Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 47
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 47 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ EINBÝLISHÚS ÓSKAST BÚSTAÐAHVERFI - SELJAHVERFI Vantar fyrir ákveðinn kaupanda einbýlishús í Bústaða – eða Seljahverfi. Má kosta allt að kr. 30 millj. Góðar greiðslur í boði. STEPHILL SÍÐASTI fjölskyldueftirmiðdagur Dómkirkjunnar fyrir páska verður fimmtudaginn 5. apríl kl. 14-16 í safn- aðarheimili Dómkirkjunnar, Lækj- argötu 14a. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson, sóknarprestur, mun flytja okkur nokkur hugleiðingarorð um páskahátíðina, auk þess sem við gæðum okkur á páskaeggjum. Tón- listarnámskeið Gerðar verður svo á sínum stað. Fjölskyldueftirmiðdagar Dómkirkjunnar hefjast aftur 19. apr- íl. Verið velkomin. Bolli Pétur Bollason. Safnaðarstarf Áskirkja. Föstumessa kl. 20. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Samvera eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bæna- stund, kaffiveitingar og samræður. TTT-starf (10-12 ára) kl. 16.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10-12. Passíu- sálmalestur kl. 12.15. Biblíulestur kl. 20. Háteigskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 11-16 í Setrinu í umsjón Þórdísar Ásgeirsdóttur, þjónustu- fulltrúa. Við minnum á heimsóknar- þjónustu Háteigskirkju, upplýsingar hjá Þórdísi í síma 551-2407. Kórskóli fyrir 5-6 ára börn kl. 16. Barnakór 7-9 ára kl. 17. Kvöldbænir og fyrir- bænir í dag kl. 18. Langholtskirkja. Opið hús kl. 11-16. Heilsupistill, léttar líkamsæfingar og slökun í litla sal. Kyrrðar- og bæna- stund, orgelleikur og sálmasöngur í kirkjunni. Létt máltíð (500 kr.) í stóra sal. Spilað, hlustað á upplestur og málað á dúka og keramik. Kaffi- sopi og smákökur kl. 15. Að lokum er söngstund með Jóni Stefánssyni. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05. Kirkjuprakkarar 6-7 ára kl. 14.10. Sundlaugarpartý ungling- anna á vegum Laugarneskirkju og Þróttheima kl. 20. (8. bekkur.) Neskirkja. Orgelandakt kl. 12. Reynir Jónasson. Ritningarorð og bæn. Starf fyrir 7 ára börn kl. 14-15. Opið hús kl. 16. Föstuguðsþjónusta kl. 20. Að lokinni guðsþjónustu mun Birgir G. Albertsson, kennari, sýna litskyggnur frá ferðastöðum fyrir- hugaðaðrar sumarferðar til Vest- fjarða. Kaffiveitingar. Sr. Frank M. Halldórsson. Óháði söfnuðurinn. Föstumessa kl. 20.30. Svanhildur Blöndal guðfræði- nemi prédikar. Biblíulestur út frá 44. Passíusálmi. Krumpaldinskaffi. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur málsverður á eftir í safnaðarheimilinu. Starf fyr- ir 11-12 ára börn kl. 17. Kirkjustarf aldraðra. Föstuguðs- þjónusta í Hjallakirkju á morgun 5. apríl kl. 14. Prestar sr. Íris Krist- jánsdóttir sóknarprestur og sr. Miyako Þórðarson prestur heyrnar- lausra sem mun túlka á táknmáli. Tónlist, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson leikur á saxafón, Daníel Jónasson leikur á orgel. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kaffiveitingar í boði sóknarnefndar Hjallasóknar eftir messu. Mætum öll og tökum þátt í föstuguðsþjónustu aldraðra. Guðs- þjónustan er á vegum Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13-16. Hand- mennt, spjall og spil. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðarins. Kirkjuprakkarar 7-9 ára kl. 16-17. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17-18. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu eftir stundina. Kirkju- prakkarar. Starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Digraneskirkja. Æskulýðsstarf KFUM&K og Digraneskirkju fyrir 10-12 ára drengi kl. 17.30. Unglinga- starf KFUM&K og Digraneskirkju kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur hádegis- verður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Opið hús fyrir fullorðna til kl. 14. Bæna- og þakkarefnum má koma til Lilju djákna í síma 557-3280. Látið einnig vita í sama síma ef óskað er eftir keyrslu til og frá kirkju. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 15-16. Helgistund í Gerðubergi á fimmtu- dögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyr- irbænir. Boðið er upp á léttan hádeg- isverð á vægu verði að lokinni stund- inni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 16.30-17.30. Kirkjukrakkar í Engjaskóla kl. 18- 19. KFUK fyrir stúlkur 12 ára og eldri annan hvern miðvikudag kl. 20.30-21.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Samvera 8-9 ára barna í dag kl. 16.45-17.45 í safnaðar- heimilinu Borgum. TTT samvera 10- 12 ára barna í dag kl. 17.45-18.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Léttur kvöldverður að stund lokinni. Tekið á móti fyrir- bænaefnum í kirkjunni og 567-0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12 í safnaðarheimilinu. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgistund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.12, altarisganga og fyr- irbænir. Léttur hádegisverður frá kl. 12.30 -13.00. Kletturinn, kristið samfélag. Bæna- stund kl. 20. Allir velkomnir. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshóp- ar. Umsjón Ásta Sigurðardóttir. Alfanámskeið í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni um kl. 22. Boðunarkirkjan. Námskeið dr. Steinþórs Þórðarsonar „Lærum að merkja Biblíuna“ í kvöld kl. 20. Mörg spennandi efni verða tekin fyrir og Biblían verður aðgengilegri. Allir velkomnir. Kapella sjúkrahúss Hvammstanga. Bænastund í dag kl. 17. Allir vel- komnir. Lífshlaup - kristniboðsvika. Sam- koma á Háaleitisbraut 58 kl. 20.30. Hvað ætlarðu að gera við þetta líf? Bjarni Gíslason leitar svara. Leifur Sigurðsson flytur nýjar fréttir frá Kenýa. Ólöf Inger Kjartansdóttir syngur einsöng. Allir velkomnir. Fjölskyldu- eftirmiðdagar Dómkirkjunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.