Morgunblaðið - 06.04.2001, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 06.04.2001, Qupperneq 45
starfsverkefni allt frá Latabæ til Medeu. Metnaðarfullt, framsækið og fjölbreytt leikhús er aðal Leikfélags Íslands og verður dagskrá þess og umfang helst borið saman við Þjóð- leikhús og Borgarleikhús. Í þeim samanburði er þó einn augljós mun- ur. Á síðasta ári hlaut Leikfélag Ís- lands sinn stærsta opinbera styrk fram til þessa, alls 5 milljónir eða tæplega 1% af því styrktarfé sem stofnanaleikhúsin hlutu. c) Það ber einnig að hafa það í huga að núver- andi fyrirkomulag er ekki hollt sam- keppni sem þarf að þrífast á leikhús- markaðnum eins og annars staðar. Mesta hættan er á undirboðum, eink- um á útleigum og verði aðgöngumiða. Nú er ekki verið að mæla á móti lágu aðgöngumiðaverði í leikhús heldur benda á ójafnar leikreglur á milli op- inberra leikhúsa og sjálfstæðra. Það er vafasamt að opinber leikhús nýti styrktarfé til að bjóða aðgöngumiða langt undir markaðsverði. Það er andstætt reglum um jafnræði í sam- keppni. Um leið er höggvið grimmi- lega í stærsta tekjustofn sjálfstæðu leikhúsanna sem reiða sig nær ein- göngu á tekjur af seldum aðgöngu- miðum. Í áliti Samkeppnisstofnunar, 2. grein frá 5. mars sl., er þetta ójafn- ræði staðfest og þeim tilmælum beint til yfirvalda að æskilegt sé að gæta að jafnræðissjónarmiðum við eflingu leiklistar og talið að „misræmi í op- inberum stuðningi stríði gegn mark- miðum samkeppnislaga“. Hér hafa verið reifuð meginrök LÍ gegn nú- verandi úthlutun styrkja til leikstarf- semi. Margir aðilar hafa tekið í svip- aðan streng með e.t.v. öðrum áherslum, sbr. Bandalag sjálfstæðu leikhúsanna (SL) og fleiri. Góðu heilli hafa þeir sem um þessi mál fjalla sýnt skilning á því að núverandi fyrir- komulag er ótækt. Tillaga Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) til menntamálaráðherra um hækkun á framlagi ríkis til sjálfstæðu leikhús- anna er virðingar- og þakkaverð. Menntamálaráðherra hefur tekið til- löguna til alvarlegrar skoðunar. Það er góðs viti enda hefur menntamála- ráðherra ávallt verið hliðhollur sjálf- stæðum leikhúsum. Reykjavíkur- borg hefur, eins og áður sagði, stutt Leikfélag Reykjavíkur dyggilega í gegnum tíðina og beint háum styrkj- um til þess félags. Í ljósi þess er ánægjulegt að borgarstjórn hafi einnig ákveðið að styrkja sjálfstæðu leikhúsin í Reykjavík. Framlagið, sem er fremur lágt en mun stig- hækka á næstu árum, er mjög lofs- vert. Meginhlutverk yfirvalda, sem annast úthlutun styrkja til sviðslista, er að tryggja sanngirni í úthlutunum sínum. Hvað er þá sanngjarnt að sjálfstæð leikhús fái í sinn hlut? Mið- að við kraftmikla starfsemi sjálf- stæðu leikhúsanna teldist lágmark fjórðungur til þriðjungur þeirrar upphæðar sem stofnanaleikhúsin fá nokkuð sanngjarnt. Þannig væri yf- irburðastaða stofnanaleikhúsanna áfram tryggð, ef það er markmið í sjálfu sér, og kraftmikil sjálfstæð leiklist gæti þrifist samhliða. Ef ís- lensk leiklist á að rísa upp með krafti, tign og glæsileik verður blómlegur jarðvegurinn umleikis eikartrén að dafna. Athyglin og umönnunin má ekki öll beinast að eikartrjánum því að þá er hætt við að allt annað líf deyi í skugga þeirra og jarðvegurinn skorpni. Nú er að koma vor og þá þarf að taka til í garðinum. Það er al- veg ljóst hvar þarf að taka til hend- inni. Höfundur situr í stjórn Leikfélags Íslands. KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 45 UM þessar mundir er að ljúka hjóna- námskeiðum vetrarins á vegum Hafnarfjarðarkirkju. Undanfarna 5 vetur hafa um 4.000 manns tekið þátt í þessum námskeiðum. Námskeiðin eru ætluð öllum sem eru í hjónabandi eða sambúð, ekki aðeins þeim sem eiga við vandamál að stríða, heldur hinum líka sem vilja styrkja samband sitt. Námskeiðin sækir fólk af öllu land- inu og þau hafa verið haldin á Selfossi, Eyrarbakka, Höfn í Hornafirði, Ak- ureyri, Hvammstanga, Egilsstöðum, Borgarnesi, Keflavík, Seltjarnarnesi, í Reykjavík, og í Árnesi auk þess að vera reglulega í Hafnarfjarðarkirkju. Á námskeiðunum er fjallað um samskipti foreldra og barna, stjórnun innan fjölskyldunnar og hvernig þessi atriði endurspeglast í hegðun barna og unglinga utan fjölskyldunnar. Far- ið er í gegnum helstu gildrur sambúð- arinnar, hvernig fjölskyldumynstrum hægt er að festast í, fjallað um vænt- ingar, vonir og vonbrigði þeirra sem tilheyra fjölskyldunni. En fyrst og fremst er talað um þær leiðir sem hægt er að fara til að sleppa út úr vítahring deilna og átaka í sambúð og hvernig styrkja má innviði fjölskyld- unnar. Við skoðum líka ýmsar fjöl- skyldugerðir og veltum því fyrir okk- ur hvað hægt er að gera til þess að fyrirbyggja deilur og samskiptaörð- ugleika. Aðeins 14–18 pör taka þátt í hverju námskeiði. Auðvitað er ekki hægt að leysa öll mál á námskeiði sem þessu enda for- sendur þeirra er taka þátt mjög mis- munandi. Þau pör er taka þátt geta þess vegna skráð sig í einkaviðtöl mánuði eftir að námskeiðinu lýkur, þyki þeim þörf þar á. Einnig er vísað til presta og annarra fagaðila er geta veitt nánari aðstoð, sé þess óskað. Námskeiðið fer fram í formi sam- tals milli þátttakennda og leiðbein- anda þar sem pörin eru m.a. látin vinna ýmis verkefni, hvert fyrir sig. Enginn þarf að tjá sig á námskeið- inu frekar en hann vill. Leiðbeinandi á námskeiðunum er sr. Þórhallur Heimisson, prestur Í Hafnarfjarðarkirkju, en hann samdi einnig efnið. Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. Passíusálmalestur kl. 12.15. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Mömmumorgunn kl. 10–12 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Unglingakvöld Laugarneskirkju, Þróttheima og Blómavals kl. 20 fyrir 9. og 10. bekk. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til hljóðrar bænagjörðar í hádeginu. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar- stund. Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Súpa og brauð eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu- dagskvöld kl. 21 Styrkur unga fólks- ins. Dans, drama, rapp, prédikun og mikið fjör. Lífshlaup – kristniboðsvika. Lista- kvöld á Holtavegi 28 kl. 20. Á dag- skrá: Afríkufrændur, Birta, tískusýn- ing frá Afríku, Neverlone, sýni- kennsla í matargerð innfæddra Afríkubúa, einsöngur, kristniboðsæv- intýri, amharískukennsla, jóðl, flauta, Kangakvartettinn og kannski eitt- hvað fleira. Allir hjartanlega vel- komnir. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar- firði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíu- fræðsla kl. 12. Ræðumaður Gavin Anthony. Súpa og brauð að samkomu lokinni. Hjónanámskeið á vegum Hafn- arfjarðarkirkju Hafnarfjarðarkirkja Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.