Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ HEYRÐU, Jón Steinar! Af hverju ertu að þykjast vit- lausari en þú ert? Hefur þú ekki atvinnu af því að rýna í skjöl og greina hvað þar er sagt og hvað ekki? Þó snúast greinar þínar til mín alls ekki um það sem ég hef sagt eða skrifað. Ég er raunar þeirr- ar skoðunar að þjóð- inni sé vart bjóðandi upp á öllu lengra mál um skoðanir okkar tveggja hvors á öðr- um. Samt vil ég reyna að leiðrétta helsta misskilninginn og mestu rangfærslurnar í þeirri hógværu von að gagnlegri umræðu um kyn- þáttahatur og viðbrögð við því verði ekki framar drepið á dreif eins og nú hefur verið gert. Í fyrsta lagi. Hið alræmda viðtal DV við hinn svokallaða „þjóðern- issinna“. Ég held að allir sem gagnrýndu það viðtal hafi gert það fyrst og fremst á þeim forsendum að blaðið ætti að skammast sín fyr- ir að gera málflutningi mannsins svo hátt undir höfði sem gert var – með viðhafnarmiklu og al- veg gagnrýnislausu hátíðarviðtali. Ég man ekki til að nokkur hafi talað um ritskoðun eða refsingar. Ekki ég að minnsta kosti. Samt risu upp menn, með þig í broddi fylk- ingar, og staðhæfðu að þeir sem gagn- rýndu DV væru stór- hættulegir ritskoðarar og sérlegir óvinir tján- ingarfrelsisins! Þessi umræða átti að snúast um kynþáttahatur og ábyrgð sið- aðra fjölmiðla. „Ótti við frelsið“ kom hvergi við sögu! Í öðru lagi. Þrumu lostinn varð ég á viðbrögðum sem urðu við ábendingu um að ef svokölluð „Auschwitz-lög“ í Þýskalandi hefðu verið komin í lögbækur fyrir 70–80 árum hefðu þau dugað til að koma í veg fyrir valdatöku Hitlers. Því hann náði sínu fjöldafylgi með því að ala hindrunarlítið á kynþátta- hatri og þjóðernisofstopa. Við slíku eiga „Auschwitz-lögin“ að sporna. En allt í einu var eins og sumir hefðu aldrei heyrt á þetta minnst! Og þú bjóst til fabúlu um að með þessari ábendingu hefði ég sett fram „kenningu“ um að banna ætti fólki að tjá „illar hugsanir“! Þetta át svo furðulegasta fólk eftir þér og allt í einu var jafnvel farið að gefa í skyn að svo við- urstyggileg væri þessi hættulega „kenning“ og svo umfangsmikil krafa mín um „ritskoðun“ og „skoðanakúgun“ að þrátt fyrir allt hafi verið illskárra að Hitler hafi komist til valda en að henni hefði verið framfylgt! Drottinn minn dýri! En ég var auðvitað ekki að heimta (70–80 árum of seint) óg- urlega ritskoðun í Þýskalandi til að koma í veg fyrir valdatöku Hitlers. Ég benti á að þau LÖG SEM NÚNA ERU Í GILDI væru ekki út í bláinn. Því þau hefðu getað komið í veg fyrir valdatöku Hitlers og munu nú væntanlega og vonandi koma í veg fyrir að sá hryllingur geti endurtekið sig. Þú hafðir talað eins og ALLAR skerðingar á tjáningarfrelsi kyn- þáttahatara væru alltaf óæskileg- ar. En varla er það þín skoðun að í Þýskalandi ríki nú skoðanakúgun og ófrelsi vegna þess að „Ausch- witz-lögin“ eru þar í gildi? Þótt þau séu vafalaust – af biturri reynslu Þjóðverja – ívið strangari en sam- svarandi lög á Íslandi og víðar er grundvallarhugsun þeirra samt ekki harkalegri skerðing á tjáning- arfrelsinu en felst í grein 233.a ís- lensku hegningarlaganna: „Hver sem ... ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóð- ernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 ár- um.“ Þetta er fín lagagrein. Það á að vera hægt að draga þá til ábyrgðar sem fara með illskeyttan haturs- áróður á hendur öðru fólki. Því þeir meiða og særa ekki síður en þeir sem sparka og berja. Í mínu máli fólst því aðeins sú trú að þau lög sem við höfum nú þegar, bæði í Þýskalandi og hér, séu að mínum dómi bæði gagnleg og æskileg. OG EKKI ÁSTÆÐU- LAUS. Þó má vel segja að þau feli í sér „skerðingu á tjáningarfrelsi“ kynþáttahatara. Því þau krefjast þess að menn sæti ábyrgð fyrir sinn hatursáróður. Að lýsa nytsemi slíkra laga er ekki að mæla fyrir aukinni ritskoðun og allra síst fyrir „þjóðfélagi ófrelsis og kúgunar“. Sjálfur hef ég til að mynda aldrei sagt orð sem túlka má sem kröfu um meiri „ritskoðun“ en felst í grein 233.a. Staðhæfingar þínar um slíkt eiga sér enga stoð. Ekki eina einustu. Ekki eldspýtu, ekki hálmstrá! Til hvers ertu þá að búa til vind- myllur skoðanakúgara og ritskoð- ara úr mér og öðrum sem vilja ræða viðbrögð við hatursáróðri kynþáttahatara? Hvaða mikla gagn ertu að reyna að gera? Sá sem vill ENGAR „hömlur á tjáningarfrelsi“ er hins vegar í raun að biðja um að grein 233.a verði felld burt, sem og „Ausch- witz-lögin“. Er ekki svo? En ekki vilt þú það í alvöru, Jón Steinar? Og þó svo væri hefur þú engan rétt til að gera úr mér eða öðrum sem eru ánægðir með greinina hættu- lega ritskoðara eða vesalinga skít- hrædda við frelsið. Ef þú vilt láta fella 233.a úr gildi, talaðu þá við forsætisráðherra! Ekki mig. Ég ætla nú að vona í fullri vin- semd, minn kæri Jón Steinar, að þínar lögfræðilegu greinargerðir séu yfirleitt á fastari grunni reistar en þetta. Eða er þetta einmitt dæmi um hvað þú ert svakalega flinkur lögfræðingur? Eins og þú veist er „pólitískur rétttrúnaður“ á Íslandi að telja þig klárasta lög- fræðing á landinu og gott ef ekki í innri hluta sólkerfisins. Felst sú snilld í því að reyna að sannfæra fólk um að það sé mikil aðför að tjáningarfrelsinu og „ótti við frels- ið“ í því að vera samþykkur grein 233.a! Er nema von að maður hristi hausinn? Að lokum þakka ég innvirðulega ýmis hlý orð í minn garð í Morg- unblaðinu á laugardaginn var og margvíslegt hól um mína hæfileika. Sömuleiðis, Jón minn, sömuleiðis! Drottinn minn dýri! Illugi Jökulsson Tjáningarfrelsi Til hvers ertu þá að búa til vindmyllur skoð- anakúgara og ritskoð- ara úr mér og öðrum, spyr Illugi Jökulsson, sem vilja ræða viðbrögð við hatursáróðri kyn- þáttahatara? Höfundur er pistlahöfundur. Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi Þakrennur og rör frá... Þakrennur Á Fólkinu á mbl.is er vefur um Buena Vista Social Club í tilefni af tónleikum þeirra á Íslandi 30. apríl næstkomandi. Buena Vista Social Club er hópur kúb- verskra tónlistarmanna og skærustu stjörnurnar í þeim hópi eru Ruben Gonzalez, Ibrahim Ferrer og Omara Portuondo. Hægt er að lesa greinar um hljómsveit- ina, hlusta á tvö lög og fá upplýsingar um miðasöluna á tónleikana. Nú má einnig skrá sig í lukkupott þar sem í boði eru miðar fyrir tvo á tónleik- ana og geisladiskar með lögum tónlist- armannanna. buena vista social club á mbl.is Skráðu þig í lukkupottinn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.