Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í ÚTVARPSÞÆTTI 29. mars vandaði Sölvi Sveinsson um málfar landsmanna og taldi ranga nafn- myndina „Björku“ – rétt væri þess í stað að segja „um Björk“ og „frá Björk“. Nafnið ætti sem sagt að beygjast eins og trjáheitið. Hins vegar taldi Sölvi rétt að tala „um Björgu“ og „frá Björgu“. Hér er vikið að viðkvæmu máli í beygingakerfinu, mannanafna- beygingunni. Máltilfinning almenn- ings hefur verið að beygja nafnið „Björk“ eins og „Björg“ og virðist ekkert athugavert við það. Manna- nöfn hafa lengi haft aðra beygingu en nöfn á hlutum. Þegar orð er lið- ur í mannsnafni fær það gjarnan aðra beygingu en sem liður í öðrum samsetningum. Menn heimsækja til dæmis Laufeyju og Þóreyju en fara út í Viðey – ekki út í „Við- eyju“. Nafnið „Björg“ er væntanlega runnið af samsetningum á borð við „Þorbjörg“ eða „Ingibjörg“ og hef- ur því frá ómunatíð fyllsta rétt á umræddum beygingarendingum fram yfir samnafnið „björg“. Menn heilsa „Björgu“ en „draga björg í bú“. Nafnið „Björk“ er hins vegar nýtt sem mannsnafn í íslensku en þar með er ekki sagt að það eigi ekki rétt á því sem almenningur telur eðlilega mannanafnabeyg- ingu. Það hlýtur að valda minnst- um ruglingi að ný mannanöfn fái að renna inn í það beygingakerfi sem hefur myndast. Ósamsett mannanöfn hafa lengi haft aðra beygingu en ósamsett samnöfn. Líta má á dæmi um beyg- inguna á „Dís“ sem er stytting úr nöfnum á borð við „Þórdís/Ásdís“. Í fornaldarsögunni af Þorsteini Vík- ingssyni (hdr. frá 15. öld) er hik- laust talað um „Dísi“ og sagt „frá Dísi“ þó að „dís“ hafi annars ekki endingu sem samnafn í þf./þgf. Ég hvet menn til að fylgja al- mennri máltilfinningu og beygja nafnið Björk eftir mannanafna- beygingu samkvæmt framansögðu þó að björk sem samnafn hafi aðra beygingu. Ef á að fara að berjast gegn því að „Björk“ fái beyginga- rendingu þá gæti árangurinn orðið sá að „Björg“ tapaði beygingarend- ingunni henni til samlætis og síðar jafnvel Þorbjörg og Ingibjörg. Svo vil ég að lokum samfagna Björku með fjaðurhaminn og undr- ast að enginn skuli hafa bent á ís- lenska sagnahefð um meyjar þær sem fljúga í svanahami með him- inskautum og „drýgja örlög“. Það er öllu glæsilegri saga að vísa til í þessu sambandi en síðborin smá- saga um ljótan andarunga. AÐALSTEINN DAVÍÐSSON cand.mag. Björk um Björku Frá Aðalsteini Davíðssyni: PERSÓNULEGA er ég mjög ánægður með þá stefnu Skjár eins að verða vettvangur fyrir skoðanir af ólíkum toga og vil ég til dæmis nefna umræðuna hvort leyfa eigi sölu fíkniefna á Íslandi og önnur slík sjónarmið sem eiga ekki upp á pallborðið hjá hinum breiða fjölda. Það var því fróðlegt að fylgjast með tilburðum eins af fremstu rit- skríbentum þjóðarinnar er hann mælti með höftum á málfrelsi og ritfrelsi á Íslandi, í þætti um málið á Skjá einum þriðjudagskvöldið 20. mars. Þarna var kominn Illugi Jök- ulsson og tilefnið var málflutningur Félags þjóðernissinna sem Illugi var eðlilega ósammála, en furðu mína vakti stuðningur Illuga við þær hugmyndir að banna ætti þessum mönnum að tjá skoðanir sínar og að það væri réttlátt að refsa þeim fyrir aðræða skoðanir sínar á opinberum vettvangi. Illugi studdi mál sitt með þeim rökum að ef skoðanafrelsi þjóðernissinna hefði verið skert á þriðja áratug fyrri aldar í Þýskalandi hefðu nas- istar aldrei náð völdum og hvorki heimsstyrjöldin síðari né þær hörmungar sem henni fylgdu átt sér stað. Niðurstaða Illuga er sú að með því að banna málflutning þjóð- ernissinna á Íslandi sé komið í veg fyrir valdatöku þeirra í frjálsum kosningum. Illugi virðist ekki hafa mikið álit á dómgreind íslenskra kjósenda og þar með tekur hann skyldu sína, sem betur upplýstur maður en allur fjöldinn, að beita sér fyrir því að hömlur verði lagðar á tjáningarfrelsi þeirra sem eru með „óæskilegar skoðanir“ og þá hafi Illugi átt þátt í að bjarga fjölda manna frá illum örlögum. Það er almennt talið af sagn- fræðingum að stjórnartíð Jósefs Stalín í Ráðstjórnarríkjunum hafi kostað 28 milljónir manna lífið í hreinsunum og í Gulaginu. Að gefnu tilefni vil ég beina eftirfar- andi spurningu til Illuga Jökuls- sonar. Telur þú að banna eigi mál- flutning kommúnista, sósíalista og annarra sem telja sig marxista til að koma í veg fyrir að þessar hörmungar geti endurtekið sig hér á landi? Telur þú að Skjár einn eigi að hætta að vera vettvangur „óæski- legra“ skoðana og að þú eigir er- indi í dagskrárstjórnina til að bjarga okkur frá hættulegum skoð- unum? HERMANN ÓLASON, Ofanleiti 23, 103 Reykjavík. Ritskoðun Illuga Jökulssonar Frá Hermanni Ólasyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.