Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ F YRIR rúmlega öld eða nán- ar tiltekið sumarið 1887 flutti nær 17 ára táningur, Helgi Einarsson, frá Ís- landi til Manitobafylkis í Kanada ásamt foreldrum sínum, Guðrúnu Helgadóttur og Einari Kristjánssyni, en þau bjuggu áður í Neðranesi í Stafholtstungum í Borg- arfirði. Fjölskyldan fluttist brátt að Narrósnum við Manitobavatn, norð- vestur af Eriksdale, og fljótlega varð Helgi umsvifamikill í fiskveiðum, út- gerð og fisksölu. Hann keypti fisk af indjánum og seldi í Winnipeg og síð- ar út um allt Manitoba, Saskatchew- an og Alberta og var einn sá fyrsti í Manitoba til að selja fisk í Bandaríkj- unum, en hann byrjaði á því veturinn 1896. Ísafoldarprentsmiðja gaf út ævisögu hans 1954 og þar segir hann m.a. að í kringum 1900 hafi hann ver- ið „þekktur frá hafi til hafs yfir þvera Norður-Ameríku, líkast til betur en nokkur Íslendingur í þá daga“. Skömmu fyrir umrædd aldamót fékk eitt fiskifélag í Selkirk einkaleyfi til 20 ára á allri veiði í vötnunum norðan Winnipegvatns og varð annað hvort að fá leyfi þess til að veiða eða veiða fyrir það. Í ævisögu Helga gerir hann því skóna að hann hafi átt sinn þátt í því að leyfið var tekið af þessu félagi með viðræðum sínum við inn- anríkisráðherra Kanada. Um tíma rak hann margar verslanir á vatna- svæðinu, m.a. við Fairford, St. Mart- in, Sandy Bay, Litla Saskatchewan sem nú heitir Dauphin River og á Hreindýraeyju í Winnipegvatni. Hann notaði lengi eigin seðla og mynt í viðskiptunum og gátu við- skiptavinirnir, sem voru einkum indjánar, keypt vörur í búðum hans fyrir peningana, sem þeir fengu fyrir fiskinn og loðskinnin. 1912 byrjaði hann að selja ófrosinn fisk til New York. Mun hærra verð fékkst fyrir ófrosinn fisk en frosinn og ruddi Helgi brautina fyrir aðra fiskimenn í Manitoba með þessum viðskiptum. Sagt hefur verið að Helgi hafi í raun verið sem ríki í ríkinu og svo virðist sem sonarsonur hans og alnafni hafi endurtekið leikinn að sumu leyti. Ferðamannaþjónusta á indjánasvæðum Helgi segir í bók sinni að hann hafi fyrstur manna farið yfir fenin á milli St. Martin-vatns og Winnipegvatns. Hann byggði upp verslunarstað við Dauphin River, sonur hans tók við og nú er það sonarsonurinn og alnafni, sem ræður þar ríkjum. Dauphin River er við Winnipeg- vatn í nágrenni verndarsvæða indj- ána um 330 km norðaustur af Winni- peg. Þetta er 23 manna sveitarfélag í kyrrlátu umhverfi og þar hefur Helgi Einarsson yngri haldið merki afa síns og nafna á lofti. Hann er að sjálf- sögðu íslenskur í föðurættina en amma hans var indjáni og mamman ensk. Helgi er fiskimaður, útgerðar- maður og fiskkaupandi, en hefur fylgt tíðarandanum og rekur auk þess vinsæla ferðamannaþjónustu á svæðinu ásamt Dale, eiginkonu sinni. Helgi hefur verið sveitarstjóri síð- an 1987, tók við af Henrik, föður sín- um, sem stjórnaði sveitarfélaginu frá 1971, þegar það var formlega stofn- að. Fyrir fjórum árum, 24. maí 1997, misstu Helgi og fjölskylda hans allt sem þau áttu, þegar brotist var inn og kveikt í húsi þeirra og þau víðs fjarri. Í brunanum brann m.a. um 100 ára saga fjölskyldunnar í Vest- urheimi en faðir Helga hafði meðal annars safnað saman miklum upplýs- ingum um fjölskylduna og allir papp- írar afa hans urðu eldinum að bráð auk íslenskra bóka, biblíu og fleira. „Þarna fór efniviður í bók um fjöl- skylduna og við misstum allt,“ segir Helgi. En það dró ekki kjarkinn úr þeim heldur byggðu þau upp aftur og eru nú með fjögur fullbúin bjálkahús fyr- ir ferðamenn auk söluskála við hlið- ina, þar sem ferðalöngum í skipu- lögðum ferðum er boðið upp á mat og aðrir geta keypt sér í svanginn. Enn- fremur reka þau greiðaþjónustu í Gypsumville, sem er næsti bær, um 70 km fyrir vestan Dauphin River, en alls eru þau með 10 manns í vinnu. Hvert bjálkahús er með tveimur svefnherbergjum, eldunaraðstöðu, baðherbergi og setustofu en her- bergin eru hituð upp með rafmagni á veturna. „Það var ekki til neins að leggja árar í bát því ég gat ekki geng- ið að neinu öðru,“ segir Helgi um uppbygginguna. „Bruninn var mikið áfall, allt ótryggt, en ferðamannaver- tíðin var að byrja og ekki til setunnar boðið. Við bjuggum í húsbíl í sex vik- ur og rákum fyrirtækið þaðan en við vissum ekki hverjir höfðu pantað bjálkahúsin hverju sinni því allar pantanir og skrásetningar brunnu. En þetta bjargaðist allt þó við höfum misst allt.“ Helgi er með margvíslega þjón- ustu í fögru umhverfi þar sem villt dýralíf er mikið í ósnortinni nátt- úrunni. Fólk getur leigt báta hjá hon- um og veitt í ánni. Það getur líka far- ið í dagsveiðiferðir á litlum trefja- plastbátum með leiðsögumanni og er þá siglt um nærliggjandi svæði frá sólarupprás til sólarlags. Mest eru fjórir í hverjum báti og kostar dag- urinn 300 dollara á mann, um 17.000 krónur. Ennfremur er hægt að fara í lengri veiðiferðir með leiðsögumanni á 50 feta báti og vera yfir nótt á leið- inni. Tveggja vikna ferðir á kanó njóta mikilla vinsælda, einkum hjá unga fólkinu, að sögn Helga, en þær kosta 750 dollara, um 43.000 kr., með gist- ingu og fæði og hafa eingöngu verið seldar Þjóðverjum. Áður en lagt er af stað eru ferðamönnunum kennd handtökin á tveimur dögum. Síðan er lagt af stað gangandi með farangur- inn og er um fjögurra km göngu í fenjunum að ræða, en þá tekur við fjögurra til fimm daga sigling niður Warpathá út í Winnipegvatn. Síðan er farið suður með strönd vatnsins inn í Sturgeonflóa og aftur til Dauph- in River, þaðan sem lagt var af stað. Tveggja ára biðlisti er í tveggja vikna ferðir sem farnar eru með því markmiði að veiða svartbjörn en Helgi er með 14 slík leyfi fyrir út- lendinga og kostar ferðin 2.800 doll- ara með öllu, um 160.000 kr., en ferðalangarnir eru sóttir til Winni- peg og þeim skilað þangað aftur. Hann er með fjóra leiðsögumenn í vinnu og fer einn leiðsögumaður með hverjum tveimur veiðimönnum, en hann fer ekki með fleiri en sex til átta veiðimenn í hverja ferð. Mikið er um dádýr á svæðinu og geta veiðimenn veitt þau í nóvember með aðstoð Helga, en Bandaríkja- menn hafa einkum farið í þessar tveggja vikna ferðir sem kosta 2.800 dollara á manninn. Þá er þó nokkuð er um elg í Dauphin River og geta íbúar Mani- toba, sem hafa til þess leyfi, veitt dýr- in í skipulögðum ferðum með Helga. Ábatasamt En hvernig stendur á því að Helgi valdi að setjast á þessum stað, svo fjarri annarri byggð? „Fiskveiðarnar og ferðirnar með ferðamennina gefa okkur mikið í aðra hönd og svo hef ég líka góðar tekjur af því að kaupa fisk af öðrum og selja hann síðan á markað,“ segir hann. „Áður en vegurinn kom 1961 kom varla sála hingað en síðan hefur ferðamönnum fjölgað mikið og við ákváðum að bjóða þeim þjónustu okkar 1970. Sú þjónusta hefur verið óslitin síðan. Til að byrja með voru þetta einkum ferðamenn frá Mani- toba en fljótlega fóru Bandaríkja- menn að venja komur sínar hingað og síðan Evrópumenn, einkum Þjóð- verjar. Þýskir hermenn voru með æf- ingabúðir hérna í Suður-Manitoba og þeir komu hingað í veiðiferðir eins og þeir höfðu vanið sig á í Póllandi, Austurríki og á Ítalíu. Fyrir 15 árum byrjuðum við að bjóða upp á tveggja vikna kanóferðir. Venjulega erum við með þrjár ferðir á sumri en við tök- um mest 14 í ferð. Þessar ferðir eru sérstaklega vinsælar hjá ungu fólki, en allir fá tveggja daga þjálfun og kennslu áður en lagt er af stað. Ég er með leyfi til að veiða 14 svartbirni á ári og ég leigi þau útlendingum en Kanadamenn, sem koma hingað, eru með sín eigin leyfi. Tímabilið er ann- ars vegar frá því í lok apríl fram í byrjun júní og svo frá ágústlokum til 10. október. Menn veiða birnina ým- ist með rifflum eða boga og örvum. Síðan leigi ég út báta fyrir þá sem vilja veiða fisk hérna í nágrenninu en leiðsögumaður fer með í lengri dags- ferðir. Þá leggjum við af stað um klukkan sex á morgnana og komum aftur um sex-leytið á kvöldin en sex manns geta verið á hverjum báti, þó við takmörkum fjöldann við fjóra hverju sinni. Flestir koma á sumrin en margir koma með vélsleðana sína um helgar á veturna og dorga á ísn- um.“ Hvergi betra að vera Helgi er 47 ára og ætlaði sér alltaf að verða fiskimaður og útgerðarmað- ur. Henrik, faðir hans, rak smávöru- verslun í Dauphin River og Helgi Helgi Einarsson, leiðsögumaður og fiskimaður í Dauphin River í Manitobafylki í Kanada, hefur fetað í fótspor afa síns og alnafna frá Neðranesi í Stafholtstungum. Steinþór Guðbjartsson blaðamaður og Kristinn Ingvarsson ljós- myndari heimsóttu manninn sem segist vera síðasti móhíkaninn í Dauphin River. Helgi síðasti móhíkaninn Morgunblaðið/Kristinn IngvarssonDale og Helgi Einarsson reka meðal annars söluskála í Dauphin River.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.