljós. Þingið getur að- eins gert breytingatillögur og beitt neitunarvaldi gegn löggjöfinni í heild. Þingið hefur ekki ákvörðunar- vald. Það er enn svo að embættismenn og ráðherrar í Brussel búa til nýja Evrópulöggjöf þar sem þeir taka ákvarðanir um opna stjórnsýslu bak við luktar dyr. Einungis fram- kvæmdastjórnin hefur vald til að gera tillögu að hinni nýju löggjöf og innan hennar er meirihluti andsnú- inn auknu gegnsæi, jafnvel andsnú- inn loforðum sem Romano Prodi hef- ur sjálfur gefið. Í ráðherraráðinu þurfum við nú veginn meirihluta atkvæða til að hin nýja löggjöf hljóti samþykki. Við slíkar atkvæðagreiðslur hafa Þýzka- land og Frakkland 10 atkvæði hvort og Spánn 8. Leggist þessi þrjú lönd, með samtals 28 at- kvæði, á móti, skiptir ekki máli hvort hin að- ildarríkin 12 séu sam- mála Evrópuþinginu um lagabreytingar. Við þurfum að minnsta kosti 67 atkvæði af 87 í ráðherraráðinu. Spánn, Frakkland og Þýzkaland standa nú í vegi fyrir mögulegum framförum í viðræðum milli ráðherraráðsins og Evrópuþingsins eft- ir svonefndnu mála- miðlunarferli. Sænska formennskan styður gegnsæi, en er í raun að láta undan og gefast upp. Í stað þess að samþykkja nýjar reglur um gegnsæi hafa þeir nú samþykkt nýj- ar reglur um skjalaleynd, og heimila með því að fjöldinn allur af skjölum sé flokkaður sem trúnaðarmál sem hvorki Evrópuþingmenn né almenn- ingur hefur aðgang að. Þeir hafa jafnvel ákveðið hinar nýju reglur án samráðs við Evrópuþingið, jafnvel þótt Amsterdam-sáttmálinn hafi átt að tryggja þinginu áhrif. Þetta er alvarlegt mál og Svíþjóð ætti, í hlutverki sínu sem for- mennskuríki ráðherraráðsins þetta misserið, að hafa beitt neitunarvaldi gegn þessu skammarlega ferli og hindrað hinar nýju innri reglur um skjalaleynd innan sameiginlegu ut- anríkismálastefnunnar. Ég hef borið sænsku formennskuna lofi fyrir góða heimasíðu með dagskrám funda sem við höfðum áður ekki aðgang að, en nú er kominn tími til að gagnrýna Svíþjóð – þið brutuð reglurnar sem lagðar voru í Amsterdam, þið ættuð að leggjast á sveif með Evrópuþing- inu í þessu máli. Svíþjóð er í fremstu röð hvað varð- ar opna stjórnsýslu og gegnsæi. Nú mun nafn sænsks ráðherra vera skrifað undir þetta bakslag í gegnsæi. Það sem enn verra er – hin- um nýju reglum um skjalaleynd er ekki hægt að breyta nema veginn meirihluti atkvæða náist í ráðherra- ráðinu fyrir breytingatillögum. Fram til þessa hafa reglur um skjalaleynd og gegnsæi verið sam- þykktar með einföldum meirihluta í ráðherraráðinu. Þetta þýðir að ef 8 af 15 aðildarríkjum samþykkja regl- urnar getur sami meirihluti afgreitt þær. Þar sem einfaldur meirihluti ræður eru aðildarríkin jafningjar. Þar sem mótstöðu er í þessu máli fyrst og fremst að finna í þremur stórum ríkjum, sem ráða yfir hindr- unarmeirihluta í atkvæðagreiðslum með vegnum meirihluta, versnar ástandið þegar skipt er úr einföldum í veginn meirihluta. En þetta er ein- mitt það sem Svíþjóð – og hin ríkin – hafa samþykkt með hinum nýju reglum. Tilskipunin var samþykkt hinn 19. marz með einföldum meiri- hluta og inniheldur reglu þar sem vegins meirihluta er krafizt til að breytingatillögur fáist samþykktar. Takist okkur ekki að telja spænska, franska og þýzka þing- menn á að kúvenda á þingi afstöðu ráðherra þeirra, ættum við að fela Evrópudómstólnum í Lúxemborg að taka afstöðu til erinda frá áhyggju- fullum borgurum. Frá og með 1. maí eru stofnanir ESB skuldbundnar til að fara eftir nýjum reglum um opna stjórnsýslu. Gegnsæi og opin vinnubrögð verða að vera grundvallarreglan, og aðeins í tilfellum þar sem fyrir því er skýr lagagrundvöllur á skjalaleynd að vera viðunandi. Samþykki ráðherra- ráðið og framkvæmdastjórnin þetta ekki kunnum við að verða knúnir til að leggja málið fyrir Evrópudóm- stólinn. Mér virðist þetta eina leiðin eftir að Svíþjóð gafst upp í barátt- unni fyrir gegnsæi í ESB. Andsnúin ESB-gegnsæi Jens-Peter Bonde ESB Sænska formennskan, segir Jens-Peter Bonde, styður gegnsæi en er í raun að láta undan og gefast upp. Höfundur situr á Evrópuþinginu fyrir JuniBevægelsen, hreyfingu danskra ESB-andstæðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.