Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. ✝ Rósmundur Run-ólfsson fæddist á Innri-Kleif í Breið- dal 27. júní 1928. Hann lést á Landa- koti 24. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Þórunn Sigurlaug Jóhanns- dóttir, f. 18. apríl 1898, d. 31. sept. 1973, og Runólfur Sigtryggsson, f. 27. sept. 1894, d. 21. nóv. 1971. Rósmundur átti fimm systkini sem öll eru látin. Þau voru Þórey Birna, Sigtryggur, Árný, Jóhann Pétur og Frímann. Hinn 14. júlí 1951 kvæntist hann Guðrúnu I. Finnbogadóttur, f. 8. okt. 1914, en hún lést 25. mars 1997. Foreldrar Guðrúnar voru Rannveig Jónsdóttir og Finnbogi Jensson. Dóttir Rósmundar og Guðrúnar er Ágústa, f. 15.9. 1957. Synir hennar eru Sveinbjörn, f. 28.10. 1981, og Daníel Þór, f. 25.2. 1989. Dóttir Guðrúnar frá fyrra hjónabandi er Rannveig Anna Hallgrímsdóttir, f. 15.10. 1938, var gift Sævari Gunnarssyni, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Gunnar Rúnarsson, f. 6.10. 1961, kona hans er María Hafsteinsdóttir, Reykjavík, Hvalfirði og á Akra- nesi, einnig var hann verktaki hjá Esso um árabil í Hvalfirði og víðar og rak eigið trésmíðaverkstæði við Síðumúla og síðar við Súðar- vog. Á vegum Reykjavíkurborgar byggði hann fjölmörg leikvalla- skýli og leiktæki fyrir gæsluvelli borgarinnar. Um árabil var hann byggingastjóri hjá Breiðholti hf., bæði í Reykjavík og í Vestmanna- eyjum eftir gos. Árið 1977 hóf hann störf í Breiðagerðisskóla sem umsjónar- maður og sinnti því starfi af mikilli alúð og fórnfýsi, þar til hann lét af störfum sumarið 1998, þá sjötugur að aldri. Sumarið 1998 flutti hann úr Melgerðinu í Hléskóga í Breið- holti, þar sem ætlunin var að njóta ævikvöldsins með dóttur sinni og afastrákum. Þar útbjó hann sér draumaaðstöðu smiðsins til að sinna ýmsum smíðum og tréút- skurði sem var eitt af hans áhuga- málum. Einnig sótti hugur hans til fjalla og fór hann margar ferðir á vegum Ferðafélags Íslands og var sérstaklega eftirsóttur í vinnu- ferðirnar. En vegna heilsubrests varð lítið úr draumnum og eyddi Rósmundur stærstum hluta ævi- kvöldsins á sjúkrastofnunum. Líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi bauð honum að vígja deildina sem fyrsti gestur í 24. apríl 1999, en í júní 2000 fluttist hann á Landakot þar sem hann lést 24. mars síðastliðinn. Útför Rósmund- ar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. börn þeirra eru Sæv- ar, f. 22.4. 1981, og Sædís, f. 6.4. 1999. 2) Rósmundur Örn, f. 24.2. 1970, kona hans er Elva Dís Stefáns- dóttir, dóttir þeirra er Sylvía Rún, f. 3.7. 2000. Sonur Elvu er Róbert f. 31.12. 1990. Dóttir Rósmundar með fyrri konu sinni, Ástu Björk Ólafsdótt- ur, er Guðrún Ingi- björg, f. 28.10. 1994. 3) Guðjón Sævarsson, f. 2.7. 1971, sambýlis- kona hans er Auður Her- mannsdóttir. 4) Hólmfríður Vig- dís, f. 27.12. 1978, dóttir hennar er Rannveig Anna, f. 11.6. 1998. Rósmundur flutti til Reykjavík- ur 18 ára gamall. Rósmundur lærði húsasmíði við Iðnskólann í Reykjavík og hann hlaut meistara- réttindi 1955. Eftir hann standa margar byggingar í Reykjavík og víðar, stórar sem smáar. Má þar fyrst nefna heimilið í Melgerði 18, sem var sannkallað hjarta fjöl- skyldunnar, þar hittust allir ungir sem aldnir. Hjá Rósmundi voru margir ungir menn lærlingar í húsasmíði. Hann byggði mikið fyr- ir Sementverksmiðju ríkisins í Rósmundi (Rósa) Runólfssyni kynntist ég fyrir 37 árum þegar ég kvæntist Rannveigu dóttur Guðrúnar konu hans og stjúpdóttur Rósmund- ar. Í harðri baráttu sem þá snerist um að koma sér upp þaki yfir höfuðið og undir sig fótunum við heimilis- stofnun reyndist Rósmundur okkur stoð og stytta. Þetta var á þeim árum þegar lánsfjármögnun vegna íbúðar- kaupa var með allt öðrum hætti en nú gerist og byggðist að verulegum hætti á skammtímalánum, þeir voru því ófáir víxlarnir sem Rósmundur skrifaði uppá fyrir okkur, þar til kom- ið var á „lygnari sjó“. Á þessum árum þróaðist með okk- ur Rósa mikil vinátta, sem varði með- an báðir lifðu, og er ekki á nokkurn hallað þegar ég segi að Rósi hafi verið minn besti vinur, og ég veit að sú vin- átta var gagnkvæm. Við Rósi skröf- uðum margt um dagana. Hann var áhugasamur um þjóðmál og fylgdist vel með öllu því sem var að gerast í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Hann hafði skemmtilegan húmor og sá oft spaugilegar hliðar á spegli samtím- ans sem hann henti oft gaman af á já- kvæðan hátt. Um miðja síðustu öld keyptu Rósi og Gunna lítið hús í Mel- gerði 18, það hús var alltaf kallað litla húsið vegna þess að fljótlega byggðu þau stórt og myndarlegt hús utan um það litla. Fyrst um sinn bjuggu þau á loftinu á meðan verið var að fullgera hæðina, en haustið 1964 fluttu þau stolt niður á hæðina stórglæsilega og fullkláraða, þar sem mátti sjá hand- bragð Rósa á hverjum hlut og þar bjuggu þau meðan bæði lifðu. Fyrir þremur árum seldi Rósi húsið í Mel- gerðinu og keypti með Ágústu dóttir sinni Hléskóga 1 þar sem hann hafði hreiðrað um sig í nálægð hennar og sona hennar Sveinbjörns og Daníels. Við Rannsý vorum fyrstu leigjendur á loftinu hjá Rósa og Gunnu, þar bjuggum við í sex ár, þrátt fyrir mikl- ar fjarvistir mínar á sjónum kynntist ég þeim hjónum vel á þessum tíma, þau kynni einkenndust af hreinskilni, einlægni og vináttu þeirra hjóna í minn garð. Þegar góður vinur er kvaddur streyma minningarnar fram, ein sú bjartasta er þegar við Rannsý komum heim frá því að láta skíra frumburð okkar, og réttum Rósa strákinn og spurðum hann hvort hann vildi ekki heilsa upp á nafna sinn, undrunarsvipnum og síð- an sólskinsbrosinu sem færðist yfir vininn gleymi ég ekki. Skýrast stendur þó eftir það, að Rósi var einstaklega vandaður maður á allan hátt, enda aflaði hann sér mik- ils traust samferðamanna sinna og voru honum falin mörg trúnaðar- störf. Börnum mínum reyndist hann sá besti afi sem hugsast getur, og sýndi þeim mikinn rausnarskap. Fyrir það hvernig hann reyndist þeim alla tíð verða öll þakkarorð fátækleg. Hann fylgdist stoltur með þeim vaxa upp og lét sig velferð þeirra miklu skipta.Rósi var hinn trausti, kærleiksríki og umhyggjusami fjöl- skyldufaðir, sem ætíð mátti reiða sig á og sýndi það sannarlega í verki. Hans er nú sárt saknað af fjölskyld- um þeirra Ágústu og Rannsýjar. Ég met mjög mikils að hafa kynnst hon- um og eignast vináttu hans. Eftir sitja verðmætar minningar um góðan dreng, sem lifa munu með okkur sem bárum gæfu til að eiga með honum samfylgd. Ég kveð Rós- mund Runólfsson með virðingu og þakklæti í huga. Fjölskyldunni sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Sævar Gunnarsson. Mig langar með nokkrum orðum að minnast afa míns, Rósmundar Runólfssonar, og ömmu minnar, Guð- rúnar I. Finnbogadóttur. Það er skrítið að upplifa þá hugsun að bæði afi og amma hafa yfirgefið þennan heim, fyrst amma, 25. mars 1998, og nú afi, 24. mars 2001. Þegar ég hugsa til baka og rifja upp þær stundir sem ég átti með þeim er um auðugan garð að gresja. Efst í huga mér eru árin fjögur sem ég bjó á efri hæðinni hjá þeim í Mel- gerði 18. Þessi fjögur ár mín í Mel- gerðinu voru í einu orði sagt frábær. Á þessum árum eyddi ég mörgum stundum með þeim. Oftast við mat- arborðið hámandi í mig næringu, eins og amma orðaði það, eða inni í stofu að spjalla við þau um daginn og veg- inn. Við amma náðum einstaklega vel saman og gat ég setið við eldhúsborð- ið með henni og spjallað tímunum saman um allt og ekkert. Það sem ég dáðist mest að í fari þessarar gömlu konu var að hún hafði skoðanir á flestum hlutum og var hún vel með á nótunum um atburði líðandi stundar. Ekki skemmdi það heldur fyrir að hún hafði ekki minni áhuga á íþrótt- um en ég. Ef mig vantaði einhvern til þess að horfa á íþróttir með gat ég alltaf treyst því að finna ömmu spennta fyrir framan sjónvarpið. Samband mitt og afa var á allt öðrum nótum. Afi passaði frekar uppá það að ég nærðist vel og að heilsa mín væri hin besta, frekar en að eyða löngum stundum í að hlusta á bullið í mér. Afi var einn sá fjölhæfasti ein- staklingur sem ég hef kynnst og dug- legur með eindæmum, hann gat gert nánast allt og hafði oftast lítið fyrir því. Þeir voru ófáir vinir hans sem höfðu samband þegar þeir þurftu á aðstoð að halda og strax mætti afi. Talandi um hæfileika og dugnað, þá munaði minn mann ekkert um að vippa sér í eldhúsið þegar amma veiktist. Hann stoppaði ekki bara við pottana og pönnurnar heldur tók hann starfið það alvarlega að kleinur, vöfflur og annað bakkelsi var honum engin hindrun. Afi var með eindæm- um árrisull maður og munaði ekkert um að þvo gluggana á húsinu klukkan sex að morgni. Einnig upplifði ég það oftar en einu sinni að mæta honum, tilbúnum í amstur dagsins, þegar ég var að koma heim af dansiballi. Þau forréttindi að hafa fengið að búa hjá þeim í fjögur ár og kynnast þannig jákvæðni þeirra og þægileg- heitum hafa veitt mér kraft og ómet- anlegan stuðning í gegnum árin. Með þessum orðum kveð ég afa minn og ömmu mína með innilegu þakklæti fyrir samveruna. Guðjón Sævarsson. „Öllu er afmörkuð stund, og sér- hver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma.“ Tíminn var ekki langur sem við Rósmundur fylgdumst að í dagsins önn í Breiða- gerðisskóla. Eftir tveggja ára inni- haldsríkt samstarf okkar var komið að starfslokum Rósmundar í skólan- um. Rósmundur bar mikla umhyggju fyrir nemendum og starfsfólki skól- ans. Skólinn átti hug hans allan en þegar betur var að gáð rúmaðist þar einnig ýmislegt fleira. Hann gat gefið sig allan á mörgum stöðum í einu. Það vakti strax athygli mína hvað hann var tilbúinn að greiða götu nýs yfirmanns, þótt þar færi kona honum nokkuð yngri. Eftir því sem mynd hans skýrðist fyrir mér sá ég að hann virtist ekkert truflast af hefðbundinni verkaskiptingu karla og kvenna. Fyrra árið, sem við Rósmundur unn- um saman, var eiginkona hans, Guð- rún Finnbogadóttir, orðin mikið veik. Rósmundur hlúði vel að Guðrúnu og sá um heimilið með starfi sínu í skól- anum. Hann lagði sig svo fram við heimilisverkin að hann lærði að baka kleinur og jólakökur eins og Guðrún hefði verið sjálf að verki. Rósmundur vildi að hlutirnir gengju hratt og ákveðið fyrir sig en fyrirhyggja á hlutunum var leiðar- ljósið. Fyrra vorið okkar saman hafði mér dottið í hug að hagræða mætti innan húss. Ég sagði honum í stuttu máli að mig langaði til að breyta ýmsu fyrir haustið. Hann hlustaði íhugull á mig og sagði fátt. Nokkrum dögum síðar spurði hann mig hvort ég hefði hugsað um það hvernig breytingarnar ættu að ganga fyrir sig. Ég sagði sem satt var að fram- kvæmdaáætlun lægi ekki fyrir. Hann hafði strax gert sér grein fyrir þeirri miklu vinnu sem hugmyndir mínar hefðu í för með sér og einnig hinu að hann þyrfti að hafa vit fyrir mér. Í stað þess að reyna að telja mér hug- hvarf útskýrði hann fyrir mér hvað tillagan kallaði á mikla vinnu og að hve mörgu þyrfti að hyggja svo að hægt væri að hafa skólann tilbúinn um haustið. Mér datt ekkert annað í hug til að segja en: „Getur þú séð um þetta?“ Það þurfti ekki meira. Hafist var handa og næstu daga fór stofn- unin öll á fleygiferð og hugsað var fyrir hverju smáatriði. Rósmundur hvíldi vel í sjálfum sér og tók ákveðna stefnu við sérhver tímamót. Hann las í stöðuna og tók framsýna ákvörðun með velferð þeirra í huga sem hann bar ábyrgð á hverju sinni. Hann var tilfinninganæmur og viðkvæmur en lét skynsemina ráða ferðinni. Rós- mundur var einn af landnemum skólahverfisins en flutti úr hverfinu sama sumarið og hann lét af störfum við skólann. Saga hverfisins og saga Rósmundar eru samofnar. Þeir sem byggðu hverfið þurftu að vera útsjón- arsamir við lausn á tæknilegum vanda og oft við lítil efni. Rósmundur var einn þeirra fjölmenntuðu hand- verksmanna sem gátu gengið í öll verk. Reynslu hans og hæfni naut Breiðagerðisskóli í áraraðir. Aðdáun- arvert var að fylgjast með yfirvegaðri ró hans á þessum tímamótum. Hann tók á móti eftirmanni sínum, upplýsti hann um allt sem skipti máli. Fá orð féllu um nýjan mann en til öryggis: „Mér líst vel á hann.“ Mynd kemur upp í hugann. Rósmundur að dytta að einhverju og krakkar í kring að fylgj- ast með störfum hans. Í þeirra hópi var aldrei langt undan Daníel afa- strákur. Lífssýn Rósmundar var skýr og féll öll að einu. Auðmjúkur bar hann virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og kom fram við þá eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur. Sér- hver liðsmaður skólasamfélagsins sendir frá sér strauma. Þeir skella á viðkvæmum hjörtum sem þar líða. Skipt getur sköpum að hver hugi að sér svo að hlýir straumar vermi. Nærvera Rósmundar var mild. Megi friður vera með ástvinum hans. Blessuð sé minning Rósmund- ar Runólfssonar. Guðbjörg Þórisdóttir skólastjóri. Fyrrverandi samstarfsmaður minn Rósmundur Runólfsson er lát- inn. Kynni okkar hófust fyrir rúmlega tveimur áratugum er Rósmundur var ráðinn húsvörður að Breiðagerðis- skóla í Reykjavík, þar sem ég starfaði þá. Nokkrum mánuðum síðar tók ég við stjórn skólans og mér eru ávallt minnisstæð orð fyrirrennara míns, Gunnars Guðröðarsonar, er hann hélt því fram að val hans á nýráðna húsverðinum, sem hann skildi mig eftir með, væri frábærlega vel heppn- að. Er skemmst frá því að segja að Gunnar hafði sannarlega metið Rós- mund rétt eftir fárra mánaða sam- starf. Í þau rúm átján ár er við Rós- mundur unnum saman bar aldrei skugga á samstarf okkar. Hann var einn besti maður sem ég hef unnið með, vakinn og sofinn við að sinna starfi sínu langt umfram það sem hægt var að ætlast til af honum. Út- sjónarsemi hans, snyrtimennska og lipurð ásamt þekkingu fagmannsins á viðhaldi húsa var með eindæmum og ósérhlífnin fágæt. Varð ég oft vör við að kollegar mínir í öðrum skólum öf- unduðu mig af þessum manni sem þeir höfðu heyrt getið um. Ég veit að ég var ekki ein um að meta Rósmund mikils því að kennararnir og aðrir starfsmenn skólans lofuðu hann ekki síður en ég. Rósmundur reyndist mér einnig mjög vel sem ráðgjafi er ég lenti óviðbúin í því að standa fyrir við- haldi gamals húss. Var ég ófeimin að hringja í hann og leita ráða hjá hon- um eftir að ég hætti að vinna. Veit ég að ég er ekki ein um að sakna góðra ráða Rósmundar, er hann var svo óspar á, og smáviðvik var hann búinn að framkvæma áður en við varð litið því að ekki var laust við að hann væri stundum nánast ofvirkur í bestu merkingu þess orðs. Rósmundur lét af störfum í Breiðagerðisskóla sumarið 1998. Hafði hann þá nýlega keypt sér nýtt reisulegt einbýlishús ásamt dóttur sinni, Ágústu, sem hann sá ekki sól- ina fyrir. Hugðist hann koma sér upp góðu verkstæði og sinna iðn sinni, smíðum, á elliárunum. En hann var varla búinn að koma sér fyrir þegar örlögin gripu inn í og hann greindist með banvænan sjúkdóm sem engin ráð voru við. Hann tók veikindum sín- um með sama æðruleysi og hann sýndi ávallt. Nú er hann kominn aftur til konu sinnar, Guðrúnar, er hann bar á höndum sér og annaðist af mik- illi natni í langvinnum veikindum hennar en hún lést 1997. Ég kveð hér góðan dreng og votta ástvinum hans samúð mína en þó einkum Ágústu og drengjunum hennar, Sveinbirni og Daníel, sem voru sólargeislarnir hans. Hrefna Sigvaldadóttir. Talaðu bara við Rósa, Rósi getur allt sögðu nemendurnir ef eitthvað bjátaði á. Þetta lýsir því hvern hug og traust nemendur Breiðagerðisskóla báru til Rósmundar Runólfssonar, sem var húsvörður skólans um langt árabil. Rósmundur var fyrstur í skól- ann á morgnana og síðastur fór hann út. Hann var vakinn og sofinn yfir þessari stofnun. Fyrir jólaskemmt- anir var oft ýmislegt sem vantaði, var þá oft búið að uppfylla óskir jafnvel áður en þær voru bornar fram, ljósa- staur sem hægt var að kveikja á, hurð sem átti að skellast, gluggi til að opna o.fl. Þegar vantaði smíðakennara í dagdeild skólans tók Rósmundur það að sér og sinnti því með sóma árum saman nemendum og sjálfum sér til óblandinnar ánægju. Dagfarsprúður, kurteis, áreiðanlegur og glettinn eru orð sem lýsa Rósmundi vel. Hann var einstaklega vel liðinn af öllum starfs- mönnum skólans. Rósmundur gekk í öll verk. Trúmennska, greiðvikni og ósérhlífni mótuðu störf hans. Enn eru til kennslugögn sem Rósmundur smíðaði og eru í fullu gildi. Rósmundur hlakkaði til að hætta og hefja nýtt tímabil á ævi sinni. Hann og Ágústa, dóttir hans, höfðu keypt saman hús og var Rósmundur búinn að útbúa verkstæði í bílskúrn- um og hafði loksins tíma til að sinna áhugamálum sínum. Margt fer öðru- vísi en ætlað er. Rósmundur veiktist af sjúkdómi þeim er dró hann að lok- um til dauða. Hann lá síðustu mán- uðina á Landakoti. Þrátt fyrir að hann væri oft þjáður var hann alltaf glaður, gerði að gamni sínu og bar sig vel þegar við heim- sóttum hann. Honum þótti vænt um að fá heimsóknir gamalla vinnufélaga og hafði allt til síðasta dags áhuga á stofnuninni. Við kveðjum okkar gamla vin með þakklæti og virðingu og vottum aðstandendum hans dýpstu samúð. Fyrrverandi samstarfsmenn og vinir í Breiðagerðisskóla. RÓSMUNDUR RUNÓLFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.