Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 39 SUNNUDAGINN 1. apríl sl. var haldin hin árlega námskynning hinna ýmsu háskóla. Þar var m.a. kynnt nám í félagsráðgjöf við Háskóla Ís- lands. Í náminu er lögð áhersla á tvö meginsvið. Annars vegar á ráðgjöf og meðferð einstaklinga, fjölskyldna og hópa. Hins vegar er lögð áhersla á löggjöf, stefnumörkun og stjórnun. Áhersla er lögð á heildarnálgun og samspil þessara þátta. Markmið með námi í félagsráðgjöf er að veita nem- endum fræðilega undirstöðu og þjálf- un til að starfa við félagsráðgjöf. Í náminu er einnig lögð sérstök áhersla á þjálfun til að stunda rannsóknir á ofangreindum sviðum. Nám í félags- ráðgjöf er löggilt starfsréttindanám sem veitir einnig góðan undirbúning fyrir framhaldsnám. Hægt er að leggja stund á MA-nám í félagsráð- gjöf við HÍ. Störf félagsráðgjafa eru fjölbreytt og varða margar hliðar mannlífsins. Félagsráðgjafar veita skjólstæðing- um sínum hagnýta þjónustu, upplýs- ingar, ráðgjöf og meðferð. Stór þátt- ur í starfi félagsráðgjafa er að sinna forvörnum og fræðslu. Flestir félags- ráðgjafar starfa að félagsráðgjöf í félags- og heilbrigðisþjónustu eða í mennta- og dómskerfinu. Þeir starf- rækja einnig eigin ráðgjafar- og með- ferðarþjónustu, m.a. á sviði fjöl- skyldu- og hjónameðferðar. Þá starfa félagsráðgjafar í auknum mæli hjá sjálfseignarstofnunum og sjálfboða- samtökum. Þeir starfa við ýmis stjórnunarstörf, m.a. sem stjórnend- ur í félags- og heilbrigðisþjónustu og sem starfsmannastjórar eða ráðgjaf- ar hjá stofnunum og fyrirtækjum. Félagsráðgjafar starfa einnig við stjórnsýslu, að stefnumörkun og við rannsóknir. Félagsráðgjöf er fag sem hefur verið í örri þróun og á hverju ári stækkar starfsvettvangur félags- ráðgjafa. Mikil eftirspurn er eftir starfskröftum þeirra. Nám í félagsráðgjöf er fjögurra ára samfellt 120 eininga BA-nám, sem veitir löggild starfsréttindi. Nemendur sem lokið hafa grunnnámi í félags- og heilbrigðisvísindum geta sótt um inngöngu í styttra starfsrétt- indanám. Vaxandi aðsókn hefur verið að námi í félagsráðgjöf á undanförn- um árum og því hefur orðið að tak- marka fjölda nemenda. Inntökunefnd í félagsráðgjöf fjallar um umsóknir samkvæmt auglýstum viðmiðunum. Áhersla er lögð á námsframmistöðu, starfsreynslu og almenna persónu- lega hæfni um- sækjenda. Nemendur sem hefja nám í félags- ráðgjöf að hausti verða því að sækja formlega um áframhaldandi nám í félagsráðgjöf. Félag félagsráðgjaf- arnema við Háskóla Ís- land heitir Mentor. Markmið félagsins er að styrkja samheldni félagsráðgjafarnema m.a. í uppbyggingu og eflingu greinarinnar, svo og að gæta hags- muna nemenda og að halda uppi öflugu félagslífi t.d. með því að bjóða upp á ýmiss konar skemmtanir og fræðslu. Þess má geta að nemar á 4. ári í félagsráðgjöf hafa nýlega gefið út blað. Þá eru þeir á leið til Barce- lona í útskriftarferð í maí nk. og verð- ur það bæði náms- og skemmtiferð. Anný Ingimarsdóttir Menntun Markmið með námi í félagsráðgjöf, segja Elín Gunnarsdóttir og Anný Ingimarsdóttir, er að veita nemendum fræðilega undirstöðu og þjálfun. Höfundar eru félagsráðgjafarnemar á lokaári og í stjórn Mentors. FLUGSLYS eru fátíð, sem betur fer. Það má meðal annars þakka þeim tíma sem varið hefur verið í flugslysarannsóknir. Rannsókn á flugslys- um þótti nauðsynleg í árdaga flugsins vegna þess að fólk sem ferð- aðist með flugvélum á þeim tíma var gjarn- an vel efnað fólk af virtum ættum. Ef ekki væri unnið að því að gera flugið örugg- ara myndi það leiða til fækkunar þessa hefðarfólks sem þýddi þá fækkun í yf- irstéttinni. Þetta var í þá tíð. Í dag njóta allir aukins flugöryggis, bæði þeir sem fljúga og aðrir. Hins vegar eiga flugslys sér ennþá stað. Þá er afar mikil- vægt að þær upplýsingar sem fyrir liggja um slysið séu notaðar til að forðast slík slys í framtíðinni. Eini tilgangurinn með flugslysarann- sóknum er að fyrirbyggja flugslys. Enginn annar. Tilgangurinn er ekki að skipta sök eða ábyrgð, það hlutverk er í höndum dómsmálayfirvalda. Með öðrum orðum skiptir ekki máli hverj- um var um að kenna. Það sem skiptir máli er hvað gerðist, hvers vegna og, það sem mik- ilvægast er, hvernig við getum komið í veg fyrir að það gerist aftur. Það er vel skiljanlegt að við leitum skýringa á því sem fór úrskeiðis. Hins vegar er oft erfitt að greina hvers vegna at- burðir leita einmitt í þann farveg sem verst- ur gat hugsast og verð- ur þá oft fátt um svör. Ég man eftir því að Skúli Jón Sig- urðarson, formaður rannsóknar- nefndar flugslysa, sagði oft á flug- öryggisfundum sem hann stóð fyrir, að við yrðum að læra af mis- tökum annarra. Við lifum ekki nógu lengi til að gera þau öll sjálf. Ein- hver sagði að flug væri í sjálfu sér ekki hættulegt. Hins vegar væri það hræðilega hefnigjarnt þegar mistök, kæruleysi eða vanræksla ættu sér stað af einhverju tagi. Hverjir bera ábyrgð? Það er ljóst að ábyrgð flugstjóra er ótvíræð. Hann ber ábyrgð á loft- fari sínu og öllum um borð meðan á flugi stendur. Ábyrgðir flugrek- anda eru einnig miklar. Honum ber að skapa flugmönnum umhverfi og starfsaðferðir sem leiða til aukins flugöryggis og uppfylla ýtrustu kröfur reglugerða og laga um loft- ferðir. Mönnum er tíðrætt um flug- slysið í Skerjafirði hinn 7. ágúst í fyrra. Ég tek undir orð Karls Ei- ríkssonar, fyrrverandi formanns rannsóknarnefndar flugslysa, þar sem hann hrósar nefndinni fyrir að hafa ekki látið þrýsting fjölmiðla og annarra hafa áhrif á útgáfu skýrsl- unnar. Ef skýrslan er skoðuð segir hún það sem máli skiptir. Flugmaður- inn missti stjórn á vélinni. Um það er ekki deilt. Ástæðuna fyrir því er hins vegar að finna í mörgum þátt- um og stendur þar upp úr aflmissir hreyfilsins. Einnig má telja öruggt að fleiri þættir tengist stjórnmiss- inum. Þeir hafa þó allir hlutfalls- lega minna vægi vegna þess að þeir gera erfiðar aðstæður enn erfiðari. Ef þessir þættir sem nefndir hafa verið, s.s. hugsanleg þreyta flug- manns, hugsanleg mistök við flug- umferðarstjórn og rangt hlaðin vél, ættu sér stað án aflmissis hreyfils- ins er nær fullvíst að flugið hefði endað með giftusamlegri lendingu. Nefndin hefur mjög líklega skoðað alla þessa þætti vandlega. Af skýrslunni má vera ljóst að elds- neyti til hreyfilsins þraut. Athygl- isvert er að ekki skiptir máli hvort þessi hreyfill hafi verið vitlaust skráður eða hvort flugvélin hafi verið notuð til eiturlyfjasmygls í sínu fyrra lífi eða ekki. Glæný flug- vél í toppstandi með alla pappíra í lagi hefði hlotið nákvæmlega sömu örlög hefði henni verið flogið þetta sama flug þennan sama dag. Allt umtal um starfsemi flugrekandans í Eyjum þennan dag segir manni lít- ið um flugslysið sjálft. Það sýnir okkur hins vegar glöggt viðhorf flugrekandans til flugöryggis. Ég er þeirrar skoðunar að flugmaður TF-GTI þetta örlagaríka kvöld hafi tekið rétta ákvörðun um að fljúga blindflug í stað þess að hætta á flug við takmarkað skyggni og í lágum hæðum. Við verðum að einbeita okkur að því sem máli skiptir. Hefði eitthvað í fortíðinni verið öðruvísi er alltaf möguleiki á því að flugið hefði endað öðruvísi. Það munum við hins vegar aldrei fá að vita. Eftirlit flugmálayfirvalda Það hefur komið skýrt fram í við- tölum við forystumenn flugmála á Íslandi að Flugmálastjórn Íslands er engin lögregla gagnvart flugrek- endum. Samband Flugmálastjórn- ar og flugrekenda byggist á faglegu trausti. Þessu trausti virðist vera hægt að bregðast, t.a.m. með alvar- legri vanrækslu á faglegum grund- vallarþætti í flugrekstri. Ef mönn- um finnast þetta þung orð úr munni Flugmálastjórnar þá er það mis- skilningur. Alvarleg vanræksla á grundvallarþætti í flugrekstri er ekki tilefni til að svipta flugfélag flugrekstrarleyfi. Mér þætti fróð- legt að vita hvað þyrfti til að svipta flugfélag flugrekstrarleyfi. Lokaorð Eftir slysið varð flugfélagið upp- víst að alvarlegri vanrækslu. Þegar fólk lærir að fljúga þykir það aðdá- unarverður og nauðsynlegur eigin- leiki að þekkja mistök sín og leið- rétta þau án utanaðkomandi aðstoðar. Ef flugslys, fimm látnir og sífelldar aðfinnslur Flugmála- stjórnar duga ekki til að flugfélag læri eitthvað og viðurkenni mistök sín þá ættu menn að finna sér eitt- hvað annað að gera. Umhugsunar- vert er að líta á þá staðreynd að þetta flugfélag er enginn nýgræð- ingur í greininni og ekki hægt að kenna um þekkingarleysi á lögum og reglum í þessu sambandi. Mér sárnaði að lesa í Morgun- blaðinu 30. mars 2001 tilvitnun í Ís- leif Ottesen, eiganda LÍO ehf. Ég hefði búist við að viðbrögð flugrek- anda í kjölfar flugslyss sem þessa væru á þann veg að hógværð og auðmýkt væri allsráðandi í garð að- standenda þeirra sem létust. Ekki var það að merkja af ummælum hans. Ísleifur Ottesen kemur fram í fjölmiðlum kokhraustur og segir að málið í heild sinni sé orðið farsa- kennt. Það er ekki þörf á að svipta svona flugfélag flugrekstrarleyfi. Það ræður sig sjálft af dögum með slíku viðhorfi til starfsmanna sinna, farþeganna sem það flytur og að- standenda þeirra allra. Um flugslysarannsóknir Kári Kárason Flug Ef skýrslan er skoðuð, segir Kári Kárason, segir hún það sem máli skiptir. Höfundur er flugstjóri hjá Flugleiðum hf. og áhugamaður um flugöryggismál. Elín Gunnarsdóttir Nám í félagsráðgjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.