Morgunblaðið - 06.04.2001, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 06.04.2001, Qupperneq 23
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 23 56 MILLJÓNA króna tap varð á rekstri Kaupfélags Héraðsbúa á síð- asta ári, sem er helmingi meira en árið áður. Helstu skýringar á verri afkomu eru vaxtakostnaður, tap á kjötafurðum og söluskála á Egils- stöðum og að kostnaðarhækkanir fóru úr böndum. Velta ársins var 2.157 milljónir króna, sem er svipað og árið 1999. Rekstrartekjur námu 2,1 milljarði króna. Veltufé frá rekstri var nei- kvætt um 8,5 milljónir, en var já- kvætt árið áður um 15 milljónir. Eignir KHB námu um áramót 1.639 milljónum króna og var eigin- fjárhlutfall 22,5%. Skuldir eru tæpar 1.300 milljónir. Þá voru afskriftir 47 milljónir króna og fjármagnskostn- aður 69 milljónir króna, en var 14 milljónir árið á undan. Talsverðar breytingar hafa orðið í rekstri félagsins, sem m.a. kemur fram í því að meðalfjöldi starfs- manna miðað við heilsársstörf var 120 árið 2000 en árið á undan 168. Á síðasta ári seldi KHB sláturhús sín til Goða hf. og hætti jafnframt slátrun. Brauðgerð KHB á Egils- stöðum var leigð til starfsmanna. Bókaverslunin Eskja á Eskifirði var seld og tekin á leigu verslun Kaup- félags Fáskrúðsfirðinga. Þá var samið við Samkaup um keðjusam- starf. Nú eru því reknar 5 spar- kaupsverslanir og ein samkaups- verslun á Austurlandi. Þá keypti KHB Mólkursamlagið á Neskaup- stað í fyrra, en þau kaup færast á ár- ið 2001. Aðalfundur Kaupfélags Héraðs- búa var haldinn á Egilsstöðum sl. laugardag. Ingi Már Aðalsteinsson kaupfélagsstjóri sagði reksturinn hafa verið þungan á síðasta ári, en hann reiknar með að rekstur þessa árs verði hallalaus. Málefni afurðastöðva voru í brennidepli á aðalfundinum. Tölu- verður hiti var í mönnum á vegna málefna Goða hf., en félagsmenn hafa margir áhyggjur af þátttöku KHB í fyrirtækinu og miklum fjár- útlátum vegna slæmrar stöðu Goða. Einn stjórnarmanna sagði það hugs- anlega hafa verið dómgreindarleysi að ganga inn í fyrirtækið. Fundurinn samþykkti áskorun til stjórnar um að vinna málefni Goða á sem farsæl- astan hátt fyrir KHB. Þá var samþykkt svohljóðandi ályktun til landbúnaðarráðherra og yfirdýralæknis: „Aðalfundur KHB, haldinn 31. mars 2001, vekur athygli landbúnaðarráðuneytisins og emb- ættis yfirdýralæknis á því, að innan fárra vikna hefjist siglingar farþega- ferjunnar Norrænu til Seyðisfjarð- ar. Fundurinn hvetur til að þegar verði hafinn undirbúningur að rót- tækum aðgerðum til að hindra að gin- og klaufaveiki berist til landsins með Norrænu.“ Húsasmiðjan hyggst opna verslun á Egilsstöðum innan skamms og kom fram á fundinum að sem mót- vægisaðgerð hefur verið gengið frá samstarfssamningi milli bygginga- vörudeildar KHB og BYKO. Hefur 36 milljónum verið varið til undir- búnings byggingar 1000 ferm húss á lóð timbursölu KHB til að bæta þar aðstöðu. Stjórn Kaupfélags Héraðsbúa skipa nú Aðalsteinn Jónsson, Jón Júlíusson, Jónas Guðmundsson, Sveinn Þórarinsson og Þórdís Bergsdóttir. Í varastjórn sitja Björn Ármann Ólafsson, Jónas Hallgríms- son og Lárus Sigurðsson. Erfið staða Goða veldur áhyggjum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Málefni afurðastöðva voru í brennidepli á aðalfundi Kaupfélags Héraðsbúa. Slátrun og afurðastöðvamál í brennidepli á aðalfundi Kaupfélags Héraðsbúa Egilsstöðum. Morgunblaðið. NÍU tilboð bárust frá sjö fyrirtækj- um í símkerfi og tal- og fjarskipta- þjónustu fyrir Landspítala – há- skólasjúkrahús. Lína.Net átti lægsta tilboðið í símkerfi Landspítalans, 24.104.776 krónur. Nýherji átti hæsta tilboðið, sem hljóðaði upp á 48.182.685 krónur. Þá átti Íslands- sími lægsta tilboðið í talsímaþjón- ustu, 29.616.907 krónur. Landssími Íslands átti hæsta tilboðið í talsíma- þjónustu, sem hljóðaði upp á 48.947.707 krónur. Íslandssími átti einnig lægsta til- boðið í farsímaþjónustu, en tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á 7.336.500 krónur. Landssími Íslands átti þar hæsta tilboðið, sem hljóðaði upp á 10.769.520 krónur. Þá var boð- ið í þráðlaust kerfi, símaskrá, hljóð- ritun, hljóðupptöku og farsíma en Fjarskiptafélagið Títan, Samband – samskiptalausnir og Tal áttu einnig tilboð í útboðinu. Tilboð fyrirtækj- anna sjö verða metin á næstu vikum en niðurstaða mun að öllum líkindum liggja fyrir í maí. Lína.Net með lægsta tilboð í símkerfi Landspítalans fimm daga vikunnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.