Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 57
LAUGARDAGINN 10. mars var árshátíð nemenda Grunnskólans í Búðardal haldin í Dalabúð. Þessi atburður er ávallt vel sóttur og vel þess virði að mæta, enda virð- ast allir koma sem vettlingi geta valdið. Mikið er lagt á sig til að gera árshátíðina svona vel úr garði. Námið sat meira að segja á hakanum hjá nemendum síðustu vikuna fyrir hátíðina, svo stíft var æft. Það var heldur ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur; m.a. var farið með nokkra þætti úr Gauragangi og einnig atriði úr Latabæ og Skilaboðaskjóðunni svo eitthvað sé nefnt. Einnig sjá nem- endurnir um leikmyndir og bún- inga að mestu. Hlaðin veisluborð Eftir leiksýningar, söng- og íþróttaatriði gæddu árshátíð- argestir sér á kökuhlaðborði sem varla sést betra. Kom hvert barn með eina köku, svo nóg var til, og ekki varð neinn svikinn af þeim; hver tertan annarri betri og því sem af gekk fengu nemendur og kennarar að gæða sér á frameftir vikunni. Árshátíð Grunn- skólans í Búðardal Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdóttir Allir nemendur skólans syngja saman. Annar bekkur sýndi þátt úr Skilaboðaskjóðunni. Búðardal. Morgunblaðið. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 57 Frumsýnd í Háskólabíói 6. apríl Besta myndin Sundance Film Festival 2000 Besti leikstjórinn Sundance Film Festival 2000 NÝVERIÐ fór fram í Valaskjálf á Egilsstöðum söngkeppnin Barkinn 2001 á vegum Nemendafélags Menntaskólans á Egilsstöðum. Það var Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir sem sigraði í keppninni með afgerandi hætti. Í öðru sæti varð Guðný Pála Rögnvaldsdóttir og í þriðja sæti þær Elísabet Agla Stefánsdóttir og Karólína Andrésdóttir. Verðlaun fyr- ir áhugaverðustu framkomuna hlaut Ólafur Gunnarsson. Garðar Eyjólfs- son, formaður nemendaráðs ME, og Ingólfur Friðriksson voru fram- kvæmdastjórar keppninnar að þessu sinni. Afspyrnugóður flutningur Garðar sagði í samtali við Morgun- blaðið að flutningur Aldísar Fjólu á laginu „Don’t Speak“ hefði verið af- spyrnugóður. Gefnir voru punktar fyrir söng, öryggi og sviðsframkomu og þótti hún standa sig firnavel í öllu þrennu. Aldís Fjóla, sem er frá Borgarfirði eystra, hefur áður keppt í Barkanum, en þetta er í fyrsta sinn sem hún sigrar. Alls voru kepp- endur 24 talsins með 15 lög. Garðar sagði keppnina um Barkann sífellt verða glæsilegri með árunum og stefni allt í að hún verði um- talsverður menningar- viðburður á Austurlandi og þótt víðar væri leitað. Formaður dómnefnd- ar, Ingveldur G. Ólafs- dóttir, tilkynnti úrslit og afhenti vegleg verðlaun, en kynnar keppninnar voru þeir Friðjón og Davíð Þór Magnússyn- ir. Eftir keppni var rutt út og í kjölfarið slegið upp miklu stuðballi, þar sem hljómsveitin Dead Sea Apple sá um keyrsl- una. Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir Barkinn 2001 Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sigurvegari Barkans 2001, Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir, endurflutti sig- urlagið við feiknagóðar undirtektir viðstaddra. Bræðurnir Friðjón og Davíð Þór Magnússynir voru kynnar Barkans 2001. Söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum Egilsstöðum. Morgunblaðið. DÓMSTÓLL í Lundúnum dæmdi á þriðju- daginn hjónun- um David og Victoriu Beck- ham í hag í skaðabótamáli þeirra gagnvart fyrrum lífverði sínum sem þau sökuðu um að hafa brugðist samningsbundnum þagnareið. Hinn fertugi Mark Niblett sem lét af störfum fyrir þau hjónin á síðasta ári hafði lekið til ævisagnarit- arans Andrew Morton upplýsingum um persónulega hagi hjónanna umtöl- uðu sem Morton notaði síðan í bókinni Posh and Becks sem kom út í fyrra. Nú á Niblett yfir höfði sér fjársekt en upphæðin hefur enn ekki verið ákvörðuð. Beckham-hjónin Gamli lífvörð- urinn í vanda Þessi eru hörð í horn að taka. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.