Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Amma okkar, Guðný Svava Gísla- dóttir frá Stakkholti, lést á Heilbrigðis- stofnun Vestmannaeyja sunnudag- inn 25. mars sl. Dauðinn gerir ekki boð á undan sér og kemur því alltaf jafnmikið á óvart. Þegar amma í Stakkó hélt upp á 90 ára afmæli sitt 11. janúar sl. datt ekki nokkr- um manni í hug að hún ætti aðeins rúma tvo mánuði eftir í þessu lífi. Amma, sem alla tíð hefur verið mjög heilsuhraust og sérlega lífs- glöð kona, hefur sjaldan litið eins vel út og daginn sem hún hélt upp á þennan merkisdag í lífi sínu og fjölskyldunnar. Í kjölfarið á slæmri flensu veiktist hún harkalega, bar- áttan var stutt en hörð og nú eig- um við fjölskyldan og vinir góðar GUÐNÝ SVAVA GÍSLADÓTTIR ✝ Guðný SvavaGísladóttir fædd- ist á Hlíðarenda í Vestmannaeyjum 11. janúar 1911. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Vestmanna- eyja 25. mars síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju 31. mars. minningar um hana ömmu í Stakkó sem var svo svakalega skemmtileg og góð amma. Það hefur alltaf ver- ið sérstakt tilhlökkun- arefni hjá okkur Stakkholtsfólkinu þegar einhver veislu- höld hafa staðið fyrir dyrum í fjölskyldunni, þá klikkaði það ekki að amma kæmi með einhverja ógleyman- lega athugasemd, eða bæði einhvern að færa sér „appó og konsý“. Þessar veisl- ur ganga meira og minna út á að segja sögur af ömmu, bræðrum hennar, Einari og Óskari, frændum okkar í Betel, því þar er af nægu að taka og þótt allt sé ekki alveg samkvæmt sannleikanum er það háttur okkar að stílfæra sögurnar svona til að gera þær aðeins meira krassandi og skemmtilegri. Einstaka aðilar í Stakkholtsfjöl- skyldunni eiga það til að ýkja að- eins, ekkert alvarlega, en ömmu fannst það bara betra, og þegar hún var að segja okkur sögur af öðrum í fjölskyldunni átti hún það til að lagfæra þær aðeins enda hló hún alltaf manna mest. En amma í Stakkó bar hag okkar allra mjög fyrir brjósti og ef eitthvert okkar eða börn okkar átti um sárt að binda vegna veikinda eða annars gat hún ekki á heilli sér tekið og hafði miklar áhyggjur í slíkum til- fellum og spurði alla tíð frétta af okkur barnabörnunum. Það eru þessar dýrmætu minningar sem við eigum um ömmu okkar í Stakkó. En Stakkholt var annað heimili okkar krakkanna, amma og afi voru alltaf til reiðu þegar eitt- hvað bjátaði á. Óskar afi dó í maí 1978 og eftir það bjó amma í nokk- ur ár í Stakkholti en flutti síðan að heimili sonar síns Gísla og Stínu konu hans. Þar fór vel um ömmu enda annaðist Stína hana af mikilli kostgæfni. Það tók smáþras að koma ömmu á elliheimilið Hraun- búðir, hún taldi sig ekkert erindi eiga með öllu þessu gamla fólki. En loks þegar hún flutti þangað leið henni mjög vel og viljum við fjöl- skyldan þakka starfsfólki Hraun- búða fyrir góða umönnun við hana ömmu. Ömmu kveðjum við með söknuði, við þökkum henni allt það góða sem hún hefur gert fyrir okk- ur öll. Skemmtilegheitin gleymast ekki og orðatiltækin hennar verða á vörum okkar um ókomna tíð. Nú er hún komin á æðra tilverustig og hittir aftur hann afa í Stakkó sem hún var alltaf svo svakalega skotin í. Fyrir hönd barnabarna, Ásmundur. + $     $        834 ?780 06BB   % 3    :7            '         !! 5       '   #   / $ ' 3$  6  ,!, #  $%  (  % (  (9   (  7 ( ()%%   $%  *   . %* "  ()%%  *  *   . %/ (    ()%%  . %7    * ()%%        1 21  1 21 , 2   3  .   *       '        (     $     $   (  00 -6 : ?8  06BB %) %A # & 2K, 9  %    &  (" L   ( ()%%  ='    9  %" &. ()%%   %    !1  !) ()%%  . %< *  &  ()%%   %  (  2 21 , 5(  '*           ( $  = B  88 ,9 B. 06BB . %9,) ()%%    ( ,)  9  %!',)  &!1  ( < , $  -7? #  !  %";  !"  % 4  ; 3     ,#* ()%% .  ,#* ()%% , 2   3     3    *       '    (     (    (   6+ ,  5 %!)   ; 9& " , +! % " , ()%%  21 %(21  2 21 2 2 21 , +        6 7 49 B.    ' %"MA   %  < (    :,          =         ! "!1 6 & ()%%  0) )%/) ()%%    +    2)  2 +   ()%%  %+ )  #  $%  ()%%  2 21 2 2 21 , "            #$ +8806,68  &  (   . 2* % 1; +& &               ! 5    '  # > $ %  '  !1 + () ()%%  +  ) + () ()%%   !)+1  #* 6 & + ()  9   !)  !  !) ()%%  + ()  %+ ()    (6 & ()%% , "    4# 0 6  7 2K +   %' '  +       :  (%/ !) , Kærar þakkir. Nú er elsku amma mín dá- in og í söknuði mínum langar mig að minnast hennar með fáeinum orðum. Þrátt fyrir háan aldur óraði mig ekki fyrir að endalokin væru svo nærri því allt fram á síðustu stundu var hún lífleg, skemmtileg og glettin. Hún hafði að vísu allt frá því ég man eftir mér hótað mér, GUÐRÚN DAGBJÖRT ÓLAFSDÓTTIR ✝ Guðrún DagbjörtÓlafsdóttir fædd- ist á Brúnavöllum á Skeiðum 18. septem- ber 1913. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudag- inn 6. mars síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Bú- staðakirkju 13. mars. jafnt sem öðrum fjöl- skyldumeðlimum, að vera komin á „grafar- bakkann“, oftast í þeim tilgangi að reyna að losna við gjafaflóð á jólum og í afmælum, en okkur þótti það alltaf jafnfjarstæðu- kennt því heilsu- hraustari konu var varla hægt að finna. Góð heilsa ömmu hefði eflaust valdið næring- arfræðingum miklum heilabrotum því hún veigraði sér ekki við að setja mikið af smjöri á brauð og borða feitt kjöt og rjómatertur við hvert tækifæri. Hún reykti þó aldr- ei eða drakk sem gæti útskýrt hreysti hennar að hluta til en ég tel frekar að ástæðuna sé að finna í lífsgleðinni sem einkenndi hana og jafnframt í hrifningu hennar og stolti á sambýlismanni sínum, hon- um Ólafi. Amma og Ólafur voru saman í rúm 27 ár og þóttu þau óendanlega sætt og samrýmt par sem leiddist hönd í hönd hvert sem þau fóru. Þau áttu alla tíð sérstaklega fjöl- breytt félagslíf, dönsuðu, spiluðu, fóru í veislur, til útlanda, svo ekki sé minnst á allan gestaganginn á Réttarholtsveginum. Eftir hvert ballið á fætur öðru fékk ég skýrslu frá ömmu um hversu margar konur höfðu boðið Ólafi upp í dans og skynjaði ég allt- af svolítið mont í röddinni hennar. Það er ömmu að þakka að ég kvíði ekki fyrir ellinni, nema síður sé, þar sem hún sýndi mér og öllum þeim sem hana þekktu að það eru engin aldurstakmörk á því að skemmta sér og vera ástfanginn. Amma var líka sérstaklega hrein- skilin kona sem ég tel hafa spilað drjúgan þátt í lífsgleðinni sem ein- kenndi hana. Hún hikaði ekki við að segja skoðun sína, hvort sem hún var af jákvæðum eða neikvæðum toga, mér og öðrum fjölskyldumeð- limum oft og tíðum til undrunar og ama. Það var erfitt að gera sér grein fyrir viðbrögðum ömmu fyr- irfram. Eitt sinn vorum við amma á kaffihúsi ásamt pabba mínum og þegar við vorum búin að gæða okk- ur á vöfflum og öðrum kræsingum og komið var að því að borga reikn- inginn lýsti amma því hátíðlega yfir við starfsfólk að vafflan hefði verið vond. Þetta kom okkur algjörlega í opna skjöldu en amma brosti bara blítt og gekk virðulega út. Á ung- lingsárum, þegar almenningsálit vó þungt, þótti mér hreinskilni og bæl- ingarleysi ömmu oft og tíðum skelfileg, t.d. þegar hún hló hæst á bíó eða kom með viðkvæmar at- hugasemdir á almannafæri, en eftir að ég eltist og þroskaðist lærði ég að meta þessi persónueinkenni. Á síðari árum fannst mér þó stundum sem satt hefði mátt kyrrt liggja líkt og þegar amma horfði með aðdáun á börnin mín uppstríluð í einhverri veislu og sagði: „Undarlegt að þú gast eignast svona falleg börn.“ En amma gat líka hrósað og var óhrædd við að dásama þá og það sem henni líkaði á jafnhispurslaus- an hátt. Ég bið guð að veita mömmu minni, pabba, okkur systkinum, Ólafi og fjölskyldu hans styrk í sorg okkar og söknuði. Hvíldu í friði, elsku góða amma mín, og ég hlakka til að hitta þig aftur síðar. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.