Morgunblaðið - 10.04.2001, Page 1
2001 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
ÖRN SETTI FIMM ÍSLANDSMET Í DANMÖRKU / B8
Fátt virðist geta komið í veg fyrirað Guðmundur Guðmundsson
verði ráðinn næsti þjálfari íslenska
landsliðsins í handknattleik í stað
Þorbjörns Jenssonar. Morgunblað-
ið hefur heimildir fyrir því að samn-
ingur Guðmundar við HSÍ liggi á
borðinu og er stefnt að því að ganga
frá samningi fyrir páska. Guðmund-
ur er staddur hér á landi og fylgdist
hann með fyrrverandi lærisveinum
sínum í Fram tapa fyrir Val á Hlíð-
arenda í 8-liða úrslitunum um Ís-
landsmeistaratitilinn í fyrrakvöld.
Þrír þjálfarar hafa aðallega verið
orðaðir við landsliðsþjálfarastöðuna
eftir að ljóst varð að Þorbjörn Jens-
son ákvað að hætta með liðið. Auk
Guðmundar voru það Kristján Ara-
son, fyrrverandi þjálfari FH-inga,
og Anatoly Fedukin, þjálfari Fram,
en samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins stendur nafn Guðmundar
eitt eftir.
Guðmundur var nýlega leystur
frá störfum hjá þýska handknatt-
leiksliðinu Dormagen en hann er
samningsbundinn liðinu fram til
vorsins 2002. Fyrr en þetta mál hef-
ur verið leitt til lykta getur Guð-
mundur ekki skrifað undir samning
við HSÍ.
SYSTURNAR Ásdís Rós Clark og
Helga Margrét Clark frá Ak-
ureyri hömpuðu gulli á Íslands-
mótinu á listhlaupi á skautum,
sem fram fór í Skautahöllinni á
sunnudaginn. Keppt var í þremur
flokkum og í elsta flokki varði
Sigurlaug Árnadóttir úr Skauta-
félagi Reykjavíkur Íslandsmeist-
aratitil sinn. Hún hefur keppt á
skautum í næstum átta ár og
leggur mikið á sig við æfingar,
mætir meðal annars á æfingar
klukkan sex á morgnana. „Ef mik-
ið er um að vera nýti ég allar
morgunæfingarnar en annars fer
ég nokkrum sinnum á viku. Það
er ekki svo freistandi að vakna
þegar ekkert mót er framundan
en samt er alltaf jafn gaman á
skautum,“ sagði Sigurlaug eftir
mótið en hún keppti á Norð-
urlandamótinu í Danmörku fyrir
skömmu. „Það var erfitt en mjög
gaman því þetta var í fyrsta sinn,
sem ég fer á svona stórt mót.“
Yfirdómarar á mótinu komu frá
Englandi og sögðust þeir ánægðir
með getu íslensku stúlknanna.
Vissulega væri íþróttin ung á Ís-
landi en þeir sögðu mikinn áhuga
koma í staðinn, hér nytu stúlk-
urnar þess að skauta en víða um
heim væri það ekki svo.
Morgunblaðið/Þorkell
Íslandsmeistarar í listhlaupi á skautum, Ásdís Rós Clark, Sigurlaug Árnadóttir og Helga Margrét Clark.
Systurnar og
Sigurlaug
fengu gullið
Guðmundur
næsti þjálfari
landsliðsins