Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 8
8 D FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Útsölustaðir: Lyfja Lágmúla, Lyfja Laugavegi, Lyfja Hamraborg, Lyfja Smáratorgi, Lyfja Garðatorgi, Lyfja Setbergi, Lyfja Grindavík, Lyfja Húsavík, Lyfja Egilsstöðum, Lyfja Eskifirði, Lyf og heilsa Kringlunni, Lyf og heilsa Austurvegi, Lyf og heilsa Glæsibæ, Lyf og heilsa Domus Medica, Lyf og heilsa Akranesi, Lyf og heilsa Hrísalundi, Akureyri, Nana Hólagarði, Fína Mosfellsbæ, Rima Apótek Grafarvogi, Apótek Vestmannaeyja, Borgarness Apótek, Snyrtihúsið, Selfossi. RIO RED Vor- og sumarlitirnir 2001 ára og dró þetta vafalaust úr aldurs- áhyggjum mínum.“ Hvert finnst þér að hafi verið erf- iðasta vandamálið sem þú áttir við að glíma á þessum langa starfsferli? „Ég hygg að fyrir utan austurvið- skiptin hafi það verið fjandans nafnið á fyrirtækinu, því almenningur geng- ur út frá því að allar nefndir séru af hinu illa. Annars rákum við Síldarút- vegsnefnd marga síðustu áratugina sem sölusamtök framleiðenda eins og SH og SÍF.“ Í taumi hjá Gunnari Flóvenz Í leyndarskjölum þeim sem Valur Ingimundarson sagnfræðingur hefur rannsakað í Austur-Berlín um sam- skipti Íslands og Austur-Þýzkalands á kaldastríðsárunum, er víða vikið að verzlunarviðskiptum landanna. Með- al annars er þar að finna frásögn af sögulegum fundi Íslandsdeildar aust- urþýzka kommúnistaflokksins (þ.e. starfsliðs verzlunarskrifstofunnar) sem haldinn var í Reykjavík 9. febr- úar 1961. Á fundinum var deilt harkalega á meint agabrot Karls Holmelin, yfir- mann skrifstofunnar, og hann ásak- aður fyrir að vera í taumi hjá Gunnari Flóvenz og keypt allt of mikið af Síld- arútvegsnefnd en lítt sinnt sölu á austurþýzkum vörum til Íslands á móti. Þar sem hér er um fróðlegar upp- lýsingar að ræða um verzlunarvið- skiptin við Austur-Þýzkaland á kald- astríðsárunum og ástandið á verzlunarskrifstofunni, leitaði blaðið nánari upplýsinga hjá Gunnari um þessi mál. Gunnar sagði að einn mesti vand- inn í sambandi við sölu saltsíldarinn- ar hafi verið sá að stærstu markaðs- svæðin skyldu lenda austan járn- tjalds að síðari heimsstyrjöldinni lokinni. Auk þess hefðu gífurlega háir innflutningstollar á saltsíld valdið erfiðleikum varðandi viðunandi sölu til þáverandi landa Efnahagsbanda- lagsins. „Það var því afar áríðandi,“ sagði Gunnar, „að ná sem mestum og beztum sölusamningum við austur- blokkina. Þá gerði vaxandi veiði norð- urlandssíldar á þessum árum þörfina fyrir aukna markaði enn brýnni. Bann utanríkisráðherra sniðgengið Vandi okkar varðandi Austur- Þýzkaland var m.a. sá að Íslenska vöruskiptafélaginu svonefnda var af stjórnvöldum falið að annast vöru- skiptaverzlunina við Austur-Þýzka- land á þessum árum, en að félaginu stóðu Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, Samband íslenzkra samvinnu- félaga og Félag íslenzkra stórkaup- manna. Við reyndum að fá aðild að félaginu en var synjað. Auk þess lagði þáver- andi utanríkisráðherra, Guðmundur Í. Guðmundsson, bann við því að Síld- arútvegsnefnd fengi að taka þátt í viðræðum við austurþýzk stjórnvöld eða stofnanir þeirra þar sem nefndin starfaði samkvæmt sérstökum lögum um útflutning saltsíldar. Sú skýring var gefin á þessu banni að vestrænir bandamenn okkar kynnu að líta á aðild Síldarútvegs- nefndar að slíkum viðskiptaviðræð- um sem brot á ríkjandi samkomulagi um Hallstein-kenninguna svonefndu. Mér þótti þessi skýring ákaflega langsótt og ósanngjörn, ekki sízt með hliðsjón af þeirri staðreynd að vest- urþýzk stjórnvöld aðstoðuðu á sama tíma vesturþýzka útflytjendur við sölu á vesturþýzkum fiskafurðum til austurhluta landsins, þar á meðal saltaðri síld. Mig minnir að þessi samskipti þýzku ríkjanna hafi í skýrslum vesturþýzku hagstofunnar verið nefnd „Binnendeutscher Handel“ og var ekkert farið leynt með þau. Okkur var einnig vel kunnugt um ýmsar aðgerðir annarra vestrænna ríkja til stuðnings útflutn- ingi fiskafurða til Austur-Þýzka- lands. Með hliðsjón af þessum staðreynd- um ákvað ég að sniðganga bannið og sneri mér beint til austurþýzku verzl- unarskrifstofunnar sem leiddi til þess að viðræður voru teknar upp í Aust- ur-Berlín við ríkisfyrirtækið DIA- Nahrung. Þrátt fyrir alls kyns erf- iðleika, sem á því voru að eiga við austurþýzka kerfið, tókust um síðir samningar sem komu sér ákaflega vel fyrir alla hlutaðeigandi aðila hér heima. M.a. gátum við nýtt til söltunar fyrir austurþýzka markað- inn mikið af smærri síldinni sem vestrænu markaðirnir, svo sem í Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku, voru ekki reiðubúnir að taka við. Auk þess náðist all gott söluverð fyrir síld- ina. Þessi saltsíldarviðskipti við Aust- ur-Þjóðverjana stóðu yfir í tæpan áratug og hefðu trúlega haldið áfram ef gífurlegir greiðsluerfiðleikar þeirra hefðu ekki komið til. Þeir þurftu að lokum að biðja Sovétmenn um lán til að geta staðið í skilum við okkur, en það er önnur saga.“ Viðskipti og pólitík Það hefur líklega margt gerst og mikið gengið á á þessum tímum kalda stríðsins. Getur þú sagt mér eitthvað frá glímunni við Rússana og varst þú t.d. var við að pólitík væri blandað í viðskipti landanna? „Auðvitað blandaðist pólitík í heild- arsamskipti landanna en ég minnist þess ekki að pólitík hafi borið sér- staklega á góma í samningaviðræð- um okkar um saltsíldina. Þegar rætt er um þessi mál er rétt að hafa það í huga að með viðskipta- samningi þeim, sem ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks gerði við Sovétríkin 1. ágúst 1953, opnaðist nýr og stór markaður fyrir íslenzkar útflutningsvörur. Samning- urinn hafði mikla þýðingu fyrir landið í heild, það er að segja svo framarlega sem samningar tækjust milli við- skiptaaðila. Hér ríkti hálfgert kreppuástand og atvinnuleysi. Bret- ar höfðu lagt löndunarbann á allan ís- lenzkan fisk vegna útfærslu fiskveiði- lögsögunnar úr þrem í fjórar sjómílur. Af þeim sökum hlóðust upp birgðir af freðfiski og einnig voru vandræði með sölu á ýmsum öðrum útflutningsvörum okkar. Ýmsir bandamenn okkar í NATO litu þessi nýju viðskiptatengsl okkar óblíðum augum þótt þeir sjálfir sæktu fast á að koma sínum eigin vörum á sovézka markaðinn, ekki sízt illseljanlegum umframbirgðum af bandarísku korni.“ Sögulegar viðskiptaviðræður Telur þú, Gunnar, að Sósíalista- flokkurinn hafi greitt fyrir viðskipt- um okkar við Sovétríkin? „Um það get ég ekkert tjáð mig. Þeir voru ekkert í neinu sambandi við okkur saltsíldarmenn nema hvað Lúðvík Jósepsson fyrrverandi sjáv- arútvegsráðherra fylgdist jafnan af áhuga með sölutilraunum okkar. Ég dreg ekki í efa að þeir hafi gert sitt ýtrasta til að auka viðskiptatengslin þótt það hafi mislukkast afleitlega í sögulegum samningaumleitunum um nýjan þriggja ára viðskiptasamning 1965. Illa hafði þá gengið að fá Sovét- menn til að taka upp viðræður nema gengið yrði fyrir fram að ákveðnum skilyrðum sem íslenzk stjórnvöld gátu ekki samþykkt og var tregða Rússanna farin að valda alvarlegum vandræðum varðandi samningaum- leitanir um einstakar útflutningsaf- urðir okkar. Sovézk yfirvöld féllust loks um mitt sumar á að taka við íslenzkri samninganefnd án umræddra skil- yrða og kom íslenzka nefndin, undir forystu dr. Odds Guðjónssonar, til Moskvu í lok júlí. Það vakti nokkra athygli að við- reisnarstjórnin, sem þá var við völd, hafði skipað Lúðvík Jósepsson, einn áhrifamesta mann Sósíalistaflokks- ins, í samninganefndina, væntanlega í þeirri trú að það myndi greiða fyrir samkomulagi í Moskvu. Eftir að við komum til Moskvu skýrði Lúðvík okkur frá því að nefnd á vegum Sósíalistaflokksins væri einnig þangað komin til að vinna að því að greiða götu okkar hinna bak við tjöldin. Flokksnefndin hafði þó aldrei samband við okkur nema hvað Lúðvík lét okkur fylgjast með því helzta sem hjá þeim gerðist. En svo fór, því miður, að þrátt fyrir allan þennan hernaðarviðbúnað og þriggja vikna samningsþóf náðist ekkert samkomulag og héldum við heim samningslausir. Ég minnist þess enn í dag að von- brigði Lúðvíks voru slík að hann þáði ekki veitingar sem Gribkov, formaður sovézku nefndarinnar, bauð upp á á Sheremetyevo-flugvelli fyrir brottför okkar og hélt beinustu leið út að flug- vélinni án þess að kveðja Rússana. Þessi niðurstaða og það sem gerð- ist bak við tjöldin þessar síðsumars- vikur í Moskvu 1965 sannfærðu mig um það að oft hafi of mikið verið gert úr áhrifum Sósíalistaflokksins á verzlunarviðskipti landanna, sagði Gunnar Flóvenz. Gunnar Flóvenz og Sturlaugur H. Böðvarsson á kafi í síld á Akranesi í byrjun sjötta áratugarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.