Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ AÐ undanförnu hefur ver-ið nokkur umræða umviðhorf til íslenskrartungu, og erlendur maður hefur birt okkur sjónarmið þeirra sem hér búa og eiga sér annað móðurmál. Okkur er hollt að hlýða á slíka rödd og gera okk- ur grein fyrir þeim erfiðleikum sem fylgja því að setjast að í nýju landi og mæta nýjum siðum og nýrri tungu. Sjálfur hef ég dvalist langdvölum í Þýskalandi, Frakk- landi, Bretlandi, og þó lengst í Svíþjóð, þar sem ég átti heima í fimm ár – og kenndi Svíum ís- lensku. Ég þykist því vita hvað í því felst að vera í landi þar sem ekki er hægt að nota móðurmál sitt. Mörgum þykir sem Frakkar séu nokkuð yfirlætisfullir fyrir hönd tungu sinnar, en aldrei hef ég fundið þar, að menn misvirtu það við mig þótt ég talaði ekki lýtalausa frönsku. Þvert á móti fannst mér það metið að ég leit- aðist við að tala tungu þeirra. Þegar ég fluttist til Svíþjóðar hafði ég þegar tekið háskólapróf í sænsku og stóð því óvenjuvel að vígi. Og þegar ég talaði sænsku sem best, kom það fyrir að ég var spurður hvort ég væri frá Norð- ur-Svíþjóð. Þá gladdist ég, auðvit- að. En yfirleitt heyrði fólk þar samt á hreimi mínum að ég var útlendingur þótt ég gæti talað villulaust, sem svo er kallað. Útlent fólk sem hefur sest hér að hefur ekki orðið íslenskri þjóð til vandræða. Það hefur þvert á móti auðgað þjóðlíf okkar, og er nærtækasta dæmið úr tónlistarlíf- inu. Þetta er ekkert nýtt fyrir- bæri. Hópur flóttafólks kom hing- að frá Ungverjalandi 1956 t.d. og hefur gengið inn í þjóð okkar og reynst vel. Hins vegar hefur að- streymi aukist og fjölbreytni orð- ið meiri eins og nýafstaðin þjó- ðahátíð á Vestfjörðum sýnir glöggt. Við sem íslensk teljumst þurfum þess vegna að læra að skilja þetta fólk og þau gagngeru umskipti sem verða í lífi þess við komuna hingað. Aldrei hef ég heyrt nokkurníslenskukennara tala niðr-andi um aðflutt fólk sem hefur ekki fullt vald á íslensku. Íslenskri tungu stafar engin hætta af því. Íslenskri tungu staf- ar einungis hætta af kæruleysi og skeytingarleysi þeirra sem hafa hana að móðurmáli. Þess vegna er það í senn ómannúðlegt og misskilin forræðishyggja ef kunn- átta í íslensku á að vera skilyrði fyrir búsetuleyfi. Íslenska er ekki auðvelt mál að læra og það tekur tíma – og það kemur af sjálfu sér hægt og bítandi, af því að það er hagur fólksins sjálfs. Það er ekk- ert spaug að eiga heima í landi og kunna ekki opinbert tungumál þess. Það getur enginn orðið eðli- legur þátttakandi í íslensku sam- félagi nema kunna íslensku. Svo einfalt er það. Okkur ber hins vegar að auðvelda fólki þennan lærdóm eftir bestu getu og sýna því skilning og veita því stuðning meðan það er að læra mál okkar. Við vitum vel að gott vald á tungumáli veitir mönnum ákveðið vald. Sá sem á erfitt með að koma orðum að hugsun sinni, kemur þannig fyrir að hugsun hans sýn- ist fátækleg. Sá sem hefur ekki vald á tungumáli sem hann reynir að tala, sýnist einfeldningslegur, jafnvel heimskur. Svo þarf þó alls ekki að vera. Þetta þurfum við að skilja þegar við umgöngumst fólk sem er að læra íslensku. Við höf- um áreiðanlega flest okkar staðið í svipuðum sporum í öðrum lönd- um. Mér er það til að mynda minnisstætt þegar ég var í Tblisi og gat ekki einu sinni ráðið í let- urgerð þeirra Georgíumanna. Þá var strax ögn skárra að geta þó stautað sig fram úr stafrófi Rússa í Moskvu, þótt ekki væri nú auð- velt að leita þar ráða í vandræð- um. Við þurfum með öðrum orð- um að læra að skilja aðstæður viðmælenda okkar, ef þeir tala bjagaða eða ófullkomna íslensku í stað þess að láta óþolinmæði okk- ar og skilningsleysi breytast í for- dóma – og kunna að meta þá við- leitni þeirra að tala tungu okkar, sem fáir skilja og fáir tala. Hæpið er að halda því fram að ein tunga sé annarri „betri“ eða „fegurri“. Allar tungur geta hljómað fagurlega ef sá sem mæl- ir leitast við að vanda sig og tala fagurlega. Eins á hið gagnstæða við. En tungurnar eru mismun- andi að byggingu og orðaforða. Finnska t.d. hefur ekki kyn, greini eða forsetningar, en aftur á móti mikinn fjölda falla. Enska býr yfir geysilegum orðaforða af því að hún gleypir orð úr öllum öðrum tungum, meira að segja ís- lensku, sbr. „geyser“. Og þótt við getum fundið sams konar merk- ingu orða, er hugsun að baki oft ólík, og getur verið skemmtilega fróðlegt að íhuga það. Orðið félagi felur í sér að menn leggja fé sam- an. Í ensku og frönsku er sam- svarandi orð companion, sem er reyndar komið úr latínu og merk- ir að menn neyti brauðs saman. Tungumál ná ekki útbreiðsluvegna þess að þau séu„betri“ eða „fegurri“ en önnur mál. Til þess liggja sögu- legar og pólitískar ástæður. Má raunar segja að það stafi af yf- irgangi og drottnunargirni ákveð- inna þjóða. Við kennum t.d. ekki dönsku hér af því að við höfum talið það mál heppilegra norsku eða sænsku, heldur einfaldlega af því að við vorum dönsk nýlenda. Á tímum Sovétríkjanna voru Austur-Evrópuþjóðir skyldaðar að kenna rússnesku í skólum. Spænska er töluð í Suður-Am- eríku vegna landafundanna og yf- irráða Spánverja, nema í Brasilíu þar sem Portúgalar réðu. Enska varð úbreidd um mikinn hluta heims vegna breska heimsveld- isins, – og svo mætti lengi telja. Í Afríku var sömu þjóð með sam- eiginlega tungu oftlega skipt á milli nýlenduvelda með evrópsk- um ákvörðunum og reglustriku. Fyrrverandi Togoland var þýsk nýlenda fram að lokum fyrri heimsstyrjaldar með þýsku sem opinbert mál og þýska stjórnar- hætti. Því var skipt eftir endi- löngu milli Breta og Frakka með „viðeigandi“ afleiðingum. Þeir sem hafa svokölluð heims- mál að móðurmáli kunna oftar en ekki aðeins það mál eitt. Þetta er býsna algengt um enskumælandi þjóðir, en einnig um þær sem tala frönsku, spænsku og þýsku, þótt það sé þó að breytast fyrir sí- fellda menningaráreitni enskunn- ar. Hér kvarta menn iðulega und- an því að ekki sé talað annað en franska á flugvöllunum í París, en gleyma því um leið að á flugvöll- unum við London er ekkert talað nema enska. Og það er andleg fátækt að kunna aðeins eitt mál. Þannig fæst ekki skilningur á heiminum, heldur gildir sú tilætlunarsemi að aðrir eigi að vera eins og maður sjálfur. Enskumælandi fólk fer um heiminn og talar yfirleitt umyrðalaust ensku (án þess að hafa fyrir því að spyrja viðmæl- anda fyrst, hvort hann tali ensku) og ætlast þar með til að allir aðrir tali ensku. Og þannig eru þeir í raun að krefjast þess að aðrir mæti þeim á þeirra eigin forsend- um með þeim yfirburðum sem í því felast. Því sá sem talar móð- urmál sitt hefur yfirburði yfir þá sem tala framandi tungu, jafnvel þótt þeir kunni hana allvel. Þegar við Íslendingar ferðumst um heiminn ætlumst við ekki til þess að aðrir skilji okkur (nema í Færeyjum!). Þegar fólk kemur hingað til að setjast að og leitast við að tala við okkur á íslensku, þá er það að mæta okkur á okkar forsendum. Því þurfum við að læra að sýna skilning. Tungumál – skilningur – viðhorf Meðal annarra orða Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Eftir Njörð P. Njarðvík SKYLDU kostendur þátta eða viðburða á Íslandi fá peningana sína til baka í aukinni sölu eða hærri verðum? Markmið auglýsenda með kost- un ætti að vera að skapa vitund fyrir vörumerki sitt meðal mark- hópsins og styrkja eða bæta ímynd þess (með öðrum orðum að efla vörumerkið í hugum neytenda). Til þess að svo megi verða þarf fyrst að tryggja að markhóp- urinn tengi vöru- merkið viðburðinum sem verið er að kosta (íþróttir, listir, þáttur o.s.frv.) en síðan þarf ímynd hans að yfir- færast yfir á merkið. Á endanum þarf svo kostunin að skila meiri tekjum en til var kostað. Auglýsendur sem ekki eru með á hreinu hver mark- hópur þeirra er og/eða hvernig þeir ætla að staðfæra vörumerki sitt í hugum markhópsins í sam- anburði við vörumerki keppinaut- anna ættu alls ekki að velta kostun fyrir sér. Þeir ættu fyrst að velja rétta markhópinn og staðfærsluna og ákveða síðan hvernig þeir ætla að byggja vörumerkið upp. Eitt af tækjunum sem hægt er að nota til þess er kostun. En hvernig getum við aukið lík- urnar á því að kostunin skili tilætl- uðum árangri og auki hagnað fyr- irtækisins? Í fyrsta lagi verður hinn kostaði viðburður að ná til sama markhóps og vörumerki fyr- irtækisins. Í öðru lagi verður við- burðurinn að hafa nægilega vitund og æskilega ímynd og vera fær um að hafa þau áhrif á markhópinn sem óskað er eftir. Og í þriðja lagi þarf auglýsandinn að átta sig á því að kostanir eru best fallnar til þess að skapa eða auka vöru- merkjavitund en eru líklegri til þess að styrkja fyrra atferli heldur en hvetja til nýs kaupatferlis. Þetta leiðir til þess að það þarf að nota aðra kynningaráða með til að hafa áhrif á kaupáform. Ýmsir telja að verja þurfi allt að 2–3 faldri þeirri upphæð sem greidd er fyrir kostunina sem slíka í aðgerðir til þess að gera úr henni pen- inga! Tvær aðferðir hafa verið notaðar til þess að mæla virkni kost- unar. Sú fyrri byggir á því að meta verð- mæti þeirrar umfjöll- unar sem vörumerkið fékk í fjölmiðlum í tengslum við kost- unina. Þessi aðferð er gölluð að því leyti að hún segir ekkert um hvort einstaklingar í markhópnum urðu fyrir einhverjum áhrifum vegna kostunarinnar, þ.e. hvort viðhorf þeirra eða atferli breyttist. Seinni aðferðin byggir á því að kanna meðal markhópsins hvort vöru- merkjavitund hans jókst og/eða hvort ímynd vörumerkisins breytt- ist. En öruggast er að sjálfsögðu að mæla ekki neitt ef auglýsandinn veit að kostunin var „egó-tripp“ en byggðist ekki á faglegum forsend- um. Þá er maður jú alveg öruggur! Auglýsendur sem ekki stunda samfellt kynningarstarf ættu ekki að kosta einstaka viðburði nema þeir séu að koma nýju vörumerki á framfæri og ekki sé hægt að ná sama árangri með ódýrari hætti. Auglýsendur ættu heldur ekki að láta viðburðina velja sig heldur velja réttu viðburðina. Það þarf að líta yfir sviðið og skoða hvaða við- burðir gætu nýst til vörumerkja- uppbyggingar og reyna síðan að tengjast þeim bæði í bráð og lengd (til að tilætluð ímyndaráhrif skap- ist). Auglýsendur ættu fyrst að ákveða hvað þeir geta fengið út úr kostun (þ.e. hvernig þeir geta nýtt sér hana til sölu) og síðan að ákveða hvaða viðburður eða við- burðir henta best. Flestir auglýsendur ættu fyrst að stefna að því að ná samfeldni í auglýsingum og/eða umfjöllun áð- ur en þeir fara út í kostun. Reynd- ar ætti ekki að setja peninga í kostun fyrr en búið er að verja því sem hagkvæmt er í auglýsingar og söluhvata. Fæstir auglýsendur á Íslandi eru í stakk búnir til að gera sér mat úr kostun og flestir fengju meira út úr peningunum með því að auglýsa vörumerki sín beint sjálfir. Hægt væri í mörgum tilfellum að skapa vörumerkjavit- und eða viðhalda henni fyrir brot af þeim peningum sem fara í kost- unina. Það er ekkert grín að gera sér grein fyrir þessu þegar búið er að binda stórar fjárhæðir til langs tíma og ekki verður aftur snúið. Ég held að leitun sé að kostun á Íslandi sem borgar sig fyrir annan en þann sem tekur á móti pening- unum! Kostanir Friðrik Eysteinsson Auglýsingar Fæstir auglýsendur á Íslandi eru í stakk búnir til að gera sér mat úr kostun, segir Friðrik Eysteinsson, og flestir fengju meira út úr pen- ingunum með því að auglýsa vörumerki sín beint sjálfir. Höfundur er forstöðumaður mark- aðs- og söludeildar Vífilfells ehf. NÚ er nóg komið. Við undirritaðar erum orðnar ansi þreyttar á því að afsaka það að við séum enn að vinna við okkar fagmenntun. Það tekur því varla að nefna nokkrar launatölur þar sem fólk trúir ekki sín- um eigin eyrum þegar þessa umræðu ber á góma. Er það kannski eðlilegt að nýútskrifað- ur þroskaþjálfi, sem kemur galvaskur úr námi, fullur af orku, fái heilar 101 þúsund krón- ur í grunnlaun þegar hann hefur starfsferil sinn? Þegar nýútskrifaði þroskaþjálf- inn fer að kvarta yfir bágum kjörum við yfirmann sinn getur yfirmaðurinn huggað hann með því að hann geti nú aldeilis horft fram á bjartari tíma því þegar hann er kominn með 13 ára starfsreynslu fái hann heilar 109 þús- und krónur í grunnlaun á mánuði (ekki á viku)! Hvers vegna geta viðsemjendur okkar ekki leyft sér að semja við okk- ur um laun sem unnt er að lifa af? Í Þroskaþjálfafélagi Íslands eru u.þ.b. 300 manns, sem enn vilja trúa því að sá dagur komi að við fáum sambæri- leg laun og aðrar háskólamenntaðar stéttir. Þeim fer reyndar ört fækk- andi sem hafa efni á að bíða eftir bættum kjörum í þessu svokallaða góðæri! Er verið segja okkur það óbeint að okkar sé ekki þörf? Hvers- lags skrípaleikur er þetta eiginlega? Hvers vegna eru meðaldagvinnulaun þroskaþjálfa u.þ.b. 50.000 kr. lægri en meðaldagvinnulaun annarra stétta innan BHM (og miðum við þá við þær stéttir sem eru með hvað lægst laun innan BHM)? Við erum ekki tilbúnar að kyngja því að háskólanám okkar sé á „lægra plani“ en annað nám. Sú spurning leitar á okkur hvort verið sé að senda okkur þau skilaboð að fólk með fötlun þurfi ekki á þjálfun okkar að halda? Hefur fólk með fötlun ekki þörf fyrir þann aðila sem sér að mestu um að samræma alla þá þjón- ustu sem hinn fatlaði þarf á að halda allan sólarhringinn alla daga ársins (líka á jólunum!)? Við skorum á ykkur, kæru viðsemj- endur, að gera okkur kleift að starfa áfram við það sem við erum hæfastar í að gera. Jóhanna Kristín Jónsdóttir Höfundar eru þroskaþjálfar. Þroskaþjálfar Þeim þroskaþjálfum fer ört fækkandi, segja Guðný Sigurjónsdóttir og Jóhanna Kristín Jónsdóttir, sem hafa efni á því að bíða eftir bættum kjörum. Guðný Sigurjónsdóttir 101 þúsund á mánuði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.