Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 55 DAGBÓK Tryggðu barninu þínu öruggt sæti Viðurkenndir og E-merktir samkv. ECE reglugerð nr. 4403 www.oo.is Úrvalið er hjá okkur CHALLENGER 0-18 kg m/stuðningspúða kr. 10.960 MAJOR 0-13 kg m/skermi, höfuðpúða og geymsluhólfi kr. 8.980 TOP eins og MAJOR en m/svuntu kr. 9.840 POLO 15-38 kg m/örmum kr. 1.890 DUO 15-36 kg m/hæðarstillingu fyrir öryggisbelti kr. 6.700 SPEEDWAY 9-35 kg m/höfuðpúða og 5 punkta belti kr. 8.850 SKRÁNING ER HAFIN! Símar 551 9160 og 551 9170 STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake HRÚTUR Afmælisbarn dagsins: Þú ert þolinmóður og þrautseigur og kemur því málum í höfn, ef þú lætur þrjóskuna ekki bera þig ofurliði. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er allt á ferð og flugi í kring um þig og þú ættir bara að láta það eftir þér að taka þátt í leiknum. Gakktu bara ekki of hart fram. Naut (20. apríl - 20. maí)  Forðastu allar alhæfingar. Kynntu þér málin vandlega áður en þú myndar þér skoðun á þeim. Aðeins þannig verður tekið eitt- hvert mark á þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Láttu ekki hanka þig á því að verða tvísaga. Hafðu þitt á hreinu áður en þú hefur upp raust þína um menn og málefni. Sýndu kurteisi í hvívetna. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þótt þér finnist gaman að hafa fallega hluti í kring um þig máttu ekki gleyma því að veraldleg gæði eru ekki allt: andinn er efninu ofar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Láttu ekki leiðindin ná tök- um á þér. Líttu á broslegu hliðarnar og brettu upp ermarnar til athafna. Hálfn- að er verk, þá hafið er. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einbeittu þér að því að leysa þau verkefni, sem hafa hlaðist upp á borðinu hjá þér. Ekki taka fleiri að þér fyrr en borðið er tómt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú nærð engum árangri með einhverri uppgerð. Kynntu þér mál áður en þú opnar munninn um menn og málefni, ef þú vilt að ein- hver taki mark á þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú getur ekki ætlast til þess að aðrir taki ákvarðanirnar fyrir þig. Hver er sinnar gæfu smiður og það á við þig eins og alla aðra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú verður að leggja þitt af mörkum ef þú vilt hlutdeild í árangri og umbun. Engin látalæti; það verður fylgst með vinnuframlagi þínu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu ekki pískur vinnu- félaganna hafa áhrif á þig. Þeir munu standa uppi sem ómerkilegar sögusmettur en þú með hreinan skjöld. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þótt enginn annar virðist skilja framtíðarsýn þína máttu ekki gefast upp. End- urskoðaðu málflutning þinn og æfðu þig svo á góðum vini. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu ekki smámálin vinda svo upp á sig að þú missir tökin á starfinu. Þú þarft að taka hvert mál skipulega og leysa það tafarlaust. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. UNDANKEPPNI Íslands- mótsins í sveitakeppni fór fram um helgina, en þetta mót er með skemmtilegri bridsviðburðum ársins, þar sem spilarar af öllu landinu hittast og berjast um réttinn til að keppa í úrslitunum um páskahelgina. Fjörutíu sveitir keppa í 5 átta sveita riðlum og komast tvær efstu áfram í hverjum riðli. Spennan var óvenju mikil í þetta sinn. Í tveimur riðlum fóru sveitir áfram á jöfnu og í öðrum riðli voru fimm sveitir í baráttunni um ann- að sætið þegar einni umferð var ólokið. Síðasti hálfleik- urinn jók enn á spennuna. Hvorki meira né minna en sex slemmur stóðu til boða í sömu átt í tólf spilum! Hér er ein þeirra: Vestur gefur; allir á hættu. Áttum snúið. Norður ♠ K7 ♥ 6 ♦ Á743 ♣ ÁKD1083 Vestur Austur ♠ 107 ♠ 843 ♥ K932 ♥ 10854 ♦ 1085 ♦ KD92 ♣ G972 ♣ 54 Suður ♠ ÁDG952 ♥ ÁDG7 ♦ G6 ♣ 6 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 lauf Pass 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass 3 lauf Pass 3 spaðar Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 lauf Pass 7 spaðar Pass Pass Pass Besti samningurinn er al- slemma í spaða og þannig melduðu Jón Baldursson og Matthías Þorvaldsson í sveit Subaru samkvæmt Stand- ard. Eftir rólega byrjun sýn- ir norður sterk spil með vendingu í tvo tígla og suður gerir slíkt hið sama með sögn í fjórða litnum. Norður segir frá svo frá lauflengd- inni og suður ítrekar spað- ann. Þá koma fjögur hjörtu, sem ber að túlka sem einspil með tvílitarstuðning í spaða. Lykilspilaspurningin leiddi í ljós að norður átti tvo ása og spaðakóng, og þá var tíma- bært fyrir Matthías í suður að stökkva í sjö spaða. Hann fékk út tromp og átti þar með í engum vandræðum með að vinna spilið. Það eina sem þurfti að gera var að taka trompin, stinga eitt lauf og nota innkomuna á tígulás til að innbyrða laufslagina. Aðrir sagnhafar í sama samningi voru ekki jafn heppnir með útspil. Tígull út setur sagnhafa í mikinn vanda og flestir fóru niður eftir það útskot. Tvennt kemur til greina eftir að hafa tekið á tígulás: (1) Spila hjartaás og trompa hjarta. Yfirdrepa svo spaðakóng (og vona að tían sé ekki fjórða) og renna trompunum til enda. Spilið vinnst alltaf ef laufgosinn kemur, en líka ef sami mót- herji á hjartakóng og gos- ann fjórða í laufi. Eins og sést vinnst spilið eftir þess- ari leið. (2) Hin leiðin felst í því að taka einfaldlega trompin strax (stinga ekki hjarta) og treysta alfarið á laufið. Á einu borði lét austur tígul- kóng undir ásinn og auglýsti þar með drottninguna. Sagnhafi sá þá annan þving- unarmöguleika ef laufið kemur ekki – nefnilega að austur sé með hjartakóng- inn til hliðar við tíguldrottn- ingu. Þá verður hann að fara niður á Kx í hjarta í loka- stöðunni og sagnhafi fær þrjá slagi á hjarta með svín- ingu. Ekki var það leiðin til lífsins í þessari legu. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 4. apríl, verður sjötug Karen Júlía Magnúsdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Víðir Finnbogason, taka á móti vinum og vandamönnum kl. 18–21 á afmælisdaginn í félagsheimili Stjörnunnar í Garðabæ. 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 4. apríl, verður sextugur Jó- hannes Karlsson, Digranes- vegi 20, Kópavogi. Hann og eiginkona hans, Sigrún Jónsdóttir, taka á móti ætt- ingjum og vinum í félags- heimili Hestamannafélags- ins Gusts við Álalind í Kópavogi, föstudaginn 6. apríl kl. 21–1. STAÐAN kom upp á Ís- landsmóti skákfélaga sem lauk fyrir stuttu. Svart hafði Helgi Áss Grétarsson (2535) gegn Kristjáni Guðmunds- syni (2235). 21...Rxh3+! 22. gxh3 Dxf2+ 23. Kh1 Hf3! 24. Hh4 Eini leikurinn til að forðast tap umsvifalaust. 24...Haf8 Einnig hefði dugað til sigurs að leika 24...Hxc3 25. Hxc3 Dxh4 en texta- leikurinn er þó kraft- meiri. 25. Hh5 25. De1 væri vel svarað með 25...Hxc3. 25...g6! 26. Hxh6 Kg7 27. Re4 De3 Að sumu leyti einfaldara framhald en 27...Df1+ 28. Dxf1 Hxf1+ 29. Hxf1 Hxf1+ 30. Kg2 Hf4 sem þó hefði dugað til sigurs. 28. Hh4 Hxh3+ 29. Hxh3 Dxh3+ 30. Kg1 De3+ 31. Kh2 Hh8+ og hvítur gafst upp enda staðan að hruni komin eftir 32. Kg2 Dxe4+. Um helgina lauk hraðskákmóti Viðskipta- netsins og Skákfélagsins Grand Rokks. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1. Jón Viktor Gunnarsson 2. Arnar Gunnarsson 3.–4. Sigurbjörn Björnsson og Bragi Þorfinnsson. Verð- laun voru mjög vegleg og hlaut sigurvegarinn að and- virði 70.000 kr. inneign á Viðskiptanetinu. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Með morgunkaffinu Sonur minn er fædd- ur með silfurskeið í munninum. Og næst setjum við lóð á. LJÓÐABROT LANDSLAG Heyrið vella á heiðum hveri, heyrið álftir syngja í veri. Íslands er það lag. Heyrið fljót á flúðum duna, foss í klettaskorum bruna. Íslands er það lag. Eða fugl í eyjum kvaka, undir klöpp og skútar taka. Íslands er það lag. Heyrið brim á björgum svarra, bylja þjóta svipi snarra. Íslands er það lag. Og í sjálfs þín brjósti bundnar blunda raddir náttúrunnar, Íslands eigið lag. Innst í þínum eigin barmi eins í gleði og eins í harmi ymur Íslands lag. Grímur Thomsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.